Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ + Theódór Sigur- jón Norðkvist fæddist í Bolungar- vík 3. júlí 1933. Hann lést af slysför- um 18. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón Norðkvist Jóns- son og Asa Vigfús- dóttir Norðkvist. Theódór var yngst- ur af sex systkinum. Þau eru: Sverrir Torfason, hálfb^óð- ir, sammæðra, Jón Norðkvist, sem lést 19 ára gamall. Viggó Norðkvist, Jónas Norð- kvist og Elín T. Benson, búsett i Kaliforníu. Þann 31. 12. 1963 kvæntist Theódór eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Mar- inósdóttur, sem fæddist á Siglu- firði 10. 4. 1936. Þau eignuðust fjögur börn: Margréti, f. 1960, sambýlismaður hennar er Sig- FRÉTTIN kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég var að koma úr bænum, í jólainnkaupunum, full af jólahug, þegar fréttin barst um að leit væri hafin að föður mínum, á Siglufirði, þar sem skipið sem hann var á, lá í höfn. Talið var að hann sjóinn, og þar fannst hann svo 3 dögum seinna. Hvemig geta örlögin verið svona grimm? Að hrífa á brott, á svo fyrir- varalausan hátt, jafn heittelskaðan eiginmann, föður og afa? Hvernig getur allt haldið áfram eins og áð- ur? Án hans, sem gefur og gefur af sjálfum sér, hveija stund og hvar sem er? Hverjum myndi ann- ars detta í hug að kaupa jólagjafirn- ar og jólasteikina í október? Og geta svo alls ekki stillt sig um að afhenda allt saman strax? Og kaupa svo aftur handa öllum í desember. Jólasteikin var líka elduð og borðuð í október. Þannig að ég var mikið búin að hlæja að því að jólin voru haldin á mínu heimili þá. Og fyrir vikið hefur jólastressið ekki náð sínu venjulega hámarki hjá mér og urður Óli Sigurðs- son og eiga þau fjög- ur börn. Ásu, f. 1963, sambýlismað- ur hennar er Pálmi Gunnarsson og eiga þau fjögur börn. Jón, f. 1964 og The- ódór, f. 1965. Theód- ór átti eina dóttur fyrir, sem lést 9. mánaða gömul. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum í Reykjavík. Á lífs- ferli sinum hefur Theódór komið víða við. Hann hefur ver- ið sjómaður, skrifstofumaður, starfsmaður bandaríska hersins, bankagjaldkeri, kennari, dóm- túlkur, framkvæmdasljóri rækjuverksmiðju O.N. Olsen, eigin atviilnurekandi og kokkur á rækjufrystitogara. Útför hans fer fram frá Isafjarðarkapellu í dag. mínum. Enginn naut þess eins og hann pabbi að halda jólin með fjöl- skyldunni, með öll 8. barnabörnin í kringum sig. Og helst Viggó bróð- ir með sína fjölskyldu líka, svo allt væri fullkomið. En þeir bjuggu báð- ir á ísafirði áður og hittust þá fjöl- skyldurnar alltaf um jólin. Engum hef ég kynnst, sem leyfir sér að þykja svo vænt um alla í kringum sig. Fólkið sitt, starfsfólk- ið sitt og alla ísfirðinga. Ef eitthvað kom fyrir einhvern af þessu fólki þá kom það fyrir hann, svo mikið tók hann það inn á sig, og reyndi þá að sýna því hlýju. Mannvinur mikill er genginn. Eftir að fyrirtækið, sem pabbi var framkvæmdastjóri hjá, varð gjaldþrota 1988, missti hann mikið af sjálfstraustinu og sjálfsvirðing- unni, sem er mjög slæmt fyrir slík- an hæfileikamann. Ég sagði alltaf við hann, að hann ætti óhræddur að sækja um góðar stöður, því til þess hefði hann allt; ágætis mennt- un, tungumálakunnáttu o.fl. Fannst mér þá helst að sendiherrastarf MINNINGAR ætti vel við hann. En minn maður vildi komast á sjóinn, því að það þekkti hann frá fornu fari. Þá var nú ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur, því að kokks- starfið varð fyrir valinu. Maðurinn, sextugur að aldri, sem kunni bara að spæla egg, fór á fulla ferð að læra að elda mat, á sjúkrahúsi ísa- fjarðar og upp úr kokkabókum. Svo áhugasamur var hann í kokkaríinu að konur voru farnar að senda hon- um uppskriftir. Hann var meira að segja að afla sér uppskrifta í húsi þar sem hann var gestkomandi, á Siglufirði síðasta kvöldið sem hann lifði, og ætlaði að koma og sækja þær daginn eftir. Hann var nú samt manna fyrstur til að gera grín að eldunartilraunum sínum, þar sem áhöfnin á Hafrafell- inu voru tilraunadýrin, af mikilli þolinmæði að mér skilst. Pabbi var jafnan hrókur alls fagnaðar í fjöl- skylduveislum, hélt ræður af snilld og sagði skemmtisögur. Upp á síð- kastið voru þær fyndnastar sögurn- ar hans af eldamennskuævintýrun- um. Betri pabbi og afi finnst varla, þó víða væri leitað, alltaf að hugsa um að gleðja aðra, svo gaman hveija stund: farið í sund, með alla- vega 3 börn, helst alla íjölskylduna, í bíó, upp í Heiðmörk, á Þingvelli og í lengri ferðalög um landið: með fullan bíl af börnum, og dugði oft ekki einn bíll, því börnin voru svo mörg. Einnig var farið til Búlgaríu 1990, með alla afkomendurna og var það yndisleg ferð. Þegar að pabbi hringdi, þurfti hann helst að fá að spjalla við öll börnin, líka þennan yngsta, 2 ára og rétt talandi. Nú síðast þegar hann var að fara á sjóinn, hafði hann mikið fyrir því að ná í okkur, og vildi heyra í littla afastráknum. Ef eitthvert okkar systkinanna þurfti á aðstoð að halda, var pabbi tilbúinn. Hvort sem það voru flutn- ingar, sendiferðir, barnapössun, bílakaup eða heimalærdómur sem um var að ræða. Sást það best á því hvernig hann hellti sér út í lær- dóminn með Jóni bróður upp á síð- kastið; mest símleiðis, og síðan dreif hann sig norður á Akureyri til hans í fríinu sínu, í október sl. en þeir voru orðnir mjög nánir síðustu árin. Hjónaband mömmu og pabba var fallegt; þau voru miklir vinir og félagar, ferðuðust mikið, bæði inn- THEODOR SIGURJON NORÐKVIST anlands og utan, og nutu félags- skapar hvors annars, við söng, ljóðalestur, umræður um þjóðmál og fleiri sameiginleg áhugamál. Eitt af uppáhaldsljóðum hans var þetta: Háa skilur hnetti himingeimur blað skilur bakka og egg. En anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgnmsson) Elsku mamma, Ása, Jón og Teddi. Nú verðum við að kveðja vininn okkar ljúfa, með þakklæti fyrir allar yndislegu samverustund- irnar með honum. Og biðja Guð að geyma hann. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. (SB 1886 V-Briem) Margrét Theódórsdóttir. Fréttin um hvarf ísfirska sjó- mannsins Theódórs Norðkvist af skipi sínu í Siglufjarðarhöfn á óveð- ursnóttu snart mig djúpt. Við höfð- um að vísu aldrei verið nánir vinir, en svo sannarlega vitað vel hvor af öðrum frá blautu barnsbeini. Nokkur aldursmunur var á milli okkar og hann tilheyrði öðrum kunningjahópi en ég. En strax í barnaskóla vakti hann eftirtekt: Stór eftir aldri, bjartleitur, uppá- tektarsamur og áræðinn, léttur í skapi, fyndinn, orðheppinn og hrók- ur alls fagnaðar í sínum kunningja- hópi. Svolítið ertinn og stríðinn, en allt í hófi þó, því að honum var fjarri skapi að særa nokkurn mann. Öðru hvoru lágu leiðir okkar saman, hér í Reykjavík eða heima á ísafirði og alltaf var jafnáreynslu- laust að taka upp þráðinn að nýju við fjörugar og gamansamar sam- ræður, kryddaðar alvöru lífsins. Ennþá er mér minnisstæð gleði- stund á heimili þeirra Ingibjargar á Torfnesi fyrir nær aldarfjórðungi, í hópi kunningja hans og vina og nokkurra útlendinga sem staddir voru á ísafirði, þar sem kersknisorð ' og gamanyrði fuku á ýmsum tungu- málum fram eftir nóttu. Viðeigandi endir á velheppnuðu teiti var var að stíga út í sólbjarta júnínóttina og sjá tilveruna standa á haus í lognskyggðum Pollinum áður en gengið var til náða. í sumar hringdi svo Teddi til mín utan af sjó, hafði hrifist af pistli sem ég hafði flutt í útvarpið, og vildi að ég setti mig betur inn í þann vanda, sem nú steðjaði að vestfírskum sjávarútvegi og ógnaði tilveru byggðarinnar, og gerðist talsmaður Vestfirðinga í þeim ör- lagaríka slag, sem hann taldi blasa við framundan. Þegar ég svo kom vestur gagngert í þeim erindagerð- um, fagnaði hann mér fölskvalaust og við ráðgerðum að eiga meira saman að sælda í framtíðinni, bera saman bækur okkar og efla kunn- ingsskapinn og vináttuna. Síðast töluðum við saman nokkrum vikum fyrir hina örlagaríku nótt og ráð- gerðum að hittast fljótlega. Mennirnir ráðgera en guð ræður segir fornt máltæki. Svo fór hér. Um leið og ég kveð Tedda vin minn minnist ég með ánægju þess sem var, en sakna þess sem ekki gat orðið. Isafjörður verður aldrei sam- ur án hans. Irigibjörgu konu hans, börnum þeirra og fjölskyldunni allri vottum við Guðrún innilegustu sam- úð. Olafur Hannibalsson. Þegar maðurinn með ljáinn slær kemur það nær undantekningar- laust á óvart. Stundum svo óvænt að boðin ná ekki að meðtakast strax. Svo var einnig er Theódór Norðkvist föðurbróðir var frá okkur tekinn. Það er mikill sjónarsviptir að honum Tedda frænda, eins og við systkinin kölluðum hann, og langar okkur því að rifja upp sam- leið okkar með honum í örfáum orðum. Teddi var ávallt með bros á vör og grunnt var á glettninni, enda glaðsinna og léttur í lund. Hann tengist okkar fyrstu bernskuminn- ingum þegar hann var heimilisfast- ur hjá okkur á Hlíðarveginum. Þá var oft líf og fjör, en að eiga frænda sem gat stokkið hærra en húsið, það var toppurinn á tilverunni. Það var svo mikill leikur í þessum lífs- glaða unga manni sem greip okkur hvenær sem var og þeytti okkur hátt í loft upp. Nú, fjörutíu árum seinna, var þetta ennþá vinsæll leik- + Elías Jónsson frá Rauðabergi var fæddur að Stóra-Bóli á Mýrum 12. október 1903, sonur hjónanna Pál- ínu Erlendsdóttur og Jóns Þórðarson- ar. Börn þeirra hjóna, auk Elíasar, voru Þórður bóndi í Byggðarholti, síðar verkamaður á Höfn, Karl Kristinn húsa- smiður og fyrrver- andi kaupmaður í Keflavík, Ingvar bóndi í Holtaseli, síðar verka- maður i Reykjavík, og Ólafía húsmóðir í Reykjavík. Frá Bóli fluttist Elías með foreldrum sín- um að Holtaseli þar sem hann ólst upp uns hann réðst í vinnu- NÚ ER liðin um það bil hálf öld frá því að bændur frá Fjallabæjum á Mýrum lentu í eftirminnilegum hrakningum í Hornafjarðarfljótum með fjárrekstur til slátrunar. Um kvöldið var stofan í Hoffelli þétt setin og margt skrafað. Þetta var á þeirri tíð sem Austur-Skaftafells- ->aýsla var margir heimar og gnægð umræðuefna þegar gesti bar að garði. Á gestunum vissi ég lítil deili nema þá helst af orðspori. Einn þeirra vakti þó sérstaklega athygli mína þar sem hann sat við stofu- borðið, sposkur á svip og hlátur- mildur. Þetta var Elías á Rauða- þergi. Svo var það einn bjartan dag í mennsku til Hall- dórs Eyjólfssonar og Guðlaugar Gísla- dóttur í Hólmi þar sem hann var ráðs- maður næstu fjórt- án árin. Arið 1944 flyst Elías að Rauðabergi til móð- ursystra sinna, Katrínar og Krist- ínar Erlendsdætra. Þar býr hann í sam- býli við þær systur en árið 1966 tekur Elias við búi á Rauðabergi og býr þar þangað til hann hættir bú- skap árið 1979 og fluttist á Skjólgarð, elliheimilið á Höfn. Elías andaðist í Skjólgarði 28. desember sl. Útför hans fer fram í dag. ágústmánuði síðastliðnum að Elías dvaldist dagstund á Seljavöllum. Margt hafði nú breyst enda lífsleið- in löng. Nú gekk Elías ekki heill til skógar. Það duldist ekki að kvöldsett var orðið í lífi þessa heið- ursmanns. Árið 1930 fór Elías til náms að Eiðum en sú skólaganga varð ekki löng því að þennan vetur andaðist Halldór í Hólmi. Hvarf þá Elías frá náminu á Eiðum og gerðist ráðs- maður hjá Guðlaugu. Það duldist ekki í samtali við Elías að þarna hefði lífsferill hans á vissan hátt ráðist. Áð hætta námi á Eiðum fyrir ágætlega grjeindan ungan mann var ekki sársauka- laust. En svona var lífsmáti þeirra tíma. Skólagöngu varð Elías að leggja til hliðar þegar hann nú gerð- ist ráðsmaður á Hólmi næsstu fjór- tán árin. Það er svo árið 1944 að Guðlaug bregður búi og flyst til Reykjavíkur ásamt fósturdætrum sínum. Þá er skyldum Elíasar í Hólmi lokið og nú flyst hann að Rauðabergi til móðursystra sinna, Katrínar og Kristínar Erlendsdætra. Þeir sem nú eru að vaxa úr grasi eiga erfítt með að skilja hvemig mannlífið í Austur-Skaftafellssýslu gat í raun gengið fram við þær aðstæður sem voru í byggðum hér á bestu árum Elíasar á Rauða- bergi, þegar afkoma fólksins réðst af sleitulausri baráttu. Þó var það svo að þau heimili, sem gátu aflað bærilegs forða fyrir fénað sinn, komust sæmilega af á þeirra tíma vísu og þeir sem áttu trausta hesta komust leiðar sinnar um byggðir sanda og vatna. Þetta umhverfi var krefjandi um margvíslega samhjálp meðal fólksins og þroskaði vilja til samhjálpar og félagsstarfs. í Hólmi hafði Elías undir höndum kostamikil hross, raunar góða grein homfirsku hrossanna sem áttu upp- runa í langri og merkri ræktun. Á þessum árum var erfitt um ræktun í Austur-Skaftafellssýslu því að undirlendi er votlent og stórvirk jarðyrkjutæki ekki komin til sög- unnar þótt viðleitni til aukinna framfara gætti í ríkum mæli. Það er við þessar aðstæður sem bændur í Austur-Skaftafellssýslu hefja markvisst starf í búfjárrækt, og þó sérstaklega sauðfjárrækt, sem átti eftir að hafa mikil áhrif á framfar- ir og afkomu bænda í Austur- Skaftafellssýslu. Um 1940 em stofnuð fóður- birgða- og sauðfjárræktarfélög á Mýrum og fleiri komu á eftir ann- ars staðar í sýslunni. Þetta reyndist góður starfsvett- vangur fyrir Elías sem gekk til liðs við þessi nýju samtök í sveit sinni af miklum áhuga. Elías hafði skýrsluhaldið lengi með höndum og þegar síðar sauðfjárræktarfélögin í Austur-Skaftafellssýslu stofnuðu með sér samband var Elías þar góður þátttakandi og forustumað- ur. Þessi starfsemi var afar mikil- væg fyrir framvindu landbúnaðar í Austur-Skaftafellssýslu og átti mikilvægan þátt í þeim umbótum sem síðar urðu, m.a. með aukinni ræktun, og varaði um þriggja ára- tuga skeið. Elías öðlaðist í þessu starfi mikla reynslu og þekkingu. Þar er m.a. að leita skýringa á því hve næmur hann var á eðliskosti þess búijár sem ræktunin náði til hveiju sinni. Um það vitnaði m.a. sú ræktun sem hann viðhafði á eigin búi. í sýning- arstarfi var Elías góður liðsmaður, að ekki sé fastara að orði kveðið, og er vissulega margs að minnast og þakka frá þeim vettvangi sem ekki er rúm til að segja frá að sinni. í þessu starfi var oft glatt á hjalla og þá kom eðlisfar Elíasar vel fram: glettni, hispursleysi og stundum nokkuð persónulegar athugasemdir þegar sá gállinn var á honum. Mörg tilsvör og orðatiltæki Elíasar frá þessum tíma eru enn í fersku minni. Það leiddi af sjálfu sér að öll þessi starfsemi var tengd Búnað- arsambandinu og þá um leið heimil- inu hér á Seljavöllum en af því leiddu náin kynni og vinátta. Auk þessa starfaði Elías af mikilli trú- mennsku að ýmsum félagsmálum í sveit sinni, sat í sveitarstjórn og sóknarnefnd til margra ára svo að dæmi séu nefnd. Áður en dýralækn- ar hófu störf hér hafði Elías með höndum geldingar á hestum. í þeim erindagerðum ferðaðist hann eink- um um syðri sveitirnar. Vel farnað- ist Elíasi í þessu starfi sem öðrum. Svo kom þar að ævistarfinu lauk og Elías hætti búskap. Þá vistaði hann sig á Skjólgarð og fluttist þangað í september 1979. Þar dvaldist hann til æviloka. Stærsta hluta jarðar sinnar af- henti Elías Búnaðarsambandinu til eignar í trausti þess að það gæti orðið til að styrkja starfsemi sam- bandsins í mikilvægu starfi þess í þágu bænda í Austur-Skaftafells- sýslu, auk þess sem sú ráðstöfun minnti á það „litla starf sem hann vann fyrir bændur í sýslunni“ eins og Elías komst að orðið eitt sinn er við ræddum þessi mál. Elías fylgdist vel með því sem gerðist á Rauðabergi eftir að hann fór þaðan, m.a. með þeirri samn- ingsgerð sem fyrir liggur um starf- semina þar en við þau fyrirheit var Elías fullkomlega sáttur. Þessi gjöf sýnir öðru fremur hvern hug Elías bar til þess starfs er hann valdi sér, og verður seint þökkuð svo sem vert er. Ég veit að margir samferðamenn og vinir eiga miklar og góðar minn- ingar um samskiptin við Elías á Rauðabergi. Og með því að störf mín voru í svo nánum tengslum við það heiðursfólk, sem Elías átti svo mikil samskipti við, tel ég mig geta nú við leiðarlok fært honum þakkir samferðamanna. Sú ákvörðun Elíasar að bregða búi í tíma og vistast á Skjólgarð sýndi mikið raunsæi. Enn var hann ELIAS JONSSON í 4 4 4 1 4 4 4 4 4 4 i « « I « « 0 « « u « « « « «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.