Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ fHffipnUaMi VIKAN 8/1-14/1 ►AÐALSKOÐUN hf. í Hafnarfirði, sem er nýtt fyrirtæki í bifreiðaskoð- un, hóf starfsemi á föstudag. Fyrirtækið býður 6% lægra verð en Bifreiðskoðun íslands en verður að senda aðal- keppinautinum niður- stöður allra skoðana daglega. ►YFIR100 íslensk börn yngri en 14 ára hafa orðið til við tækni- frjóvgun með dönsku sæði. Tæknifrjóvgunar- nefnd hefur skilað tveimur útgáfum af frumvarpi til laga um tæknifrjóvgun. ► VERKALÝÐSFÉLÖG við Faxaflóa og VR eru á meðal þeirra sem hafa kynnt Vinnuveitenda- sambandinu kröfur sín- ar vegna væntanlegra kjarasamninga. Áhersl- an er á krónutöluhækk- un sem mun valda hlut- fallslega mestri hækkun hjá þeim lægst launuðu. ►RÍKISSJÓÐURfékk góða einkunn sem hæf- ur lántakandi frá bandaríska matsfyrir- tækinu Moddy’s Inve- stors Service. Fyrirtæk- ið veitti góða einkunn fyrir erlend langtímalán og skammtímabréf ríkissjóðs en telur jafn- framt að erlend skulda- byrði sé tiltölulega þung. Meirihlutinn í Hafnarfirði féll MEIRIHLUTI Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags í bæjarstjórn Hafnarfjarðar féll síðastliðinn þriðjudag þegar Jóhann G. Berg- þórsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, stóð með alþýðuflokksmönnum að tillögu á bæjarstjórnarfundi um að fresta afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Á fimmtudag kærðu oddvitar hins fallna meirihluta viðskipti fyrirtækis Jóhanns G. Bergþórssonar og bæjar- stjórnar Alþýðuflokksins á síðasta kjörtímabili. I kærunni var þess kraf- ist að Rannveig Guðmundsdóttir fé- lagsmálaráðherra víki sæti í málinu. Deilt við Kanada KANADÍSKl sjávarútvegsráðherr- ann, Brian Tobin, kom til landsins á fimmtudag í boði sjávarútvegsráð- herra og tók þátt í ráðstefnu um viðreisn þorskstofnsins. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra af- lýsti fyrirhuguðum fundi með Tobin vegna greinar í nýgerðum samningi milli Kanada og Noregs um úthafs- veiðar. Þar viðurkennir Kanada full- veldisrétt Norðmanna á Svalbarða- svæðinu. Sparað og selt INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur lagt fram tillögur í borgarráði um að könnuð verði sala nokkurra húseigna fyrir um 300 milljónir króna. Jafnframt verði leit- að leiða til að lækka reksturskostnað borgarinnar um 260 milljónir. í því skyni verði kannað hvort leggja megi niður einhverja starfsemi og farið í saumana á yfirvinnu, auglýs- ingum, kynningarmálum, og risnu. Skammvinnt vopna- hlé í Tsjetsjeníu RÚSSAR lýstu einhliða yfír tveggja daga vopnahléi í Tsjetsjeníu í vik- unni. Skammvinnt hlé varð á bar- dögum og notuðu herir Dzokhars Dúdajevs, leiðtoga uppreisnarhérð- aðsins, tímann til að undirbúa frek- ari átök. Harðir bardagar hafa verið í landinu frá því á þriðjudagskvöld. Á miðvikudag hermdu fréttir að Jeltsín Rússlandsforseti hefði hert tök sín á æðstu stjóm hersins er hann ákvað að rússneska herr- áðið heyrði fram- vegis beint undir forseta en ekki varnarmálaráðu- neytið. Ráða- menn í ýmsum Evrópuríkjum hafa látið í ljós áhyggjur af mannfallinu í héraðinu og hafa hvatt Rússa til að setjast að samninga- borði. M.a. sagði Klaus Kinkel, utan- ríkisráðherra Þýskalands að Rússar ættu skilda „harða gagnrýni“. Rúss- ar segja gagnrýnina hins vegar setta fram i fljótræði og að hún minni á kalda stríðið. Múslimar hafna tilslökunum STJÓRN múslima í Sarajevo hafnar frekari tilslökunum hvað varðar skiptingu lands í Bosníu í friðarum- leitunum fimmveldanna. Orðrómur hefur verið á kreiki um að fimmveld- in hygðust bjóða Serbum, sem upp- runalega höfnuðu ffiðartillögunni, stærra eða betra landssvæði til að fá þá að samningaborði. Dúdajev ERLENT ►CAMILLA Parker- Bowles, hjákona Karls Bretaprins, tilkynnti í vikunni að hún og eigin- maður hennar hygðust skilja eftir 21 árs hjóna- band. Miklar vangavelt- ur hafa verið um að Karl og Díana prinsessa muni sækja um lögskiln- að en útilokað er talið að Camilla geti orðið drottning Karls. ► RUPERT Allason, þingmaður íhalds- flokksins, hyggst ljóstra upp um fimm áhrifa- mikla stjórnmálamenn breska Verkamanna- flokksins, sem hann seg- ir hafa verið á mála hjá sovésku Ieyniþjón- ustunni. Talið er að mennirnir fimm hafi verið á Iista yfir breska samverkamenn KGB sem Oleg Gordíjevskíj er sagður hafa afhent bresku leyniþjón- ustunni. ► JÓHANNES Páll II páfi hóf á fimmtudag ellefu daga ferð um Asíu og Kyrrahafseyjar er hann kom til Manila á Filippseyjum. Þetta er 63. utanlandsferð páfa, sem er 74 ára, í embætti. ►STORMAR, stórrign- ingar og flóð hafa valdið ibúum Kaliforníu þung- um búsifjum síðustu daga. Þá hefur verið mikið fannfergi í Suður- Þýskalandi, Sviss og Austurríki og flóð í Norður-Þýskalandi. Loftvog ysí og ASÍ spáir stormi Morgunblaðið/Sverrir 160 manns á verk- stjórafundi SH GUÐLAUGUR Þorvaldsson lét nýlega af starfi ríkissáttasemjara, sem hann hefur gegnt til margra ára. Af því tilefni efndu Vinnu- veitendasamband íslands og Al- þýðusamband íslands sameigin- Iega til kveðjuhófs á föstudag, en Guðlaugur hefur líklegast ekki haft meiri samskipti við aðra í starfi sínu en forystumenn ASÍ og VSÍ í löngum og ströngum samningalotum. Samböndin sameinuðust um að gefa Guðlaugi loftvog að skilnaði, prýdda merkjum beggja sam- bandanna, sem þeini þótti tákn- ræn fyrir sáttastarf hans í mis- jöfnum veðrum og vályndum á vinnumarkaði. Magnús Gunnars- sonar, formaður VSÍ, leit niður þegar veislan stóð sem hæst og las af henni að stormur væri í aðsigi. Viðstaddir höfðu gaman af þessari veðurspá eins og sjá má á svip þeirra Magnúsar, Bene- dikts Daviðssonar, formanns ASÍ, og Guðlaugs. HINN árlegi verkstjórafundur SH var haldinn á fimmtudag og föstu- dag á Hótel Loftleiðum. Fundinn sóttu um l60 manns, þ.e. fram- leiðslustjórar og verkstjórar í frysti- húsum innan SH alls staðar af land- inu, svo og ýmsir starfsmenn SH. Sölustjórar og gæðastjórar erlendra dótturfyrirtækja SH komu á fund- inn eins og venja er og gáfu leið- beiningar um markaðs- og gæða- mál á nýbyijuðu ári. Framleiðendur fyrir SH voru yfir 100 talsins í fyrra. Fundir um sérstök svið fram- leiðslunnar voru haldnir á miðviku- daginn. Fyrst var haldinn 60 manna fundur meðal loðnuframleiðenda og sölumanna SH. Mikill hugur er í mönnum vegna komandi vertíðar en í fyrra flutti SH út um 12.600 tonn af loðnu og yfír 4.000 tonn af loðnuhrognum. Fund með útgerðarstjórum og yfírmönnum sjófrystiskipa sátu 60 manns en 33 frystiskip voru í við- skiptum við SH í fyrra. Rækjuframleiðsla og rækjusala gekk vel á síðasta ári. Rækjufram- leiðslan var um 9.600 tonn og er það fjórðungsaukning frá fyrra ári. Á miðvikudag var haldinn fjölmenn- ur fundur um framleiðslu og sölu- mál sjófrystrar rækju til að leggja línurnar á nýju ári. Sýning á nýjum afurðum Á verkstjórafundinum var sett upp sýning á um 40 nýjum fram- leiðsluvörum hjá Icelandic France í París. Vörumar mynda heildstæðar línur undir Icelandic-merkinu og eru allar seldar á neytendamark- aði, þ.e. í smásölu, veitingahúsum og með heimsendingarþjónustu. í þessum nýju afurðum eru þorskur, ufsi, karfí, steinbítur, grálúða, lax, rækja, hörpudiskur og kavíar. Sala þessara nýju afurða nam um 1.600 tonnum á síðasta ári og búist er við 2.000 tonna sölu í ár. Uppfærsla óperuhússins í Chicago á Aidu „Jóhannsson glansar í hlutverki Radamesar“ KRISTJÁN Jóhannsson óperu- söngvari hlýtur mjög lofsamlega dóma í umfjöllun dagblaðsins Chicago Tribune fyrir hlutverk sitt í uppfærslu Lyric Opera of Chicago á Aidu eftir Verdi, en þar syngur Kristján nú í síðustu fjórum sýningunum. Gagnrýn- andi blaðsins segir í fyrirsögn að Kristján glansi í hlutverki Radamesar, og í greininni segir hann að Kristján hafi borið uppi sýninguna ásamt söngkonunni Dolora Zajick, sem fór með hlut- verk Amneris. Kristján sagðist í samtali við Morgunblaðið vera mjög ham- ingjusamur með þær viðtökur sem hann hefði fengið, ogþá sérstaklega vegna þess hann væri það sem kalla mætti á heimaslóðum hvað leikhúsið í Chicago varðar. Hrein og tær röddin ljómaði í grein Johns von Rheins, tón- listargagnrýnanda Chicago Tri- bune, segir m.a. að það megi vera að Kristján sé lítill leikari, en rödd hans hafi hinn sanna ít- alska „tenore robusto“-hljóm, voldugan, þróttmikinn og áreynslulausan, og annað skipti ekki máli í Aidu. „Hrein og tær rödd íslenska tenórsöngvarans Ijómaði í ar- íunni „Celeste Aida“, og á háu tónunum bauð hann trompetum hljómsveitarinnar birginn. Því miður kyrjaði hann háa b-ið i aríunni samkvæmt leiðri venju; ekki svo að skilja að neinn hafi kvartað,“ segir von Rhein í gagn- rýni sinni. Frumsýning á uppfærslu Lyric Opera of Chicago á Aidu var 10. desember síðastliðinn. Kristján var beðinn um að vera með þá þar sem bandaríski tenórinn Mic- hael Sylvester varð frá að hverfa, en Kristján var hins veg- ar ekki á lausu, og Lando Bartol- ini söng því fyrstu sýningarnar. Valinn maður í hverju rúmi „Þetta er eiginlega mitt heima- leikhús. Ég er búinn að vera hérna fimm leikár í röð og er með samninga næstu þrjú árin, en reyndar stóð til að ég sleppti alveg þessu leikári. Ég ætlaði svo að vera í fríi einmitt núna þar sem ég hef rétt lokið sýningum á Aidu í Berlín, en þctta endaði samt svona að ég kom hingað til að syngja fjórar síðustu sýning- arnar. Fyrsta sýningin var 10. janúar og voru viðtökurnar geysilega fínar og húsið alveg glóandi. Þetta er mjög ánægjulegt þar sem hér er valinn maður í hverju rúmi og líklega tvær af þekkt- ustu söngkonum heims sem eru með mér. Það er annars vegar Aprile Millo sópran, og síðan er það Dolora Zajick messósópran, en ég held að á engan sé hallað þó að maður segi að hún sé æðsti messósópran í veröldinni í dag,“ sagði Kristján. Ævintýralegt ár Sýningin lO.janúargekk þó ekki áfallalaust að sögn Krist- jáns, því rétt áður en hún hófst treysti Millo sér ekki til að syngja og hljóp þá Ellen Shade í skarðið. Kristján syngur í síðastu sýn- ingunni á Aidu 22. janúar, en daginn eftir þarf hann að vera mættur í Metropolitan í New York til að syngja í fimm sýning- um á Cavalleria Rusticana. „Þegar því lýkur í febrúar tek- ur svo við hvert glansnúmerið á fætur öðru. Fyrst er það Vinar- óperan og svo Berlín, Munchen og Covent Garden. Þetta verður því virkilega ævintýralegt ár,“ sagði Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.