Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn ÓLAFUR G. Einarsson menntamálaráðherra fyrir framan Þjóðarbókhlöðuna. Undir menntamálaráðuneytið heyra um 300 stofnanir með 7.000 starfsmenn. I skólum lands- ins eru yfir 60.000 nemendur. Að meðtöldum fjölskyldum þeirra snertir starfsemi menntamála- ráðuneytisins því daglegt líf mikils meirihluta þjóðarinnar, útskýrir Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra í viðtali við Elínu Pálmadóttur. egar Ólafur G. Einarsson tók við menntamálaráðuneytinu í upphafi kjörtímabils var fyrirsögnin á við- tali í Morgunblaðinu um það sem hann hugðist beita sér fyrir „Þjóðarbókhlaðan hefur forgang". Þar sagði hann málið orðið til skammar, ekki væri enn gert ráð fyrir nægu fé og lofaði að bókhlöðunni yrði lokið á árinu 1994. Hún var opnuð í desember. Undir iok kjörtímabilsins hefjum við viðtal við menntamálaráðherra með því að rifja þetta upp. Ráðherrann kvaðst mjög ánægður með að þetta skyldi hafa tekist og að þess- ari allt of löngu byggingarsögu skuli vera lokið. „Þetta skiptir gífurlegu máli fyrir varð- veislu menningararfsins og fyrir Háskólann. Þarna hefur orðið alger bylting á aðstöðu, sem er gjörbreytt, ekki bara hvað húsrými snertir heldur líka alla tækni, sem þama er tekin í notkun með tengingu við bókasöfn innan lands sem utan. Ríkisstjórnin sam- þykkti í upphafi að Ijúka Þjóðarbókhlöðunni á kjörtímabilinu. En vegna þess að við urðum fyrir ýmsum ytri áföllum með meðfylgjandi aðhaldsaðgerðum og niðurskurði allt tímabil- ið, varð það mér auðvitað örðugt að fá þetta fé, en Þjóðarbókhlaðan varð ein af fáum þáttum sem ekki varð fyrir niðurskurði. Þvert á móti.“ Sérstaki eignarskatturinn skilaði sér þangað að fullu. Og Ólafur bætir við að þessa sérstaka eignarskatts, sem nú heitir „Endur- bótasjóður menningarbygginga" og er 350-370 milljónir á ári, bíði margar menning- arbyggingar, sem þurfi að endurbæta eða fullgera Nefndi þar allt sem byrjar á þjóð, Þjóðleikhús, Þjóðminjasafn, Þjóðskjalasafn, innréttingu á Listaskólahúsinu í Laugarnesi, en eitthvað af þessu verður næsta átak. Gagnrýni svarað Við víkjum talinu að þeirri gagnrýni sem ráðherrann hefur orðið fyrir. Hann hefur verið sakaður um að gera ekkert, enginn nái í hann og skilvirknin sé lítil. En þegar blaða- maður fór vegna viðtalsins að huga að mál- efnum í ráðherratíð Ólafs var hann brátt kominn með langan lista af málum, fleiri en komist yrði yfir í einu viðtali, þar sem frum- vörp höfðu verið lögð fram á Alþingi og feng- ist samþykkt sem lög, öll utan grunn- og framhaldsskólafrumvörpin og frumvarpið um listaháskóla, sem nú eru til meðferðar í þing- inu. Auk þess sem 136 nefndir um ýmis skóla- og menningarmál virðast hafa verið að vinna að málum. Og við spyijum: Samt sem áður komst þú, Ólafur, veikur út í prófkjörinu í þínu kjördæmi í haust? Þú hefur líka orðið fyrir mikilli persónulegri gagnrýni, m.a. svo að á einum mánuði, kringum áramótaskaup- ið, þar sem kjarninn var að þú gerðir ekki neitt og enginn þekkti þig, fimmfölduðust óvinsældir þínar í könnunum og þú varð óvin- sælasti ráðherrann. Hvetju viltu svara þessu? Ólafur kvað sömu ástæðu fyrir því hvernig hann fór út úr prófkjörinu í Reykjaneskjör- dæmi og kvörtunum um að erfitt sé að ná í hann. Gagnrýnin sé hliðstæð. „Vegna þess hve ég er bundinn hér í ráðuneytinu hefí ég ekki sinnt mínu kjördæmi með sama hætti og áður en ég varð ráðherra. Og þessi sí- bylja að náist aldrei í mig gerir það að verk- um að mínir ágætu vinir í kjördæminu fara að trúa þessu. Jafnvel vinir mínir eiga erfitt með að ná sambandi við mig líka og skilja ekki hvers vegna. Þeir eni auðvitað kröfu- harðir og vilja geta komist að mér hvenær sem er. Þetta bitnar á mér. Ég er þó engu að síður á mörgum fundum í kjördæminu um málefni þessa ráðuneytis, hefi heimsótt marga skóla, en er ekki endilega sem fyrr með mínum kjósendum." Með 12.000 erindi „Staðreyndin er sú, að. þetta ráðuneyti er svo gjörólíkt öðrum ráðuneytum. Þetta er eitt stærsta ráðuneytið með rúmlega 80 starfsmenn hér innan veggja. Undir mennta- málaráðuneytið heyiir starfsfólk, sem er um 7.000 manns eða helmingi fleiri en undir það næststærsta, sem er heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytið. Þetta nær yfir alla skóla í landinu og allar menningarstofnanir og allir aðilar sem stjórna þessum fjölmörgu stofnun- um og ótrúlega margir undirmenn telja sig þurfa á einum eða öðrum tíma að hafa beint samband við ráðherra. Þetta er galli á stjórn- sýslu þessa lands. Inn í þetta ráðuneyti berast 12 þúsund erindi á ári. Þau fara að sjálfsögðu ekki öll beint á mitt borð, en mjög mörg þeirra. Við höfum áætlað að um 3.000 geri það og sum kannski tvisvar. Ég hefi líka látið taka sam- an að ég fæ í mánuði hveijum um það bil 200 viðtalsbeiðnir. Allir sanngjarnir menn hljóta að sjá að ekki er hægt að sinna þeim öllum. Ég er líka þeirrar skoðunar að það sé nauðsynlegt að búa svo um hnútana og tryggja svo vinnubrögð í stjórnkerfinu að menn telji sig ekki þurfa að ná tali af sjálfum ráðherranum til þess að koma málum sínum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.