Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Smáfólk Mér fínnast hljóð áhuga- Hvert er uppá- HLUNK verð, en þér? haldshljóðið þitt? ''KLUNK”? YE5 '’KLUNK" 15 A N/ERYINTERESTING „Hlunk“? Já, „hlunk" er mjög áhugavert hljóð . . . BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reylqavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Athugasemd við Árbók Ferðafé- lags Islands Frá Björgólfí Stefánssyni: ÚT KOM að venju á sumri síðast- liðnu árbók Ferðafélags íslands fyrir árið 1994. Voru þar á ferðum Islandslýsingar sem fyrr og eru árbækur Ferðafélagsins félaginu til mikils sóma frá upphafi vegna. Nú á jólaföstu tók ég mér stund til nánari lesturs í árbókini og er þar að finna nokkuð góða lýsingu á ystu ströndum norðan djúps, sem mér hefur lengi þótt forvitnilegt að vita eitthvað um, þótt þangað hafi ég aldei komið, enn sem kom- ið er. Nú var það kona, sem í fysta skipti setti árbókina saman, og er allt vissulega vel um það. Guðrún Ása Grímsdóttir mun nafn hennar vera. Á bls. 127 er sagt frá Straumnesi á „Almenninga vestri“ og þar réttilega skýrt frá, að skip Eimskipafélagins Goðafoss hafi strandað þar undir hlíðum Staum- nesfjalls síðla árs 1916. Skipstjóri á Goðafossi var Júlíus Júliníusson, sem ég kynntist lítillega löngu seinna, þá kominn í land og starf- andi hjá Sjóvátryggingafélagi ís- lands, muni ég það rétt. Ég læt þess getið strax, að þessi fýrrver- andi skipstjóri var ágætur maður í allri viðkynningu og góður full- trúi Sjóvátryggingafélagsins, sem ég hafði nokkur viðskipti við um þessar mundir. Önnur samskipti áttum við síðar og öll ánægjuleg. Skipstjóranum var kennt um óhappið, eins og verður við öll strönd. Var heldur betur á hann ráðist af ýmsum málhvötum mönn- um og illyrtum, sem töldu, að skip- stjóri hefði verið á kvennafari niðri á 1. farrými, þegar strandið varð. Minna mátti nú ekki gagn gera á dögunum þeim og allt fram til þess dags sbr. árbókina umræddu. Þessa sögu mun ég hafa heyrt sem unglingur, svo trúverðug sem mér þá þegar fannst hún og ennþá ólík- legri er ég hafði komist til nokk- urs þroska. Má það í raun furðu- legt teljast, að nokkrum sæmilega vitibomum manni skuli detta það í hug að yfirveguðu máli, þegar ungur stoltur skipstjóri er að sigla skipi sínu í dimmviðri meðfram ljóslausri strönd (engir vitar) með öllum sínum hættum og auk þess í nóvembermánuði, hefði átt á þéfrri stundu að vera í skapi til að gamna sér með farþega á 1. plássi, eins og skýrt er frá í árbók- inni lítt smekklega. Ég vek at- hygli á og endurtek eins og þá stóð á með siglingu skipsins, er þessi saga vægast sagt afar ósennileg. Fyrir mörgum árum hlýddi ég á tal tveggja manna og hafði annar þeirra verið farþegi um borð í Goðafossi þessa örlaga- ferð. Hann er látinn, en er einhver besti maður og um leið sá greind- j asti, sem ég hef kynnst um mína daga. Frásögn hans var nokkuð á aðra leið en sú, sem birtist í nýj- ustu árbók Ferðafélagsins. Sagði hann að hann hefði legið í koju sinni á 1. farrými og haft klefa- hurðina krækta opna. í sjónmáli hafði hann hluta af stiganum, sem lá niður á farrýmið. Sá hann þá Júlíus skipstjóra koma niður stig- ann og fara inn á karla salernið. Örstutt dvaldist honum þarna inni, því hann kom í miklum flýti út aftur og tók sitt hvorri hendi um handriði stigans. Stóð andartak kyrr og álútur, eins og hann væri að hugsa sig um og hljóp síðan upp stigann svo hratt sem hann mátti. Mun hann þá hafa fundið, að skipið var komið í lygnari sjó, sem ekki átti að vera og þar með hættulega nálægt landi. Náði hann ekki að komast á stjórnpall skips- ins í tæka tíð til að geta beygt skipinu frá landi og forða þar með strandi. Skipstjóri getur aldrei ver- ið endalaust í brúnni við stjórn á skipi sínu og var það heldur ekki, þegar þetta fallega skip Eimskipa- félagsins steytti þarna á klettóttri strönd. Þessi frásögn af strandi Goða- foss árið 1916 undir hlíðum Straumnesfjalls í árbók Ferðafé- lagsins á bls. 127 er til vansa. Dómharkan í meira lagi og ekki dregið úr ósönnuðum fullyrðing- um. Það er óþrifnaður af þessari frásögn í árbókinni og engu þar til framdráttar, sem að öðru leyti er annars nokkuð gott rit um Horn- strandir vestur að ég hygg. Þetta greinarkorn varð til, vegna þess að mér þótti oft að Júlíusi Júliníussyni ómaklega vegið í lifanda lífi og ekki síður að honum látnum, þegar hann hefur ekki tækifæri til að bera hönd yfir höf- uð sér. Víst er um það, að áfram varð Júlíus skipstjóri hjá Eimskipa- félaginu, þessu lang-merkasta siglingafyrirtæki íslendinga fyrr og síðar og segir það sína sögu. Á þrettándanum 1995, BJÖRGÓLFURSTEFÁNSSON, Háholti 13, Keflavík. NÝI ÖKUSKÓLINN E.T.-HÚSINU V/SUNDAHÖFN MEIRAPRÓF (Nám til aukinna ökuréttinda.) Vörubíll, rúta, leigubíll. Næsta námskeið hefst þann 16.01. nk. Innritun stendur yfir í húsakynnum skólans, Klettagörðum 11. Allar nánari upplýsingar í síma 884500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.