Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ mm HÍM LEIKRE6LIIR eftir Hildi Friðriksdóttur NÚ ÞEGAR fimmta starfs- ár Handsals er að hefj- ast er ljóst að fyrirtækið hefur náð góðri' fótfestu á íslenska fjármálamarkaðnum og umsvif þess aukast ár frá ári. Hjá því starfa tólf manns og í lok síð- asta árs var svo komið að stækka þurfti húsnæðið um helming og er það nú á tveimur hæðum við Engja- teig 9. Edda Helgason bendir á að það taki tíma fyrir verðbréfafyrirtæki að vinna traust á markaðnum og í upphafi hafi aðaltekjulindin verið eingöngu sölulaun. Tekjur af ráð- gjöf, fjárvörslu og sérverkefnum hafi þó farið vaxandi á undanförn- um árum. Kaup og sala verðbréfa var 15 milljarðar árið 1992, 22 milljarðar 1993 og um 23 milljarðar árið 1994. Árið 1993 var hagnaður fyrir skatta 20 milljónir króna en árið 1994 hefur ekki verið gert upp. Segir Edda það hins vegar vera fimm ára rekstrarmarkmið Hand- sals að ná hagnaði fyrir skatta sem nemur 20% af eigin fé. Var í Nepal og Indlandi Árið sem Edda lauk mastersprófi í rekstrarhagfræði kveðst hún hafa fengið nóg af að vinna með tölur og réðst því sem markaðsráðgjafi til Útflutningsmiðstöðvar iðnaðar- ins. Eftir árs dvöl hér á landi leit- aði hugurinn erlendis á ný og greip hún því tækifærið fegins hendi þeg- ar henni bauðst starf hjá Tiger Tops Mountain Travel við að mark- aðssetja ferðamannaþjónustu til Nepals og Indlands, þar sem hún starfaði í tæpt ár. „Það var mjög skemmtilegt og áhugavert, en ég fann að ég þurfti ekki að vera rekstrarhagfræðingur í þessu starfi. Upp úr því ákvað ég í raun að ég vildi vinna við fjármál,“ segir hún. Þá réðst hún til Citibank þar sem hún vann í ýmsum deildum og end- aði sem aðstoðarframkvæmdastjóri yfir íslandsdeild. „Á árunum 1984-5 áttu sér stað miklar breyt- ingar og menn tóku að undirbúa sig undir „stóru sprengjuna" þegar frelsið varð mun meira og tækifær- in jukust. Hjá Citibank var aðeins tekið við allra stærstu verkefnunum og vorum við því daglega að vísa smærri viðskiptavinum frá. Svo fór að ég og samstarfsfélagi minn sáum þarna möguleika á að stofna eigið fjármálafyrirtæki.“ Þegar Edda kom heim og Hand- sal var stofnað hafði hún um nokk- uð skeið staðið í málaferlum við Morgunblaðið/Kristinn Vmsnpn/AIVINNULÍF ÁSUNNUDEGI ► EDDA Helgason, framkvæmdastjóri Handsals, fæddist í Reykjavík árið 1957. Hún lauk BA-prófi í hagfræði frá Barnard College, Columbia University í New York 1980, MBA-prófi í rekstrarhagfræði frá Columbia University 1982. Hún starfaði í eitt ár við markaðsráðgjöf hjá Útflutningsmiðstöð iðnaðarins. Hún var aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Citibank eða þar til hún stofnaði fjármálafyrirtækið Sleipni 1985 ásamt starfsfélaga sínum úr bankanum. í byrjun árs 1991 stofnaði hún verðbréfafyrirtækið Handsal. eigendur Sleipnis vegna starfsloka hennar hjá fyrirtækinu og höfðu m.a. birst fréttir i fjölmiðlum hér- lendis. Ákærum eigenda Sleipnis var vísað frá fyrir dómi í Bret- landi. „Allt það mál var merkileg lífsreynsla og ákveðinn skóli,“ segir hún. Edda telur þó þegar upp er stað- ið að þær umræður hafi ekki haft neikvæð áhrif í kringum stofnun Handsals. „Hitt er annað mál að þegar stofnun fyrirtækisins fréttist út fór ég að finna fyrir andstöðu og að reynt var að koma í veg fyr- ir að fyrirtækið gæti hafið starf- semi,“ segir hún aðspurð um þessi mál. Segja má að Edda hafi því í raun þurft að beijast á tveimur vígstöðv- um í einu, í fyrsta lagi að sanna sjálfa sig og í öðru lagi að koma GEISLADISKAR FRÁ KR. 490. ^...—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.