Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR AÐ ER gagnlegt fyrir okkur íslendinga að kynnast sjónar- miðum Brians Tobins, sjávarút- vegsráðherra Kanada, um hrun þorskstofnsins við Atlantshafs- strönd Kanada. Hann sagði m.a. í ræðu á ráðstefnu um viðreisn þorskstofnsins í fyrradag: „Mann- leg mistök eru aðalástæðan fyrir því, að fiskistofnarnir innan lög- sögu okkar eru nær að engu orðn- ir. Stjórnvöld í Kanada létu of lengi undan þrýstingi hagsmunaaðila og leyfðu veiðar of lengi. Hefði verið gripið fyrr í taumana, hefði mátt bjarga miklu. íslendir.gar geta því lært af mistökum okkar. Þeir verða gð fara eftir þeim merkjum, sem felast í minnkandi fiskistofnum og taka erfiðar ákvarðanir í tíma. Annars gæti farið jafn illa fyrir ykkur og okkur.“ Kanadíski sjávarútvegsráðherr- ann sagði, að fyrst hefðu menn í Kanada leitað skýringa á hruni þorskstofnsins í ofveiði annarra þjóða eða breytingum í náttúrunni. Þar væri þó ekki skýringar að finna heldur hefðu Kanadamenn sjálfir lagt í rúst einn stærsta þorskstofn veraldar. Eftirfarandi lýsing Brians Tobins er alvarlegt umhugsunarefni fyrir Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. okkur íslendinga, en hann sagði: „Við erum ekki fyllilega vissir um það, hvað í raun og veru olli hruni fiskistofnanna, en okkur virðist, að allt, sem gat farið illa, hafi farið á versta veg. Við mennirnir eigum stóra sök og breytingar í náttúr- unni hafa haft sitt að segja líka. Vísindamenn við Kanada höfðu árum saman ofmetið stærð fiski- stofna innan lögsögu okkar. Við leyfðum of mikla og allt of mikla veiði og fiskimennirnir gengu illa um auðlindina, fleygðu miklu af fiski í sjóinn og lönduðu fram hjá vigt. Þvi var árlegur afli mun meiri en skráður var. Fyrir vikið var vís- indalegur grunnur fyrir stofnstærð- armati og ákvörðun um heildarafla rangur. Þannig voru menn í raun að grafa sína eigin gröf, jafnvel vísvitandi . . . Stjórnvöld á þeim tíma þorðu ekki að grípa í taum- ana, þrátt fyrir viðvaranir. Þau töldu, að væru kvótarnir skornir niður of hratt, gæti það komið í veg fyrir, að frystihús, útgerðir og bæj- arfélög, sem ættu möguleika, gætu bjargað sér. Stjórnvöld tóku ekki mark á minnkandi afla og í stað þess að taka ábyrga afstöðu, spil- uðu stjórnvöld fjárhættuspil með framtíð sjávarútvegsins og töpuðu henni.“ Getur þetta verið að gerast hér? Almannarómur hefur lengi sagt, að sjómenn hafi fleygt miklu af fiski í sjóinn en því hafa þeir alltaf neit- að. Einstaka sjómenn hafa stað- hæft hið gagnstæða en þeir hafa ekki átt mikla framtíð fyrir sér á sjó. Almannarómur hefur einnig sagt, að hér væri umtalsverðu magni af fiski landað fram hjá vigt eða gefnar upp rangar fisktegund- ir. Þessu hefur alltaf verið neitað. V afalaust hefur því líka verið neitað í Kanada á sínum tíma. Lýsingar kanadíska ráðherrans á viðbrögð- um stjórnvalda í Kanada gætu ver- ið iýsing á viðbrögðum stjórnvalda hér. Höfum við verið í stórkostlegu fjárhættuspili með þorskstofninn? Þorsteinn Pálsson hefur borið ábyrgð á ákvörðunum um aflamagn síðustu fjögur árin. í ræðu við upp- haf ráðstefnunnar um þorskinn sagði hann m.a.: „Þrátt fyrir, að vísindamenn okkar og vinnubrögð þeirra hafi öðlazt meira traust á síðustu árum, hefur einfaldlega skort pólitískt þrek til að fara að þeirra ráðum. Við ákvörðun aflahá- marks hefur sjaldnast verið gert ráð fyrir götum kerfisins. Þegar þar bætist við sú staðreynd, að heildar- aflamark hefur verið ákveðið heldur hærra en tillögur fiskifræðinganna sögðu til um, stöndum við frammi fyrir því, að aflinn hefur farið all- mikið fram úr ráðgjöf." Öllum er ljóst, að þessi lýsing ráðherrans er rétt. Yfirgnæfandi líkur eru á því að staða þorskstofns- ins væri allt önnur nú, ef stjórnvöld hefðu farið að ráðum fiskifræðinga frá því, að fyrsta svarta skýrslan leit dagsins ljós fyrir um tveimur áratugum. En það hefur aldrei ver- ið gert. Það er fyrst nú allra síð- ustu árin, sem borið hefur á við- leitni til þess. Raunar hafa stjórn- málamenn hreykt sér af því að fara ekki að ráðum fiskifræðinganna með nákvæmlega sömu rökum og Brian Tobin vitnar til að notuð hafi verið í Kanada. Það er tími til kominn að taka hér upp ný vinnubrögð. Vonandi er það ekki orðið of seint. ÞORSKURINN VIÐ NÝFUNDN AL AND OG ÍSLAND ■J -| n LÍKLEGA II I »erSerenis- sima, svo metnaðar- full sem hún er, þó einungis ástarsaga um Ericu Jong og • mann frá Stratford sem hét, nei heitir Will; falleg og áhrifarík saga. Allt að því goðsögn, eða eigum við að segja e.k. ferðalag um tímann. Og kannski er það skemmtilegast að Will veit ekki hann á eftir að skrifa Kaupmanninn frá Feneyjum, en hún veit það. Hún veit hann verður Shakespeare. Samt rennur þetta fljót tímans í einum farvegi og bátsferð þeirra saman er efni sögunnar og bakk- amir atburðir úr lífi þeirra og stund- um komið við í verkum skáldsins. Hefurðu séð framtíðina? spyr hann. Framtíðin hefur séð mig, svarar hún. Og Shakespeare hefur síðasta orðið eins og vant er: Þetta er einsog vatn renni í vatn, það er alltog sumt. Þegar Will nefnir ástina vitnar hann í annars manns Ijóð, svo ungur sem hann er: Who ever loved, that loved not at first sight? Það er einhver Christopher Marlowe í lífi allra skálda. Á því andartaki sem Will frá Stratford vitnar í Marlowe er minnt á að hann er ekki einungis guðlegt kraftaverk, engum líkur, heldur maður af holdi og blóði og aðdáun- in að sjálfsögðu öfund blandin. Hann hefur ekki einungis breytzt í kýpur-tré einsog drengurinn í goð- sögninni, heldur er hann maður með andstæðum sínum einsog per- sónur hans sjálfs og það fólk sem við dáumst mest að í fornum ís- lenzkum sögum. Þarsem er öfund og afbrýði, þar er maður á ferð; eða heiðinn guð; eða einn af þessum skógarguðum sem leitar skjóls und- ir kýpur-trénu, þessari yfirfærðu hugmynd um dreng. Og dauðinn, hvað um hann? Allt það sama og áður að einu undan skildu: Will frá Stratford sem er þarna á ferð við Feneyjar með Jessicu leikkonu, Jessicu dótt- ur Shylocks eða ein- faldlega Ericu Jong, má ekki deyja í átökum við menn og plágur, hann verður að lifa af þetta ferðalag, þetta umhverfí, þessa áskorun að vera aftur orðinn maður í athyglis- verðri skáldsögu fjórum öldum eftir dauða sinn. Hann verður að lifa hvaðsem um hana verður, þessa konu sem er að skrifa hann inní líf sitt. Annars verða verk Williams Shakespeares aldrei skrifuð(!) Og hvernig yrði heimurinn þá? Óhugsandi. Og samt var hann bara skáld(!) Og kannski nafnlaus í þokkabót einsog Auden hallast að. En þannig kemur veruleikinn til okkar, þessi tímalausa hringrás. Án veruleika. ■J "I O ÞESSI ORÐ Christofers 1 X ö*Marlowes í Love at fírst sight, úr Hero and Leander gætu verið yfirskrift þeirra íslendinga sagna sem mest og oftast leita á hugann: It lies not in our power to love or hate, For will in us is over-ruled by fate. Nei, við ráðum hvorki ást okkar né hatri, þvíað örlögin eru vilja- þreki okkar yfírsterkari. t 1 Q lýsing BLIXENS Á lAí/#dauða Denis Finch- Hattons er einhver fallegasti kafli heimsbókmenntanna. Hún hlýtur að hafa elskað þennan mann úr einhverri dularfullri fjarlægð sem breytist í áleitna nálægð þegar hún sleppir minningunni einsog fugli úr lófa sínum. Slíkur skáldskapur sprettur einungis úr lífínu sjálfu. Ekkert ímyndunarafl getur keppt við slíka minningu. Og þó(!) ímynd- unarafl, minning, eru þetta and- stæður? Ég held ekki eins óglögg og skilin eru milli minninga og þess sem við gerum okkur í hugarlund. Úr þessu tvennu, ímyndunarafli og minningum, rís allur skáldskapur. Minningar flugkonunnar frægu, Beryl Markham, West with the Wind, sem einnig eru frá Afríku gefa ritum Karenar Blixens lítið eftir. Hemingway sagði að þeir skáldsagnahöfundamir skrifuðu ekki eins vel og hún. Kaflarnir um ljónin, hlébarðana og Finch-Hatton eru áhrifamikil upplifun. Meistraverk. Og þarna standa ljónin á gröf Hattons í hlíðinni sem horfír við óendanlegri víðáttu. Blixen minnir ekki á neina fegurð aðra en hvíta og óskrifaða örk af dularfullum ævintýrum sem enginn getur fest á pappír nema lífíð sjálft. Maður sér þau fyrir sér þama á sléttunni og það er djúp og óendanleg þögn í kringum þau. Og svo þetta ljóns öskur sem gæti breytt heitu ólg- andi blóði í storknaða kyrrð ógnar og ótta. Það er lítið talað um dauðann í þessu verki. Samt er hann aðalper- sónan. Alltaf nálægur einsog Mark- ham minnir á. Það er ekkert talað um ástina. Samt er hún önnur aðalpersónan. Þannig eru aðalpersónur list- rænnar sköpunar einatt í dularfullri fjarlægð frá verkinu sjálfu. En þær era í andrúmi þess. Þær era blærinn í laufinu. Einhver fallegasta saga um sorg- ina sem ég hef lesið er eftir banda- rísku skáldkonuna Anne Tyler. Hún fjallar um hjón sem glata hvort öðru þegar þau missa ungan son sinn. Hann er ekki persóna í sög- unni, en allt snýst um hann. Minn- ingin um drenginn er hreyfiafl sög- unnar; þessi dularfulli veruleiki sem vex inní eftirminnilegan skáldskap. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 14. janúar Þegar VIÐREISNAR- stjómin féll í kosnirigun- um sumarið 1971 eftir að hafa setið að völdum í þrjú kjörtímabil var það mál manna, að tvær meginástæður væru fyrir falli stjórnarinnar. Önnur var sú, sem margoft hefur verið rætt um, að stefnumörkun ríkisstjórnar- innar í landhelgismálum var flókin og óljós í hugum kjósenda. En hin meginástæðan var sú, að Viðreisnarstjórnin hefði verið of aðhaldssöm í meðferð opinberra fjár- muna. Eftir að þjóðarbúskapurinn tók að rétta við eftir áföll áranna 1967 til 1969 hefði ríkisstjórnin verið of sein á sér að rétta hlut ýmissa þjóðfélagshópa og þá ekki sízt bótaþega almannatrygginga. Það er sjaldgæft að stjómmálamenn liggi und- ir gagnrýni fyrir að halda of fast utan um fjármuni skattgreiðenda, enda var vinstri stjórnin sem við tók fljót að eyða þessum peningum. Að sumu leyti má segja, að hið sama hafí gerzt í Hafnarfirði fyrir tæpum níu árum. Sjálfstæðisflokkurinn hafði þá verið aðili að meirihlutastjóm í Hafnarfírði um langt árabil, lengst af í samvinnu við óháða borgara. Sjálfstæðisflokkurinn í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar naut þá forystu Árna Grétars Finnssonar, hæstaréttarlögmanns, og hafði tekið við stjórn Hafnarfjarðarbæj- ar við erfíðar aðstæður. Skuldir voru mikl- ar og erfiðleikar í atvinnulífi. Á þessum tíma tókst sjálfstæðismönnum og óháðum að gjörbreyta stöðu bæjarfélagsins og þeg- ar alþýðuflokksmenn og alþýðubandalags- menn tóku við meirihlutastjóm bæjarfé- lagsins eftir kosningarnar 1986 voru skuldir þess sáralitlar. í kjölfarið fylgdi tímabil mikilla framkvæmda, sem var mögulegt vegna mikillar aðhaldssemi í fjármálum bæjarins árin áður. Þá strax kom fram sú gagnrýni á for- ystumenn Sjálfstæðisflokksins í Hafnar- fírði, að þeir hefðu verið of aðhaldssamir í fjármálum bæjarins. Nú hlýtur það að teljast til dyggða, að stjórnmálamenn séu íhaldssamir á almannafé, en á þessu tíma- bili þótti mönnum sem jafnvel hefði verið haldið of fast utan um buddu hafnfírzkra skattgreiðenda. Út af fyrir sig má segja, að þeir stjómmálamenn, sem fá á sig slíka gagnrýni, geti vel við unað. En óneitanlega er það umhugsunarefni fyrir þá, sem taka þátt í stjórnmálum, hvort sem er á lands- vísu eða í sveitarstjórnum, að þeir hreinsi flórinn en aðrir njóti góðs af og svo verði þeir að taka til við að hreinsa flórinn á ný! Eftir að nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags hafði tekið við í Hafn- arfírði sl. vor var birt skýrsla um fjármála- stöðu bæjarins í ágústmánuði sl. Þar kom fram, að nettóskuldir bæjarins námu 2,5 milljörðum króna. Skuldir höfðu aukizt um 1,5 milljarða frá árinu 1991 og greiðslu- byrði af lánum til ársins 1997 talin nema skatttekjum heils árs. Ekki fer á milli mála, að flest sveitarfé- lög hafa aukið mjög skuldir sínar á þessum síðustu árum, þ. á m. Reykjavíkurborg, vegna kreppuástands í efnahagsmálum. Tekjur sveitarfélaganna hafa minnkað al- veg með sama hætti og tekjur ríkisins en jafnframt hafa sveitarfélögin lagt áherzlu á að halda uppi atvinnu og það hefur auð- vitað kostað umtalsvert fé. Skuldastöðu Hafnarijarðarbæjar verður auðvitað að skoða að hluta til í þessu Ijósi. Annað væri ósanngjarnt. En jafnframt er ljóst, að Hafnarfjarðar- bær hefur sennilega gengið lengra en nokkurt annað sveitarfélag í að halda gangandi framkvæmdum og fyrirtækjum með fyrirframgreiðslum upp í verk og bæjarábyrgðum til þess að fjármagna rekstur verktakafyrirtækja. Þessir við- skiptahættir snúa ekki bara að fyrirtækinu Hagvirki-Kletti hf., sem mest hefur verið í fréttum að undanförnu, heldur einnig að öðrum fyrirtækjum, svo sem Miðbæ Hafn- arljarðar, en þar nema ábyrgðir bæjarins 143 milljónum, Byggðaverki, sem bærinn er í ábyrgðum fyrir um 95 milljónum, Skerseyri, sem eftir því sem næst verður komizt var í sjávarútvegi, fyrir 29 milljón- um og Atvinnueflingu hf. fyrir rúmlega 18_milljónum. í sjálfu sér má segja, að þessi fyrir- greiðsla við atvinnufyrirtæki, sem hafa haldið uppi framkvæmdum og atvinnu, sé af áþekkum toga spunnin og sú fyrirgre- iðsla, sem fjölmörg fyrirtæki á landsbyggð- inni hafa fengið um langt árabil með milli- göngu opinberra sjóða. í þeim tilvikum hefur þó fyrst og fremst verið um að ræða lánveitingar, en þannig að þeim staðið, að augljóslega var verið að lána peninga, sem aldrei yrðu greiddir til baka. Þannig hefur sjóðakerfið verið notað sem aðferð til þess að beina ijármunum skattgreiðenda til fyrirtækja víðs vegar um land á þann veg, að hægt væri að veija það í orði, þótt það væri óveijandi á borði. Það sem hins vegar veldur því, að bæði fólk og íjölmiðlar hafa stöðvað meira við þessa fyrirgreiðslu í Hafnarfirði en efnis- lega áþekkar afgreiðslur annars staðar er sú staðreynd, að ölí meðferð þessara mála innan bæjarstjórnarinnar virðist vera mjög óljós og þokukennd. Það er ekki á hreinu, að í öllum tilvikum hafí samþykkt réttra bæjaryfirvalda legið fyrir áður en ákvörðun var tekin, en hins vegar í einhveijum tilvik- um um eftir á samþykktir að ræða. í öðru lagi halda endurskoðendur því fram, að þannig hafi verið staðið að tryggingum á móti fyrirgreiðslu bæjarfélagsins, að það bijóti í bága við sveitarstjórnarlög. Hingað til a.m.k. hefur því ekki verið haldið fram, að fjárstraumurinn til landsbyggðarinnar í gegnum sjóðakerfið hafi ekki verið ákveð- inn lögum samkvæmt. En í Hafnarfirði hafa komið upp alvarlegar ásakanir um hið gagnstæða. Hafnaríjörður, sem bæjarfélag, hefur orðið fyrir verulegum álitshnekki vegna þessara mála og í kjölfar þeirra umræðna, sem fram hafa farið opinberlega um mál- efni bæjarfélagsins. Það er áreiðanlega orðin mjög eindregin krafa bæjarbúa í Hafnarfírði, að kjörnir fulltrúar í bæjar- stjórn hreinsi borðið og standi þannig að málum, að upplýst verði í eitt skipti fyrir öll, hvort lög hafi verið brotin og þá með hvaða hætti og hveijir séu ábyrgir. Enn- fremur að allar upplýsingar um viðskipti bæjarfélagsins við einstök fyrirtæki í bæn- um, kem á annað borð þykja umdeilanleg, liggi fyrir svo að bæjarbúar sjálfir geti metið, hvað gerzt hafí. Og loks, að það verði tryggt í framtíðinni, að allar ákvarð- anir í málefnum bæjarfélagsins verði tekn- ar á réttum tíma af réttum aðilum og all- ar upplýsingar um slíkar ákvarðanir séu bókaðar og liggi fyrir. Nú hefur kæra verið lögð fram í félags- málaráðuneyti vegna þessara mála. Það er auðvitað alveg ljóst, að núverandi fé- lagsmálaráðherra getur ekki tekið ákvörð- un í því kærumáli. í fyrsta lagi tilheyrir Rannveig Guðmundsdóttir Alþýðuflokkn- um, sem mest hefur verið gagnrýndur fyrir ofangreindar ákvarðanir og einfald- lega til of mikils mælzt, að hún geti lagt hlutlægt mat á verk flokksbræðra sinna. í öðru lagi stendur nú yfír í Reykjaneskjör- dæmi hörð prófkjörsbarátta á milli Rann- veigar Guðmundsdóttur og Guðmundar Áma Stefánssonar, en hinn síðamefndi bar mesta ábyrgð á stjórn Hafnarfjarðar, þegar flestar hinna umdeildu ákvarðana voru teknar. Þess vegna er eðlilegt, að öðrum ráðherra verið falið að úrskurða um þessa kæru og fer tæpast vel á því, að sá ráðherra verði úr Alþýðuflokknum, eins og málum er háttað. Verktakar og pólitík HVERJUM OG einum er heimilt að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa, hvort sem er í sveit- arstjórnum eða á Alþingi. Flestir flokkanna hafa tekið upp prófkjör í einhverri mynd til þess að velja frambjóðendur, þannig að því verður ekki haldið fram að almenna reglan sé sú, að „litlar ljótar klíkur“ velji fólk á framboðslista. Morgunblaðið/RAX Það hefur hins vegar vakið athygli á nokkrum undanfömum árum, að forystu- menn verktakafyrirtækja hafa gerzt um- svifamiklir í sveitarstjórnarmálum, og þá er ekki bara átt við Hafnarfjörð, þar sem Jóhann G. Bergþórsson hefur verið í for- ystusveit Sjálfstæðisflokksins í bæjarmál- um, jafnhliða því að reka umfangsmikla verktakastarfsemi. Hið sama sýnist hafa gerzt í flestum sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu og kannski víðar. Nú er það áreiðanlega svo, að forystu- menn verktakafyrirtækja hafa víðtæka þekkingu á framkvæmdum og sú þekking þeirra getur nýzt sveitarstjórnum vel. Hins vegar koma upp siðferðileg álitamál í þessu sambandi, sem hljóta að verða áleitnari með hveiju árinu sem líður vegna breyttra viðhorfa til hagsmunaárekstra í opinberu lífí. Er eðlilegt að fyrirtæki í eigu eða undir stjórn bæjarfulltrúa taki að sér verk- efni fyrir það sveitarfélag, sem viðkom- andi tekur þátt í að stjórna? Nú má auðvit- að svara þeirri spurningu á þann veg, að ef ákvörðun um verktaka sé tekin með útboði sé öllu réttlæti fullnægt. En er það svo? Á undanförnum mánuðum hefur krafan um jöfn samkeppnisskilyrði orðið stöðugt háværari á öllum sviðum atvinnu- lífsins. Er ekki líklegt að bæjarfulltrúi, að ekki sé talað um bæjarráðsmann, sitji inni með þekkingu á verki, sem er í útboði, sem veiti honum forskot á keppinauta í verk- takastarfseminni? Er í raun og veru hægt að búast við því, að verktakafyrirtæki, sem á engan fulltrúa í bæjarstjórn eða bæjar- ráði, telji sig sitja við sama borð og sam- keppnisfyrirtæki, sem nýtur slíkrar að- stöðu? Það væri fróðlegt að heyra viðhorf og sjónarmið stjórnenda verktakafyrirtækja um þetta efni. Það er auðvitað alveg ljóst, að það er ekki hægt að taka af stjórnend- um slíkra fyrirtækja rétt til þess að bjóða sig fram til sveitarstjórna eða Alþingis. En það er spurning, hvort sveitarstjórnir geta sett sér einhvers konar siðareglur, sem kveði á um það, að bæjarfulltrúar geti ekki boðið í verk á vegum bæjarins eða í sjálfu sér tekið að sér aðra þjónustu fyrir bæjarfélagið. Þótt hér hafí sérstak- lega verið rætt um verktöku vegna þess, að hún hefur verið svo mjög til umræðu, á hið sama auðvitað við um viðskipti, hverju nafni sem þau nefnast. Auðvitað fer bezt á því, að bæjarfulltrúarnir sjálfír, hver um sig, setji sér slíkar siðareglur og átti sig á því, að þeir geta ekki setið báð- um megin við borðið. Ef eigandi að stóru verktakafyrirtæki sæti í embætti iðnaðarráðherra og fram færi stórt útboð um framkvæmdir við virkj- anir, sem þessi sami ráðherra hefði tekið ákvörðun um, fyrirtæki hans ætti lægsta tilboð og fengi verkið, yrði það talið regin- hneyksli. Gegnir öðru máli um fram- kvæmdir eða viðskipti á vegum sveitarfé- laga? Hér er um málefni að ræða, sem sjálfsagt er að fjalla um á vettvangi sveit- arstjómarmanna, ekki til þess að hafa uppi ásakanir á hendur einstökum mönn- um eða fyrirtækjum, heldur til þess að komast að niðurstöðu um grundvallaratrið- in í málinu. Raunar á þetta umræðuefni einnig heima á vettvangi stjórnmálaflokk- anna sjálfra. Þó er ástæða til að taka fram, að hér er ekki endilega um að ræða, að flokkar séu að hygla eigin flokksmönnum. Þær ákvarðanir alþýðuflokksmanna í bæj- arstjórn Hafnarfjarðar, sem liggja undir gagnrýni, snúa m.a. að stjórnanda verk- takafyrirtækis, sem jafnframt var bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og í andstöðu við meirihlutastjórn Alþýðuflokksins. HÉR HEFUR verið rætt um jöfn samkeppnisskil- yrði. í Morgunblað- inu í dag, laugar- dag, er sagt frá dæmi um það, við hvers konar starfsskil- yrði fyrirtæki telur sig þurfa að búa. Fyr- ir örfáum dögum hóf fyrirtækið Aðalskoð- Jöfn sam- keppnisskil- yrði un hf. starfsemi sína. f frétt Morgunblaðs- ins um þetta mál segir m.a.: „Aðalskoðun hf. hóf formlega starfsemi í gær. Þá kom í ljós að fyrirtækið verður daglega að senda niðurstöður allra skoðana til Bifreiðaskoð- unar íslands hf. en þar er í raun um bók- hald fyrirtækisins að ræða ... Þá þurfti fyrirtækið að vísa frá viðskiptavini vegna þess, að það gat ekki sótt númeraplötur fyrir hann til Bifreiðaskoðunar, sem hefur einkaleyfi á geymslu á númeraplötum. „Það virðist þó vera á döfínni að við getum hugsanlega boðið þessa þjónustu í þeirra umboði en án þess þó að þiggja þóknun fyrir. Við verðum því að bera allan kostn- að af skráningunni. í raun og veru kæmum við til með að innheimta þóknun fyrir sam- keppnisaðilann, Bifreiðaskoðun íslands," segir Gunnar (Svavarsson, stjórnarfor- maður Aðalskoðunar). Einnig hefur Bif- reiðaskoðun íslands einkaleyfi á ökutækja- skráningu og að innheimta þjónustugjöld vegna hennar. Aðalskoðun verður einnig að bera kostnað af sinni umsýslu til að tapa ekki hugsanlegri viðskiptavild.“ Þá er upplýst í sömu frétt Morgunblaðs- ins, að Bifreiðaskoðun íslands. hafí einka- leyfi á skoðunarmiðum. Aðalskoðun þarf að borga 73 krónur fyrir hvern slíkan miða en hefur fengið tilboð um prentun slíkra miða á 15 krónur stykkið! Ennfrem- ur er upplýst, að Bifreiðaskoðun telur rétt- mætt að taka 10% umsýslugjald af þessum miðum. í þessu tölublaði Morgunblaðsins mót- mælir Karl Ragnars, forstjóri Bifreiða- skoðunar íslands hf. þessum staðhæfíng- um og telur, að þær séu ósannindi. Hér verða röksemdir Karls Ragnars ekki rakt- ar enda má lesa þær annars staðar í blað- inu. En alla vega er ljóst, að með því fyrir- komulagi, sem nú ríkir, hvort sem menn lýsa því á þann veg, sem Gunnar Svavars- son gerir eða með þeim hætti, sem sjá má í ummælum Karls Ragnars, er verið að blanda sarnan rekstrarþáttum í rekstri tveggja fyrirtækja á óviðunandi hátt fyrir þau bæði. „Nú er það áreið- anlega svo, að for- ystumenn verk- takafyrirtækja hafa víðtæka þekkingu á fram- kvæmdum og sú þekking þeirra getur nýzt sveit- arstjórnum vel. Hins vegar koma upp siðferðileg álitamál í þessu sambandi, sem hljóta að verða áieitnari með hverju árinu sem líður vegna breyttra viðhorfa til hagsmuna- árekstra í opin- beru lífi. Er eðli- legt að fyrirtæki í eigu eða undir sljórn bæjarfull- trúa taki að sér verkefni fyrir það sveitarfélag, sem viðkomandi tekur þátt í að stjórna?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.