Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR í NÆTURKLÚBBNUM heldur skemmtanastjórinn (Ingvar E. Sigurðsson) uppi fjörinu, ásamt fáklæddum dansmeyjum sínum. A næturklúbbi í Berlín FRETTIR Samningar fiskvinnsludeildar VMSI og atvinnurekenda Viðræður um kauptryggingu standa mjög tæpt LEIKUST Leikfclag Reykjavíkur KABARETT Höfundur: Joe Masteroff, eftir leikriti John Van Druten og sögum Christophers Isherwood. Tónlist John Kander. Textar: Frank Ebb. Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson. Hljóð- mynd: Baldur Már Arngrímsson. Útsetningar og tónlistarstjórn: Pét- ur Grétarsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Dansar: Katrín Hall. Búningar: Elín Edda Ámadóttir. Leikmynd: Grétar Reynisson. Leik- stjórn: Guðjón P. Pedersen. RITHÖFUNDURINN Cliff Bradshaw kemur til Berlínar til að skrifa skáldsögu. Er áður búinn að reyna að skrifa hana í öðrum borgum, til dæmis London og Róm, en ekkert hefur gengið. Hann hittir kabarettsöngkonuna Sally Bowles sem flytur inn til hans næsta dag. Hún flytur út frá Max, sem á næturklúbbinn þar sem hún syngur og missir vinn- una. Svo er hún hjá Cliff. Á með- an heldur fjörið áfram í klúbbnum og nasistar byija að olnboga sig áfram til valda. Cliff leigir herbergi hjá Fraulein Schneider. Hún leigir út mörg herbergi þar sem litríkir karakter- ar dvelja; Fraulein Kost, sem er gleðikona, hommarnir Bobby og Victor, sem eru ástfangnir og lifa í sátt og samlyndi, og herra Schulz, gyðingur sem á ávaxta- verslun. I verkinu gerast þrjár sögur samtímis; saga Cliffs og Sallýjar í þessu húsi, saga kaba- rettsins og samfélagssagan. Þær fléttast hver inn í aðra; mannh'fið í húsinu hnignar þegar nasisminn blómstrar og kabarettinn stendur í stað. Það er alveg sama hvernig mannlífinu líður og hvernig valda- kerfið er í laginu. Það er alltaf pláss fyrir bari og búllur. I næturklúbbnum heldur skemmtanastjórinn uppi fjörinu, fáklæddar stúlkurnar dansa og dansa og þetta virðist eini óbreyt- anlegi, fasti punkturinn í tilver- unni. Enda snýr Sallý aftur þang- að þegar Cliff ætlar að taka hana með sér heim, til Bandaríkjanna. Öryggi hennar er í glaumi og gleði næturinnar, algleyminu. Það er margt gott í þessu verki og þýðingin á því er skemmtileg. Tilsvör eru hnyttin og söngtextar oft skemmtilega samsettir. Helsta brotalömin í verkinu er að tengsl milli atriða eru ekki nógu ákveðin og því verður kannski heldur mik- ill J(sketsablær“ á sýningunni. I aðalhlutverki er leikmyndin. Hún er á tveimur hæðum, innar- lega á sviðinu, nógu innarlega til að ekki náist samband við persón- urnar sem eru á sviðinu. Hún er upp á tvær hæðir, samsett af litl- um kössum sem eru herbergin sem Fraulein Schneider leigir út. Það sem fram fer í því húsi er meira og minna leikið á annarri hæð og maður þarf að reigja sig helst til mikið,_helst til lengi til að fylgjast með. Ég var mjög fegin að Frau- lein Schneider leigði ekki út heila blokk. Ingvar E. Sigurðsson leikur skemmtanastjórann. Þetta er bráðskemmtilegt hlutverk sem Ingvar gerir mjög skemmtilega og svo vel að hann skyggir á sjálfa leikmyndina. En hann er einn um það. Kannski vegna þess að hann er einn um að leika fyrir framan hana að einhverju ráði, auk þess að standa á sviðinu. Gervið á Ing- vari er nokkuð gott og söngur hans það besta í sýningunni. Önnur hlutverk Edda Heiðrún Backman leikur Sally Bowles, sem verður íbúi á 2. hæð í leikmyndinni eftir eitt lag; gerir sitt besta eftir það til að koma persónunni til skila en tekst ekki. Förðun hennar er dap- urleg; gerir þessa glæsilegu leik- konu fremur óásjálega og ekki er hárkollan til að bæta myndina; það er hreinlega ekki hægt að vera kynþokkafullur undir þessari greiðslu — og það uppi í rjáfri. Söngur Eddu var mjög góður, sér- staklega í Lífið er kabarett, en raddbeiting hennar í töluðum texta var fremur gjallandi. Magnús Jónsson leikur Cliff, þennan sakleysingja sem heldur að skáldskapur snúist um landa- fræði. Hann er óttalega litlaus og kemur engum karakter til skila. Það sama má segja um Ara Matt- híasson í hlutverki Ernst Ludwig. Kjartan Bjargmundsson og Eggert Þorleifsson í hommaparinu, Bobby og Victor eru bara þarna. Helga Braga Jónsdóttir og Þröstur Guð- bjartsson ná að moða nokkuð þokkalegum hlutum úr hlutverk- um Fraulein Kost og herra Schulz. Hanna María Karlsdóttir leikur Fraulein Schneider. Ég held að Hanna María hljóti að hafa verið með hálsbólgu á frumsýningu. Annað getur ekki skýrt vonda raddbeitingu hennar. Hún réði ekkert við lögin sem hún söng. Þau voru í kolrangri tóntegund. Hafi þetta átt að vera þessi draf- andi, þýski kabarettstíll, var það misráðið. Pétur Einarsson lék Max og var eins og skuggi sem varpað var á leikmyndina. Dansarar í sýningunni eru Lára Stefánsdóttir, Hany Hadaya, Guð- munda Jóhannesdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Harpa Arnardóttir, Lilia Valieva, Birgitte Heide, Auð- ur Bjarnadóttir og Jóna Guðrún Jónsdóttir. Dansatriðin voru þokkaleg en tjáning dansaranna af skornum skammti. Eina undan- tekningin var Lára Stefánsdóttir, sem stal senunni í hveiju einasta dansatriði með lifandi svipbrigðum og frábærum hreyfíngum. Útlit Búningarnir í sýningunni eru mjög skemmtilegir; undirstrika einhvers konar hrörnun á þeim glæsileika sem maður getur ímyndað sér að hafi einkennt hið ljúfa líf í Berlín árin áður en verk- ið á sér stað. Þeir eru fjölbreyttir og einkennandi fyrir tímabil sem hefur eiginlega engan stíl. Miklar breytingar eiga sér stað í samfé- laginu, persónurnar sem mætast þarna koma frá ólíkum stöðum, eru ólíkar og hver og ein þeirra hefur sinn stíl. Þetta finnst mér koma mjög vel fram og fær bún- ingahönnuðurinn, Elín Edda Árna- dóttir, marga plúsa fyrir sinn hluta. Leikmynd er hönnuð af Grétari Reynissyni. Það er spurning hvort Guðjón P. Pedersen leikstjóri ætti ekki að fara að leita sér að öðrum leikmyndahönnuði til að vinna með. Hefði eiginlega átt að gera það fyrir margt löngu. Tónlistin er vel leikin af þeim Eiríki Erni Pálssyni, trompet, Ey- jólfi B. Alfreðssyni, víólu, Hilmari Jenssyni, gítar, Kjartani Valde- marssyni, píanó/harmonikku, Matthíasi Hemstock, trommum, Pétri Grétarssyni, slagverki og Þórði Högnasyni, kontrabassa. Útsetningarnar fannst mér þó heldur stíllausar og ekki ná að skapa kabarettandrúm. Leikstjórnin gengur ekki alveg upp. Tempóið í sýningunni er of hægt, persónusköpun of veik og texti skilar sér ekki alltaf nógu vel. Þó var greinilegt að bæði leik- stjóri og leikarar gerðu sitt besta í baráttunni við leikmyndina. Hún bara vængstýfði alla, nema Ing- var. Ég held ég hafi aldrei verið eins leið yfir því að geta ekki lag- að leiksýningu til. Súsanna Svavarsdóttir EKKERT hefur miðað í samkomu- lagsátt í viðræðum fiskvinnsludeild- ar Verkamannasambandsins og við- semjenda þess um kauptryggingar- samning fyrir fiskvinnslufólk, að sögn Aðalsteins Baldurssonar, for- manns Verkalýðsfélags Húsavíkur, sem sæti á í samninganefndinni af hálfu fiskvinnslufólks. Viðræðurnar hófust í byijun desember. Samningar ekki undirritaðir fyrr en þetta mál er leyst Björn Grétar Sveinsson, formað- ur VMSÍ, segir að viðræðurnar standi mjög tæpt. „Það er einfalt mál að hér verða ekki undirritaðir neinir kjarasamningar af okkar hálfu ef kauptryggingarmál fisk- vinnslufólks verða í uppnámi. Það er alveg ljóst,“ segir hann. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, segir að viðræð- urnar um þessi mál gangi illa. „Það eru verulegir erfiðleikar, vegna þess að þær forsendur sem voru fyrir hendi 1986, þegar við innleiddum þetta kerfi, hafa gjörbreyst. Það er botnfiskaflinn sem er til ráðstöfun- ar fyrir landvinnsluna, en hann er aðeins hluti þess sem þá var uppi og minni fyrirtækin í greininni, sér- staklega þau sem hafa takmarkaða hráefnisöflun, hafa átt í mjög vax- andi erfiðleikum með að tryggja stöðuga vinnslu. Það eru erfiðleikar sem við sjáum enga möguleika á STEFNT er að því að hægt verði að taka á móti innlendum og erlendum gestum í víkingaþorpi í Kúagerði við Reykjanesbraut sumarið 1996. Landeigandinn Runólfur Guðjónsson vinnur að því að stofna hlutfélag um rekst- urinn. Hann áætlar að kostnaður- inn verði um 40 milljónir og starfsmenn verði um 30 að sum- arlagi. Runólfur sagði að hann hefði fengið hugmyndina að því að reisa þorpið þegar hann hefði fylgst með upptökum á nokkrum víkingamyndum hér á landi. Ein- falt væri að reisa víkingahúsin og engin slík þorp væri til hér. Hann keypti landið af Búnaðar- banka og sótti um öll tilskilin leyfi til starfseminnar fyrir einu og hálfu ári. Dregin hefur verið upp gróf mynd af þorpinu og er á henni gert ráð fyrir um 300 fm langskála miðsvæðið. Skálinn á að rúma um 200 manns og þjóna sem veitingahús allt árið. að leysa í kjarasamningunum," seg- ir Þórarinn. „Atvinnurekendur vilja gera þennan samning veikari en hann er í dag, en það er skýr krafa hjá fisk- vinnslufólki að kauptryggingar- samningurinn verði gerður þannig úr garði að hann haldi. Síðasti fund- ur um þessi mál var haldinn á mánudaginn og menn nánast gengu út af þeim fundi því það gekk ekk- ert saman.' Það hefur ekki verið ákveðið að halda annan fund um kauptryggingarsamninginn,“ segir Aðalsteinn. „Það er mitt mat að það verði aldrei skrifað undir kjara- samninga hjá Verkamannasam- bandinu fyrr en búið verður að ganga frá þessu,“ segir hann. Viðræður um staðla halda áfram Viðræðum fiskvinnsludeildarinn- ar og viðsemjenda hefur ekki verið slitið þrátt fyrir þetta en viðræðum hefur verið haldið áfram um svo- kölluð staðlamál vegna bónus í fisk- vinnslunni. Þar stendur deilan um staðla fyrir fiskpakkningar og fisk- stærð en einn staðaíl gildir fyrir landið allt. Fiskvinnslufólk á Norð- ur- og Austurlandi bendir á að fisk- ur sé minni þar en sunnan- og vest- anlands. Þetta hefur haft í för með sér að bónus fiskverkafólks fyrir norðan og austan er lægri en ann- ars staðar. Aðrar byggingar, svo sem hannyrðaskáli og hof, verða að- eins opnar á sumrin. Starfsfólk verður klætt að hætti víkinga og á viðeigandi starfsemi að fara fram í hverju húsi. Mikill áhugi Runólfur hefur verið að vinna að fjármögnun verkefnisins og sagði að áhugi væri mikill. Hann sagðist hafa sett sig í sambandi við hleðslumenn, t.d. Tryggva Hansen sem unnið hefði að hof- inu í Grindavík, og vonaðist til að hægt yrði að hefja uppbygg- inguna í vor. Miklu skipti að byg&ingarefni væri á staðnum og vonandi yrði hægt að opna svæðið sumarið 1996. Hann sagðist viss um að mikil aðsókn yrði að svæðinu enda væri staðsetningin góð. Þorpið myndi blasa við úr rútum til og frá Keflavík og flestir ferðamenn færu í skoðanaferð um Suðurnes- in. Víkingaþorp í Kúagerði GRÓFUR uppdráttur hefur verið gerður að þorpinu. Veitingastaður í langskála

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.