Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 33
* MORGUNBLABIÐ MIIMNINGAR en það er bjart yfir henni allri — og hún var umfram allt skemmtileg. Förunauturinn góði, hún Rannveig, var slíkur að ekki varð á betra kos- ið. Jafnlyndi, ljúfmennska og glað- værð léttu róðurinn ef á móti blés. En oftast nutu þau blásandi byijar. Ungur að árum var Þórarinn við nám í Kaupmannahöfn. Hann kom út hingað með Esju í Petsamóförinni frægu eftir að Þjóðverjar höfðu lagt lönd Dana undir járnhæl sinn. Feg- inn mun hann þá hafa stigið á ís- lenska grund, fátækur að þessa heims fjármunum en vel búinn undir ævistarfið. Nú hefur hann stigið „á lífsins land“. Trúa okkar er sú að vel hafi hann verið nestaður er hann steig þar á ströndu og að honum muni þar raun lofi betn. Olafur Haukur Árnason. Kveðja frá starfsfólki og nemendum Fjölbrautaskóla Vesturlands Þá er fallinn frá öðlingurinn Þór- arinn Ólafsson. Hann kenndi við skóla á Akranesi í hartnær hálfa öid. Fyrrum nemendum er hann minnis- stæður enda bregst það ekki að á mótum þeirra eru rifjaðar upp ógleymanlegar kennslustundir hjá Þórami. Frásagnargáfa og frásagn- argleði gerðu Þórarin að einstökum kennara. Sögumar áhrifaríku áttu til að víkja nokkuð frá texta kennslu- bókanna en greyptust í hugann. Þær urðu óijúfanlegur hluti þeirrar menntunar sem Þórarinn lagði þús- undum nemenda til á löngum og farsælum kennaraferli. Ahrifamátt- urinn var ekki eingöngu fólginn í orðsnilldinni heldur einnig umhyggj- unni fyrir lífinu, landinu og sögunni. Þórarinn lauk starfsferli sínum á bókasafni Fjölbrautaskóla Vestur- lands í árslok 1991. Þar snart hann margt ungmennið með manngæsku sinni, fróðleik og kímni. I hópi sam- starfsmanna var hann heiðursgestur og miðpunktur í líflegri umræðu um jafn ólík efni sem íslenska fornmenn og líf á öðrum hnöttum. Eftir að Þórarinn lét af störfum við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi kom hann reglulega í heim- sókn þangað og urðu þá jafnan fagn- aðarfundir og ijörugar umræður. Nokkrum dögum fyrir andlátið kom Þórarinn í heimsókn í skólann, glað- ur að vanda, með teikningar og at- huganir sem hann var að gera á æskuslóðunum. Fræðimaðurinn og grúskarinn var að störfum, miðlaði og fræddi og lagði á ráðin um næstu verk. Þórarinn var hagur á svo mörg- um sviðum. Utskornir munir hans hafa glatt augu margra, vísur hans hittu oft í mark og sagnaþulurinn dró upp ljóslifandi myndir af liðnum atburðum og persónum. Þannig var hann Þórarinn okkar sem við verðum að kveðja núna. Það gerum við með söknuði og virðingu. Við eigum hon- um margt að þakka og minningin um hann verður björt. Eftirlifandi eiginkonu Þórarins, Rannveigu Hálfdánardóttur, börnum þeirra og fjölskyldum vottum við innilega samúð okkar. Þórir Ólafsson ■+■ Friðgeir Sum- " arliðason fæddist í Kópavogi 10. ágúst 1966. Hann lést í Reykja- vík 8. janúar síðast- liðinn. Foreldrai- hans eru Sigrún Þóranna Friðgeirs- dóttir og Sumarliði Arnar Hrólfsson. Friðgeir ólst upp hjá móður sinni og fósturföður, Pétri Ólafssyni. Friðgeir var þriðji elstur af níu systkinum. Fyrri kona hans var Helga Dóra Gunnarsdóttir og eignuðust þau eina dóttur, Sigrúnu Þórönnu, f. 1985. Friðgeir og Helga slitu samvistum. Seinni kona hans var Sigurveig María Ingvadóttir og eignuðust þau einn son, Veigar, f. 1993, auk þess sem Friðgeir ól upp ásamt Sigurveigu dóttur sem hún átti fyrir, Mist, f. 1988. Friðgeir og Sigurveig slitu sam- vistum. Útför Friðgeirs fer fram frá Fossvogskirkju á morgun. Ótímabært, er dauðans komið kallið, kalt og napurt - hart að vini sótt. Nú hafa blöð í vetrarvindi fallið og vonameisti lífs þíns slokknað fljótt. Enn lifir fallegt blóm í barmi mínum sem breiðir krónu yfir þungan harm. Sú gjöf er vinur hluti’ af heimi þínum hönd, er strýkur yfír votan hvarm. (Höf. ókunnur) Kveðja. Sigurveig, Mist og Veigar. Hann er skollinn á með NV-hvassviðri, skipið lón- ar undan veðrinu með flottrollshlerana hangandi í samansnúnum togvirun- um aftur úr togblökkun- um. Það er ungur maður sem hangir hálfur út fyrir lunninguna og með fim- um, sterkum höndum nær að lása sundur öðrum tog- vímum svo að hægt sé að greiða flækjuna. Það er Friðgeir Sum- arliðason sem enn einu sinni hefur með elju sinni og útsjónarsemi auðveld- að skipsfélögum sínum á togaranum Viðey vinnuna. Það var mikil harmafrétt sem barst um borð til okkar skipsfélaga Geira í lok síðasta túrs. Minningamar hrannast upp, minn- ingar um dagfarsprúðan mann sem unnið hafði sér virðingu okkar skipsfé- laganna með dugnaði og fæmi sem aðeins einkennir fæmstu sjómenn. Geiri var þægilegur í allri umgengni og þó hann segði fátt átti hann at- hygli allra þegar svo bar við og menn tóku mark á því sem hann hafði til málanna að leggja. Öll dekkvinna lék í höndum Geira og var sama hvar borið var niður, allt kunni hann betur en flestir aðrir og gat miðlað öðmm af kunnáttu sinni. Geiri leysti af sem vaktformaður og fórst honum vel að stjóma mönnum á dekki og gerði það á sinn hæga og látlausa hátt. Um leið og við kveðjum góðan vin og félaga með söknuði vottum við eig- inkonu hans, bömum og öðmm ætt- ingjum og vinum okkar dýpstu samúð. Skipsfélagar á Viðey. LAUFASl :ASTEIGNASALA SlÐUMÚLA 17 812744 ÆW Artúnsholt Einstakt tækifæri - 2ja íbúða hús Vorum að fá í sölu óvenju vandað og glæsilegt hús á allra besta stað í Ártúnsholti. í húsinu eru tvær íbúðir: Önnur er ca 230 fm með inn- byggðum bílskúr, hin er ca 120 fm með sérinngangi. Frábært útsýni vestur yfir borgina úr báðum íbúðunum. Stærri íbúðin er með 5 svefnherbergjum, 2 stofum, holi, eldhúsi, baði, þvottahúsi og geymslum. Minni íbúð- in eru 2 svefnherbergi (geta verið 3), 2 stórum stofum, baði, eldhúsi, þvottahúsi og geymslu. Þetta er eign fyrir fjársterkan kaupanda sem vill aðeins það besta. Eignaskipti möguleg. FRIÐGEIR SUMARLIÐASON BARNAKOT AUGLÝSIR NÝ VERSLUN í BORGARKRINGLUNNI Opnum mcö frábærar vörur 30-70% afsláttur Dœmi: Áður Nú Leggings 1.195,- 695,- Peysur 1.995,- 995,- Jogginggallar 2.995,- 1.995,- Skyrtur 1.995,- 995,- Barnafataverslunin Barnakot, Borgarkringlunni SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 33 EIGNAMIÐLUNIN % Sími 88 • 90 • 90 - Fax 88 • 90 • 95 - Síðumiila 21 Vallarbraut 8 - opið hús Falleg og björt um 100 fm sérhæð (jarðhæð) með góð- um um 28 fm bílskúr. Parket. Flísar á baði. Beiki-innrétt- ing í eldhúsi. Áhv. 3,5 millj. byggsjóður. Verð 9,9 millj. íbúðin verður til sýnis frá kl. 14.00-17.00 í dag, sunnudag. 4151. ♦ ♦♦--------♦------------------ Opið hús - Baughús 17 Til sýnis í dag milli kl. 14 og 16 skemmtilegt parhús m. innbyggðum 40 fm bílskúr, samtals ca. 190 fm að stærð. 4 svefnherb. Húsið er til afhendingar strax í dag. Frágengið utan., fokhelt innan m. fullbúinni ofna- og pípulögn. Mjög gott skipulag. Hagstætt verð aðeins 8,5 millj. áhv. húsbr. ca 5.050 þús. Gimli, fasteignasala, Þórsgötu 26, sími 25099.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.