Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ n- Hin hliðin á hamingjunni Ný geðdeyfðarlyf hafa notið sívaxandi vin- sælda á Vesturlöndum á síðustu árúm, enda hafa þau gefíst mjög vel við meðhöndlun á þunglyndi og ýmsum öðrum andlegum óþæg- indum. Hrönn Kristinsdóttir og Svanbjörg H. Einarsdóttir hafa kynnt sér þróunina í þessum efnum, bæði hér á landi og erlendis. NDANFARIÐ hefur töluvert verið fjallað um aukna notkun ís- lendinga á þunglynd- islyfjum. Aukninguna má að miklu leyti rekja til nýrrar tegundar geðdeyfðarlyfja sem komu á markaðinn fyrir fáeinum árum. Þessi nýju lyf eru ekki aðeins mikið notuð á Islandi heldur hafa vinsæld- ir þeirra verið ómældar um allan hinn vestræna heim. Umfjöllun um lyfin hefur verið mikil og útbreiðslu þeirra má jafnvel líkja við tísku- bylgju. Mikið hefur verið fjallað um rann- sóknir á nýjum og sérhæfðum lyfj- um við andlegri vanlíðan í erlendum tímaritum síðustu misseri. Látið hefur verið að því liggja að innan nokkurra ára verði mögulegt að taka inn eina litla töflu til að vinna bug á óframfæmi, einbeitingars- korti, ónógu sjálfstrausti og fleiri kvillum sem eflaust flestir kannast við. Talað er um að fyrsta skrefið í þessa átt hafi verið stigið með lyfínu flúoxetín, eða Prozac eins og það heitir í Bandaríkjunum. Flúoxetín hefur notið ómæidra vinsælda þar í landi og verið notað við þung- lyndi, þráhyggju og kvíða svo fátt eitt sé nefnt. Umfjöllunin læðir inn þeirri hugsun að kannski gæti svona lyf hjálpað til við hið daglega líf sem takast þarf á við hvemig sem mað- ur er upplagður. Það væri ljúft að geta að skaðlausu leyst öll heimsins vandamál með einni iítilli töflu. En hvemig lítur raunvemleikinn út? Verður þetta einhvem tímann mögulegt og væri þetta eins já- kvætt og það virðist við fyrstu sýn. Gefur það ekki hamingju gildi að til er óhamingja? Em þau verkefni og vandamál sem manneskjan tekst á við og leysir úr ekki forsendur þess að hún þroskist og læri að umgangast sjálfa sig og aðra? Þunglynd þjóð? í nýjum niðurstöðum norrænu lyfjanefndarinnar kemur í ljós að notkun íslendinga á þunglyndislyfj- um er áberandi meiri en nágranna- þjóða okkar. Þannig nota um 2,5% íslensku þjóðarinnar þunglyndislyf en t.d. í Danmörku er hlutfall þeirra sem nota lyfin aðeins um 1%. En líður íslendingum svona miklu verr en öðmm Norðurlandabúum eða em íslenskir læknar fúsari til að gefa lyf en norrænir starfsbræður þeirra? Um þessar rnundir stendur yfír óformleg athugun á vegum land- læknisembættisins. Matthías Hall- dórsson, aðstoðarlandlæknir, segir að verið sé að skoða hveijir noti þessi nýju lyf og hvort verið sé að gefa lyfið við bágum félagslegum aðstæðum svo sem atvinnuleysi og slæmum efnahag. Eflaust megi að mörgu leyti rekja aukninguna til þess að lyfið hefur víðari ábendingar og minni aukaverkanir en eldri lyfin. Það sé þó skylda landlæknisembættisins að kanna nánar hvers vegna notkunin hefur aukist svo mikið. Gífurleg söluaukning í könnun heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins á notkun gcðdeyfðarlyfja á íslandi á áranum 1989-1994 em bornar saman sölu- tölur nýju lyfjanna eða svokallaðra tvíhringlaga lyfja annars vegar og hins vegar gömlu lyfjanna sem eru í flokki þrí- og fjórhringa lyfja. Þar vekur athygli að notkun tvíhring- laga lyfjanna hefur aukist gífurlega. Þannig var söluverðmætið um 20 milljónir árið 1989 en um 200 millj- ónir á árinu 1994. Þrátt fyrir þessa söluaukningu nýju lyfjanna hefur ekki dregið úr sölu eldri þunglyndis- lyfja. Nýju lyfin komu á íslenskan markað fyrir um sex ámm. Þau em þijú, flúoxetín, cítalópram og parox- etín. Á íslandi rétt eins og í Banda- ríkjunum hefur flúoxetín náð mestri útbreiðslu af þessum þremur lyfjum. Hér á landi er það selt innflutt und- ir nafninu Fontex frá fyrirtækinu Eli Lily, en einnig framleitt af þrem- ur innlendum aðilum. Lyfjaverslun ríkisins framleiðir Flúoxín, Delta framleiðir Tingus og Ómega farma framleiðir Serol. Það vekur athygli að þrátt fyrir að innlendu lyfln séu talsvert ódýrari en erlenda lyfið þá era þau minna notuð. En hvað veldur þessari gífurlegu söluaukningu? Tómas Zoéga, geð- læknir á Geðdeild Landspítalans, segir að flúoxetínið hjálpi svipuðu hlut- falli sjúklinga og gömlu lyfín gera eða á milli 60—80%. Hann telur að vin- sældir lyfsins megi fyrst og fremst rekja til þess að mun auðveldara sé að gefa lvíið, það hafi minni auka- verkanir og eitmnaráhrif þess séu lítil. Gömlu lyfin geta hæglega vald- ið dauða séu þau tekin inn í of stór- um skömmtum. Sjálfvígshugmyndir eru oft fylgikvillar þunglyndis og því er oft varhugavert að láta veikt fólk fá í hendumar lyf sem það getur notað til að fyrirfara sér. Hættan á að fólk fyrirfari sér með of stómm skammti af flúoxetín er hins vegar hverfandi þar sem eitran- aráhrif lyfsins em lítil. Sigurlaug Karlsdóttir, geðlæknir á Geðdeild Landsspítalans, segir að nokkuð hafl verið um að fólk hafl ekki vilj- að taka inn eldri lyfln sökum auka- verkana. Nýju lyfín hafa mun minni aukaverkanir og því geta fleiri sjúk- lingar nýtt sér lyíjameðferð. Sig- mundur Sigfússon geðlæknir á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar segir að ný lyf sem reynist vel nái yfírleitt alltaf söluhámarki fyrst eft- ir að þau koma á markað en fínni sér svo jafnvægi eftir ákveðinn tíma. Hann segir að söluaukning flúoxet- íns sé sambærileg við þá söluaukn- ingu sem varð á diazepamum-lyfj- unum í byijun áttunda áratugarins. Þá gripu heilbrigðisyfírvöld í taum- ana og settu reglur um hámarks- stærð skammtg^ sem varð til þess að salan hrapaði niður um 40%. Þetta er vísbending um að læknar noti kannski of stóra skammta. Allsheijarlausn? Lyfið flúoxetín hefur gefist mjög vel við meðhöndlun á þunglyndi og stundum betur en eldri þunglyndis- lyf. En lyfinu hefur einnig verið slegið upp sem allsheijar lausn við hinum og þessum vandamálum. Skemmst er að minnast fréttar í Morgunblaðinu og DV þar sem lyfið er talið geta læknað sjúklega kaup- áráttu. Bandaríski geðlæknirinn Peter D. Kramer hefur skrifað bók um lyfíð sem heitir „Listening to Prozac". Hún fjallar um reynslu sjúklinga hans af lyfinu auk þess sem hann veltir fyrir sér spurning- unni um siðferðislegt réttmæti þess að gefa það sjúklingum sem haldnir era minni háttar kvillum sem þeir ættu að geta tekist á við án lyfja- gjafar. Lyf sem geri þá að glaðari, ófeimnari og opnari einstaklingum. Dr. Kramer líkir lyfínu við einskon- ar lýtalækningu á persónuleikanum. Bókin er metsölubók í Bandaríkjun- um enda vel skrifuð á máli leik- manna og uppfull af persónulegum sögum um töfravirkni lyfsins. Bati eða breyting? í bókinni segir frá Tess. Hún var elst tíu systkina. Faðir hennar var áfengissjúklingur og móðirin þung- lyndissjúklingur. Þegar Tess var tólf ára dó faðir hennar og hún tók við uppeldi systkina sinna og kom þeim til mennta. Aðeins sautján ára gömul giftist hún manni sem var áfengissjúklingur. Hjónabandið var ástlaust og endaði með skilnaði nokkmm áram síðar. Tess hafði þá komist vel áfram í starfi en var óhamingjusöm í einkalífinu. Hún stóð iðulega í samböndum við gifta menn og var þjökuð af sektarkennd yfir því. Tess gerði sér grein fyrir að hún þyrfti á hjálp að halda og fór í samtalsmeðferð hjá sálfræðingi. En það dugði ekki til og Tess hrap- aði sífellt dýpra í myrkur vanmáttar og óhamingju. í fyrstu fékk Tess eitt af eldri þunglyndislyfjunum. Það hjálpaði henni að komast yfir versta þunglyndið en dr. Kramer var þó ekki fyllilega sáttur við ár- angurinn. Hann jók því skammtinn af lyfinu sem hún tók en Tess fór þá að verða óþægilega vör við auka- verkanir eins og munnþurrk, þreytu og þyngdaraukningu. Þá kom flúox- etín til. Eftir tvær vikur var líðan Tess öll önnur. Hún geislaði af ham- ingju, hló og spaugaði, nokkuð sem aldrei hafði verið sterkur þáttur í hennar fari. Hún átti auðveldara með að einbeita sér og tók lífinu ekki með sömu alvöru og áður. Vina- hópur hennar stækkaði og karlmenn snemst eins og skopparakringlur í kringum hana. Eftir um það bil níu hamingjuríka mánuði ákvað Tess að hætta að taka lyfið. Átta mánuð- um síðar kom Tess að tali við dr. Kramer. Henni hafði gengið þokka- lega án lyfsins en fannst þó sjálfs- traust sitt hafa minnkað vemlega. En nú beið hennar erfitt verkefni í vinnunni og henni fannst hún þurfa á lyfínu að halda til að geta tekist á við það. Dr. Kramer var i vafa um hvað gera skyldi. Var það sið- ferðislega rétt að gefa manneskju lyfið sem var ekki þunglynd? Hann hugleiddi þetta og komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði engan rétt til að halda frá henni gjöf vísind- anna. Tess fékk það sem hún vildi og öðlaðist aftur sjálfsálit og vellíð- an. Allison er tískuhönnuður, ham- ingjusamlega gift og móðir þriggja bama. Þrátt fyrir þetta fannst Alli- son hún harla lítils virði. Hún efað- ist um að fjölskylda hennar elskaði hana og henni fannst hún aldrei hafa neitt til málanna að leggja. Allt sitt líf hafði hún borið sig saman við aðra og aldrei fundist hún standast þann saman- burð. Henni fannst hún óspennandi, leiðinleg, heimsk og feit. Eftir ár- angurslausa samtalsmeðferð hjá sálfræðingi leitaði hún til dr. Kra- mer. í fyrstu var Allison mótfallin því að taka inn þunglyndislyf af ótta við að hún fitnaði. Lokst lét hún til að leiðast að prófa flúoxetín. Lyfíð hafði undraverð áhrif á hana. Eftir mánuð hafði hún tekið miklum breytingum, hún var opnari, fannst hún oft hafa eitthvað til málanna að leggja og var ekki lengur í vafa um að fjölskylda hennar elskaði hana. Samanburður sem áður var henni óhagstæður var henni nú í hag. Eftir að hafa verið á lyfinu í þijá mánuði hætti Allison að taka það. Ekki leið á löngu þar til líðan hennar versnaði á ný og varð það til þess að hún byijaði að taka lyfíð aftur. Hún öðlaðist á nýjan leik það sjálfstraust og öryggi sem lyfíð hafði gefíð henni. íslensk reynslusaga Hún er kraftmikil og hressileg ung kona. Fáir geta gert sér í hugar- lund þá vanlíðan sem hún hefur átt við að etja. Rótleysi einkenndi æsku hennar og sem unglingur fór hún að finna fyrir óþægilegum kvíða- köstum. í byijun voru þetta ekki samfelld óþægindi og settu ekki mark sitt á líf hennar. Allt þar til hún átti sitt fyrsta bam tókst henni að leysa úr hinum ýmsu vandamál- um og áföllum sem upp komu. En fljótlega eftir að hún átti bamið tók ógnvaldurinn kvíðinn að gera vart við sig svo um munaði. Hana greip angist og ofsahræðsla við dauðann og henni fannst hún hreinlega alltaf vera við dauðans dyr. Smá kvillar eins og magapína og höfuðverkur urðu að illvígu krabbameini í huga hennar. Hún fékk hjartsláttartmf- lanir og var stöðugt í hjartalínurit- um og öðmm rannsóknum. Eftir að hræðslan við dauðann varð svo yfir- þyrmandi að hún kallaði til hjarta- bíl ákvað hún að leita til geðlæknis. Læknirinn taldi að rætur kvíðans lægju í bamæskunni. Hann áleit að með hjálp kvíðastillandi lyfja gæti hún unnið sjálf úr vandanum. Henni leið strax betur eftir að hafa talað um vandann og ákvað að taka ekki inn lyfin. Hún hélt þó áfram tíðum heimsóknum til lækna til að sann- færa sjálfa sig um að hún væri ekki líkamlega veik. En líðan henn- ar fór aftur versnandi og var farin að setja mark sitt á samskiptin við eiginmanninn og ijölskylduna. Einn daginn vaknaði hún með bólgna eitla og var sannfærð um að nú væri hún komin með krabbamein. Hún fór skelfingu lostin til heimilis- Iæknis og þar brotnaði hún saman og sagði honum sögu sína. Læknir- inn vildi að hún prófaði flúoxetín. En hún þráaðist við og vildi heldur reyna að leysa úr vandanum án lyfja. Eftir rúman mánuð helltist aftur yfir hana ofsahræðsla. Hún viðurkenndi nú að hún gæti ekki lengur barist hjálparlaust við kvíð- ann og fór að ráðum heimilislæknis- ins og byijaði að taka inn flúoxetín. Smám saman fór henni að líða bet- ur og hún hætti að fá ímynduð hjartaáföll, heilablóðföll og krabba- mein. Þetta var mikill léttir og henni fannst hún loks vera frjáls. Eftir þijá mánuði fannst henni batinn vera algjör og hætti að taka inn lyfið. Án lyfsins fór kvíðinn fljótlega 'að gera vart við sig á ný. Hún byij- aði því aftur að taka lyfið og í dag líður henni ágætlega. Læknirinn ráðlagði henni að leita til sálfræð- ings til að reyna að vinna úr flækj- um fortíðarinnar. „Ég reyndi að tala við sálfræðing en fann að ég var ekki tilbúin til þess. Ég þarf sjálf að komast yfir ákveðna þrösk- ulda áður en ég geri það.“ Léttvæg umfjöllun Lyfinu hefur verið lýst sem alls- heijar hamingjulyfi og í teikni- myndasögu í blaðinu „New Yorker" var birt mynd af Karli Marx þar sem hann segir brosandi eftir að hafa tekið flúoxetín: „Að sjálf- sögðu getum við leyst úr vanda kap- ítalismans." Guð- björn Björnsson sérfræðingur í ly- flækningum hjá SÁÁ er nýkominn af ráðstefnu í Bandaríkjunum þar sem m.a. var rætt um flúoxetín. Hann segir menn almennt vera sam- mála um að beitt hafi verið einstak- lega snjöllum brellum við markaðs- setningu á lyfínu. Guðbjörn segir umíjöllun um lyfíð hafa verið létt- væga og óvísindalega. Til að mynda hafi einn ráðstefnugestanna bent á að ef lyfið hefði þau undraáhrif sem talað er um þá ætti umsvifalaust Lyfin hafa minni aukaverkanir og lítil eitrunaráhrif Notkun tvíhring- laga lyfja hefur aukist gífurleg í s l l t É l c t . t \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.