Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 25 FRÉTTIR Halldór Ásgrímsson Norðmenn leita banda- manna kerf- isbundið HALLDÓR Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins segir að Brian Tobin, - sjávarútvegsráðherra Kanada, hafi sagt i viðræðum við sig að samningnum við Norðmenn um úthafsveiðar yrði að líkindum ekki breytt. I samningnum er fullveldisréttur Norðmanna á Svalbarðasvæðinu viðurkenndur einhliða. Halldór seg- ir að íslenskir ráðamenn hafi sofið á verðinum í samskiptum sínum við Kanadamenn meðan Norðmenn hafi kerfisbundið leitað banda- manna. Tobin sagði í viðræðum sínum við Halldór á föstudag að samning- urinn væri fyrst og fremst skuld- bindandi fyrir Kanada og Noreg en réttarlega hefði hann engin áhrif á stöðuna milli íslands og Kanada. „Það er hins vegar alveg ljóst að með þessum samningi styrkja Norðmenn sína stöðu og þeir hafa kerfisbundið leitað að bandamönn- um,“ sagði Halldór. Hann kvaðst hafa lýst þeirri skoðun sinni að málið væri allt mjög óheppilegt og kæmi íslendingum illa. Samvinna þjóða við N-Atlantshaf Halldór sagði að þeir hefðu rætt um samvinnu ríkjanna á Norður- Atlantshafi almennt, m.a. um aukið samstarf allra þjóða við Norður-Atl- antshaf og að komið verði á reglu- legum fundum milli sjávarútvegs- ráðherra þeirra þar sem mál sem þessi verði tekin upp. Jafnframt verði þar teknar á dagskrá viðræð- ur um hugsanlegar gagnkvæmar fiskveiðiheimildir á öllu Norður-Atl- antshafi. Þar yrði einnig rætt um vandasöm mál eins og hvalveiði- og selamál. „Tobin tók þessu vel og við ákváðum að vera í sambandi í fram- haldinu. Við ræddum einnig sam- starf okkar flokka, en við eigum samstarf við flokk sjávarútvegsráð- herrans á vettvangi samtaka fijáls- lyndra stjórnmálaflokka." Vinsælu Tulip margmiðlunartölvurnar loksins komnar aftur ! Þú getur eignast Tulip margmiðlunartölvu fyrir aðeins y á mánuði (*) (*) Midað er við raðgreiðslur Eurocard og afborganir í 36 mánuði. Vextir (13.01.95), VSK og allur kostnaður er innrfalinn í verðinu. Staðgreiðsluverð er aðeins kr. 135.900 Að auki fylgir með í kaupunum: Leildr Töflureiknir Claris Works Teiknlforrit Geisladiskur fullur af hugbúnaði I Gagnagrunnur Ritvinnsia TulipWare hentar allri fjölskyldunni! TulipWare Seisli Lir*aí *<**!<* f NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 - SlMI 69 77 00 Alltaf skrefi á undan W fi 1 I DÆMI UM VERÐ: Stærö 60 x 1 20 sm. Verö frá kr. 2.365,- stgr. Stærö 1 35 x 200 sm. Verö frá kr. 7.332.- stgr. Stærö.160 x 230 sm. Verö frá kr. 9.993.- stgr. Stærö 200 x 290 sm. Verö frá kr. 15.264.- stgr. Faxafeni v/Suðurlandsbraut Sérverslun meb stök teppi og mottur Persía .«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.