Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ 12 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 Borgara- stnð í kjarn- orkuveldi TSJETNESKUR hermaður á verði í forsetabyggingunni í miðborg Grosní horfir út um járnhlið sem skreytt er hamrinum og sigðinni, merki Sovét-kommúnismans. Hrakfarir rússneska hersins í Tsjetsjníju kunna að verða til þess að ýta undir sjálfstæð- iskröfur annarra þjóða innan Rússlands. Ás- geir Sverrisson veltir fyrir sér hugsanleffum afleiðingum herfarar- innartil Tsjetsjníju og kemst að miður upplífg- andi niðurstöðum. TÖKIN í Tsjetsjníju eru annaðhvort stórkostleg pólitísk mistök af hálfu stjómar Borís N. Jeltsíns, sem reynast munu dýrkeypt verði þau ekki leiðrétt hið fyrsta eða náðar- högg lýðræðisþróuninnar í Rúss- landi, sem hófst með valdatöku síðasta Sovétleiðtogans, Míkhaíls S. Gorbatsjovs. Til skemmri.tíma litið mun herförin til Tsjetsjníju verða til þess að spilla stórlega stöðu Rússa á alþjóðavettavangi. Til lengri tíma litið kann hún að reynast kraftbirtingarform klofn- ings innan hersins og geta af sér óstöðugleika, sem reynst getur al- varleg ógnun við framtíð landsins og friðinn. Þau hernaðarlegu mistök sem Rússar gerðust sekir um á fyrstu dögum innrásarinnar í Tsjetsjníju eru að sönnu sérstakt rannsóknar- efni og hafa getið af sér samsæris- kenningar af ýmsum toga. Hvernig það má vera að lítt þjálfaðar bryn-' drekasveitir voru sendar inn í Grosní, höfuðborg lýðveldisins, án stuðnings fótgönguliða er óskiljan- legt með öllu. Sú staðreynd að svo virtist sem rússneskir herforingjar hefðu gieymt flestum undirstöðu- atriðum sígildrar herfræði varð til þess að kveikja vangaveltur um að ef tii vill hefði yfirstjórn hersins ákveðið að láta herförina mistak- ast svo gjörsamlega. Líkur voru leiddar að því að með þessu móti vildu herforingjar koma höggi á varnarmálaráðherra Rússlands, Pavel Gratsjov, sem flestir eru sammála um að sé óhæfur en nýst hefur Jeltsín forseta einmitt af þeim sökum. Einnig var því haldið fram að tilgangurinn væri sá að leiða í ljós hversu vanbúinn herafli landsins væri til bardaga eftir nið- urskurð undangenginna ára. Herinn stjórnlaus? Hafi tiltekin pólitísk markmið legið að baki blasir við að þeim hefur ekki verið náð. Þvert á móti, rússneska þjóðin er margkiofin í afstöðu sinni til stríðsrekstursins þótt meirihlutinn virðist vera hon- um andvígur. Ef marka má yfirlýs- ingar, sem Jeltsín lét tvívegis falla um vopnahlé og voru hundsaðar, lýtur herafli landsins hvorki stjórn forsetans né vamarmálaráðherr- ans og raunar hafa verið leidd að því rök að hann sé stjórnlaus með -öllu. Því spytja margir í fram- haldi; hver stjórnar Rússlandi nú um stundir? Áhyggjur manna á Vesturlöndum fara vaxandi með degi hveijum og formælendum Borís Jeltsíns fækkar að því skapi. Miklu nærtækara er að líta á átökin blóðugu í Tsjetsjníju sem enn eina sönnun þess að stöðug- leika hefur ekki verið komið á í Rússlandi og tilefni til bjartsýni um framtíðina eru á engan hátt yfirþyrmandi. Á þetta hafa raun- sæismenn bent á undanförnum árum og oftlega verið vændir um að vera fastir í hugmyndafræði kaldastríðsins. Um ástæður herfararinnar mætti hafa mörg orð og spyija má hvers vegna Jeltsín og undirs- átum hans þótti skyndilega svo brýnt að brjóta á bak aftur sjálf- stæðishreyfingu Tsjetsjena rúmum þremur árum eftir að þjóðin sagði sig úr lögum við Rússland. Svörin iiggja væntanlega í pólitísku stöðu- mati ráðamanna í Kreml og viðvar- andi valdabaráttu. Óvíst er hver hlutur forsetans hefur verið í þeim efnum. Að þessu leyti eru ástæður þess að herinn var sendur til Tsjetsjníju enn ráðgáta. Ósannfærandi framganga rúss- neska hersins í lýðveldinu kann að kæta ýmsa hatursmenn Rússa en í raun er hún mikið áhyggjuefni. Vitað er að víða í Rússlandi er að finna þjóðir sem gjarnan vildu segja skilið við Rússland og öðlast sjálfstæði. Þetta á ekki síst við um múslimaþjóðir þær í Kákasusfjöll- um, sem flestum í vestri var ókunn- ugt að væru til á Sovéttímanum. Aðrar þjóðir og þjóðabrot kunna að vilja losa um tengslin við Moskvu-valdið, ekki síst til að tryggja sér yfirráð yfir náttúruauð- lindum. Þetta hefur orðið meira áberandi í Síberíu að undanförnu. Vera kann, líkt og Jim Hoagland, einn helsti fréttaskýrandi dag- blaðsins The Washington Post, benti á í grein fyrir skemmstu, að þjóðernisöflin séu þrátt fyrir allt ekki nægilega sterk til að halda Rússlandi saman. Rússnesk þrætubókarlist Hættan á upplausn Rússlands hefur lengi legið ljós fyrir og varð raunar umfjöllunarefni fréttaskýr- enda eftir að Sovétrikin höfðu lið- ast í sundur. Mörgum brá í brún þegar í ljós kom að Rússland reyndist geyma rúmlega 20 svo- nefnd „sj álfstjórnarlýðvel di“ og 66 önnur svæði sem töldust sérstakar stjórnunareiningar. Forsetanum virtist hins vegar hafa tekist að koma í veg fyrir hugsanlega upp- lausn ríkisins með samningum við ráðamenn á viðkomandi stöðum og með nýrri stjórnarskrá Rúss- lands. Hún kveður í orði á um að einstök lýðveldi geti sagt skilið við miðstjórnina í Moskvu en skilyrðin BORÍS Jeltsin réttir Míkhail Gorbatsjov fundargerð frá ríkis- stjórnarfundi sem gerð var eftir valdaránið mislukkaða í Moskvu í ágústmánuði 1991. Jeltsín neyddi Gorbatsjov til að lesa upp úr henni. Dagar Gorbatsjovs á valdastóli voru í raun taldir þótt valdaránið færi út um þúfur en staða Jeltsins nú um stundir þyk- ir um margt minna á lokakaflann á ferli siðasta Sovétleiðtogans. sem fram eru tekin gera það í raun ókleift. Að þessu leyti minnir stjórnarskráin á hina gömlu so- vésku sem Míkhaíl S. Gorbatsjov reyndi að veija með hugvitsamleg- um túlkunum er hann freistaði þes að koma í veg fyrir að Eystrasalts- ríkin þijú segðu sig úr lögum við Sovétríkin. Staða Jeltsíns nú minnir því um margt á stöðu Gorbatsjovs, sem tókst ekki að koma í veg fyrir við- skilnað Eystrasaltsríkjanna þó svo hann gæfi skipanir um að hervaldi skyldi beitt og blóði úthellt. Stríðið í Tsjetsjníju verður raunar ekki borið saman við átökir. í Eystra- saltsríkjunum en svo virðist sem Jeltsín hafi, líkt og síðasti Sovét- leiðtoginn, gerst sekur um gróf pólitísk mistök og rangt stöðumat. Ætla verður að forsetinn og hjálp- arkokkar hans hafi talið að með því að sýna fulla hörku í Tsjetsjníju yrði unnt að slá á sjálfstæðis- drauma annarra þjóða sem hugsað geta sér að móta framtíð sína án hjálpar ráðamanna í Kreml. Nú þegar fyrir liggur að fjallamenn í Tsjetsjníju, sem ákalla Allah er þeir æða út í opinn dauðann, hafa niðurlægt rússneska herinn er hættan sú að önnur ríki á svæði því sem Rússar telja áhrifasvæði ,sitt hugsi sér til hreyfings. Önnur. lýðveldi og þjóðir kunna að draga ákveðnar ályktanir af hrakförum Rússa í Kákasusfjöllum. Hið sama kann að eiga við um ríki þau sem að nafninu til hafa slitið samband- inu við Moskvu. Fyrstu merki þess ættu að verða greinileg á vett- vangi samveldis sjálfstæðra ríkja, sem Rússar komu upp og tekur til allra fyrrum Iýðvelda Sovétríkj- anna nema Eystrasaltsríkjanna. Hættulegar ályktanir Vanmat' ráðamanna í fyrrum sovétlýðveldum og sjálfsstjórnar- lýðveldum innan Rússlands kann að reynast sérlega hættulegt. Dragi menn þessir þá ályktun af herförinni til Tsjetsjníju að Rússar muni læra af reynslunni og ekki beita valdi til að bijóta einstök lýðveldi undir vilja sinn, kunna ógnvænlegir atburðir að vofa yfir í þessum heimshluta. Vera kann að ráðamenn í einstökum lýðveld- um taki nú að hugleiða leiðir til að bijótast undan Moskvuvaldinu, sem ekki þóttu koma til greina áður. Þannig kann herförin til Tsjetsjníju að virka hvetjandi á þjóðernissinna en um 20% íbúa Rússlands eru ekki Rússar. Það kann að reynast hættulegt að leiða hjá sér áhyggjur Rússa og hið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.