Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ Notkun geðdeyfðarlyfja á íslandi frá 1989 Skilgreindir dagskammtar á 1000 fbúa 14 19B9 1990 Y s................" lMAO-bI l+ll III IV I 1991 III IV | I II III IV 1992 1993 n iii 1994 Söluverðmæti geðdeyfðarl. á apóteksverði Milljónir króna, á verðlagi hvers árs 200 1989 1990 1991 að senda stóra skammta til fyrrver- andi lýðvelda Júgóslavíu til að stöðva stríðið þar. Guðbjörn segir að það vilji oft gleymast að lyfíð er fyrst og fremst mjög gott þung- lyndislyf en ekki eitthvert töframeð- al. Aldrei áður hefur verið skrifuð bók fyrir almenning um eitt einstakt lyf og lyfjabækur hafa ekki fyrr náð inn á metsölulista. Tómas Zoéga telur varhugavert að draga ályktan- ir af nokkrum dæmisögum. „Lofs- verð umfjöllun um lyfið verður aldr- ei grundvöllur fyrir notkun þess.“ Hins vegar telur hann að framleið- endurnir hafi verið heppnir að fá svo mikla umfjöllun. Feimnismál Þó svo að umfjöllunin um lyfíð hafi á margan hátt verið yfírborðs- kennd og rangvísandi hefur hún eflaust leitt af sér almenna umræðu um geðræna sjúkdóma, sem áður voru meðhöndlaðir sem feimnismál. Samkvæmt bandarískri könnun kemur aðeins þriðjungur þunglynd- issjúklinga til meðhöndlunar og gera má ráð fyrir að hlutfallið sé svipað hér á landi ef ekki enn lægra. Oft er erfitt að greina þunglyndi og stór hluti fólks lítur enn á þunglyndi sem veikleika en ekki sjúkdóm. Konur eru í miklum meirihluta þeirra sem leita sér hjálpar við andlegri van- heilsu. Sigurlaug Karlsdóttir geð- læknir telur skýringuna vera þá að konur viðurkenni frekar tilfinninga- legan vanda og leiti fyrr aðstoðar. Sigmundur Sigfússon geðlæknir segir að konur séu ábyrgari og komi oft sem fulltrúar fjölskyldunnar þegar vandamálin virðast óyfirstíg- anleg. Það er því erfitt að segja til um hvort þunglyndi er algengara hjá konum en körlum eða hvort hefðbundin karlmennskuímynd hindri þá í að leita sér hjálpar. Þung- lyndi er vandgreindur sjúkdómur m.a. vegna þess að umræðan hefur verið lítil og full fordóma. Með auk- inni fræðslu og fordómalausri um- fjöllun má ætla að fleiri leiti sér hjálpar. Ekki töfralausn Fólki sem er þunglynt, haldið þráhyggju eða á við aðra andlega erfiðleika að stríða fínnst oft auð- veldara að leita til heimilislækna en til sérfræðinga. Þeir geta þá annað hvort vísað sjúklingum áfram til sérfræðinga eða, eins og oft er til- fellið, skrifað upp á lyf fyrir þá. Sigmundur Sigfússon segir samtals- meðferð hjá sálfræðingum og geð- læknum í flestum tilfellum æskilega ásamt lyfjagjöf. I könnun frá árinu 1989 kemur fram að heimilislæknar gefa um 40% allra geðdeyfðarlyfja, geðlækn- ar önnur 40% og 20% skiptast niður á aðra sérfræðinga. Ekki hefur ver- ið gerð sambærileg könnun á þessu eftir að nýju lyfin komu á markað- inn en gera má ráð fyrir að hlutfall- ið sé svipað og að hlutfall heimilis- lækna hafi jafnvel aukist þar sem auðveldara er að gefa nýju lyfin. Tómas Zoéga telur eðlilegt að heim- ilislæknar gefi þetta hátt hlutfall lyfjanna, því margir sjúklinganna séu auðgreinanlegir og fólk eigi í flestum tilfellum auðveldara með að leita til heimilislækna en geð- lækna. Yfirleitt fá geðlæknarnir til sín erfiðari tilfellin. En eru heimilis- læknar í stakk búnir til að greina og lækna geðræn vandamál eða hafa þeir tilhneigingu til að leysa vandann með lyfjagjöf áður en þeir reyna nokkuð annað? Guðbjörn Björnsson telur að heimilislæknar eigi oft í vandræðum með að skil- greina vanda sjúklinga sem til þeirra koma með óþekkta kvilla sem að einhverju leyti mætti flokka undir þunglyndi. Þeir grípa þá gjarnan til þess ráðs að gefa þeim þunglyndis- lyf. Guðbjörn nefnir það máli sínu til stuðnings að mikill meirihluti þeirra kvenna sem kemur inn á áfengismeðferðarstofnanir hafi fengið flúoxetín vegna þunglyndis- einkenna. Það hafi svo komið á daginn að vandi þeirra lá í áfengis- eða eiturlyfjamisnotkun og þung- lyndiseinkennin voru afleiðingar þess. Sigmundur Sigfússon telur að þó nokkuð sé um að gripið sé til lyfjagjafar áður en nokkuð annað er reynt. Hann segir að geðlæknar mættu að ósekju standa sig betur í að fræða almenna heimilislækna um geðræn vandamál. Oft beri læknar fyrir sig tímaskort og reyni að leysa vandann með lytjum sem er ekki eins tímafrekt og aðrar leið- ir. Hins vegar sé það oft farsælla að gefa sér betri tíma og leysa vand- ann með bæði lyfjum og samtals- meðferð, það gefí yfírleitt betri árangur til langs tíma. Höfundiir cru nemar í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla íslands. n r SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 17 Frystiskápur CCV-250 Hraöfrystirofi. Mál 143x60x60 VERÐ ÁÐUR 69.900__________________ Kæiiskápur CDP-280 K. 216 Itr. fr. 64 Itr. Mál 143x60x60 VERÐ ÁÐUR 59.900 Kæliskápur CCB-3210 K. 216ltr.fr. 64 Itr. 163x60x60 ^/œrpressurVERÐAÐUB78.400 Þvottavél C-836 XT 14 þv. kerfi, 800 og 400 sn. vinda VERÐ ÁÐUR 59.900 Þvottavél C-825X 14 þv. kerfi, 800 sn. vinda VERÐ ÁÐUR 53.700 BORGARTUNI20 SÍMI 626788 Upplýsingar um umboösaöila hjá Gulu línunni PFAFF EKKIBARA SAUMAVELAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.