Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR1995 MORGUNBLAÐIÐ S k e r i 0 e ¦ . BESSASTAÐA- ÍJ ° r ð „ y—> Eyn ** f HREPPUR ( L/a» Hrakhólmar ^T QongustígUr Bessastabir á Álftanesi Uppbygging á Bessastöðum FRÉTTIR um að kostnaður við framkvæmdir á Bessa- stöðum fari líklega upp í 900 milljónir, nú þegar búið að verja 560 milljónum í endur- bætur, vekja eðlilega spurningar um í hvað þetta hafi farið. Því fremur að ekki verður í fljótu bragði komið auga á afraksturinn, sem stafar af því að þótt nærri allt hafi þurft að endurbyggja, þá er það látið halda sér að ytra útliti þar sem öll hús eru friðuð hið ytra á þessu forna höfð- ingjasetri. Aðkoman er því og verður nánast óbreytt. En þegar nánar er að gáð kemur í ljós hve gífurlega mikið verkefni þarna er á ferðum. Var byrjað á að gera faglega úttekt á húsunum og kom í ljós að þau voru miklu verr farin en menn hafði órað fyrir. „Ég hafði ekki hugmynd um það fremur en nokkur annar þegar við þrír vorum skipaðir í nefnd til að hafa umsjón með endurbótum á húsakosti á Bessastöðum," sagði Helgi Bergs, en með honum í nefnd- inni eru Baldvin Tryggvason spari- Á Bessastöðum hafa síðan 1989 faríð fram endurbætur á húsakosti og framtíðarupp- bygging á forsetasetrinu. Endurbyggja þurfti Bessastaðastofu og þjónustubygg- ingar og um sl. áramót var tekið í notkun nýtt fullkomið eldhús í Hjáleigunni svo- nefndu. Næsta sumar er fyrirhugað íbúðar- hús fyrir forseta á grunni Ráðsmannshúss- ins. Formaður byggingarnefndar Helgi Bergs og Pétur Stéfánsson framkvæmda- stjóri verksins gengu um staðinn með Elínu Pálmadóttur og skýrðu frá ______endurbótum og áformum. sjóðsstjóri og Gunnar Hall ríkisbók- ari. Húsameistari ríkisins Garðar Halldórsson er arkitekt verksins í samvinnu við Þorstein Gunnarsson, arkitekt og sérfræðing um gömul hús. Sumarið 1989 var fyrsta verkefn- ið að endurbyggja Bessastaðastofu, þetta 200 ára gamla hús. Eftir því sem meira var rifið komu meiri skemmdir í ljós og þurfti að byggja húsið upp á nýtt, svo nánast er ekk- ert eftir af gömlu byggingunni nema hiuti af útveggjum og kjallara. „Þurfti nánast að bródera saman það sem eftir var af útveggjunum, sauma steinana með ryðfríu stáli svo að þeir héldust saman." En viðgerðar- steinum var saf nað úr gömlum bygg- ingum, m.a. komu steinar úr Leyni- mýri í Öskjuhlíð. En húsið er allt byggt úr sömu efnum. Þegar farið var að rífa þakið sem hriplak var tekið það ráð að tjalda alveg yfir svo húsið var endurbyggt innan í öðru húsi. Bessastaðastofa er því með sama Vesturhlið. Horft til austurs Suðurhlið. Horft til norðurs Austurhlíð. Horft til vesturs Framhlið. Horft til suðurs Útlitsteikning af íbúðarhúsi forsetans sem byggt verður í sumar. Það er nánast eins í útliti og Ráðsmannshúsið sem verður rifið en þó verður hægt að aka inn í bílskúr í kjallara á austurhlið þess. FORSETASETRIÐ á Bessastöð- um. Lengst til hægri er forseta- bústaðurinn sem byggja á upp í sumar, kring um húsagarðinn er lengst til hægri Hjáleigan svokölluð með nýja eldhúsinu, sem tengist um bókhlöðuálmuna blómaskála, móttökusal í Bessa- staðastofu lengst til vinstri. Norðanmegin er nýuppbyggt Norðurhús með tækniútbúnaði í kjallara, húsvarðaríbúð og ðr- yggisvörslu. Lengst til vinstri má sjá Bessastaðakirkju. Á þess- ari skipulagstillögu má sjá bætta aðkomu, bílastæði og garða. yfirbragði og hún var. Hlutfóll hafa þó verið löguð á framhlið, þannig að fimm gluggar eru í stað fjögurra á kvistinum og handriðið yfir svöl- unum frá 1955 fallegra. Breiðu kvi- stimir báðum megin á húsinu voru seinni tíma viðbætur og var bak- kvisturinn rifinn og litlu upphaflegu kvistirnir komu í staðinn. Þegar húsið var endurbætt 1941 voru aftur settir á gafla þaksins upphaflegir hálfsneiðingar eða hálfvalmar, sem halda sér á þessu húsi og óðrum. Steinhúsið sjálft er frá 1760-66, byggt í tíð Magnúsar Gíslasonar amtmanns, svo ekki er að furða þó það hafi verið orðið lasið. Bessastaði sátu síðan umboðsmenn hins danska valds, Lærði skólinn var þar til húsa 1805-1846 og ekki alllöngu síðar komust Bessastaðir í einkaeign og voru það þar til þeir komust í eigu íslenska ríkisins. 1941 voru gerðar víðtækar breytingar á byggingunni undir umsjón Gunnlaugs Halldórss- sonar arkitekts í því augnamiði að hún yrði aðsetur þjóðhöfðingjans. Nýtt hús fyrir forseta Frá því að Bessastaðir urðu setur ríkisstjóra og síðan forseta íslands hefur notkun forsetasetursins tekið talsverðum breytingum. í tíð Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirsson- ar var þarna bú og húsin nýtt eins og á herragarði með þjónustufólki. Bjuggu forsetafjölskyldurnar í Bessastaðastofu með afnot af stof- unum sem jafnframt voru notaðar í opinbera þágu og með svefnher- bergi sín uppi. Eftir því sem móttök- um fjölgaði hörfaði forsetafjölskyld- an upp á loftið og bjó þar að mestu í lítilli íbúð undir risi eftir að Krist- ján Eldjárn varð forseti. Var svo þegar Vigdís Finnbogadóttir tók við. En vart þykir lengur boðlegt að forseti búi í embættissölum eða risinu á samkomuhúsi, ef svo má segja. Og þegar farið var í endur- bætur var ákveðið að forsetinn flytti úr Bessastaðastofu, sem verður að móttökuhúsi, en fái eigið hús fyrir sitt einkalíf. Vegna viðgerðanna hefur Vigdís forseti ekki getað búið á Bessastöðum síðan viðgerðir hó- fust 1989. Ákveðið var að byggja forsetabú- stað á staðnum og er það næsta verkefni. Verður gamla Ráðsmanns- húsið, sem var forskalað timburhús byggt 1944 fyrir bústjórann og stendur nokkru norðar, rifið á þessu ári og annað byggt í staðinn, nánast eins í útliti. Er ætlunin að semja við verktaka um það og að gera það fokhelt næsta sumar. Ekki kvaðst Helgi geta lofað því að það yrði full- búið vorið 1996, það færi eftir fjár- veitingum. Forsetahúsið verður rúmgott hús fyrir eina fjölskyldu, ein hæð að framan og tvær undan brekkunni með risi, eins og gamla húsið og fær sjálfstæðan aðgang og lítinn garð, sem miðar að því að auka möguleika forsetans á að eiga sitt einkalíf. Verða á húsinu minni háttar útlits- breytingar, m.a. til að hægt sé að aka inn í bílskúr í enda kjallarans. Þarna eru stofur á aðalhæðinni og eldhús og tvö svefnherbergi uppi og tvö aukaherbergi á jarðhæð. Veitir það sveigjanleika fyrir fjölskyldu- stærð framtíðarforseta. Verður hús- ið með valmaþaki og kvistum eins og hið gamla, en á þakið verða sett- ar skífur eins og á önnur hús. Verð- ur þetta hús væntanlega fokhelt næsta haust og gengið alveg frá því að utan og jafnfram gengið frá 16ð eftir því sem fjárveitingar leyfa. Gert er ráð fyrir því að bæta að- komuna, bílastæðin og umhverfi for- setasetursins og hafa landslagsarki-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.