Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 13 sama gildir kjósi menn að hundsa hagsmuni þeirra. Þótt á Vesturlöndum hafi mynd- ast almenn samstaða um að líta beri á stríðið sem innanríkismál Rússa má fullvíst heita að herförin hefur skaðað stórlega stjórn Borís Jeltsíns. Þær raddir munu væntan- lega gerast háværari sem halda því fram að ekki sé réttlætanlegt að telja Rússa í hópi lýðræðisríkja og því beri að endurskoða alla efnahagsaðstoð við þá. Slík sjónar- mið hafa þegar komið fram í Bandaríkjunum. í Evrópu verður forvitnilegt að fylgjast með við- brögðum ráðamanna á næstunni. Nú þegar hefur umsókn Rússa um aðild að Evrópuráðinu verið sett í frysti en þeir höfðu vonast til að tryggja fulla aðild í maímánuði. Sú afstaða að herför Rússa sé innanríkismál kann einnig að vera umdeilanleg. Stríðið í Tsjetsjníju sker sig á margan hátt frá þeim staðbundnu átökum sem menn þekkja. Mikilvægast er þó að þetta er í fyrsta skipti sem borgarastríð brýst út í kjarnorkuveldi. Þegar hafðar eru í huga yfírlýsingar Tsjetsjena þess efnis að þeir hyggi á skæruliðastríð og hermdarverk víðs vegar um Rússland er unnt að halda því fram með gildum rök- um að ekki sé um einkamál Rússa að ræða. í Rússlandi er að finna urmul kjarnorkuvera sem gætu orðið skotmörk skemmdarverka- sveita Tsjetsjena. í Rússlandi er og að finna geymslustöðvar fyrir geislavirk efni, langdræg gjöreyð- ingarvopn og vígvallarvopn með kjarnahleðslum sem sömuleiðis gætu reynst freistandi skotmörk. Alkunna er að hermdarverk þykja sjálfsögð í borgarastyijöldum en áhrifa slíkra verka myndi gæta utan Rússlands. Fram hefur komið að öryggisgæsla er víða óviðun- andi. Engin ástæða er til að draga í efa baráttuþrek Tsjetsjena. Hið sama gildir um aðferðir þær sem þeir eru tilbúnir til að beita enda þjóðernishyggjan djúpstæð og hefndarskyldan rík. Ásælni nágrannaríkja? Loks er ástæða til að hugleiða þann möguleika að atburðirnir í Tsjetsjníju verði til þess að styrkja fjandmenn Rússa í þeirri trú að þeir geti nú fært sig upp á skaptið gagnvart þessu öfluga landveldi. Ríki á borð við Kína, Tyrkland og íran kynnu að hugsa sér gott til glóðarinnar og freista þess að koma fram sem fulltrúar þjóða, þjóðarbrota og trúarhópa sem finna má í Rússlandi. Jafnframt yrði markmiðið þessara ríkja það að tryggja aðgang að náttúruauð- lindum. Ekki þarf að fjölyrða um að heimsfriðurinn sjálfur kynni að vera úti yrði þróunin þessi. Ógnun við sjálfan heimsfriðinn kynni einnig að birtast í klofningi rússneska hersins. Þegar hafa komið fram vísbendingar um að stjómun sé í besta falli ábótavant víða, yfirlýsingar æðstu yfirmanna heraflans eru misvísandi og vitað er að mikil óánægja er innan hers- ins. Gerist tilteknar deildir hersins og ákveðnir herforingjar t.a.m. hliðhollir tilteknum stjórnmála- mönnum eða samtökum á til- teknum svæðum mun Rússland trúlega liðast í sundur. Vert er fyrir Norðurlandabúa að huga að þeim möguleika að slíkur klofning- ur komi upp í víghreiðrunum í norð-vesturhluta Rússlands, á Kóla-skaga og í nágrenni Péturs- borgar. Enn sem komið er bendir ekkert til þess að Borís Jeltsín sé reiðubú- inn til að binda enda á stríðið í Tsjetsjníju. Forsetinn hefur þvælst inn í blindgötu líkt og forveri hans Gorbatsjov. Beiti hann ekki valdi mun ríki hans trúlega líða undir lok en sú valdbeiting sem hann hefur kosið kann einmitt að verða til þess að flýta fyrir endalokunum. Ef ekki næst fram pólitísk lausn innan skamms tíma er veruleg hætta á að umbótaskeiðinu og lýð- ræðisþróuninni sé lokið í Rúss- landi. Um afleiðingar þessa mætti hafa langt mál. Er tími stóru stjórn- endanna liðinn? Góðir hljómsveitarstjómendur hafa lengi notið heimsfrægðar. Nú telja aftur á móti margir að tími stóru stjamanna á þessu sviði sé endanlega liðinn. ÞAÐ er orðinn sjaldgæfur viðburður að frægur hljómsveitarstjómandi hagi sér sem prímadonna í deilum við forráðamenn hljómsveitarinnar og skelli hurðum ef honum líkar ekki. Það vakti því mikla athygli í tónlistarheiminum er Vladimír Ash- kenazy lét af störfum sem stjómandi Konunglegu fílharmóníunnar, Royal Philharmonic Orchestra, í London fyrir skömmu. Ashkenazy sagði upp starfi sínu sem stjómandi hljómsveitarinnar er hann frétti að öðrum hljómsveitar- stjórnanda, hinum 32 ára gamla ít- ala Daniele Gatti, hefði verið gert tilboð um að taka við hljómsveitinni. Ashkenazy hefur stjórnað hljóm- sveitinni frá árinu 1984 og verið tón- listarstjóri hennar frá 1987. Samn- ingur hans við sveitina var til 1997 og var samkomulag um að samráð yrði haft við hann um eftirmann. Hann varð því reiður er hann frétti af viðræðunum við Gatti, sem farið höfðu fram án hans vitneskju, og sagði starfi sínu lausu, þrátt fyrir að hljómsveitin múni í tilefni af hálfr- ar aldar afmæli Sameinuðu þjóðanna halda í umfangsmikla tónlistarferð um heiminn á árunum 1995-1997. Margir benda þó á að þetta mál snúist ekki einvörðungu um að fræg- ur tónlistarstjóri telji að gengið hafi verið framhjá. sér. Það sé flóknara en svo. Færa megi rök fyrir því að tími stóru hljómsveitarstjórnend- anna, sem jafnframt eru heimsfræg átrúnaðargoð, er hófst með Toscan- ini, sé að líða undir lok. Táknrænt sé að þessa stundina leiti þrjár af fjórum stærstu hljómsveitum Lund- úna að nýjum stjómanda. Leitað að stjórnanda Fílharmóníusveitin, Philharmonic Orchestra, hefur ekki enn ráðið stjórnanda í stað Giuseppe Sinopoli og Lundúnarfílharmonían, London Philharmonic Orchestra, leitar nú að eftirmanni austurríska stjórnandans Franz Welser-Möst. Sá síðastnefndi endumýjaði óvænt ekki samning sinn, þar sem honum bauðst staða óperustjóra í Zúrich. Einungis Lundúnasinfónían, Lond- on Symphony Orchestra, hefur fundið farsæla lausn á stjómendamálum sín- um. Þegar stjómandinn Michael Til- son Thomas lét af störfum var Colin Davis strax ráðinn í hans stað. Stjóm Konunglegu fílharmóníunn- ar hefur nú beðið Ashkenazy afsök- unar á því, hvemig komið var fram við hann, og hann mun líklega fall- ast á að stjórna hljómsveitinni meðan á heimsferðinni stendur. Málið sýnir samt að stjórnandinn er ekki lengur einráður með hljóm- sveitina jafnvel þó að hann heiti Ashkenazy. Meðferðin á honum sýn- ir að framkvæmdastjórnir hijóm- sveita og stjórnir hafa öðlast mun meiri völd en áður tíðkaðist. Verða að vekja athygli Þegar hljómsveitir skortir fastan stjórnanda er vinsælasta lausnin að ráða tímabundið menn á borð við Simon Rattle. Hann er tæplega fer- tugur, sveigjanlegur og hefur það orð á sér að vera á uppleið í stjóm- endaheiminum. Mest er ásóknin í stjórnendur sem hafa lag á því að vekja athygli á hljómsveit sinni. Þeg- ar frægustu stjórnendurnir af gömlu kynslóðinni (á borð við Georg Solti) eru ekki fáanlegir getur reynst best að söðla algerlega um og ráða mjög ungan og óþekktan stjómanda. Þannig hefur Lettinn Mariss Jan- sons, sem gert hefur Óslóarsinfó- níuna fræga, stjómað tveimur Lund- únahljómsveitum undanfarið ár. Eðli stjómandastarfsins hefur hins vegar breyst. Hljómsveitirnar hafa þörf fyrir vinsæla stjórnendur til að draga að áhorfendur en þeim eru þrengri skorður settar en áður. Tími einræðisherranna með taktsprotann er liðinn. Þeir geta ekki lengur ráðið og rekið hljómsveitarmenn eftir eigin geðþótta, þeir hafa ekki lengur síð- asta orðið varðandi verkefnaskrá né neitunarvald varðandi gestastjórn- endur. George Szell gat á sínum tíma stjórnað Clevelandsveitinni með harðri hendi frá 1946-1970 en Her- bert von Karajan varð vitni að um- skiptunum. Síðasti stjómandinn sem enn er allsráðandi sem óperustjóri er Valeríj Gergjev við Kírov-óperuna í Pétursborg. Svo virðist sem tími stjömustjóm- enda á borð við Karajan, Klemperer og Bernstein sé endanlega liðinn. Það á sér ekki stað nein persónudýrkun varðandi neinn stjómenda lengur á sama hátt og enn er í kringum söngv- ara á borð við Placido Domingo og Luciano Pavarotti. Mikilvægi plötusamninga Eitt af því sem nú skiptir mestu máli er hvort stjómandinn komi með hagstæða plötusamninga í farteskinu við ráðningu. Þeir stjórnendur sem hafa gert útgáfusamninga við hljóm- plötufyrirtæki eiga mun meiri mögu- leika en aðrir. Sláandi dæmi um mikilvægi hljóm- plötuútgáfu er þróunin hjá Konung- legu fílharmóníunni í Lundúnum. Hljómsveitin var stofnuð af stjórn- andanum Thomas Beecham árið 1946 og léku frægustu hljómlistar- menn heims með henni. Er Beecham lést árið 1961 tók Rudolf Kempe við stjórninni og Menuhin lávarður er nú stjórnarformaður sveitarinnar. Árið 1966 veitti Bretlandsdrottning henni leyfi til að kalla sig „konung- legu“ fílharmóníuna. Hljómsveitin er sú fyrsta sem stofnar eigin útgáfufyrirtæki árið 1986 (RPO Records). Byggt á Weltam Sonntag. Abeins kr. 59.700 pr. mann m.v. 4 í íbúö meb 2 svefnherbergjum, Doncel. Kr. 69.800 pr. mann m.v. 2 í íbúö meb 1 svefnherbergi, Lenamar. Okkur er það ánægja að kynna sérstaka eldri- borgaraferð þann 22. apríl til Kanarí, þar sem veðrið er einstaklega gott á þeim tíma. Með frábærum samningum höfum viö samið við gististaði okkar um ótrúleg kjör, þú dvelur í 32 daga á Kanarí, borgar það sama og fyrir þriggja vikna ferð og færð því 11 daga ókeypis. Undirtektir við Kanaríferðum Heimsferða hafa verið einstakar í vetur og æ fleiri íslendingar kynna sér þessa heillandi paradís. Frábœr abbúnabur Þjónusta Heimsferba 1. Beint leiguflug án millilendingar. 2. Þrif 5 sinnum í viku á gististað. 3. Spennandi kyrynisferðir. 4. íslenskir fararstjórar. 5. íslenskur hjúkrunarfræðingur. íslenskur hjúkrunarfrœbingur Við tryggjum þér örugga þjónustu í fríinu og íslenskur hjúkrunarfræðingur verður með hópnum allan tímann. HEIMSFERÐIR Doncel og Lenamar gististaðirnir hafa verið afar vinsælir meðal farþega okkar og þeim treystum við best til að gefa aðbúnaðinum góða einkunn. Einstök staðsetning, í miðbæ Ensku strandarinnar og því örstutt í alla þjónustu, stórar, velbúnar íbúðir og fallegur garður. Flugvallarskattar og forfallagjöld: Kr. 3.660 fyrir fullorðinn, ekki innifalið í verði. Austurstræti 17,2. hæð. Sími 624600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.