Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 29 MINNINGAR GUÐRUN MAGNUS- DÓTTIR CLEA VER + Guðrún Magn- úsdóttir Clea- ver fæddist í Reykjavík á Berg- stöðum við Skóla- vörðustíg hinn 7. mars 1910. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 9. des- ember síðastliðinn. Guðrún var dóttir Magnúsar Guð- mundssonar öku- manns, f. 20.01. 1876 á Bergstöð- um, og Bjarndísar Bjarnadóttur hús- freyju, f. 12.09.1888 á Austur- völlum á Kjalarnesi. Guðrún átti eina systur, Asdísi, f. 9.12. 1906, er lést 1956. Guðrún giftist Hákoni Bjamasyni, fyrrum skógræktarstjóra, 1935 en þau slitu hjónabandi 1941. Síðargiftisf hún Edward Brewster Cleaver, ræðismanni í utanrikisþjónustu Bandaríkj- anna, hinn 16. júní 1944. Edw- ard lést í september 1992, þá 78 ára gamall. Guðrún eignað- ist eina dóttur með Hákoni, Ingu, f. 14.03.1936, en hún er gift Baldri Mar- íussyni. Guðrún og Edward áttu ekki börn saman. Að loknu barnaskóla- prófi nam Guðrún við kvöldskóla Verslunarskóla ís- lands og lauk það- an verslunarprófi. Á árunum 1927- 1928 nam hún við húsmæðraskóla í Kaupmannahöfn. Áður en Guðrún hélt út til náms starfaði hún á skrifstofu O. Johnson og Kaaber, en eft- ir heimkomuna starfaði hún hjá Pósti og síma. Á ámnum 1941-1944 starfaði Guðrún þjá Ríkisféhirði. Síðar starfaði hún í sjálfboðavinnu hjá Kvennadeild Rauða kross Is- lands. Útför Guðrúnar fór fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu, í desembermánuði. GUÐRÚN Magnúsdóttir Cleaver er látin eftir langvarandi veikindi, en hún hafði um langt árabil verið hjartasjúklingur. Guðrún lifði ákaflega viðburða- ríka ævi. Hún var fædd við Skóla- vörðustíg og bjó þar mörg ár ævi sinnar. Lengst af bjó hún þó við Tómasarhaga, eða hátt í 40 ár. Guðrún var einnig búsett erlendis um nokkurra ára skeið svo og á Keflavíkurflugvelli. Guðrún ólst upp í foreldrahús- um við Skólavörðustíg og lauk bamaskólaprófi frá Miðbæjar- barnaskólanum. Sem unglingur naut hún þeirra forréttinda að stunda nám við Verslunarskóla íslands og síðar við húsmæðra- skóla í Kaupmannahöfn. Samhliða námi og eftir heimkomuna frá Danmörku starfaði hún við skrif- stofustörf. Guðrún giftist Hákoni Bjama- syni árið 1935. Á námsámm hans í Danmörku dvaldist hún þar með honum og hefur það tímabil í ævi hennar eflaust verið í senn fram- andlegt og lærdómsríkt. Þau Há- kon slitu hjónabandi sínu árið 1941, nokkru eftir heimkomuna til íslands. Nokkmm ámm síðar giftist Guðrún Edward Brewster Cleaver frá Missouri í Bandaríkj- unum, sem við bamabömin þekkt- um sem afa okkar. Hann starfaði þá við utanríkisþjónustu Banda- ríkjanna og á þeim tíma fluttust þau búferlum nokkram sinnum. Bjuggu þau m.a. um skeið í Al- berta í Kanada og í Washington í Bandaríkjunum. Sennilega hafa þau hjónin verið orðin þreytt á stöðugum búferlaflutningum, enda samgöngur með öðmm hætti þá en nú er, skömmu eftir síðari heimsstyijöld. Þau settúst loks að á íslandi árið 1951. Þar starfaði Edward lengst af í tengslum við Bandaríkjaher á Keflavíkurflug- velli. Strax eftir heimkomuna bjuggu þau um skeið á Keflavíkur- flugvelli en síðar við Tómasar- haga. Hjónaband þeirra var far- sælt og stigu þau mikið gæfuspor er þau giftust. Við barnabörnin minnumst þess að á yngri árum okkar var ákaf- lega gestkvæmt á heimili ömmu okkar og afa og oft glatt á hjalla, enda höfðu þau gaman af að bjóða gestum heim. Munu eflaust flestir sem þekktu þau hjónin minnaSt þeirra fyrst og fremst fyrir gest- risni og örlæti. En eftir því sem heilsa ömmu okkar hrakaði, fækk- aði heimboðum til þeirra hjóna. Guðrún hafði mikinn áhuga á ferðalögum og fór víða, bæði inn- anlands og utan. Á yngri ámm sínum ferðaðist hún víða um sveit- ir Borgarfjarðar og Suðurlands, ýmist á hestbaki eða fótgangandi. Uppáhaldsstaðir hennar vom ann- ars Bifröst og Langá á Mýmm ásamt mörgum stöðum á Suður- landi. Þá naut Kaupmannahöfn sérstakrar hylli, en síðast fór hún þangað árið 1986. Hún ferðaðist einnig víða um Norður-Ameríku. Oft ferðuðumst við bamabörnin með ömmu okkar og margar góð- ar minningar eigum við um þá tíma. Guðrún var félagslynd og átti stóran hóp vinkvenna, en flestar em þær nú látnar. Guðrún spilaði brids reglulega með vinkonum sín- um í félagsskapnum Vinahjálp. Þá starfaði hún í nokkur ár sem sjálfboðaliði í Kvennadeild Rauða kross íslands, fyrst og fremst á bókasafni á Landakotsspítala, og er víst að henni fannst sá félags- skapur góður. Veikindi Guðrúnar ágerðust með ámnum. Hún var þó ætíð hress í bragði, hafði ákveðnar skoðanir á flestu og skorti aldrei umræðuefni. Eftir lát Edwards hrakaði heilsu hennar mikið. í veikindum sínum naut hún þó að- stoðar systursonar síns, Magnúsar K. Péturssonar læknis, en einnig hjúkraði móðir okkar henni mikið undir það síðasta. Nú er ákveðnum þætti lokið í sögu fjölskyldunnar. Við andlát Guðrúnar, og áður Edwards, er þeim kafla lokið sem tilheyrði kyn- slóð þeirra, þeim siðum, hefðum og væntingum sem þau höfðu til- einkað sér. Ný kynslóð afkomenda hennar vex nú úr grasi með hluta þessa alls í veganesti. Megi amma okkar hvíla í friði. Guðrún Edda Baldursdóttir, Magnús Bjarni Baldursson, Sigríður Erla Baldursdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-tcxtaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega linulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. NÁÐU TÖKUM Á NÝJU TUNGUMÁLI Á METTÍMA Málaskólinn Mímir - Hraðnámstækniaðferðir við tungumálanám. Sarah Biondani hefur þróað og þjálfað hraðnámskennsluaðferðir sem nýttar hafa verið á námskeiðum Mímis sl. 3 ár. Yfirkennari er Barry Green og aðrir kennarar eru Reiner Santuar og Hilda Torres ENSKA - ÞÝSKA - SPÆNSKA Almenn tungumálanámskeið hefjast í vikunni 23.-27. janúar SÉRKENNSLA • TUNGUMÁLANÁM FYRIR FJÖLSKYLDUNA • SAMTALSHÓPAR FYRIR LENGRA KOMNA • 20-60 KENNSLUSTUNDA NÁM • YFIR 50% ENSKUKENNSLUNNAR LEGGUR ÁHERSLU Á ÞJÁLFUN TALMÁLS • VIÐSKIPTAENSKA. NÝTT FYRIR LENGRA KOMNA: ALÞJÓÐLEG VIÐSKIPTAENSKA 20 TÍMAR_ Úrvals kennarar - Úrvals kennsluaðferðir - Hagkvæmt verð. /jk Málaskólinn Mímir er í eigu Stjórnunarfélags íslands, sími 10004. Sarah, enskukennari og kennslustjóri. Flugleiðir í samvinnu við Breska ferðumálnráðið kynna: FiBit Þickens Miss Viadimir Buddy Les Mise Theaf Copncabait 1995 for You Imes Hatnlef peare Bay Bouievard Moe Ghouls Orcesfra Leikhús Óperur Söngleikir Tónleikar Myndlisf Söfn Nánari upplýsingar og bæklingur fæst hjá söluskrifstofum Flugleiða, ferðaskrifstofunum, umboðsmönnum um land allt eða í söludeild í síma 690 300. n i r á i» FLUGLEIÐIR Traustur íslemkurferdafélagi ISLENSKA OPERAN íslenska óperan kynnir eina ástsælustu óperu Verdis LA TRAVIATA Frumsýning 10. febrúar 1995 Tónlist: Texti: Hljómsveitarstj.: Leikstjóri: Leikmynd: Búningar: Lýsing: Danshöfundur: Sýningarstjóri: Kórstjóri: Æfingastjórar: Giuseppi Verdi Piave/byggt á sögu Dumas yngri Robin Stapelton Bríet Héðinsdóttir Sigurjón Jóhannsson Hulda Kristín Magnúsdóttir Jóhann B. Pálmason Nanna Ólafsdóttir Kristín S. Kristjánsdóttir Garðar Cortes Iwona Jagla og Sharon Roberts Söngvarar: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Ólafur Árni Bjarnason, Bergþór Pálsson, Signý Sæmundsdóttir, Hrönn Hafliðadóttir, Þorgeir Andrésson, Sigurður Sk. Steingrímsson, Eiríkur H. Helgason, Eiður Gunnarsson og fleiri. Kór og hljómsveit Islensku Óperunnar Frumsýning 10. febrúar, hátíðarsýning 12. febrúar. Miðasala fyrir styrktaraðila hefst 17. janúar. Almenn miðasala 21. janúar. Miðasalan er opin frá kl. 15-19 daglega, sýningardaga til kl. 20. Sími 11475, bréfsími 27384. Greiðslukortaþjónusta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.