Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 23 „Stjórnmálamenn þurfa að búa til al- veg nýjar leikreglur fyrir fjárfesta sem leiða til uppbyggingar atvinnustarf- seminnar," segir Edda Helgason. EDDA Helgason segir að reglur um fjárfestingar útlendinga séu eins og að bjóða einungis verstu konfektmolana. sem kvenmaður inn í karlaheim fjármálanna. „Ég velti því ekki svo mikið fyrir mér þá,“ segir hún þegar þetta ber á góma. „Þegar ég stofnaði Hand- sal leit ég engan veginn svo á að ég væri komin í fremstu röð heldur sá ég tækifæri hér á landi sem ég gat hugsað mér að fást við. Marg- víslegar breytingar urðu á fjár- magnsmarkaðnum, sem mér fund- ust áhugaverðar. Þegar fyrirtæki er stofnað er annað hvort að duga eða drepast. Það hafði ég að leiðar- ljósi og hef í raunar enn í dag.“ Valddreifing fjármagns Edda segir fjármagnsmarkaðinn hafa þróast hraðar en hún átti von á. Frelsi sé orðið mun meira og þar hafí EES-samningurinn haft tölu- verð áhrif. „Það sem mér finnst þó einna eftirtektarverðast, ef litið er enn lengra til baka, er að peninga- valdið hefur færst á miklu fleiri hendur en það var áður. Það er mjög áhugavert að skoða hvernig markaðurinn hefur breyst. Lífeyrissjóðirnir eru til dæmis orðn- ir mun stærri en áður og saman- lagðar eignir þeirra eru í raun meiri en í bankakerfinu sjálfu. Auk þess hefur aðgangur að tjármagni einnig breyst verulega." Þegar Edda er beðin að benda á eitthvað sem hún saknar eða eitt- hvað sem hefur ekki þróast í átt til þeirra erlendu markaða sem hún þekkir hvað best segir hún að þar komi margt til greina. „Mér finnst til dæmis ekki nægilega vel komið í veg fyrir hagsmunaárekstra, en það er ef til vill erfitt vegna þess hversu þjóðfélagið er lítið. í öðru lagi er ákvarðanataka á íslandi mjög sein og einkennist af nefndum. Erlendis gerast hlutirnir miklu hraðar og ef eitthvað er að gerast er þess vegna unnið alla nóttina. Ég skil að vissu leyti að þetta kemur til vegna óöryggis og reynsluleysis. Ég tel þó að ákveðnir stjórnendur ættu að hafa leyfi til að bregðast við fyrr og þurfa ekki alltaf að leita til stjórna. Menn eru kannski að íhuga málin í margar vikur, en þá eru tækifærin ef til vill liðin hjá. Markaðurinn er sí- breytilegur, ekki síst nú þegar frels- ið er orðið meira. Sem betur fer held ég að skiln- ingur fari vaxandi samhliða því að stefnumótun eykst í fyrirtækjum. Það verður gaman þegar hlutirnir fara að gerast á fimm dögum í stað fimm vikna!" Telur sérhæfingu af hinu góða Edda telur mikilvægt að fjár- málafyrirtækin séu með ákveðna sérhæfingu og starfar Handsal svotil eingöngu á fyrirtækja- og stofnanamarkaði. „Við erum þó með einstaklingsviðskipti en þau eru þá í stærri kantinum," segir hún. - Þú hefur töluvert gagnrýnt að önnur verðbréfafyrirtæki skuli vera annað hvort í eigu banka eða í tengslum við ákveðna banka. Er erfitt að keppa á þessum grundvelli? „Samkeppnin er mjög mikil en ég held að þjónustan skipti verulegu máli. Fyrirtækin eru ekki annað en fólkið sem þar vinnur og við erum þjónustufyrirtæki. Við stöndum verr að vígi að því leyti að við höf- um ekki þá sömu uppsprettu af bankabréfum, sem bankarnir selja og dótturfyrirtæki þeirra sjá um. Það er í raun stór flokkur verðbréfa sem við erum ekki aðilar að. Við verðum því að benda viðskiptavin- um okkar á að fara annað til að kaupa bréfin, sem við erum ein- göngu með á eftirmarkaði. Sömuleiðis stöndum við kannski hallari fæti varðandi ákveðna teg- und ráðgjafaverkefna, þar sem bankarnir hafa upplýsingar um að fýrirtæki þarfnist aðstoðar. Því er hugsanlega vísað til viðkomandi verðbréfafyrirtækis. Auðvitað eru það síðan fyrirtækin sjálf sem hafa úrslitaorðið um val á verðbréfafyrir- tækjum eða hvort þau vilja bjóða verkið út.“ Tekjudreifing eykst Þegar talið snýst að útboðum og að gagnrýni Eddu þar að lútandi segist hún hafa fundið fyrir smá- vægilegum breytingum að undan- förnu. Hún bendir á að þar komi þróun markaðarins einnig inn í og aðlögunin að EES-reglum. „En kannski vegna þess að ég lét heyra hátt í mér og vann jafnhliða að því að fá fyrirtæki og stofnanir til að leyfa okkur að bjóða í verk, sem kostar þá ekkert, höfum við fengið fleiri tækifæri. Þa'ð eru þó ákveðnar stofnanir sem útiloka okkur ennþá.“ Hún tekur fram að hún telji ekki nauðsynlegt að allir hafi útboð. „Hins vegar finnst mér frumskilyrði að ríkisstofnanir og -fyrirtæki sem eru í eigu almennings reyni að fá besta tilboðið með því að leyfa sem flestum að taka þátt.“ Hún leggur einnig áherslu á að hið opinbera verði einkavætt í aukn- um mæli, enda sé það stefnan alls staðar í heiminum. „Við erum mjög aftarlega á merinni," segir hún og nefnir dæmi af einkavæðingu pósts og síma í ýmsum löndum. „Með einkavæðingu eykst aðhald og samkeppni. Af hveiju má al- menningur ekki eiga fyrirtæki eins og Landsvirkjun og bankan'a í formi hlutabréfa?“ spyr hún svo. „Ég tel þetta einu leiðina til að lækka skuld- ir eða færa þær frá ríkinu, en póli- tískur vilji er ekki fyrir hendi. Ég held að með aukinni einkavæðingu myndi raunverulegur markaður myndast hér á landi, því breiddin væri miklu meiri.“ Verðbréfaþingið marki sér stefnu og skilgreini sig Þegar Edda er innt eftir gagn- rýni sinni á Verðbréfaþingið segir hún að kominn sé tími til að þingið skilgreini sjálft sig betur og marki sér stefnu. „Ætla þeir til dæmis að verða varðhundar á eiginfjár- stöðu fyrirtækja? Þingið á að mínu mati að passa upp á að upplýsinga- flæði sé fyrir hendi og fylgja því eftir. Þeir eiga að gæta þess að fjár- festar hafi alltaf bestu upplýs- ingarnar til þess að geta myndað raungengið á bréfunum. Það er ekki hægt að búa til fastar reglur um lágmarks eigiðfjárhlutfall því rekstur fyrirtækja er svo ólíkur. Sum fyrirtæki geta verið með 5% eigið fé og þurfa ekki meira, önnur hafa aftur á móti þörf fyrir 50% eigið fé. Hveijir eiga að dæma það? Ef þeir ætla sér að vera dómarar þá þarf að skilgreina það sérstak- lega. Verðbréfaþingið er það nýtt og þróunin hefur verið svo hröð. Skilgreiningin um hlutverkið þarf að vera til staðar. Lög og reglur er eitt og hlutverk og markmið annað.“ - Hvað finnst þér um að bjóða almenningi hlutabréfakaup á rað- greiðslum, eins og sum verðbréfa- fyrirtækjanna gerðu nú fyrir jólin? „Hlutabréfakaup eru alltaf áhætta og þar af leiðandi á ekki að slá lán fyrir slíkum kaupum, sérstaklega ekki einstaklingar. Þarna tel ég vera hagsmunaárekst- ur, því verðbréfafyrirtækin vilja selja hlutabréf og fá sölulaun en hagsmunir einstaklinga eru ekki endilega í fyrirrúmi. Ef fólk tapar höfuðstólnum er skattaafslátturinn aðeins brot af því. Ég legg alltaf áherslu á við kaup- endur hlutabréfa að þeir verði að vera tilbúnir að tapa öliu fénu. Auðvitað er hægt að ná góðri ávöxt- un og það hefur sýnt sig í flestum löndum að ef fjárfest er í hlutabréf- um til lengri tíma gefur það vel af sér. Hins vegar ef samsetningin er ekki rétt eða keypt er á röngum tíma þá getur allt farið niður á við.“ Fjárfestingin er engin - Finnur þú fýrir auknum hag- vexti hjá fyrirtækjum þannig að þau séu farin að fjárfesta í meira mæli? „Ég vil orða það svo að fyrirtæki eru að ljárfesta á skammtímamark- aði sem er ekki fjárfesting í raun. Einstaklingar eru að selja eignir og erlend fyrirtæki koma ekki hingað með fjármagn. Því á sér stað nán- ast engm fjárfesting um þessar mundir. Ég held að stjórnmálamenn geri sér ekki grein fyrir þessari þróun. Þess má til dæmis geta að áhættufjármagn er ekki frádráttar- bært frá skatti. Ef fyrirtæki fjár- festir og féð tapast er það ekki frá- dráttarbært eins og víðast erlendis. Stjórnmálamenn þurfa að búa til alveg nýjar leikreglur fyrir fjárfesta sem leiða til uppbyggingar atvinnu- starfseminnar. Þeir eiga ekki að ákveða hvaða atvinnugreinar á að taka út heldur leyfa fólkinu í land- inu að velja. Ég líki þessu alltaf við listalífið, sem blómstrar hér á landi af því listamenn hafa fijálsar hend- ur. Ef fólk fengi að ráða myndu áherslurnar ef til vill breytast okkur til góða. Sum fyrirtæki fjárfesta til að hagræða og það er af hinu góða en það þarf að fá sömu fyrirtækin eða önnur til að fjárfesta í ein- hveiju sem skapar störf. - Hafið þið orðið vör við auknar fyrirspurnir frá erlendum fjárfest- um á síðustu mánuðum? „Nei, markaðurinn hér er svo lít- ill. Annað hvort vilja útlendingar fjárfesta vegna þess að Island hefur eitthvað fram yfír aðra eða vegna áhuga á innlenda markaðnum. Reglurnar eru þær að útlendingar mega ekki fjárfesta í því sem raun- verulega er áhugaverðast eins og sjávarútvegi og orku. Þetta er sam- bærilegt við að fá til sín gest og hann má bara velja vondu konfekt- molana. Það þarf að eiga sér stað hugarfarsbreyting.“ - Að lokum langar mig til að vita hvort þú varst kölluð í viðtal þegar þú sóttir um stöðu Seðla- bankastjóra fyrir tæpu ári? Nú hlær Edda dátt um leið og hún svarar: „Nei, nei, nei. Ég veit ekki hversu margir voru kallaðir í viðtal, þeir hafa eflaust verið fáir. Ég gerði þetta af „prinsipp“-ástæð- um. Mér fannst ég ekkert hafa síðri þekkingu eða reynslu en ýmsir aðr- ir til að sækja um stöðuna. Ég taldi rétt að sækja um og láta heyra frá mér til að sýna fram á að líka er til fjöldi fagfólks og ekki væri úr vegi að skoða þeirra mál einnig.“ BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.