Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 38
'38 SUNNUDAGUR 15, JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Stórutsala! 40 - 70% afsláttur NÝTT KORTATÍMABIL ^ Blái fuglinn, Borgarkringlunni, sími 5887488, Póstsendum. j • Sjálfstyrking • Námskeið þar sem á 30 stundum er unnið markvisst með nemendum að eftirtöldum markmiðum: • Kynnast betur eigin styrk og kostum • Koma sjálfum sér og eigin hugmyndum á framfæri • Læra að þola mótiæti og taka gagnrýni • Standa á rétti sínum og bregðast við yfirgangi • Laða það besta fram í sjálfum sér og öðrum • Læra að gefa af sér og gera eðlilegar kröfur • Móta eigin lífsstfl og persónuleika Leiðbeinandi er: Sœmundur Hafsteinsson sálfrœðingur Stiúrntækniskóli Islands sími 67 14 66 • opið til ki. 22 Utsalf* Útsala Útsala á vörum úr haust/vetrar listarujm. Komdu og gerðu góð kaup! hjá H&M Rowells Nýi Hennes & Mauritz vor/sumar póstlistinn er kominn - 300 blaðsíður af fallegum fatnaði fyrir alla í fjölskyldunni á góðu verði. Hringdu í síma 5 88 44 22 og við sendum þér póst- listann um hæl gegn 350 kr. greiðslu. Náðu þér í nýja vor/sumar listann og þú færð forskot á sumarið. RCWELLS Húsi verslunarinnar ÍDAG BRIDS IJmsjón Guómundur SV. Ilcrmannsson VÖRNIN lagði gildru fyrir sagnhafa í þessu spili með góðum árangri. Norður ♦ 10985 f 32 ♦ 42 ♦ ÁK065 Vestur Austur ♦ Á6 * 32 T 109854 IIIIH V K76 ♦ KD 111111 ♦ Á109853 ♦ G973 ♦ D8 Suður ♦ KDG74 V ÁDG ♦ G76 ♦ 42 Suður opnaði á 1 spaða, norður hækkaði í 3 spaða og suður sagði 4 spaða. Vestur spilaði út tígulkóng og tíguldrottningu. Austur drap með ás og skipti í hjartasjöið. Sagnhafa fannst vörnin nokkuð grunsamleg en stakk samt upp hjartaás og reyndi að henda hjarta niður í tígulgosann. En vestur trompaði með sex- unni og sagnhafi varð að gefa tvo slagi í viðbót á hjartakóng og spaðaás. Þetta var lunkin vörn hjá austri þótt hún væri ekki alveg hættuiaus; ef suður átti til dæmis ÁDG í spaða og hjartaás gat hann farið upp með hjarta- ás, reynt að henda hjarta í tígulgosa og fellt síðan spaðakónginn hjá vestri. En suður átti ekki að falla í gildruna. Hefði vestur átt t.d. KDx í tígli hefði hann spilað litlum tígli í öðrum slag, ekki drottningunni. Það er að minnsta kosti algild regla meðal reyndari keppnis- spilara. Ef suður hefði treyst því átti hann að svína hjartadrottningunni. VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Ekknaskattur FYRIR nokkur las ég grein í dagblaði, þar sem fjallað var um svonefndan ekknaskatt. Þar kom fram að hann getur numið allt að því helmingi tekna, eða fleiri hundruð þúsundum. Þetta getur gert menn að öreigum, því að hann kemur eftir á, öllum að óvörum. Enginn getur va- rast þennan óréttláta ekknaskatt, sem rænir menn öllu í skjóli laga og réttar. Þennan rangláta skatt verður að afnema án tafar því að landi skal með ólögum eyða. Eggert E. Laxdal, Hveragerði. Hver borgar bílaskattinn? TORFI Ólafsson, Ný- lendugötu 7, spyr hvort Jón Baldvin, Davíð Odds- son og fleiri ráðherrar sem státa af þungum og stór- um jeppum borgi sjálfir bifreiðaskattinn af bílun- um. Getur að verið að borgaramir greiði þennan skatt fyrir þá? Þakka ber það sem vel er gert UNDIRRITAÐUR vill koma á framfæri þakklæti fyrir frábæra þjónustu á smurstöð Olíufélagsins Esso við Geirsgötu hér í borg. Sl. 25 ár hef ég reglulega notið þjónustu þessa fyrirtækis sem áður var til húsa í Hafnar- stræti 23. Séstakar þakkir vil ég færa Þórði Sveinssyni for- stöðumanni og starfs- manni hans Magnúsi Guð- laugssyni. Vona ég að starfskraft- ar þessa ágætu manna nýtist okkur viðskiptavin- um Smurstöðvarinnar við Geirsgötu sem allra lengst. Reynir Ármannsson Tapað/fundið Úr tapaðist KVENGULLÚR með stórri skífu og svartri ól tapaðist, mögulega á ieið- inni frá Þverholti og niður á Hlemm sl. miðvikudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 41830 eða vinnusíma 601119, Elín. Gæludýr Köttur í heimilisleit GULLFALLEGUR og vel vaninn fressköttur óskar eftir góðu heimili. Upplýs- ingar í síma 675782. Pennavinir TVÍTUG slóvensk stúlka, sálfræðistúdent, sem safnar póstkortum og hefur áhuga á badminton, hjólreiðum, teikningu o.fl.: Jozica Lopatic, Dol. Pirosica 13, 68263 Cerkije Ob Krki, Slovenia. TUTTUGU og tveggja ára Ghanapiltur með áhuga á fótbolta, tónlist, hjólreiðum, safnar póstkortum: Malcolm Abdul- Mubarak, P.O. Box 471, Agona Swedru, Ghana. FRÁ japönsku ólympíuborg- inni Nagano, þar sem vetr- arleikamir fara fram 1998, skrifar 15 ára ára piltur með áhuga á íþróttum og tónlist: Tae Takamisawa, 272 Sakumachi, Minamisaku-gun, Nagano, 384-06 Japan. Farsi ,,/Hér þactti- rnjog áfiétgjuteyt oJj Jctm, í fer&ct - tactStorfcmanfla-, en ‘eof ercuit ofrik i'ttcib (dtoo þotðmig rtokhru sklpta.." Víkveiji skrifar... GLAMURYRÐI af ýmsum toga setja á stundum svip á þjóð- málaumræðuna. Víkverji heldur því ekki fram að orðin félagshyggja og velferðarríki heyri undir þann orð- flokk. Þau er hins vegar notuð sem slík oftar en ekki. Orðabók Menningarsjóðs (1983) segir að orðið félagshyggja merki ,jákvæð viðhorf til samstarfs við aðra“. Samkvæmt þqirri skilgrein- ingu geta félagshyggjumenn haft hinar margbreytilegustu stjórn- málaskoðanir - spannað allt hið pólitíska litróf frá hægri til vinstri. Orðabók Menningarsjóðs skil- greinir orðið velferðarríki svo: „(iðn- þróað) ríki sem á að sjá hag þegna sinna borgið og vernda þá gegn áföllum, t.d. með ýmis konar trygg- ingum“. Flest vestræn ríki falla undir þessa skilgreiningu. Tilraunir vinstri flokka til að ein- oka þessi orð, félagshyggju og vel- ferðarríki, eru því út í hött. XXX VELFERÐARRÍKI táknar í hugum flestra þjóðfélag þar sem fólk býr við afkomuöryggi, einnig þeir sem af heilsufarslegum ástæðum hrekjast af vinnumarkaði: aðgang að menntun, heilbrigðis- þjónustu og almannatryggingum. Atvinna skiptir og meginmáli - en veruleikinn setur samasemmerki á milli atvinnuöryggis fólks og rekstraröryggis fyrirtækja. Þegar grannt er gáð eiga allir þættir velferðarríkisins, félagslega þjónustan, tryggingarnar, heil- brigðisgeirinn og skólakerfið, eitt sameiginlegt. Það verður að tryggja kostnaðarlega undirstöðu þeirra, ella koðna þeir niður. Þessi kostnað- arlega undirstaða er í atvinnulífinu þar sem verðmætin verða til. Þau markaðs- og samkeppnisríki, sem lengst hafa náð í verðmætasköpun, eru bezt i stakk búin til að rísa undir heitinu velferðarríki. Hag- kerfi marxismans, sem víða var reynt, endaði á hinn bóginn hvar- vetna í gjaldþroti. I þessu ljósi eru hægrimenn og frjálslyndir betri verðir velferðarrík- isins en sósíalistar, raunar miklu betri! XXX KULDAAUKNING heimila hér á landi hefur verið með ólíkind- um á níunda og tíunda áratuginum. Víkverji vitnar í grein í Fjármálatíð- indum eftir Tómas Hansson: „Þar sést að skuldir heimila hafa farið úr um 30% af ráðstöfunartekj- um árið 1980 í um 110% 1993. Tekið skal fram að hér er litið á heimilageirann allan, og því er rétt að álykta að sum heimili (t.d. yngri kynslóðar) séu með mun verri stöðu.“ í ljósi skuldastöðu heimilanna, einkum heimila yngra fólks, má Ijóst vera, að lánakjör (vextir) eru mikil- vægt kjaraatriði, vega þyngra en flest annað í afkomu fólks. „Kjara- kröfur“, sem fela í sér umtalsverða sjálfvirka hækkun lánskjaravísitölu, eru ekki hyggileg leið til að létta undir með skuldugum heimilum í landinu. Kjarabatann þarf að sækja eftir öðrum leiðum, eins og í lægra vöruverði, lægri sköttum o.sv.fv. Fyrirhyggjan leiðir ætíð til betri nið- urstöðu en kapp án forsjár. xxx HUNDURINN, sem fylgt hefur búandmönnum hérlendis frá landnámi, kemur víða við í orðtök- um tungunnar. „Hundalógík í Reykjavík" er og yfirskrift leiðara í Alþýðublaðinu á dögunum. Þar segir að titekinn R-lista borgarfull- trúi fari mikinn gegn hundahaldi. „Það er vonandi að meirihlutinn í Reykjavík finni sér verðugri verk- efni,“ segir blaðið, „en heilagt stríð gegn hundum." Víkverja fannst Alþýðublaðið af- greiða málið á hundavaði. Borgar- stjórn hefur reglugerð um málið - eins og hvert annað hundsbit. Það er og óþarfi að vera eins og snúið roð í hundskjaft út í krossfarann. Hann fer vart í hundana á þessu máli einu saman. Og ef vel er gáð eru fleiri hundar svartir en hundur- inn prestsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.