Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 35
• MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 35 FRÉTTIR Víxlverkun launa og lánskjara verði afnumin BANDALA.G háskólamanna BHMR krefst þess að víxlverkun launa og lánskjara verði afnumin og leyfilegar verðtryggingar miði einungis við almennt verðlag vöru og þjónustu, segir í frétt frá banda- laginu. Ennfremur segir að bandalagið kefjist þess að alþingi grípi til að- gerða til að bæta almennu launa- fólki þann tekju- og eignamissi sem verðtrygging lána og síðan afnám banns við vaxtaokri hefur leitt af sér. í greinargerð með ályktuninni segir: „Bandalag háskólamanna - BHMR vill vekja sérstaka athygli alþingis á því að núverandi samsetn- ing lánskjaravísitölunnar vinnur gegn öllum áformum um að end- urreisa kaupmátt launamanna. Þeg- ar lánskjaravísitölu var breytt með því að bæta launavísitölu við fram- færslu- og byggingarvísitölu, benti BHMR á að þessari aðgerð var með tvennum hætti beint gegn launa- fólki: í fyrsta lagi vegna þess að launin og kaupmátturinn voru í lægð um þær mundir og í öðru lagi að sérhver tilraun til að bæta þá stöðu myndi leiða til skuldagildru fyrir launamenn og heimili þeirra. Þessi spá hefur reynst raunsönn. Það er með öllu óþolandi að kjarabætur til launamanna leiði til enn meiri gjalda af lánum og stórkostlegrar aukning- ar á skuldabyrði launamanna, þrátt fyrir aukna framleiðni og batnandi áferði. Lánskjaravísitalan, eins og hún er nú reiknuð, viðheldur óeðli- legum hlutaskiptum í þjóðfélaginu. Það er krafa Bandalags háskóla- manna - BHMR að alþingi breyti a.m.k. samsetningu lánskjaravísi- tölu, þannig að launavísitala verði felld brott úr henni. Ástæða er til að árétta sérstaklega að það form sem nú er á lánskjaravísitölunni er ekki óumbreytanlegt fremur en það form sem áður var.“ ♦ ♦ ♦---- Skáksamband Islands Norður- landamót á Laugarvatni SKÁSKSAMBAND íslands heldur undakeppni fyrir krakka sem fædd- ir eru 1984 og yngri og hefst hún þriðjudaginn 17. janúar kl. 18 og verður framhaldið fimmtudaginn 19. janúar kl. 18. Teflt verður í húsnæði Skáksambandsins í Faxa- feni 12. Sigurvegarinn vinnur sér rétt til þátttöku á Norðurlandamótinu í skólaskák sem haldið verður á Laugarvatni 9.-12. febrúar. Skráning er í síma Skáksam- bandsins frá kl. 10-13 alla virka daga og á mótsstað frá kl. 17.30. Oleanna Þvílík bilun! Viltu vera fvrirsæta? John Casablancas MODEilNG & CAREER CENTER Grensásvegi 7, s. 5887799 HJALMAR FINNSSON AÐ LIÐNUM nokkrum árum frá lokum síðari heimsstyrj aldarinnar, þegar íslendingar höfðu komist í kynni við tækni stórþjóða, tók þá að dreyma stór- iðjudrauma. Einn sá fyrsti var bygging áburðarverksmiðju í Gufunesi þar sem starfsemi hófst í mars árið 1954. En tæknin var ekki sjálfvirk, hún krafðist manna með menntun og tæknikunnáttu sem gætu beislað hana og unnið úr henni raunverulegar afurðir. Eftir slíkum manni var leitað við stofnun Áburð- arverksmiðjunnar og fyrir valinu varð Hjálmar Finnsson. Hann hafði lokið cand. oecon prófi frá HÍ og stundað framhaldsnám í viðskipta- fræðum við University of Southern California í Los Angeles í Banda- ríkjunum og að námi loknu fengið víðtæka starfsrejmslu við störf í ýmsum fyrirtækjum, m.a. sem framkvæmdastjóri Loftleiða hf., en af því starfi lét hann þegar hann' varð forstjóri Áburðarverksmiðj- unnar. Hjálmar Finnsson er fæddur 15. jan. 1915 á Hvilft í Önundarfirði, sonur hjónanna Guðlaugar Sveins- dóttur og Finns Finnssonar, og er hann af traustum vestfirskum ætt- um kominn. Þegar Hjálmar tók við uppbygg- ingu og rekstri Áburðarverksmiðj- unnar þurfti hann bæði á atorku og kjarki að halda til að koma þess- ari fyrstu stóriðju íslendinga í ör- uggan farveg. Við frumraun af þessu tagi þarf alltaf að sigrast á mörgum byijunarerfíðleikum, m.a. að ráða sem best starfslið og þjálfa það til starfa sem menn höfðu ekki fengist við áður. Ég átti því láni að fagna að vera ráðinn sem einn af vaktstjór- unum við verksmiðjuna ásamt með ýmsum tæknimönnum. Það var mikill hugur í okkur, þessum ungu mönnum sem hver á sínu sviði hófumst handa við að taka á þessu nýstárlega verk- efni, uppsetningu á tækjum, prófun þeirra og stýringu fyrstu framleiðsl- unnar. Að öllum öðrum ólöstuðum mundi ég telja Hjálmar hafa lagt mest af mörkum við uppbyggingu Áburðarverksmiðjunnar á frumbýl- isárum hennar. Að venjulegum vin- nutíma loknum vann hann oft fram yfir miðnætti að þeim störfum sem koma þurfti af og ekki hafði verið hægt að ljúka í önn dagsins. Oft komu upp erfið vandamál en Hjálmar var fljótur að koma auga á bestu lausnina enda kom kunnug- leiki hans af stjórnun fyrirtækja í Bandaríkjunum og iðnrekstri þar honum að góðum notum. Hjálmar sóttist ekki eftir auka- störfum til hliðar við starf sitt sem framkvæmdastjóri Áburðarverk- smiðjunnar eins og nokkuð mörgum forstjórum nú til dags hættir til að gera, — og líta á sem eins konar aukabúgrein. Hann helgaði starfinu krafta sína og kaus fremur að veija tómstundum sínum, þegar um fór að hægjast og þær urðu einhveijar, til annarra hluta en að sitja í nefnd- um og ráðum. Hjálmar á sér mörg hugðarefni til tómstundaiðkana. Um tíma stundaði hann fjárbúskap og var það allnokkur hjörð sem hann köm sér upp og sinnti um. Hann taldi ekki eftir sér að fara upp í fjárhús- in að vinnudegi loknum né heldur - að heyja fyrir fjárstofninum í sum- arfríinu. Eftir að fjárbúskapurinn lagðist af sneri hann sér að hrossarækt og má vera að hann hafi smitast af hestamennsku Þorgeirs bónda í Gufunesi, en þeir voru miklir vinir. Þá eru ótaldar þær ánægjustund- ir sem við höfum átt saman á „Boggunni" hér úti á sundunum. Þessar sjóferðir hafa verið farnar líklega um fimmtán sumra skeið og margir kunningjar okkar beggja hafa verið með í förum. Eiri þessara sjóferða er mér sér- staklega minnisstæð. Dóttir Hjálm- ars, Kathy, var þá með í för, en hún hafði komið í heimsókn frá Bandaríkjunum með bömum sínum. Veðrið var orðið fremur leiðinlegt og fiskirnð ekki uppá það besta svo farið var að huga að landstíminu. Þá kallar Hjálmar: „Herra skip- stjóri, má ég ekki fá að renna hérna á ákveðnu miði. Staðarákvörðun er þessi: Þú siglir fyrir nesið og sérð húsið hans Leifs, svo er það Hall- grímstuminn og kletturinn við Kjal- arnestanga." Og viti menn! Þarna krækti Hjálmar í tíu kílóa lúðu! Kathy (Kat- heine Doris) fór síðan með hana til Bandaríkjanna daginn eftir. í þessum sundurlausu þönkum hefi ég leitast við að rifja lítillega upp kynni mín af Hjálmar Finns- syni sem yfirboðara, samstarfs- manni og félaga. í öllum þessum hlutverkum hefur hann reynst góð- ur vinur. Hjartanlegar heillaóskir sendi ég og kona mín honum á áttræðisaf- mælinu. Guðmundur Jónsson. Y HORKUSKIÐflBUnflÐUR ...renndu við! Þekking Reynsla Þjónusta SUÐURLANDSBRAUT 8 • 108 REYKJAVÍK DACHSTEIN SKÍÐASKÓR smrm. SKÍÐAGLERAUGU /=/SCH£» tk SVIGSKÍÐI GÖNGUSKÍÐI TÖSKUR HÚFUR - HANSKAR BTYROUA SKÍÐABINDINGAR Á SVIG OG GÖNGUSKÍÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.