Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ í stríð við eigið sköp- unarverk BAKSVIÐ Auglýsingajöfurinn Mauríce Saatchi hefur lýst yfír stríði á hendur fyrirtækinu sem hann stofnaði og gerði að einni af stærstu auglýsingasamsteypum heims. Bogi Ara- son fjallar hér um aðdraganda auglýsinga- stríðsins sem er í uppsiglingu. SAATCHI stofnaði Saatchi & Saatchi ásamt bróður sínum, Charles, árið 1970. Fyrirtækið verður því 25 ára á árinu og áður en Maurice Saatchi var bolað út skömmu fyrir jól var hann að und- irbúa mikil hátíðahöld og kynning- arherferð í tilefni afmælisins. Gefa átti út bók og myndband með bestu auglýsingunum og halda átti veislur þar sem hetjur við- skiptalífsins og stjórnmáiamenn gætu lofsamað afrek bræðranna síðasta aldarfjórðunginn. Hluthafar rísa upp 34 ára fjármálasnillingur frá Chicago, David Herro, og öflugir bandarískir hluthafar sáu fyrir því að ekkert verður af veisluhöldum auglýsingajöfursins, sem er 48 ára. Herro stóð fyrir uppreisn inn- an stjómarinnar, sem neyddi Sa- atchi tii að segja af sér sem stjórn- arformaður fyrirtækisins. Saatchi tók með sér þijá af helstu stjóm- endum auglýsingasamsteypunnar í Bretlandi og Bandaríkjunum og saman ætla þeir að stofna nýtt fyrirtæki í von um að geta laðað helstu viðskiptavini gamla fyrir- tækisins til sín. Sérfræðingar telja miklar líkur á að nýja fyrirtækið eigi eftir að blómstra og reynast Saatchi & Saatchi afar skeinu- hætt. David Herro lét til skarar skríða gegn Saatchi eftir að margir hlut- hafar höfðu látið í ljós óánægju með með áform stjórnarinnar um að bjóða stofnanda fyrirtækisins samning sem hefði fært honum jafnvirði 525 milljóna króna ef hlutabréf fyrirtækisins myndu tvöfaldast í verði á þrem ámm. Uppreisnin er þó aðallega rakin til þess að Saatchi tókst ekki að tryggja hagsmuni hluthafa sem keyptu hlutabréf á genginu 50 pund fyrir sjö ámm og geta nú selt þau fyrir aðeins 1,50 pund. Breytti ásjónu íhaldsmanna Saatchi fæddist í Bagdad árið 1946 og faðir hans, vel stæður kaupsýslumaður og gyðingur, flutti með fjölskylduna til Lundúna ári síðar. Hann þótti mikill náms- maður og eftir að hafa lokið há- skólaprófi við London School of Economics hóf hann störf fyrir útgáfufyrirtæki Michaels Heselti- nes, sem gegnir nú embætti við- skiptaráðherra Bretlands. Heseltine hreifst af unga mann- inum og Iagði til hluta af stofnfé Saatchi & Saatchi árið 1970. Saatchi stofnaði fyrirtækið með miklum glæsibrag eins og hans var von og visa - hann keypti til að mynda heilsíðuauglýsingu í The SAATCHI & SAATCHI MISSIR VIÐSKIPTI Hlutabréf f auglýsfngasamsteypunnl Saatchi & Saatchi snarlækkuöu f veröi eftir aö annar af stofnendum hennar, Maurice Saatchi, aö hann hygöist stofna nýtt fyrir- tæki. Tveir stórir viöskiptavinir ákváöu aö segja skiiið viö samsteypuna 140 -[------------------------------i Gengi hlutabréfa samsteypunnar lóru niöur í 100 pens á fimmtudag 135 Jaa 125 «• 120 115 ■ 110 T'.................. 105 '00 —i 16. nóv. 30. nóv. 14. des. 28.des. 12, jan. British Airways og Mirror blaðasam- steypan hafa sagt skilið viö Saatchi & Saatchi og sæl- gætisfyrirtækið Mars og breska raftækjafyrirtækið eru að endurskoða REUTEH Times til að tilkynna stofnun fyrir- tækisins, sem var nánast óþekkt á þeim tíma. Á meðal viðskiptavina fyrirtæk- isins er breski íhaldsflokkurinn og það voru Saatchi-bræðumir sem breyttu ímynd Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra, áður en hún komst til valda; fengu hana til að lækka róminn og breyta um hárgreiðslu. Þeir áttu einnig hugmyndina að frægri aug- lýsingu íhaldsflokksins, sem Thatcher hefur sjálf viðurkennt að hafí stuðlað að breyttri ásjónu breskra stjórnmála. I auglýsing- unni var mynd af grárri og drungalegri biðröð atvinnuleys- ingja með vigorðinu „Verka- mannaflokkurinn er gagnslaus". Barst mikið á Saatchi kunni að koma ár sinni fyrir borð hjá peningamönnum og fyrirtæki hans óx og dafnaði á skömmum tíma, jós út peningum til að auka umsvifín og varð um tíma stærsta auglýsingafyrirtæki heims. Saatchi þykir fæddur auglýs- AUGLÝSINGAJÖFURINN Maurice Saatchi ásamt eiginkonu sinni, írska rithöfundinum Josephine Hart, höfundi metsölubókarinnar „Damage". ingamaður, gæddur miklum per- sónutöfrum og ýtinn. Hann lagði strax mikla áherslu á rétta fram- komu og ytra útlit, sagði til að mynda hæst settu starfsmönnum sínum að nota Rolls Royce-bíla til að ganga í augun á viðskiptavin- unum. Sjálfur barst hann mikið á og gekk til að mynda fram af mörg- um hluthöfum í Saatchi & Saatchi í viðtali sem birt var í janúarhefti Architectural Digest. Þar er lýst endurbótum á sveitasetri hans í Sussex, hvernig svefnherbergi voru flutt til að hækka viðhafnar- stofuna og vatni veitt yfir 13 akra beitiland til að búa til stöðuvatn. Stórveldisdraumar Saatchi & Saatchi blómstraði á síðasta áratug þegar efnahags- uppgangurinn var sem mestur í heiminum. Fyrirtækið keypti önn- ur auglýsingafyrirtæki í Evrópu og Bandaríkjunum í gríð og erg og haslaði sér einnig völl i stjórn- unar- og markaðsráðgjöf. Halla tók hins vegar undan fæti árið 1989 og refsinomirnar gripu í taumana eftir að Saatchi ofmetnaðist og bauð í Midland- banka, en breski seðlabankinn hindraði kaupin. Hann var sakað- ur um að hafa fyrir löngu misst sjónar á eiginlegum tilgangi fyrir- tækisins vegna ofmetnaðar og stórveldisdrauma, sem hafi valdið því gífurlegum skaða og fjárútlát- um. Kostnaðurinn við útþenslu fyrirtækisins kom ekki fram fyrr en árið 1990, þegar samdrátturinn í efnahagslífinu og auglýsingum var sem mestur. Viðskiptavinir hverfa Einn af stærstu viðskiptavinum Saatchi & Saatchi, British Airwa- ys, hætti viðskiptunum við fyrir- tækið eftir að Saatchi tilkynnti á miðvikudag að hann hygðist stofna nýtt fyrirtæki. Blaðasam- steypan Mirror Group Newspapers fór að dæmi flugfélagsins og stór- fyrirtækin Mars og Procter & Gamble eru einnig að íhuga að gera auglýsingasamninga við nýja fyrirtækið. Viðskipti Saatchi & Saatchi við þessi fjögur fyrirtæki nema jafn- virði 10 milljarða króna, eða um 12% af tekjum fyrirtækisins. Beini þau öll viðskiptum sínum til nýja fyrirtækisins yrði það því mikið áfall fyrir auglýsingasamsteyp- una. Dixons Group PLC, stórt raf- tækjafyrirtæki í Bretlandi, er einn- ig að íhuga að segja skilið við Saatchi & Saatchi. „Eg tel að þetta sé eitt af verstu dæmunum um fyrirtækjastjórnun sem ég hef kynnst,“ sagði Stanley Kalms, stjórnarformaður Dixons, um upp- ákomuna innan fyrirtækisins. Atgervisflótti Bróðir Maurice Saatchis, Charl- es, er enn í áhrifalítilli forsetastöðu hjá Saatchi & Saatchi. Hann hefur reyndar ekki mætt á einn einasta stjómarfund í nítján ár. Ýmsir telja að Charles Saatchi hafi í reynd verið heilinn á bak við fyrirtæki bræðranna, þótt Maurice hafi verið andlit þess út á við. Charles er sagður snillingur í al- mannatengslum og sérfræðingar segja að það yrði gífurlegt áfall fyrir Saatchi & Saatchi segði hann einnig skilið við auglýsingasam- steypuna. Auk þremenninganna sem Sa- atchi tók með sér frá auglýsinga- samsteypunni sögðu fjórir af helstu framkvæmdastjórum hennar í Bretlandi af sér á miðvikudag og búist er við að fleiri fari að dæmi þeirra. Stjómendur auglýsingasam- steypunnar segja að Saatchi hafi ekki látið nægja að taka með sér hátt setta starfsmenn heldur hafi hann einnig haft með sér ýmis skjöl um viðskiptavini. Hann hafi flutt „allt að 15 skápa af skjölum“ úr skrifstofu sinni áður en hann sagði skilið við fyrirtækið. Talið er að skjölin hafí verið flutt í lista- safn í eigu Charles Saatchis í Lund- únum. „Ein sprengja á dag“ Sótt er að Saatchi & Saatchi úr öllum áttum, því auk Maurice Saatchis og bandamanna hans hugsa nú önnur auglýsingafyrir- tæki sér gott til glóðarinnar og reyna að ná viðskiptum af auglýs- ingarisanum. Ljóst er því að mikið auglýsingastríð er í uppsiglingu og jafnvel málaferli því gamla fyrir- tækið hefur sagt að það hyggist grípa til allra þeirra lagalegu að- gerða sem nauðsynlegar eru til að verja sig. Stjómendur auglýsingasam- steypunnar segja að Saatchi sé snillingur í að „setja allt á annan endann" og eru viðbúnir því að hann varpi „einni sprengju á dag“ gegn fyrirtækinu sem hann stofn- aði og ætlar nú að eyðileggja. Rannsókn í Færeyjum Yar land- sljórnin blekkt? Þórshöfn. Morgunblað- BIN af nefndum færeyska lögþings- ins hefur samþykkt, að fram fari dómsrannsókn á sameiningu Sjó- vinnubankans og Föroya Banka vor- ið 1994. Segir Björn á Heygum, formaður nefndarinnar, að komi í ljós, að blekkingum hafi verið beitt við sameininguna, geti orðið um milljarða króna skaðabótakröfu að j ræða. I færeyskum og dönskum fjölmiðl- um hafa oft komið fram ásakanir um, að móðurbanki Föroya Banka, Den Danske Bank, ásamt danska bankaeftirlitinu hafi beitt færeysku landstjórnina blekkingum þegar bankarnir voru sameinaðir. Danska stjórnin hefur hingað til ekki viljað hafast neitt að í þessu máii en hefur skipt um skoðun vegna þess, að meirihluti á Þjóðþingsins j hyggst krefjast rannsóknar. Sagt er að Den Danske Bank hafi með klókindum fengið land- stjórnina til að taka við meirihluta hlutafjár í Föroya Banka þannig að hann slapp sjálfur við að bjarga bankanum frá gjaldþroti en kostn- aðurinn við það var um tíu milljarð- ar ísl. kr. Hann lenti því allur á færeysku landstjórnina og þar með færeyska skattgreiðendur. Danir halda stærstu SÞ- ráðstefnuna hingað til Kaupmannahöfn. Morgnnblaðið. DANIR búa sig nú undir að taka á móti um tuttugu þúsund gestum í byijun mars, þegar ráðstefna Sam- einuðu þjóðanna um félagslega þró- un hefst. Samtímis óttast gestgjaf- amir að ekki verði hægt að koma saman neinum vitlegum niðurstöð- um, þar sem upphaflegir hvatamenn hafa misst áhugann og Danir sjálfir hafa ekki verið í stakk búnir til að annast hinn pólitíska undirbúning. Bæði Francois Mitterrand Frakk- landsforseti og Bill Clinton Banda- ríkjaforseti höfðu í upphafi áhuga á ráðstefnunni, en veikindi hins fyrr- nefnda og kosningaósigrar flokka forsetanna nýverið hafa dregið kraftinn úr þeim. Því hefur enginn aðili sinnt nægilega vel pólitískum undirbúningi ráðstefnunnar, sem þýðir að lokaniðurstöður hennar gætu orðið léttvægar. Danir sjálfir hafa ekki haft bol- magn til að sinna öðru en sjálfri framkvæmdinni. Um hundrað þjóð- arleiðtogar hafa tilkynnt þátttöku en skipuleggjendur rr óttast að ef stefni í marklitlar niðurstöður muni veigamiklir gestir senda afboð. Umfangsmikil framkvæmd Sjálf framkvæmdin er umfangs- mikil. Auk ráðstefnusalar fyrir tvö þúsund manns og annars fyrir þús- und þarf sendinefnd hvers þátttöku- lands skrifstofu, en næstum öll 185 aðildarlönd SÞ senda fulltrúa. Um tíma stefndi í óefni með að finna eðalvagna við hæfi, en Volvo- samsteypan í Svíþjóð hljóp undir baggaog lánar frændum sínum 220 Volvo 960. Um 2.500 lögreglumenn munu hafa eftirlit með gestunum. Öll hótelherbergi í Kaupmanna- höfn eruupppöntuð ráðstefnuvikuna- og verða gestir sendir á hótel á Sjá- landi og til Málmeyjar í Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.