Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 52
póst gíró Ármúla 6 • 150 Reykiavík © 563 7472 MORGUNBLAÐID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVtK, SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, IVSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK ISHSll Tillaga um sparnað hjá Reykjavíkurborg Dregið verði úr framlagitil Vinnuskólans SPARNAÐARNEFND Reykjavík- i um á síðasta ári í llO milljónir í ár. urborgar hefur lagt til að dregið Að sögn borgarstjóra er umfjöll- verði úr framlögum til Vinnuskól- un ekki lokið í stjórn Vinnuskólans ans í sumar, úr 170 til 180 milljón- | og er reiknað með að hugmyndin verði reifuð milli umræðnanna í borgarstjórn um fjárhagsáaitlun borgarinnar fyrir árið 1995. „Við vildum hins vegar koma þessu á dagskrá," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. „Ástæðan er ekki síst sú að það er mjög erfítt að bjóða átta tíma vinnu á dag fyrir 15 ára unglinga á sama tíma og mörg hundruð ung- linga eða ungs fólks á aldrinum 16 til 25 ára eru á atvinnuleysisskíá. Þau eru komin á vinnualdur og þurfa að sjá um sig sjálf en eru atvinnulaus. Þannig að við höfum frekar hugsað okkur að veita fjár- munum í þann hóp.“ Skólinn mikilvægur Ingibjörg sagði að verið væri að kanna möguleika á útfærslu á til- högun Vinnuskólans: Skólinn væri mikilvægur og ljóst að unglingamir þyrftu að hafa eitthvað fyrir stafni á sumrin. Það þyrfti að tryggja áfram en hvort vinnutíminn yrði átta tímar á dag það fyndist henni álitamál. Sagði hún að í raun hefði Reykjavíkurborg lagt meira til unglingavinnu og Vinnuskólans en flest önnur sveitarfélög. Benti borg- arstjóri á að í Kópavogi og Hafnar- firði væri gert ráð fyrir að 15 ára unglingar ynnu í 3'/2 tíma á dag í fjórar vikur næsta sumar. Veittist að vag’nstjóra PILTUR veittist að strætis- vagnastjóra hjá SVR og veitti honum áverka um kl. 23.30 á föstudagskvöld. Vagnstjórinn hafði sam- band við stjórnstöð SVR og tilkynnti að hann ætti í vand- ræðum með 10 til 15 unglinga í vagninum sem þá var staddur í Aðalstræti. Stjómstöðin lét vita af þessu til lögreglu. Skömmu síðar lét stjórnstöð SVR lögreglu vita að vagn- stjórinn hefði tilkynnt að ungl- ingamir væm farnir úr vagn- inum og hann kominn í Hafn- arstræti. Piltur úr hópnum hafði þá veist að vagnstjóran- um og veitt honum áverka á augabrún. Vagnstjórinn fór sjálfur á slysadeild og lét gera að sárum sínum. Síðar um nóttina handtók lögreglan pilt úr hópnum á Skúlagötu, en hann reyndist ekki vera sá sem áverkann veitti. Verulegiir launamunur er á milli starfsgreinanna níu VERULEGUR launamunur er á milh starfsgreinanna níu innan Verslun- armannafélags Reykjavíkur, og einn- ig milli einstakra starfsheita, sam- kvæmt niðurstöðu kjarakönnunar sem gerð var í nóvember. Afgreiðslufólk matvöruverslana, stórmarkaða og þeir sem starfa við framleiðslustörf þiggja laun sam- kvæmt lágmarks launataxta félags- ins og hafa að meðaltali um 55 þús- und krónur í laun. Þetta sama fólk vinnur jafnframt mestu yfírvinnuna sem er um 30% af laununum þegar upp er staðið. Þetta kemur fram í VR-blaðinu, sérútgáfu um kjaramál, sem dreift verður til félagsmanna í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur eftir helgina. Kjarakönnunin var gerð í byijun nóvember í öllum starfsgreinum inn- an VR meðal 4.000 félagsmanna í 150 fyrirtækjum. Spurt var um laun, yfirvinnu og aðrar greiðslur í októ- ber, og jafnframt var spurt um fjölda yfirvinnustunda, menntun, starfsald- ur o.fl. Markmiðið var að fá upplýs- ingar um hin raunverulega greiddu laun innan hverrar starfsgreinar og einstakra starfsheita. Hvað meðalheildarlaun á mánuði varðar leiddu niðurstöður kjarakönn- unarinnar eftirfarandi í ljós: í apótekum eru meðallaun starfs- fólks með grunnskólapróf 92.160 kr. á mánuði, en meðallaun þeirra sem eru með stúdentspróf eru 101.481 kr. á mánuði. í bíla- og vélasölum eru meðallaun kvenna 120.525 kr. og meðallaun karla 140.166 kr., í byggingarþjónustu eru meðallaun kvenna 127.535 kr. og meðallaun karla 149.166 kr. og í ferðaþjónustu eru meðallaun kvenna 104.088 kr. og meðallaun karla 116.176 kr. Hæstu meðallaun karla eru hjá tryggingafélögum Hjá flutnings- og olíufélögum eru meðallaun kvenna 122.605 kr. og meðallaun karla 146.595 kr., hjá heildsölum eru meðallaun kvenna 133.239 kr. og meðallaun karla 147.172 kr. Hjá iðnfyrirtækjum eru meðallaun kvenna 117.317 kr. og meðallaun karla 134.242 kr., hjá tryggingafélögum eru meðallaun kvenna 116.625 kr. og meðallaun karla 159.413 kr. og hjá stórmörk- uðum eru meðallaun kvenna 82.686 kr. og meðallaun karla 101.590 kr. Kjarakönnun Verslunarmannafélags Reykjavíkur í nóvember 1994 Launakjör starfsgreina og skipting launa í grunnlaun og önnur laun Laun, I 1 Önnur laun Grunnlaun 140.000 120.000 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 Stór- Apótek markaðir 24.676 25.049 106.901 98.264 111.103 19.885 .602 23.136 17.070 36.372 106.571 Ferða- Iðn- þjónusta fyrirtæki Flutnings- og olíufél. Bíla- og vélasölur félög Heild- sölur Bygginga- þjónusta Kjarakönnun í starfsgreinum iiman Verslunarmannafélags Reykjavíkur Tuggunni fegnir Morgunblaðið/RAX KRISTMANN Óskarsson tré- smiður heldur á þriðja tug hrossa á Litla-Moshvoli í Fljóts- hlíð og segir hann hestamennsk- una vera tómstundagaman. Hrossin eru vel í holdum og loð- in á þessum árstima og eiga í skjól að venda nærri bænum ef veðrið gerir þeim glettur. Þeim er annars gefið úti. Kristmann gefur þeim úr heyrúllu og var að ljúka við eina slíka þegar ljós- myndara Morgunblaðsins bar að garði. Þá höfðu hestarnir safn- ast í hálfhring um húsbónda sinn og líkaði tuggan vel. Hólmanes SU 1 Allir mættu nema tveir ALLIR nema tveir úr áhöfn togarans Hólmaness mættu til skips kl. 13 í gær. Skipveijar á Hólmatindi voru boðaðir til skips kl. 20 í gærkvöldi. Boðað var til skips á grundvelli fisk- verðstilboðs útgerðarinnar frá 9. janúar síðastliðnum. Skipveijar Hólmaness fengu boðsent bréf frá skipstjóra þar sem sagði meðal annars að mættu þeir ekki til skips kl. 13 í gær liti útgerðin svo á sem um fyrirvaralausa riftingu ráðningarsamnings væri að ræða og „mun útgerðin áskilja sér allan rétt til að krefjast bóta, jafnframt því að ráða annan í þinn stað, ef til þess kernur". Með bréfinu fylgdi afrit af fiskverðstilboði útgerð- arinnar. Að sögn Guðna Þ. Gunnars- sonar, yfirvélstjóra á Hólma- nesi og annars þeirra sem ekki mættu, urðu snörp viðbrögð á meðal skipvetja þegar þeim barst bréfið og sögðust menn þá ekki ætla að mæta til skips. Guðni er búinn að bera allt sitt dót í land eftir yfir 20 ár á skipum með nafni Hólmaness. „Meginið af mínum starfsaldri hefur verið í þjónustu þessa fyrirtækis,“ sagði Guðni. Er haft var samband við Magnús Bjarnason, fram- kvæmdastjóra hraðfrystihúss- ins, í gærmorgun sagðist hann- eiga von á að reynt yrði að ráða nýja menn í stað þeirra sem ekki mættu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.