Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ STÓRURRIÐINN í Efra- Sogi, sem haslaði sér leikvang sunnan frá Sogsfossum og norður um allt Þingvallavatn, varð þegar á síðustu öld frægur um alla Evr- ópu. Óvíða þekktust jafn stórir vatnaurriðar, og hingað sigldu að- alsmenn, auðjöfrar og jafnvel er- lendir háklerkar til að sjjreyta sig í glímunni við tröllin. Ur djúpum vatnanna var nánast dag hvern hægt að draga stórurriðann, og þegar við bættist óviðjafnanleg náttúra umvafin ljóma íslendinga- sagna er ekki að undra, að urriðinn í Efra-Soginu yrði tilefni þjóðsagna meðal veiðimanna af háaðli Evrópu. Skráðar ferðasögur útlendinga frá síðustu öld, sem lýsa veiðinni eins og vist í Paradís, urðu ekki til að draga úr ævintýraljóman- um. Um þær mundir setti veiðiaðall Evrópu urrið- ann skör hærra laxinum, og var þegar kominn á sömu skoðun og Guð- mundur frá Miðdal öld síðar, sem taldi stórurriðann harðsnúnastan fiska og ,jafnvel verri viðureignar en laxinn". í sama streng tók annar listamaður, Tómas Guðmundsson, sem var alinn upp við urriðaveiði frá föðurleifð sinni á bökkum Sogsins, og taldi að mið- að við þyngd væri urriðinn tvöfalt kraftmeiri en laxinn. Kynjafiskar í föðurlandi stangveiðinnar, Eng- landi, litu menn með blátt blóð í æðum á stangveiði sem sambland af list og íþrótt, og töldu hátindi veiðimennsku ekki náð fyrr en dreg- inn var stórurriði í tunglsljósi. En hvergi gat stærri fiska en á slóðum Skinnhúfu tröllkonu, sem enn býr í helli sínum við mynni Efra-Sogs, og þangað héldu evrópskir lista- menn á sviði stangveiða til að tak- ast á við þjóðsagnafiskinn. Það er til marks um orðsporið, sem um aldamótin fór af stærð síðar var skorið með einu bragði á lífsþráð stórurriðans. Mynni Efra- Sogs var þvergirt með byggingu Steingrímsstöðvar. Á augabragði þvarr fljótið. Gljúfrin þögnuðu. Einn merkasti urriðastofn sögunnar féll í dá. Leikvangur stórurriðans Frá efsta hluta Dráttarhlíðarinn- ar, sem liggur milli Þingvallavatns og Úlfljótsvatns, rétt ofan við bakk- ana sem kenndir eru við Skinnhúfu tröllkonu, er til suðurs hægt að sjá yfir Úlfljótsvatn og niður um Sogs- fossa en til norðurs að endimörkum Þingvallavatns. Á þessu stórfeng- lega svæði stóð hið forna ríki stór- urriðans. Hið eiginlega Efra-Sog var sá hluti Sogsins, sem áður rann á milli Þingvalla- vatns og Úlfljótsvatns. Farvegurinn milli vatn- anna var ekki nema tæp- ir 1.100 metrar. Vatns- magnið var hins vegar feiknalegt, og braust af gríðarlegu afli úr suðausturhorni Þingvallavatns í hvítfyssandi straumköstum og hringiðum niður þröng gljúfur. Enda sagði Hálfdán Jónsson, lögréttumaður, í sveitalýs- ingu Ölfushrepps frá 1703, að flóð- ið drægi nafn sitt „af þess súg eður hastugri rennslu". Akfeitir hnullungar veiddust um allt Þingvallavatn, en þó flestir við suðurendann, þar sem helstu óðul hans voru í mynni Efra-Sogs, eina afrennsli Þingvallavatns. Fyrir sjálfum Sogskjaftinum veiddist þó mest, þar sem stórurriðinn gekk á haustin, háði stórfenglega ástar- leiki á klöppunum og velti sér í kerum gljúfranna fyrir neðan. Á þessum stað var straumurinn svo hraður, að ókleift var að veiða nema af bátum. Þeim var róið þvert fyrir mynni Sogsins, og línan látin ber- ast með straumnum niður fyrir þau mörk, sem óhætt var að fara vegna straumþungans. Það kallaði Jón S. Hvergi gat stærri fiska en á slóðum Skinnhúfu tröllkonu. Hvílík veiði! Guðmundur frá Miðdal er ein- hver mesti al- hliða veiðimað- ur íslandssög- unnar, eins og þessi mynd af kös stórra urr- iða, sem er í eigu Lydíu Páls- dóttur, sannar glöggt. Jón Ögmundsson með 26 punda urriðann, sem hann veiddi 26. ágúst1939. urriðans úr Efra-Sogi að þegar efnt var til keppni meðal veiðimanna í Evrópu um stærsta urriðann, þá héldu hinir kappsfyllstu yfir hafið og slógu tjöldum sínum í Kaldár- höfða, þar sem fljótið söng í þröngu gljúfri. Og þegar náttúrugripasöfn í Evrópu gerðu út menn ___________ að veiða metfiska til að prýða með salarkynni sín, þá voru þeir sendir á vit vatnaurriðanna sem lágu silalega fram á dökka kviðugga á straumfægð- um hraunklöppum í ið- rum straumvatnsins. Svona hélst veiðin fram Síðasta feriík- ið barst á land úr Úlfljóts- vatni 1956, og reyndist vegið vera 26 pund. Ögmundsson í Kaldárhöfða „rennsli", þegar farið var fyrir Sogskjaftinn með þessum hætti. Auga mýblts Gneypir klettar og mikill straum - ur gerðu að verkum að erfitt var _________ að komast til veiða í Efra- Soginu, þó urriðinn bylti sér í strengjum í enda- lausri veislu bitmýs og dýrasvifs, sem barst ofan úr Þingvallavatni. I Am- arhyl, ofarlega í ánni, voru þó ágætar aðstæður til að veiða, og þar gaf yfir miðja þessa öld. Furðulegur fjöldi stórra urriða, með kynjafiskum { bland. Síðasta ferlíkið barst á land úr Úlfljótsvatni 1956, og reyndist vegið vera 26 pund. Þremur árum stórurriðinn sig gjaman. Miðja vegu fljótsins, þar sem það breytir stefnu sinni, var Aðhaldið, og austanmegin í neðsta bug árinnar var Kerið, fá- gætlega fagur og djúpur hylur. Báðir þessir veiðistaðir voru gjöful- Guðmundur Ein- arsson frá Mlðdal var ekki bara fjöl- hæfur listamaður, heldur útvistar- og velðlmaður af lífi og sál. Hér styðst hann fram á byssu sína, stöngln í selling- arf jarlægð, og horfir hróðugur á afla vel heppnaðs veiðidags. Hver hefði ekkl viljað vera í spor- um Ósvalds Knudsená svona degi? ir á vænan urriða. Fyrrum var trú manna, að í Kerinu væri uppspretta hins alræmda mývargs, sem svæðið var þekkt fyrir, og segir í gömlum texta að þar sé „... auga það, upp úr hvötju kemur á sumrin það mikla mýbit sem orðlagt er í Grafningnum og með Soginu, um allt land“. Straumurinn, á mótum Efra- Sogs og Úlfljótsvatns, var þó sá veiðistaður, sem gaf mest af sil- ungi. Sveinn heitinn Benediktsson, er hafði veiðiréttinn sem tilheyrði bænum Kaldárhöfða, sagði að hvergi á íslandi væri jafn fengsælt til silungaveiða og í Straumnum. Mest var af bleikju, en í bland við hana voru gildir urriðar. En stórurr- iðinn gaf sig líka í Úlfljótsvatni, og þar ösluðu djúpin gríðarstórir físk- ar, sem stundum lentu í netum físki- sælla veiðibænda. Fengsæl veiðisvæði var áður að finna kringum eyjarnar sunnan Úlfljótsvatns. Þar var jafnan von á stórfiski, og auðveldast að veiða af lítilli kunnáttu fyrir þá, sem ekki voru orðnir vel læsir á Sogið. Þar drógu fyrrum tvö þjóðskáld á barns- aldri þykka urriða úr hávöðunum við eyjarnar, og hlustuðu þess á milli á Sogið yrkja sín eigin ljóð sem hvorugu hvarf úr minni upp frá því. Nú eru eyjarnar horfnar; virkj- un Sogsins færði þær á kaf og ekk- ert lifir af þeim nema endurómur af minningu í ljóði Tómasar Guð- mundssonar frá Efri-Brú, Fljótinu helga. Á þessu svæði þótti Tómasi „... ekkert merkilegt við það að fá á einum degi marga urriða frá sjö og upp í tíu pund.“ Milli Úlfljótsvatns og Sogsfossa var dtjúg bátaveiði. A efri árum minntist Tómas sælla veiðidaga í samtali við Guðmund Daníelsson: „...ég man eftir því sem drengur, að ég átti stundum í erfiðleikum með að burðast heim með það, sem ég veiddi yfir daginn. Þetta er ekki dæmi um, hvað ég var mikill veiði- maður, heldur hitt, hvað mikið var af fiski þarna." Langskemmtilegasta en jafn- framt hættulegasta veiðisvæðið voru þó fossarnir þrír. Straumurinn gat auðveldlega hrifsað með sér bát og veiðimann, sem ekki uggði að sér, og teflt á örskoti fram í vísan dauða. Guðmundur Einarsson frá Miðdal lýsir því á einum stað, hvern- ig reyndir veiðimenn ráku niður hæla við bakkana til að miða ná- kvæmlega út, hversu langt þeir gátu farið við fossana án þess að leggja í tvísýnu. Við fossana dró hann hestburði af stórum urriðá enda gjörkunnur öllum felustöðum þeirra eftir áratuga glímu. Stórflskar Saga urriðaveiðinnar á svæðinu hefur enn ekki verið skráð. En fjöl- margar heimildir eru um stórfíska, og í þeim mæli, að aðrir stofnar komast ekki í samjöfnuð. Sumar er ekki hægt að sannreyna til hlít- ar, en um aðrar þarf ekki að efast. Stærstu urriðanna, sem sögur fara af á Sogssvæðinu, getur Hin- rik Þórðarson frá Útskeiði í grein um vötn á Suðurlandi sem birtist í Suðra II, 1970. Þar greinir hann frá því, að tvennar heimildir séu um urriða úr Soginu, sem komnir á land vógu 36 pund. Ekki er ljóst, hvort umræddar heimildir eiga við sama fiskinn, né heldur er þess getið hver hafi veitt, eða hvenær. Á Efri-Brú, og bæjunum í kring, var sérstakur viðbúnaður til að taka á móti erlendum veiðimönnum, sem komu árvisst til veiða frá því skömmu eftir miðbik síðusta aldar og fram á þessa. Tómas heyrði sög- urnar sem lifðu af metveiði þeirra og heimamanna. Að sögn hans veiddist eitt sinn 32 punda urriði í net í Þingvallavatni, og erlendur veiðimaður tók af báti sínum á stöng 27 punda urriða og annan 22 punda á einum og sama degin- um. Um árabil hafði Jón Ögmundsson í Kaldárhöfða atvinnu af því að veiða fyrir Svein Benediktsson, og hélt stopular veiðidagbækur. Síðla í ágúst 1939 skráir hann í bók sína að hann hafí veitt 26 punda urriða á stöng, „... en það var langþyngsti urriðinn sem ég hef dregið". Annar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.