Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 30
30 B SUNNUDAGUR 15. JANÚAR1995 MORGUNBLAÐIÐ A l Kvikmyndaaðsóknin d w Wl~ FJÖGUR BRUÐKAUP VINSÆLUST Listinn yfír mest sóttu myndir síðasta árs er forvitnilegur sem fyrr, Amaldur Indriðason skoðar hann sem sýnir m.a. að líklega gerði Hugh Grant það sama fyrir Fjögur brúðkaup og risaeðlumar gerðu fyrir Júragarðinn ÞRIÐJA SÆTIÐ; Hanks var frábær í Forrest Gump. VINSÆLUST; Fjögur brúðkaup og jarðarför. SJÖUNDA SÆTIÐ; Keanu Reeves og Sandra Bullock í Leifturhraða. ÁTTUNDA OG NÍUNDA SÆTIÐ; Jim Carrey (hér í Grímunni) átti tvær myndir á listanum. VNSÆLASTA myndin á ís- landi síðasta ár var bresk kómedía með því undarlega nafni Fjögur brúðkaup og jarðar- för. Alls sáu hana 57.000 manns í Háskólabíói og á landsvísu en hún var fumsýnd um sumarið og gekk næstum til ársloka. Fáir bjuggust við slíku metgengi næstum óþekktrar breskrar myndar en hún féll í kramið hjá ungum sem öldn- um, konum sérstaklega sem körlum og skildi kumpána eins og Arnold Schwarzenegger og Forrest Gump eftir skör neðar. Metsölumyndir undanfarinna ára hafa oftar en ekki líkt og Fjög- ur brúðkaup komið á óvart nema í fyrra þegar Júragarðurinn sló öll aðsóknarmet eins og við mátti bú- ast. Þar á undan gerði Sharon Stone Ógnareðli óvænt að metsölu- mynd, Aleinn heima og Dansar við úlfa deildu fyrsta sæti þar á undan en þóttu í fyrstu ekki líklegar til stórræðanna og Stórkostleg stúlka eða„Pretty Woman“ varð öllum að óvörum metsölumyndin árið 1990. Margar ástæður eru fyrir því að Fjögur brúðkaup varð svona vin- sæl. Breskar gamanmyndir eru vel kynntar hér á landi og þessi hafði farið sigurför í heimalandi sínu og í Bandaríkjunum. Önnur bresk kómedía hafði verið með aðsóknar- mestu myndum hér á landi fyrir nokkrum árum og fyrirfram gat þessi alveg eins heitið Fiskurinn Wanda giftir sig — fjórum sinnum. Hún reyndist ágætlega heppnuð skoðun á öllu því álappalega, hall- ærislega og pínlega sem getur gerst við brúðkaup og var skemmti- leg ástarsaga í leiðinni en að hún skyldi fá alla þessa aðsókn verður að teljast ein af ráðgátum síðasta árs. Líklega er ekki minnsta ástæð- an fyrir vinsældum myndarinnar leikarinn Hugh Grant og má segja að hann hafi gert svipað fyrir hana og risaeðlumar gerðu fyrir Júra- garðinn árið áður. Kvenþjóðin komst á hreyfingu og mátti ekki missa af Grant frekar en kallarnir af Sharon Stone tveimur árum fyrr. Heilum tíu þúsund áhorfendum neðar lúrir metsölumyndakóngur veraldar, Arnold Schwarzenegger. Hann þurfti á stórmynd að halda eftir mistökin frá því árinu áður (Síðasta hasarmyndahetjan) og fékk James Cameron til að breyta franskri smámynd í Hollywoodrisa. Ekkert var til sparað í Sönnum lygum (47.000 áhorfendur) svo hún mætti verða sem mikilfenglegust og þeim félögum tókst að koma Amold aftur á skrið. Hins vegar eyðilagði önnur mynd með honum í jólamánuðinum, gamanmyndin „Junior“, það allt aftur. Hún fékk hvergi nærri þá aðsókn sem búist hafði verið við hvorki hér heima né erlendis enda nýtast takmarkað- ir leikhæfileikar Schwarzeneggers ekki nema í hasar. í þriðja sæti íslenska listans er góðvinur margra, „Forrest Gump“ MEST SOTTU MYMDIRNAR A ISLANDI 1. Fjögur brúðkaup og jarðarför (Four Weddings and a Funeral) 2. Sannar lygar (True Lies) 3. Forrest Gump 4. Steinaldarmennirnir (The Flintstones) 57 þúsund 147.000, q J 45.000^ 43.000 5. Aladdín 6. Mrs. Doubtfire 7. Leifturhraði (Speed) 8.-9. Ace Ventura 8.-9. Gríman (The Mask) 10. Beint á ská 33 1/3 (Naked Gun 331/3) 11. Biódagar 12. Hús andanna (The House of the S j 38.000 137.000 135.000 134.000 í34-00jW |32.5007, l30-0°0,6.5 | | m 13.-14. Maverick 16.-17. Skytturnar þrjá 16.-17. Pelikanaskjalid 18.-19. Kryddlegin hjörtu 18.-19. Listi Schindlers 20.-22. Beeihoven 2 20.-22. Demolition Man 20.-22. Filadelfía (Phi 23.-25. Reyíari "(Puíp Fictanj 28.000} $.4 Fln the Name of the Father) 23.000,2.7 [23.000,2.1 [22.500,2.4 I(The Tree Musketeers) 22.000** |(The Pelican Brief) 122.000 | (Como agua para chocolate) 1 21.000** I(Schindler's List) 21.000 * Áhorfendafjöldi margfaldaður með venju- legu miðaverði, 550 kr., án þess að taka með sérstök verð, þriðjudagstilboð og verð á bamasýningum 20.000 20.000 20.000 119.000 ** Frumsýnd i lok árs 1993 og sýnd fram- eftirárinu1994 (45.000). Tom Hanks á ekki svo lítinn þátt í að gera hana að einni vinsælustu mynd ársins. Hún var ein af þessum myndum sem Amer- íkanar gera aðeins fyrir sjálfa sig og höfðar mest til þeirra en ná vin- sældum um allan heim. Gump gat hver túlkað að vild, hann var bæði demókrati og repúblikani vestra, en sagan af þessum einfeldningi í víglínu merkisatburða seinni hluta aldarinnar var sögð af Robert Zemeckis á einkar ljúfsáran hátt með brellum sem setti Hanks í bein tengsl við látna forseta Banda- ríkjanna. Hún var kannski eina mynd ársins sem skartaði sönnum kvikmyndatöfrum. Steinaldarmennirnir (43.000) koma þar á eftir en hún er Holly- woodpakki sem gerir út á þekkt vörumerki og höfðar til allrar fjöl- skyldunnar svo það skipti ekki máli þótt hún væri léleg, allir töldu sig verða að sjá hana. Útlitið var frábært en innihaldið ómerkilegra en í venjulegum sjónvarpsþætti með fígúrunum frægu. Annað má segja um Aladdín (38.000) í fimmta sæti listans. Þar er frábær skemmtun á ferðinni, Disneyteiknimynd með engu minni hasar en Indiana Jones myndirnar. Það er ekki að efa að íslenska tal- setningin, sú fyrsta á Disneyteikni- mynd, hafi aukið aðsóknina veru- lega en á það ber að líta að eins og allar góðar Disneymyndir höfð- aði þessi ekkert síður til fullorðinna en barna. Rétt á eftir Aladdín kem- ur einn af þessum óvæntu smellum sem átti það sameiginlegt með teiknimyndinni að vera fjöl- skyldumynd og gamanleikar- inn Robin Williams fór á kostum í þeim báðum. 23.-25. Veröld Waynes 2 23.-25. Umbjoðandinn 26. Sérfræðingurinn 27. Bein ógnun 28.-29. Addamsfjölsk. 28.-29. Lilli er tyndur 30.-31. Fæddir morð. 30.-31. Hrói höttur 33.-34. Ég elska hasar 33.-34. Löggan i Bev.3 33.-34. Stjörnuhliðið (Wayne's World 2) 19.000 (The Clienl) 19.000 (The Specialist) 18.000 : (Clear and Present Ðanger) 17.500 (The Addenis Family) 17.000** (Baby's Day Out) 17.000 (Natural Born Killers) 16.000 (Robin Hood: Men in Tiahts) 16.000** (i Love Trouble) 15.000 (Beverly Hílls Cop 3) 15.000 (StarGate) 15.000 „Mrs Doubtfire" (37.000) var af- brigði af „Tootsie“ með Williams í hlutverki föður sem klæddi sig í gervi ráðskonu og fór að vinna á gamla heimilinu sínu til að geta verið með börnunum sínum eftir slæman skilnað. Sú mynd sem kannski kom hvað mest á óvart á síðasta ári var spennumyndin Leifturhraði (35.000) með Keanu Reeves í hlut- verki sprengjusérfræðings um borð í strætó sem springa mundi í tætl- ur færi hann undir 80 km hraða á klst. Myndin sjálf var tekin á ólög- legum hraða af nýjum hasar- myndaleikstjóra sem á framtíðina fyrir sér, kvikmyndatökumannin- um Jan De Bont, sem greinilega hafði lært sitthvað við tökur á „Die Hard“. Þar á eftir komu tvær myndir með kanadískum skemmtikrafti sem fáir taka alvarlega en fyllir kvikmyndahúsin. Allir þeir semsáu- „Ace Ventura“ (34.000) virtust líka fara á Grímuna (einnig 34.000) til að sjá Jim Carrey ýmist herma eftir gömlu stælunum í Jerry Lew- is eða leika brjálæðislega teikni- myndafígúru í brellum hlaðinni gamanmynd. Það sá í iljarnar á fólki komnu til vits og ára en unglingarnir, stærsti hópur bíófara, tætti mynd- irnar í sig. Sami hópur getur enda- laust farið á Beint á sjá myndirnar og þriðja myndin í bálknum, Beint á ská 33 'h (32.500), lenti í tíunda sæti. íslenska bíómyndin Bíódagar (30.000) er svo í 11. sæti en ís- lenskar myndir hafa verið mjög ofarlega á listanum undanfarin ár og er skemmst að minnast Karla- kórsins Heklu, sem var í öðru sæti í fyrra. Alls eru 34 myndir á listanum, svipað og síðustu ár, og kennir þar margra grasa. Hann er unninn eft- ir upplýsingum um aðsókn frá hveiju kvikmyndahúsi í Reykjavík fyrir sig og er aðsókn sem myndirn- ar hafa fengið úti á landi fram að áramótum tekin með. Er ljóst að sú staðreynd að farið er að frum- sýna myndir á Akureyri á sama tíma og í Reykjavík vegur talsvert í heildarútkomunni. Á listanum eru allar myndir sem fóru yfir 15.000 manns í aðsókn og eru innifaldar myndir sem byij- uðu í lok ársins 1993. Þær eru merktar sérstaklega. ANNAÐ SÆTIÐ; Schwarzenegger komst aftur í stuð í Sönnum lyg- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.