Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MAIMNLÍFSSTRAUMAR UMHVERFISIVIÁLÆ/7/> umhverftb aublegb andansf Skógur og skáldgáfa SKÓGAR og einstaka tré hafa löngum haft sérstaka merkingu í vitund manna og tengjast víða trúarbrögðum og helgihaldi eins og fram kemur í fornum minnum. Þessi afstaða blundar sjálfsagt enn hjá nútímafólki þótt ekki fari hátt. Listamenn gera þessu nátt- úrufyrirbæri oft skil í verkum sín- um, beint eða óbeint, hvort heldur er í myndlist, ritlist eða tónlist og sækja þangað hvatningu til listrænnar tjáningar. Japanski rit- höfundurinn Kenzaburo Oe, sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1994, lætur ekkert tækifæri ónotað þegar hann er inntur eftir lífsviðhorfum sínum til að lýsa því hversu djúptæk áhrif skógur- inn hefur haft á viðhorf hans allt frá æsku. Hann þakkar undrum ' skógarins og fornum minnum sem honum tengjast fijótt hugmynda- flug sitt og skáldgáfu. Og hann rekur líka tónlistargáfu þroska- hefts sonar síns að sama brunni. KENZABURO er 59 ára að aldri, ólst upp á japönsku eyjunni Sikoku og stundaði bók- menntanám við háskóla í Tokyo. Hann hefur verið afkastamikill rithöfundur og verk hans vakið athygli: víða um heim. M.a. hefur hann gert að við- fangsefni í bók- um sínum þá lífs- reynslu að eiga þroskaheft barn á afar sannferð- ugan hátt. Hann hefur verið virk- ur aðili að samtökum sem beijast gegn kjarnorkuvá og haldið fram málstað þeirra sem enn bera var- anleg mein eftir kjamorkuspreng- inguna í Hirosima. Æskustöðvar hans voru í afskekktu íjallaþorpi sem umlukið var fjölskrúðugu skóglendi og skógurinn var honum því nærtækt leiksvæði. Þar átti uppruna sinn ógrjmni fornra sagna sem móðir hans og amma þuldu honum og af þeim eignaðist ' hann þann hugmyndaheim sem er undirstaða rithöfundarferils hans að hans sögn. Þessi afstaða kemur greinilega fram í viðtölum sem birst hafa við hann í fjölmiðlum eftir veðlaunaaf- hendinguna. í einu þeirra lýsir hann á nærfærinn hátt hvernig samneyti hans við undur skógarins leiddu hann á unga aldri til skiln- ings á óendanleika lífsins og eigin hlutdeild í þeim óendanleika. Hann lá á hnjánum við djúpa lind í skógaijaðrinum, hlustaði á lágan vatnsniðinn og horfði á það hvern- ig straumurinn sem barst frá djúpi lindarinnar þyrlaði smáum sand- kornum hring eftir hring án þess að yfirborðið gáraðist. Þetta nátt- úrufyrirbæri var honum staðfest- ing á eilífri hringrás lífsins. Síðan segist hann hafa reynt að koma þessum hughrifum til skila í verk- um sínum. í blaðaviðtali sem birtist við hann í sænsku tímariti kemur ýmislegt fram um þjóðlíf í þessari afskekktu tjallabyggð æskustöðv- anna og margt sem getur talist eiga hliðstæðu í sögu íslendinga. Allt frá miðöldum eða enn lengra aftur í tímann höfðu aðalsbomir höfðingjar flúið til þessara fjalla- héraða á eyjunni Sikoku undan ríkjandi valdhöfum eftir mis- heppnaðar uppreisnartilraunir. Þeir fluttu með sér fjölskrúðugan menningararf sem varðveist hefur þar fram á þennan dag. Hinn forni japanski sverðdans er enn í heiðri hafður og sagðar eru magnaðar sögur af hetjum og forynjum sem réðu örlögum manna. Sagnirnar tengdust skóginum og voru annars eðlis en sögur keisaraættarinnar sem hafðar voru fyrir börnum í Tokyo. Kenzaburo Oe byggir skáldskap sinn á hugmyndaheimi þessara goðsagna úr skóginum, sem eru honum óþijótandi auðlind. Nokkur unskipti urðu í lífi þessa japanska rithöfundar þegar hann eignaðist sitt fyrsta barn — soninn sem þurfti strax eftir fæðingu að gangast undir skurðaðgerð á höfði en vitað var að aðgerðin mundi skerða mjög vitsmunaþroska hans. Ef ekki yrði að gert væm dagar drengsins taldir. Foreldrum var gert að velja annan hvorn kostinn og völdu aðgerðina. Drengurinn var ómálga til fimm ára aldurs og virtist engin tengsl hafa við umhverfi sitt. Samt sáust einhver viðbrögð hjá honum þegar leikin var fyrir hann hljómplata með söng 150 fuglategunda. Brátt kom svo að hann gat aðgreint fuglasönginn og fór að þekkja nöfn fuglanna. Þegar árin liðu fór hann að hafa unun af hvers konar tónlist, einkum eftir Bach og Moz- art, og fyrir tíu ámm setti hann saman nokkrar nótur á blað sem hann sýndi foreldrum sínum. Það var upphafið að tónlistarferli þessa fatlaða drengs sem nú er orðinn umsvifamikill. Lögin hans hafa verið gefín út á fjölda geisladiska, sem seljast í stóru upplagi. Kenzaburo Oe er mikið í mun að koma því til skila hve fjölbreytt- ur skógargróður og auðugt vist- kerfi sem þar þróast hefur örvandi áhrif á hugmyndaflug og sköpun- argáfu mannsins. Þar er upp- spretturnar að finna og hina nauð- synlegu næringu fyrir andann, segir hann. eftir Huldu Voltýsdóttur ~pot q i '"t~/ ; t <^r'r\íi (~sy, yfW'V? 0 L ________________SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 B 11 DÖNSKUSKÓLINN Auður Leifsdóttir cand. mav. STÓRHÖFÐA 17 Dönskuskólinn hefur göngu sína mánudaginn 30. janúar 1995. Hagnýt dönsk málnotkun kennd í samtalshópum, þar sem hámarksfjöldi nemenda er 6, og fer kennslan fram 2 tíma, tvisvar sinnum í viku. Fyrirhuguð eru líka sérstök bókmenntanámskeið þar sem kennt verður 3 tíma í senn, 1 sinni í viku. Einnig er boðið upp á einkatíma eða annarskonar sérhæfða kennslu í munnlegri og skriflegri dönsku. Innritun hefst miðvikudaginn 18. jan. í síma 677770 milli kl. 10-12 og 15-17. Utan þess tíma eru veittar upplýsingar í síma 676794. Kennari hefur 10 ára reynslu í dönskukennslu bæði við háskóla og framhaldsskóla. ÆTTFRÆÐINÁMSKEIÐ Ný ættfræðinámskeið byrja bráðlega (15—21 klst. grunnnámskeið; einnig námskeið úti á landi og framhaldsnámskeið). Lærið að rekja sjálf ættir ykkar og notfærið ykkur frábæra rannsóknaraðstöðu. Verðlag aldrei hagstæðara og skipta má greiðslum. Leiðbeinandi Jón Valur Jensson. Ættfræðiþjónustan tekur að sér gerð ættartalna, ráðgjöf o.fl. verkefni og býður upp á vinnuaðstöðu við ættarleit. Á annað hun- drað nýlegra og eldri ættfræði- og æviskrárrita til sölu m.a. Bergsætt, Briemsætt, Knudsensætt, Múraratal, Reykjaætt af Skeiðum, Víkingslækjarætt, Hallbjarnarætt, Vigurætt, Thorarensenætt, Laxdælir, Svalbarðsstrandarbók, Frá Hvanndölum til Úlfsdala (siglf.)., Önfirðin- gar, Ölfusingar, Keflvíkingar, Mannlíf á Vatnsleysuströnd, nafnalyklar við manntöl 1801 og 1845 og Ættarbókin. Bóksöluskrá send ókeypis. Uppl. ís. 27100 og 22275. !■!■■■■*! Ættfræðiþjónustan, Brautarholti 4, s. 27100. _ NYJk SK©ÐUNAR /STOR4N Matvælaframleiðendur! Námskeið í uppsetningu innra eftirlits (HACCP) Samkvæmt reglugerð um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla (nr. 522/1994) frá 20. sept. sl. og reglugerð um fyrirkomulag eftirlits með sjávarafurðum (nr. 429/1992) frá 8. des. 1992, eiga allir, sem framleiða eða dreifa matvælum, að koma á innra eftirliti með starfsemi sinni. Innra eftirlitið er alfarið á ábyrgð framleiðanda eða dreifanda og á að tryggja gæði, öryggi og hollustu vörunnar. Eftirlitskerfið er alþjóðlega viðurkennt kerfi, sem einkanlega er notað í matvælaiðnaði. Nýja skoðunarstofan hf. hefur um tveggja ára skeið unnið að uppsetningu innra eftirlits í fiskvinnslufyrirtækjum og hefur því aflað sér víðtækrar reynslu á því sviði. Markmiðið rneð námskeiðinu er að kenna þátttakendum þá aðferðafræði, sem notuð er við uppsetningu eftirlitskerfisins, bæði með fyrirlestrum og verklegum æfingum. Námskeiðinu lýkur með prófi, sem Fiskistofa semur, óg fá þeir sem prófið standast sérstakt viðurkenningarskjal frá Fiskistofu. Námskeiðið verður haldið 19. og 20. janúar kl. 9-17 á 6. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Námskeiðsgjald er 17.000 kr. og greiðist við innganginn. Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins! Væntanlegir þátttakendur hafi samband við Nýju skoðunarstofuna hf. í síma 91-681333 eða sendi tilkynningu með bréfasíma 91-688441, eigi síðar en miðvikudaginn 14. desember. Skoðun - afurðamat - ráðgjöf Nýja skoðunarstofan hf.. Kringlan 7, 10.1 Reykjavík, Sínii 91 -681313. fax 688441.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.