Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ til að ná útsendingum erlendra stöðva, sem ætlaðar eru ferðamanna- hótelum en eru í mikilli eftirspurn hjá upplýsinga- og afþreyingarþyrst- um íbúum Kúbu. Þeir sýna mér loft- netið á heimilinu, sem nær CNN með snjókomu inn á eldfomt svarthvítt tæki. Af hveiju hættir Manuel ekki í vörugeymslunni þegar hann fær borguð margföld mánaðarlaun fyrir eitt málverk? „CDR myndi strax fá að vita ef ég yrði atvinnulaus og þeir myndu spyrja hvaðan ég fæ föt- in og skóna sem ég geng í.“ Það er bankað fjórum sinnum á meðan á heimsókn minni stendur. Það er augnabliksþögn á meðan at- hugað er hver gesturinn er. Óttinn við yfirvöld fer þverrandi dag frá degi eftir því sem óánægjan vex, segir heimilisfólkið, en er þó ekki alveg horfmn. Enginn gestanna reynist þó vera útsendari CDR. Þrír eru vinir strákanna, sem keppast hver við annan að rakka Kastró og kerfið niður. „Þessi er líka andkommúnisti," segir einn þegar þriðji vinurinn birt- ist. „Það er nóg að segja að hann sé Kúbveiji, þá leiðir hitt af sjálfu sér,“ segir annar og allir hlæja. Ejórði gesturinn er amma strákanna. „Amma var kommúnisti. Ekki leng- ur.“ Þekkja þeir einhveija kommún- ista? Móðurbróðir strákanna er í flokknum, en hann hefur misst trúna. „Hann býr við vatnsskort, gasskort og rafmagnsskömmtun eins og allir aðrir." ■ VÉg ek í annað sinn um Vísinda- miðstöðina í Havana, að þessu sinni í fylgd Robertos, sem er staðan. Hann var settur í ferðabann og sú skýring gefín að hann þætti ekki verðugur fulltrúi lands síns. Að lokum var Roberto rekinn og honum gefin að sök sú „andbyltingarlega hegðun" að hafa heimsótt kanadíska sendiráðið til að spyija um hugsan- lega vísindastyrki þar. „Kúgunin á Kúbu er sjaldnast hrottafengin, það fer yfirleitt allt fram eftir settum reglum. Þetta er fullkomnasta kúgunarkerfi í heimi, þetta er „1984“. Kúba er hræðilegt land fyrir fólk sem er snjallt og vill hugsa sjálfstætt.“ Af vinahópi Ro- bertos í Hafrannsóknastofnuninni er nú aðeins einn eftir þar. Hinir eru í Kanada, Mexíkó, Venesúela og Bandaríkjunum. Roberto hefur aldrei skipt sér af stjórnmálum og á háskólaárum sín- um fyrir 20 árum var hann ósáttur við ofsóknir sem þá voru í gangi á hendur hommum og fólki með „er- lendan klæðaburð" og sítt hár (í landi þar sem ekki verður þverfótað fyrir myndum af fráneygðum Che Gue- vara með axlarsítt hár). Engu að síður segist hann eitt sinn hafa stutt byltinguna. „Margt fólk af minni kynslóð er mjög biturt. Við menntuðum okkur, unnum fyrir bylt- inguna bæði í starfi okkar og í enda- lausri sjálfboðavinnu og hvar stönd- um við nú? Ég er rúmlega fertugur, atvinnulaus og bý heima hjá foreldr- um rnínurn." Honum finnst þjóðin standa í svip- uðum sporum og hann sjálfur. „Ha- vana var einu sinni alvöru BORG! Ég man þegar mamma tók mig sem smástrák að skoða í búðarglugga fyrir jólin: verslanirnar voru troðfull- ar, götumar voru fullar af bílum, Á ÞESSUM „frjálsa" landbúnaðarmarkaði var ekkert að finna eftir hádegi nema svínakjöt sem kostaði nær tvenn mánaðarlaun verka- manns kílóið. líffræðingur en vinnur nú fyrir sér sem ólöglegur leigubílstjóri. Hann er ekki jafn bjartsýnn og Celina á að draumar Kastrós um að Kúba verði stórveldi á sviði líftækni rætist. Kúba býr yfír miklu af menntuðu fólki og gæti náð að þróa ýmis lyf, segir hann, en það vantar til dæmis þekkingu á hvemig á að selja afurð- imar á alþjóðamarkaði. Landið er að reyna að hasla sér völl í tæknibylt- ingu 21. aldar, en er á steinaldar- stigi í efnahagsmálum. „Þú verður líka að athuga að allt sem Kastró gerir er til að sýnast. Við áttum á tímabili fleiri dráttarvél- ar á mann en Frakkar, en það var ekki hægt að kaupa ferskt græn- meti eða ávexti í Havana. Við erum með næringarfræðinga sem sjá um að blaklandsliðið fái fullkomna fæðu, en böm fá ekki mjólk eftir sjö ára aldur.“ Alræðisvald flokksins er það sem öllu skiptir, segir Roberto, og sjónar- mið hagkvæmni og vísinda verða að víkja. Hann segir mér sögu sína þeg- ar hann vann hjá Hafrannsókna- stofnun Kúbu máli sínu til stuðnings. Hann hannaði stærðfræðilíkön til að reikna út hámarkshagkvæmni í rækjuveiðum við Kúbustrendur og varaði við ofveiði á þeim tíma sem ráðamenn vildu bregðast við minnk- andi afla með hertri sókn. Hann var ófeiminn við að mótmæla tillögum hærra settra manna með vísindarök- um, sem aflaði honum virðingar sumra en óvildar annarra, einkum þeirra sem áttu frama sinn að þakka flokkstengslum frekar en vísindaiðk- unum. Eftir því sem hróður hans sem vísindamanns jókst magnaðist and- konumar voru vel klæddar. Þegar Rússamir komu hingað fyrst um 1960 voru þeir steinhissa á að fínna fágaða vestræna borg. Svo lifðum við á Rússunum - við voram aldrei leppríki Sovétríkjanna, heldur sníkju- dýr á þeim - og á tímabili vora fleiri Lödur á mann í Havana en í Moskvu. En núna! Ég gekk um daginn í gegn um gamla borgarhlutann og reyndi að sjá hlutina með nýjum augum, eins og ég væri Marsbúi í heimsókn. Hvílík fátækt! Hvílíkur óþrifnaður! Havana var ekki svona. Við voram einu sinni með næstbestu lífskjör í Rómönsku-Ameríku, á eftir Argentínu. Það hefur tekið okkur 35 ár að verða að Haítí." Þegar haldin var alþjóðleg líffræð- iráðstefna í Havana nýlega fór leigu- bílstjórinn á stúfana og dreifði upp- lýsingum til fundarmanna um störf sín og vísindaskrif. Stuttu seinna var hann kominn með tvö atvinnutilboð í hendumar. Hann tók tilboði frá háskóla í Mexíkó og bíður nú brottf- ararleyfis. Meðal annars verður Ha- frannsóknastofnunin að votta að ekki sé hætta á að hann fari með ríkis- leyndarmál úr landi. Býst Roberto við að fyrrum kval- arar hans sem settu hann í ferða- bann gefi honum grænt ljós nú? „Ég held það. Stefnan nú er að hleypa öllum burt sem geta komist. Yfirvöld vita að það er ekkert eins hættulegt alræðisstjórn og atvinnulausir menntamenn. Ef ég kem ekki aftur til Kúbu, þá er einum vandræða- manninum færra. Ef ég kem aftur þá kem ég með dollara. Yfírvöldin geta ekki tapað. Ég held að þeir hleypi mér burt. Ég vona að ég kom- ist burt.“ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 B 15 LAUGAVEGI 49 Okkar vinsæla útsala á íþróttavörum byrjar í dag, sunnudag kl. 13. Meiriháttar úrval af ýmiss konar íþróttavörum á alla fjölskylduna á frábæru verði. z "I 1+ » «■► 3 p> u Sérstaklega gott úrval af skíða- og kuldafatnaði í öllum stærðum. Skfða- og kuldasamfestingar vatns- og vindheldir. Nr. 4 til 14 verö 5.490. Nr.StilXXLverð 7.990. Litir: Dökkblátt og rautt. Skíðaband fylgir öllum skíðagöllum. Ulpur vatns- og vindheldar. Nr. 6 til 14 verð 3.990 Nr.XS tilXXLverð 5.990 Barnaúlpur m/hettu nr. 4 til 14 verð 2.990. Tvöfaldir íþróttagallar nr. 2 til 14 og XStilXXXL verðfrá 2.990. Dömugallar úr micro fiber efni, verð 6.900. Bómullarfatnaður nr. S til XL. Litir: Dökkblátt og grátt. Hettupeysur 1.890. Buxur 1.590. Indoor court innanhússkór Nr. 31 til 47. Verð 1.990. Annað t.d. Tvískiptur skíðagalli í nr. 4,6,8 og 10. Verð aðeins 4.990. Skíðabuxur nr.6 til I4,verð 3.290. Skíðabuxur nr. S til XL, verð 4.290. Fleece-peysur nr. frá 6, verð 3.990. Lúffur og hanskar, verð frá 590. Húfur - skíðabönd - Skautar -15% afsláttur. Körfuboltabolir í miklu úrvali 990. Töskur frá 490. Gott úrval. 10% afsláttur af öllum öðrum vörum. Við rúllum boltanum til þín. Nú er tækifæriá til þess að gera góð kaup. Puma körfuboltaskór m/mjúkpúða. Nr. 40 til 47. Verð 5.990. Puma hlaupaskór m/púða í sóla nr. 35 til 47. Verð 3.490 Ath. opið í dag, sunnudag, frá kl. 13-17. Póstsendum Sím/ 12024. SPORTVÖRUVERSLUNIN SPARTA Laugavegl 49 • 101 Reykjavfk • sfmi 12024 Margar aðrar tegundir af íþróttaskóm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.