Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 17
mmmm ■v «e~;i-iíf§ '■'■•'-•■ v -i Sgítpifí nú bara verið í gríni sem hann veitti móður Ragn- ars þessa heiðursnafnbót á árum áður. Þá af- greiddi Hrefna í búð á Djúpavogi en Steini reri á trillunni Hafþóri og mokfiskaði í netin á hverju vori. Þegar hann kom í land hafði hann gaman af aó gera svolítið at í stelpunum. Nú rær Steini á trillunni Ögn sem hann keypti af gömlum skipstjóra í Kópavogi. Utgerðin er svona í bland við búskapinn. Steini fiskar sér í soðið og stundum skýtur hann svartfugl. Hann var kominn ,til að lensa trilluna, hafði farið á svartfugl daginn áður með nágranna sínurrr og náð í 28 stykki. Steina þótti það ekki tiltakanlega mikið. Þeir veiðifé- lagarnir eru báðir sólgnir j svartfuglakrás, enda álkan og langvían enginn slormatur. Steini var að hugsa um að fara um morguninn á henni Ögn og ná sér í fleiri svartfugla, en hætti við þegar gerði slydduhríð. Sú var skýringin á einhleypunni í fram- sætinu. Talið berst að gómsætum sjávarréttum og hvernig sé best að elda skarf og svartfugl. Steina finnst ekkert varið í fugl nema reyttan. Það eru helgispjöll að hamfletta. Aðalsteinn hefur verið einbúi í Kelduskógum undanfarin 1 7 ár. Hann er með þetta 1 20 ær og í hitteðfyrra voru þær 1 40. Steini segist ekki hafa neitt umfram kvóta og vandar ekki kveðjurnar þeim sem slátra upp um öll fjöll og firnindi í kofum og skúmaskotum til að selja ólöglegt kjöt. Þrátt fyrir fámenni í Kelduskógum er Steini ekki plagaður af einmanaleika. Hann telur slíkt ekki þurfa að koma til þar sem maður þekkir hvern stein og þúfu, hefur skepnur, sjónvarp, útvarp og síma. Hans helsti félagi í lífsins önn er hundurinn Trygg- ur. „Það er enginn maður einn sem á góðan heim- ilishund," segir Steini. „Góður hundur er allt að því eins og maður, traustur og góður vinur." Trygg- ur er orðinn 1 4 ára sem telst háaldraður hundur og rekur Steina varla minni til að hafa heyrt um jafngamlan seppa. Við skildum við einbúann í Kelduskógum í mesta bróðerni. „Það var bara harla gaman að kjafta við ykkur, þið eruð ekki eins og sumir þarna að sunnan, kolvitlausir asnar," sagði Steini hressilega. Ragnari var falið að flytja sínu fólki kveðjur, ekki síst henni mömmu sinni. A leiðinni út um hliðið sáum við loks heimatilbúið skilti við annan hliðstólpann, en bannið við umgengni var illa læsilegt öðrum en rammskyggnu fólki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.