Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 B SUNNUDAGUR 15. JANÚAR1995 Morgunblaðið/Árni Sæberg Keramaian Tanpa Hip-hip-hura MEZZOFORTE er vel tekið í Indónesíu eins og sjá má á forsíðu Kompas, helsta blaðs Djakarta. MEZZOFORTE varð sautján ára á nýliðnu ári og telst því öldungur á hljómsveita- mælikvarða þó það þyki ekki hár aldur í mannheimum. Á þessum sautján árum hefur sveitin reynt sitthvað, allt frá því að eiga lag á vinsældalistum í Bretlandi og víða um heim, í það að vera flestum gleymd, eða að minnsta kosti að mati margra, þó tónlistarunnendur víða um heim hafi ekki gefið sveit- ina upp á bátinn. Þannig kom í ljós að í Suðaustur-Asíu á Mezzoforte fjölmarga aðdáendur og 1993 fór sveitin mikla frægðarför til Indó- nesíu þar sem hún var aðalnúmer á mikilli jasshátíð. Fyrir um mánuði fór hljómsveitin svo aðra ferð til Indónesíu og lék að auki í Malaysíu og Singapore. Við Eyþór Gunnarsson og Friðrik Karlsson mæltum okkur mót á Kaffi Reykjavík til að ræða Indó- nesíuferðir Mezzoforte og um margt sérkennilega sögu sveitar- innar. Eyþór er stundvís eins og jafnan, en Friðrik lætur á sér standa, svo spjallið byijar án hans. Úr dái Eyþór segir að boð til Mezzoforte um mitt ár 1993 að fara fyrstu Indónesíuferðina hafi komið flatt upp á hljómsveitarmenn, vegna þess að menn hafi ekki vitað að það væri neinn sérstakur áhugi á tónlist Mezzoforte á þessum slóðum. „Plötusalan gaf það ekki til kynna, sem skýrist kannski af því að ólög- leg útgáfa er svo algeng að plötur seljast iðulega í mun meira upplagi sem ólöglega fjölfaldaðar kassettur, en sem löglegar útgáfur," segir Eyþór, en hann segir að þegar þar var komið hafi Mezzoforte verið í dái, nánast dauðadái; þeir félagar búnir að þróast hver í sína áttina og á fullu við að semja tónlist og spila með öðrum. „Við vorum þó ekki hættir og höfðum ekkert talað um það því við vildum halda öllu opnu. Okkur fannst þá sem blóma- tími Mezzoforte væri liðinn og við höfðum ekki orku til að vera að ýta öllu af stað upp á nýtt. Við vildum ekki hreyfa okkur nema fyrir eitt- hvað spennandi, en óneitanlega var spennandi að fara og spila á stað sem við höfðum aldrei komið til áður. Þegar við svo komum suður- eftir kom okkur á óvart að við vor- um aðalhljómsveitin á þessari jass- hátíð og undirtektir frábærar, við lékum á fernum tónleikum og áhorfendur átta þúsund á hveiju kvöldi.“ í ferðinni 1993 var þess farið að leit við þá félaga að hljóm- sveitin kæmi aftur að ári og því er förin í desember sl. til komin. „Það var gaman að fara þarna út eftir að hafa verið í fríi þetta lengi, ekki síst að enduruppgötva hversu gam- an okkur finnst að spila saman og spila okkar lög fyrir fólk sem þekk- ir þau og kann þeim vel; nokkuð sem við finnum ekki hér á landi.“ Eyþór segir að síðasta ferð hafi verið skemmtilegri en fyrri ferðin, að því leyti helst að hún hafi verið lengri, alls nítján dagar, og hljóm- sveitin spilað víðar í Indónesíu, sex sinnum alls, en einnig tróðu þeir Mezzofortemenn tvívegis upp í Singapore og eins í Malaysíu, í Kuala Lumpur. „Aðstandendur plötufyrirtækis okkar i Indónesíu sögðu okkur að átak væri í gangi til að draga úr ræningjaútgáfu, sem á þá vonandi eftir að skila sér í aukinni plötusölu, en reyndar hefur plötusala aldrei sagt alla söguna með vinsældir okkar, því ef marka má höfundarlaun fyrir útvarpsspil- un eru plöturnar mun meira spilað- ar í útvarpi, og sjónvarpi reyndar líka, en plötusala gefur tilefni til að ætla,“ segir Eyþór. Ekki lepgxir bílskúrssveit Þó Mezzoforte virðist þannig njóta mikilla vinsælda í Indónesíu og víðar í Asíu er hljómsveitin lík- lega hvergi eins vinsæl og í Nor- egi, þar sem hún er meðal allra vinsælustu hljómsveita og hefur verið í áraraðir og þannig fór sveit- in snarpa tónleikaferð þangað á árinu. Eyþór segir að þó hljómsveit- in sé líka víðar þekkt, þá séu vin- sældir hennar ekki eins vel kort- lagðar, til að mynda í Bandaríkjun- Hljómsveitin Mezzo- forte hefur lifað sautján ár og reynt sitthvað á þeim tíma. Fyrir skemmstu kom sveitin úr tónleikaferð til Suð- austur-Asíu og Árni Matthíasson tók þá Eyþór Gunnarsson og Friðrik Karlsson tali af því tilefni. um. „Ýmsir sem hafa verið við tón- listarnám vestan hafs segjast iðu- lega hafa heyrt okkar getið og svo virðist sem tónlistarmenn þekki í það minnsta vel til okkar, en þeir hafa nóg með sína,“ segir hann, „í Bandaríkjunum eru allir þeir lista- spilarar sem við lítum upp til, og það er erfitt að komast inn á þann markað, til að ná því þyrftum við eflaust að fara út og búa í Banda- ríkjunum við þröngan kost á meðan við værum að brjótast áfram, en það er nokkuð sem við kærum okk- ur ekki um að gera,“ segir hann ákveðinn, „við erum ekki lengur bílskúrssveit ungmenna sem eru tilbúin að leggja flest í sölumar." Þegar hér kemur sögu hefur Frið- rik Karlsson slegist í hópinn og hann skýtur inn í að þó hljómsveit- armenn væru til í að fara einhveija klúbbatónleikaferð til Bandaríkj- anna, þá væru þeir ekki til í að eyða mánuðum þar vestra; þeir séu allir fjölskyldumenn og því ekki ginnkeyptir til langra tónleikaferða; „við emm allir of gamlir til þess“, segir Eyþór og þeir skella báðir uppúr, en hann bætir sfðan við að þó hljómsveitin hafi einnig notið hylli í Þýskalandi hafi undanfarið ekki tekist að setja saman tónleika- ferð sem þeir geti sætt sig við, því þeir vilji að allur kostnaður fáist greiddur og gott betur. Vítamínsprauta Þeir félagar segja að Indónesíu- ævintýrið hafi verið sem vítamín- sprauta og glætt með þeim áhuga á að taka upp aftur. „Þegar við hrukkum í gang aftur, til að und- irbúa okkur fyrir þessa ferð, gafst gott tilefni til að gefa út plötu og við gerðum það, æfðum ný lög og fórum svo beint í hljóðver í Dan- mörku þegar við komum frá Indó- nesíu og tókum upp plötu á tveimur vikum, sem er met fyrir okkur,“ segir Eyþór og hlær, en síðustu plötur sveitarinnar fram að því höfðu hljómsveitarmenn fyrir sið að eyða miklum tíma í upptökur og útsetningar og liggja yfir hveiju smáatriði. „Við vorum búnir að ákveða að reyna að haga málum eins og við gerðum í gamla daga; að æfa í bílskúrnum, spila lögin nokkrum sinnum á tónleikum og drífa þau svo inn á band. Á árunum 1985 til 1989 lágum við mikið yfir upptökum og útsetningum, enda var það alsiða á þeim tíma, ekki síst þegar við vorum að rembast við að vera popphljómsveit, sem var nokkuð sem við höfðum ekki for- sendu til að vera, svo við ákváðum að sleppa öllu því veseni og spila bara.“ Nú hyggja þeir á frekari útgáfu og segjast vilja miða tón- máli sveitarinnar áfram. „Það má segja að tónlistartískan sé búin að fara í hring og í þorra danstónlistar dagsins í dag eru margir þættir sem við þekkjum mjög vel. Þannig er „sýrujass" sem er vinsæll sem stendur um margt svipaður þeirri tónlist sem við vor- um leika í upphafi í hljóðfæraskipan og rytma og því lítum við svolítið í þá átt, án þess þó að okkur finn- ist við vera að elta einhveija tísku, þetta er rökrétt framhald af því sem við vorum að gera á sínum tíma, þó að í millitíðinni höfum við reynt að vera eitthvað annað,“ segir Ey- þór með áherslu. Þeir segjast ekki vera að setja sig í beinar plötustell- ingar, enda hafi þeir slæma reynslu af því að vera að vinna undir ein- hverri tímapressu og þannig séu þeir á förum eftir helgi í sumarbú- stað til að semja saman. „Okkur langar að reyna að upplifa „bíl- skúrsandann" aftur,“ segir Eyþór, „hafa þetta eins fijálslegt og hægt er, vera saman í nokkra daga og spila af fingrum fram, ekki pæla of mikið í smáatriðum, bara ryðja frá okkur hugmyndum og láta allt vaða inn á band sem við ætlum svo að skoða eftirá." „Við ætlum að fara með bunka af tónlist með okk- ur,“ segir Friðrik, „og velta fyrir okkur helstu straumum í tónlist í dag, án þess þó að ætlunin sé að fara að gera eitthvað sem okkur er ekki eðlilegt, við erum búnir að prófa það,“ segir hann ákveðinn og Eyþór tekur í sama streng; „þá kemur eitthvað sem er hvorki fugl né fiskur, eins og þegar við fengum okkur söngvara og reyndum að vera poppsveit. Á endanum áttuð- um við okkur á því að það er miklu betra að vera hátt skrifuð instru- mental hljómsveit, en að vera ein- hversstaðar í botnbaráttu sem poppsveit. Við ætlum að taka okkur góðan tíma til að semja og förum ekki í hljóðver fyrr en við erum með mikið af tónlist til að velja úr, því það er mjög mikilvægt fyrir okkur núna að gefa út plötu sem væri einhvers- konar tímamót fyrir okkur, því ef við gerum bara eina plötuna enn, er þetta hætt að vera gaman,“ seg- ir Eyþór ákveðinn. „Við erum ekk- ert of ánægðir með síðustu plötu,“ segir Friðrik, „en hún var okkur nauðsynleg til að finna að við viljum enn spila saman og höfum gaman af því.“ Þeir segja að meðal þess sem verði skemmtilegt við að vinna næstu plötu sé að í dag viti þeir í raun ekki hvernig platan verði, þeir eigi eftir að setja stefnuna, „en aðalatriðið er að tónlistin verður að bytja hjá okkur sjálfum", segir Frið- rik ákveðinn. Sautján ár að baki Eins og getið er í upphafi er Mezzoforte komin á átjánda ár og enn skipuð sömu og í árdaga; ekki hár aldur ef ungmenni á í hlut, en á hljómsveitakvarða má segja að sveitin sé orðin vel ráðsett því sjald- gæft er að menn haldi svo lengi saman. Þeir Eyþór og Friðrik taka í sama streng og segja að ef þeir hefðu unnið samfellt saman allan þennan tíma hefði hljómsveitin eflaust verið orðin óbærileg. „En vegna þess að við höfum unnið svo mikið utan sveitarinnar,“ segir Ey- þór, „hefur alltaf verið jafn gaman að taka upp þráðinn aftur og við höfum alltaf fundið spilagleðina undireins og við höfum komið sam- an.“ „Þegar mest gekk á,“ bætir Friðrik við, „og við vorum að ferð- ast hvað mest var þetta orðið ansi þreytandi og í dag myndum við ekki leggja slíkt á okkur," segir hann ákveðinn og Eyþór bætir við að það sé langt síðan það hafi ver- ið rætt innan sveitarinnar að eyða ekki meiri tíma í tónleikahald er- lendis en þijá til fjóra mánuði á ári. „Ég held við myndum ekki vilja of mikla velgengni,“ segir Friðrik, „það skiptir svo miklu máli að hafa stjórn á öllu. Það gerðist á sínum tíma að það var allt í einu fullt af fólki sem lifði á okkur og gerði til okkar alls kyns kröfur og við viljum ekki lenda í því aftur." Tónlist fyrir minnihlutahóp Þrátt fyrir velgengni víða ytra, hefur hljómsveitin ekki alltaf átt upp á pallborðið á heimaslóð. „Þetta er tónlist fyrir minnihlutahóp,“ segir Eyþór, „kannski fyrir eitt prósent þjóðarinnar og íslendingar eru ein- faldlega ekki nógu rnargir." „Pró- sentan er hærri í Noregi,“ segir Friðrik, „þeir eru svo miklir sveitar- menn,“ klykkir hann út og þeir skella báðir uppúr. Ein plata sveit-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.