Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR1995 B 9 Þörungar hafa ekki verið útbreidd fæða hér á landi þó svo að þeirra hafí verið neytt frá því á landnámsöld. Þeir eru þó til sem vilja breyta því og ræddi Steingrímur Sigur- geirsson við þá Rúnar Marvinsson og Karl --------------------j— Gunnarsson um helstu kosti þörunganeyslu. Morgunblaðið/Rax RÚNAR Marvinsson fylgist með gestum á þðrungahlaðborðinu. Þörungar eru þarfaþing RÚNAR Marvinsson, veitingamaður á veit- ingastaðnum Við Tjörnina, bauð í des- embermánuði gestum sínum upp á grænmetis- og þörungahlað- borð í tvo daga. Voru réttir þar útkoma þróunarstarfs undanfar- inna mánaða og segir Rúnar við- brögð gesta hafa verið mjög góð og að búast megi við að þessi uppákoma verði endurtekinn. Rúnar segir að áhugi hans hafi fyrst vaknað er þau Ólöf Haf- steinsdóttir matvælafræðingur og Karl Gunnarsson þörungafræð- ingur komu á fúnd hans til að ræða þessi mál. „Ég þekkti þá einungis þurrkuð söl og hafði allt- af verið þeirrar skoðunar að af þeim væri óbragð. Þau voru hins vegar með þá hugmynd að við skrifuðum bók saman um þörunga þar sem Ólöf sæi um hollustuþátt- inn en Karl greindi frá því hvar þörunga væri að finna og hvenær og hvernig ætti að týna þá og verka. Ég myndi aftur á móti sjá um sjálfan matreiðsluþáttinn." Rúnar segir að það sem hafi vakið athygli hans hafi verið að svo virðist sem að í þörungum séu efni er losi líkamann við efni sem þangað berast með óheilnæmu fæði. Til að mynda eyða efni í þörungum kólesteróli. Þegar hann hóf svo tilraunir með matreiðslu FYRSTU vínin frá Chile, sem náðu einhverri fót- festu hér á landi, voru frá fyrirtækinu Und- urraga, en innflutningur á þeim fyrir veitingahúsið Óðinsvé hófst um miðjan síðasta áratug og síðar einnig fyrir Perluna er hún opnaði nokkrum árum síðar. Undurraga er fjölskyldufyrir- tæki, og með þeim þekktustu og jafnframt virtustu í Chile á sviði víngerðar. Til þessa eru það þó aðallega þrjú vín, sem hægt hefur verið að nálgast hér á landi á fyrmefndum veitingahúsum, Sauvignon Blanc, Pinot Noir og Roblé. Það eru því ákveðin tíðindi þeg- ar ný vín frá þessu fyrirtæki bætast í flóruna. Fyrri hluta vetrar bættust þrjú Undurraga-vín á vínlista Óð- insvéa, Merlot 1992, Chardonnay þörunga hafi hann komist að því hversu mikill bragðmunur væri milli tegunda. „í sumum tegund- um var til dæmis hið hefðbundna þarabragð hvergi að finna,“ segir Rúnar. UM ár er frá-því þessar tilraun- ir hófust og að sögn Rúnars hefur það helst tafið starfið að þau eru öll í fullu starfi. „Ég hef verið að gera tilraunir í eldhúsinu á nóttunni og það er ekki alveg nógu sniðugt. Auðvitað ætti að styrkja svona starf og gera það vel. Þetta gæti stuðlað að fjölda atvinnutækifæra." Hann segir að fimmtíu þúsund króna styrkur hafi fengist frá opinberum aðilum tl hráefnis- kaupa og einnig hafi einkafyrir- tæki styrkt kynningu á uppákom- unni í desember. Mjög vel gekk að útvega hrá- efni og segir Rúnar að töluverður 1992 og Bodega de Familia Ca- bernet Sauvignon 1988. Þessi vín komu öll þijú skemmtilega á óvart og finnst mér þau standa þeim vínum, sem fyrir eru, töluvert framar. Einna best fannst mér Chard- onnay-vínið koma út. Pottþétt jafnvægi á milli ávaxtar og eikar, mjúkt og þétt með góðri fyllingu og ljúfri ávaxtakörfu sem mætir manni er lyktað er. Merlot-vínið er ungt og létt og gat ég ekki orðið var við neina eik að ráði. í staðinn býður vínið upp á töluverðan þokka og fín-' leika og mildan ávöxt og krydd í bragði. Vín, sem þolir ekki miklar sósur en hentar vel með léttari réttum, ljósi kjöti, pasta og öðru af því tagi. Bodega de Familia er aftur á móti vín, sem vel má velja með lambakjöti, villibráð og síðast en munur hafi reynst á því hvort að um ferska, frysta eða þurrkaða þörunga hafi verið að ræða. Þör- ungamir hentuðu misvel til þurrk- unar rétt eins og aðrar fæðuteg- undir. „Mér fannst þessir þörung- ar mjög ólíkir og bragðast mis- vel, allt frá því að vera hreinlega vondir yfir í að vera mjög bragð- góðir. Það er hægt að nota þá jafnt sem aðalatriði réttar eða sem eins konar krydd. Hrossaþari og beltisþari, sem eru stór blöð, hef ég tekið og djúpsteikt og er sér- staklega beltisþarinn mjög góður. Hrossaþarinn er nokkuð strembn- ari og seigari. Beltisþarinn er hins vegar mjög skemmtilegur í mat- reiðslunni og notaði ég m.a. blöð af honum í lasagnarétt og sem snakk, sem við höfum kallað „þarúd-snakk“. Við gáfum fólki að smakka þetta á matvælasýn- ingunni í Kópavogi sl. vor og var fólk undantekningarlaust mjög ekki síst nauti. Vínið ber aldurinn vel og er ekki farið að sýna nein ellimerki i lit, sem er sæmilega djúpur og dökkur. Góður ilmur og bragð þungt og mikið. Tölu- verð sýra einkennir bragðið. Þetta er vín sem verður að opna með góðum fyrirvara. Ég umhellti því í karöflu þremur tímum fyrir smökkun og veitti ekki af. hissa á því hve vel þetta bragðað- ist. Þetta er upplagt með bjórn- um.“ Rúnar segist einnig hafa notað þörunga í súpur og segir þá vel til þess fallna. „Ég sá i japanskri bók að þar eru þörungar borðaðir sem salat, en ég efast um að það myndi falla hinum almenna ís- lendingi í geð.“ GRÆNHIMNA og purpura- himna eru aðrar tegundir sem eru tilvaldar sem krydd, enda hægt að mylja þær niður eftir þurrkun. Marínkjarni er einn- ig bragðgóður og mun mildari en flestar aðrar þarategundir. „Við höfum verið að prófa einar tíu, tólf tegundir en ég held að það séu um tuttugu tegundir hér við land, sem eru nýtanlegar. Aðr- ar tegundir sem við höfum notað eru t.d. fjörugrös og skollaþveng- ur. Við erum aftur á móti mjög Öll þessi vín geta einstaklingar einnig nálgast í gegnum frísvæðið og er verð þeirra þar 1.200-1.400 krónur. Sérstaklega ánægjulegt fannst mér að Merlot og Chard- onnay-vínin eru í hefðbundnum flöskum. Af einhveijum ástæðum hafa litlu belgflöskurnar aldrei heillað mig. aftarlega á merinni í þessum efn- um, því að á sama tíma og allar fjörur eru fullar af þessu flytjum við inn þaraafurðir frá Japan. Það mun eflaust taka tíma að koma þessu inn í neysluvenjur íslend- inga, en ég held tvímælalaust að þetta eigi heima í okkar fæðu- hring.“ Karl Gunnarsson hefur stundað þörungarannsóknir síðan 1975 og segir að hann hafi haft áhuga á matþörungum alla tíð. Nú fyrst væri þetta hins vegar að komast í einhvern farveg. „Einar fjórar, fímm tegundir hafa verið borðaðar hér áður og þá fyrst og fremst söl í Vest- mannaeyjum og á Eyrarbakka. Einar fimmtán tegundir aðrar hafa þó verið notaðar til matar allt frá landnámsöld." I Egilssögu segir til dæmis frá því er Egill hætti að neyta matar vegna sonarmissis og dóttir hans lét hann japla söl, sem varð honum til lífs. Upp úr því samdi hann Sonatorrek. í Sturlungu er einnig sagt frá því er menn fóru af Norðurlandi til Breiðafjarðar til að sækja söl. Leiðin yfir Laxárdalsheiði er líka kölluð Sölvamannagata. Þörunga er einnig getið í mörgum öðrum ritum, til að mynda í ritum Jóns Guðmundssonar lærða'á 15. öld um náttúrufræði. Karl segir að sú tegund, sem mest sé notuð til matargerðar í heiminum í dag, sé purpurahimna. Helsta neyslusvæði þörunga er Suðaustur-Asía (Kórea, Japan, Kína, Tævan og Filippseyjar), en einnig eru einstaka tegundir borð- aðar t.d. í Bretlandi og Kanada. Aákveðnum svæðum í Bret- landi borða menn t.d. lav- arbread, en lavar er keltneska orðið yfir purpurahimnu. Að sögn Karls eru bestu þör- ungafjörurnar á íslandi að finna á Suður- og Vesturlandi. Þar er mesti munur á milli flóðs og fjöru og getur til að mynda munað sex metrum í Breiðafirði. Fjölbreytnin er líka mest á þessu svæði, þar sem suðlægar tegundir ná ekki til Norður- og Austurlands. „Ég vona að það verði hægt að fá fleiri til að prófa þörunga. I purpurahimnu er til dæmis meira prótein en í nautakjöti og meira C-vítamín en í appelsínum. Flestar þær tegundir, sem nú eru fluttar inn, er hægt að tína hér. Hann sagði að sumir óttuðust eitraða þörunga, en sá ótti væri ástæðulaus. Þeir þörungar, sem væru hættulegir, væru allir svif- þörungar, en engir botnþörungar væru eitraðir. Því væri engin hætta á ferðum. Nýtt frá Undurraga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.