Morgunblaðið - 17.01.1995, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR BJÖRGUNARSTARFIÐ í SÚÐAVÍK
Vaknaði við háan hvell á neðri hæð verkstæðishúss síns
Hélt í fyrstu að gas-
kútur hefði sprungið
„ÉG VAKNAÐI við
mikinn hvell og var
smástund að átta mig,
hélt fyrst að það hefði
sprungið gaskútur,"
segir Helgi Bjarnason,
bifvélavirki í Súðavík.
Hann var sofandi í
herbergi á efri hæð
verkstæðishúss síns
við Njarðargötu þegar
snjóflóðið féll á húsið.
„Kona mín og bam
eru úti í Noregi sem
betur fer,“ segir
Helgi. Þau voru að
koma sér fyrir í fjöl-
býlishúsinu í Súðavík
en voru ekki flutt inn. Helgi dvaldi
því í herberginu í verkstæðishús-
inu. Snjóflóðið féll á verkstæðið
og braut gluggana sem snúa upp
að hlíðinni og braut út stóra hurð
á neðri hliðinni. Hann segir að það
hafí tekið sig tvær eða þijár mínút-
ur að átta sig á því hvað hafði
gerst. Hann hefði þá
hringt í nokkur hús
fyrir ofan þar sem
hann vissi af fólki en
engin svör fengið og
þá hringt í björgunar-
sveitarmann.
„Ekkert stendur
fyrir“
„Ég fór fijótlega út
að Shell-stöðinni. Þar
var þá þrennt sem
komist hafði úr flóð-
inu af eigin rammleik,
dálítið slasað. Fljót-
lega hófst leit. Við
vorum hundlausir og
frekar vanbúnir, höfðum þó stang-
ir. Farið var skipulega í leitina og
fljótlega fundum við fullorðinn
mann og bam, bæði án meðvitund-
ar og eru þau látin,“ segir Helgi.
Hann segir að sum húsin séu
þannig að gaflamir standi eftir
en hliðarnar farnar, bæði þær sem
sneru upp að hlíðinni og niður að
sjónum. Hliðarnar vom almennt
með stómm gluggum. Allt voru
þetta steinhús og segir Helgi
steypuklossa úr þeim, allt upp í
40 sinnum 40 sentímetrar að
stærð, liggja eftir.
„Það virðist ekkert standa fyrir
þegar snjóflóð em annars vegar,“
segir 'nann. Segist Helgi hafa far-
ið að athuga með fólk í húsum sem
virtust heilleg að sjá en þar hefði
enginn verið, fólkið hafi komist í
burtu eða grafist undir snjónum.
Helgi telur að allt hafí verið
gert sem mögulegt var til bjargar
eftir að hörmungarnar dundu yfír.
„Allir sem til einhvers gagns
máttu verða fóm til leitar, meðal
annars margar konur.“ Hann seg-
ir að miklu hafí munað að fá hjál-
pina frá ísafírði, ekki síst leitar-
hundana. Afar erfítt var að leita
í gærmorgun vegna veðurs. Aðeins
lægði milli klukkan 10 og 12 en
síðan versnaði veðrið allan daginn
og var orðið vemlega slæmt í
gærkvöldi. Erfítt var að leita í
snjóflóðinu vegna braks og gler-
brota. Einn leitarhundurinn skar
sig til dæmis á gleri fljótlega eftir
að hann kom á svæðið.
Endurskoðar
búsetu sína
Helgi var í gærkvöldi að vinna
við rafstöð Orkubús Vestfjarða.
Staðurinn var þá orðinn að mestu
rafmagnslaus vegna snjóflóðsins
sem féll eftir kvöldmat. Helgi
sagðist ekki vita hvað gerst hefði
í því flóði sem féll í Traðargili, en
taldi að það hefði sópað með sér
nokkmm húsum, öllum mannlaus-
um.
Spurður um hug hans til áfram-
haldandi búsetu á staðnum eftir
þessar hörmungar segist Helgi
ætla að skoða hug sinn vel og
bjóst við að fleiri Súðvíkingar
væra í sömu sporum.
Helgi
Bjarnason
Á fjórða hundrað manns víða af landinu tengist björgunarstarfinu
í bígerð að
rýma svæðið
er flóðin féllu
Morgunblaðið/Þorkell
BJÖRGUNARSVEITARMENN ferma Tý af björgunarbúnaði áður
en skipið lét úr höfn í Reykjavík síðdegis í gær.
ALMANNAVARNIR ríkisins hafa
yfímmsjón með skipulagi björgun-
arstarfs á landsvísu vegna snjó-
flóðsins í Súðavík og em 12 manns
á sólarhringsvakt í stjómstöðinni
í kjallara lögreglustöðvarinnar í
Reykjavík.
Guðjón Petersen framkvæmda-
stjóri Almannavama ríkisins segir
að stjómstöðin hafí verið opnuð
kl. 6.50 í gærmorgun. Vaktmaður
Almannavarna hafði þá verið í
sambandi við Súðvíkinga frá því
kl. 2.30 aðfaranótt mánudagsins
vegna yfírvofandi snjóflóðahættu
og einnig að kvöldi sunnudagsins.
Guðjón segir að samband hafí ver-
ið milli Almannavama ríkisins,
ísfírðinga, Súðvíkinga, Siglfírð-
inga á sunnudagskvöld og Súðvík-
inga aftur aðfaranótt mánudags-
ins.
„Við létum rýma hættulegasta
svæðið, Traðargil, aðfaranótt
mánudagsins. Það sást ekkert til
þess svæðis sem flóðið hljóp á
núna þannig að ekki var hægt að
fylgjast með snjósöfnuninni.
Um leið og vindátt fór að snú-
ast í norðvestur fóram við að hafa
áhyggjur af því og ætlunin var
að fara að huga að því að rýma
svæðið þegar snjóflóðin féllu. Það
var búið að minnast á að taka
afstöðu til að rýma fleiri svæði.
En það sást ekkert og menn höfðu
ekkert fyrir sér í því að snjóflóð
gætu, samkvæmt hættumatinu,
fallið svo langt þama. En það átti
að skoða og var verið að velta
fyrir sér hvort efstu húsin við
Túngötu gætu verið í hættu. Það
var ekki komið lengra þegar flóðið
féll. Þetta gerist í lok þess sem
verið er að ljúka því að rýma hús-
in á svæðinu fyrir neðan Traðargil-
ið sem flóðið fellur. Verið var að
koma fólkinu fyrir þegar flóðið
fellur,“ sagði Guðjón.
70 manna varasveit
til taks í Reykjavík
„Núna miðast starfsemi okkar
við það að vera þeim til ráðuneyt-
is og hjálpar fyrir vestan hvað
varðar faglega úrlausn á þessum
málum og að koma til þeirra allri
hugsanlegri hjálp sem við getum
veitt,“ segir Guðjón.
Sjö skip, togarar og varðskip,
vora í fömm frá Reykjavík,
Sauðárkróki, og Vestfjörðum til
Súðavíkur. Varðskipið Týr fór með
björgunarlið að sunnan, alls um
120 manns, laust fyrir kl. 15 í
gær. Auk áhafnar varðskipsins,
sem er undir stjóm Höskuldar
Skarphéðinssonar skipherra, era
með skipinu 50 sérþjálfaðir björg-
unarsveitarmenn, sem eru þjálfað-
ir í að fást við björgun úr snjóflóð-
um. Þeir hafa með sér þijá snjó-
bíla og ýmsan búnað sem ætlað
er að auðvelda leit við aðstæður
sem þessar og er mun betri en það
sem fyrir er á staðnum. Þá er í
skipinu ijölmennt lækna- og hjúkr-
unarlið, átta manna áfallahópur,
sem veita mun sálræna áfalla-
hjálp, og tíu sérþjálfaðir sjúkra-
flutningamenn frá Slökkviliði
Reykjavíkur.
Týr hreppti aftakaveður og sótt-
ist ferðin seint. í gærkvöldi kom
það upp að skipið yrði að koma
við á Patreksfirði að sækja veikt
barn, sem færi á sjúkrahúsið á
ísafirði. Búizt var við að það myndi
seinka skipinu enn.
Þá fór 78 manna björgunarlið
með Engey RE kl. 19 í gær-
kvöldi, Júlíus Geirmundsson ÍS
lagði af stað í gærkvöldi með
björgunarlið af Tálknafirði og
Bíldudal, Margrét EA átti að taka
lið á Flateyri en fékk á sig brot
út af Barða. Allir gluggar í brú
brotnuðu og skipinu var snúið aft-
ur til Þingeyrar. Björgunarlið var
komið um borð í Múlafoss á
Skagaströnd en óvíst var talið
hvenær skipið gæti lagt úr höfn
vegna óveðurs. Þá er Bessi ÍS,
Stefnir ST og Fagranesið í fömm
í Djúpinu.
„Við sjáum að þetta verk verður
til nokkurra daga og björgunarfólk
er fljótt að þreytast við þessar
aðstæður. Það þarf því að koma
óþreyttu fólki inn á svæðið til
hjálpar.“
Guðjón segir að á fjórða hundr-
að manns víðs vegar af landinu
sé viðriðið hjálparstarfið, flestir
af norðanverðum Vestfjörðum.
„Það hefur gengið illa að koma
björgunarsveitarmönnum á svæðið
út af veðri. Næsta skref er að
draga að björgunarlið frá Suður-
fjörðunum og síðan af fjarlægari
stöðum. Við emm með varasveitir
til taks hér í Reykjavík þegar
færi gefst til flugs. Við erum bún-
ir að binda stóran hóp björgunar-
marina í varðskipinu og Engey og
þess vegna skildum við eftir í
Reykjavík liðsafla, lækna, hjúkr-
unarfólk og björgunarsveitarmenn
til að fara flugleiðis um leið og
færi gefst. Það er um sjötíu manna
hópur af Suðumesjum og Árnes-
sýslu,“ segir Guðjón.
Eimskip tilbúið
Guðmundur Pedersen yfirmað-
ur innanlandsdeildar Eimskipafé-
lags íslands segir að beiðni hafí
borist félaginu frá björgunarsveit-
inni á Sauðárkróki um að björgun-
arsveitarmenn fengju far með
Múlafossi sem liggur við festar á
Skagaströnd.
„Þeir ætluðu að leggja fram lið-
sinni sitt og við tókum jákvætt í
beiðnina. Skipið kemst bara ekki
af stað vegna veðurs. Reykjafoss
er hérna í Reykjavík og það hefur
ekki borist nein beiðni um aðstoð
hans. Ég á ekki von á öðru en
bmgðist verði vel við slíkri beiðni,“
sagði Guðmundur. Skipið er á leið
til ísafjarðar en getur ekki lagst
að bryggju í Súðavík vegna stærð-
ar.
Miðnætti
► Sveitarstjóri Súðavíkur hefur
samband við vaktmann Almanna-
vama vegna snjóflóðahættu. Ákveðið
að rýma 5 hús syðst í bænum.
Kl. 6.25
► 200 metra breitt snjóflóð fe|Iur á
mitt þorpið í Súðavík. Flóðið féll á
11 hús við Túngötu, 3 við Nesveg
og eitt hús við Njarðarbraut. 26
manns vom í húsunum.
Kl. 6.29
► Tilkynning bersttil lögreglu.
Heimamenn hefja strax björgunar-
störf. Almannavörnum á Isafirði gert
viðvart.
Kl. 6.30
► Komið er upp björgunarmiðstöð í
hraðfrystihúsinu Frosta. Öllum íbú-
um safnað saman í frystihúsinu.
Fjórir íbúar sem lentu í snjóflóðinu
fínnast strax og aðrir 11 næstu
kiukkustundir. Fimm vom látnir og
7 manns slasaðir, 11 saknað. Komið
er með slasaða í Frosta.
Kl. 8.30.
► Almannavamanefnd ísafjarðar
kemur saman til fundar og ákveður
að rýma hús í Hnífsdal. Reynt að fá
aðstoð frá Bolungarvík en veður
hamlar lendingu þar. Hætt við til-
raunir til að senda björgunarsveitar-
menn landleiðina frá Bolungarvík.
Kl. 10.00
► 44 björgunarsveitarmenn, 3 lækn-
ar og 2 hjúkmnarfræðingar ásamt 4
leitarhundum koma til Súðavíkur
með Fagranesinu frá ísafírði og hefja
strax leit og aðhlynningu.
Kl. 10.00
► Almannavamaráð kemur saman
til fundar í Reykjavík.
Kl. 10.00-12.00
► Togarinn Bessi kemur inn til
Súðavíkur og reynir að lýsa upp leit-
arsvæðið. Togarinn Stefnir heldur
frá ísafírði til Súðavíkur með björg-
unarmenn. Bessi fer með íbúa til
ísafjarðar upp úr hádegi.
Kl. 11.15
► Ríkisstjómin kemur saman til
skyndifundar.
Kl. 15.00
► Varðskipið Týr fer frá Reykjavík
með björgunarlið og búnað. Skuttog-
arinn Stefnir kemur til Súðavíkur
með björgunarsveitarmenn sem að-
stoða við leit. Togarinn Júlíus Geir-
mundsson safnar leitarmönnum af
suðurfjörðunum.
Kl. 15. 20
► Fagranesið kemur til ísafjarðar
með 94 menn sem fluttir vom frá
Súðavík, þ.á m. 10 sem bjargað var
úr spjóflóðinu. Sjö slösuðum komið
fyrir á Sjúkrahúsinu. Skipið heldur
aftur til Súðavíkur með fleiri björg-
unarmenn, búnað og vistir.
Kl. 16.00
► Almannavamaráð kemur aftur
saman til fundar.
Kl. 18.00
► Stefnir kemur frá Súðavik til ísa-
fjarðar með 33 konur og börn. Alls
búið að flytja 125 manns burt.
Kl. 18.30
► Fagranesið fer til ísafjarðar með
íbúa. Ms. Múlafoss bíður færis að
komast út úr höfninni á Skagaströnd
áleiðis til Súðavíkur með 31 björgun-
ármann um borð. Togarinn Bessi
strandar í innsiglingunni við Sunda-
höfn á leið frá Súðavík. Síðar um
kvöldið tekst að losa skipið af strand-
stað.
Kl. 19.00
► Togarinn Engey leggur af stað
frá Reykjavík með 70 manna lið.
Kl. 19-22
► Leitarmenn fínna 4 íbúa til viðbót-
ar í Súðavík, ein stúlka er á lífi en
3 era látnir. Sjö er enn saknað.
Kl. 20-21.00
► Togarinn Margrét EA sem hafði
safnað björgunarmönnum á suður-
fjörðunum fær á sig brotsjó út af
Dýrafírði. Enginn slasast en skipið
sigldi í var.
Kl. 20.30-21.00
► Snjóflóð fellur úr Traðargili á
svipuðum slóðum og flóð sem féll í
desember. Stórskemmdir verða á
nokkrum húsum en ekki manntjón.
Þorpið verður að mestu rafmagns-
laust. Stjórnstöð hjálparstarfs flutt í
Fagranesið.
Kl. 23.30
► Haffari frá Súðavík fer frá ísafirði
með búnað. 140 manns skiptast á
við leit í bænum í nótt.