Morgunblaðið - 17.01.1995, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 17.01.1995, Qupperneq 9
I MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 9 'v'.: FRETTIR Skýrsla Borgarendurskoðunar um innkaup borgarstofnana Tæpur milljarður til inn- kaupa og verka án útboða Útsala — Útsala 40% afsláttur TESSV^, sími 622230 Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14 TÆPUM milljarði króna var varið til innkaupa og verksamninga vegna nýverka og viðhalds á veg- um borgarstofnana árið 1993 án þess að Innkaupastofnun Reykja- víkurborgar (ISR) hefði milligöngu þar um, segir í skýrslu sem unnin hefur verið af Borgarendurskoðun. Að sögn Alfreðs Þorsteinssonar, formanns stjórnar ISR, má reikna með að verulegur sparnaður hefði náðst eða allt að 10% ef stofnunin hefði haft milligöngu um samning- ana. Þá sé ljóst að fyrirtækjum hafi verið mismunað. Nefndi hann sem dæmi að eitt fyrirtæki hefði komið að fjölmörgum smáverkum fyrir samtals um 40 til 50 milljón- ir króna án þess að ISR hefði nokkru sinni fjallað um verksamn- ingana. 5 milljarðar í vinnu og innkaup Árið 1993 var kostnaður vegna innkaupa og vinnu á vegum borgarstofnana um fimm milljarð- ar. Innkaup borgarstofnana og -fyrirtækja og þjónusta, sem fellur undir Innkaupastofnun, var rúmir I, 5 milljarðar og þar af hafði ISR milligöngu um 81,6% upphæðar- innar. Rétt er að taka fram að ekki er um heildarinnkaup að ræða heldur einungis innkaup sem hefðu átt að koma til kasta Innkaupa- stofnunar. Athygli vekur að af rúmlega II, 7 millj. kr. innkaupum á borgar- skrifstofum fóru 217.605 króna innkaup í gegnum ISR eða 1,9%. Greiðslur vegna verklegra fram- kvæmda voru rúmir tveir milljarð- ar. Þar af fór rúm 291 milljón til verka án milligöngu Innkaupstofn- unar. Greiðslur til verktaka vegna GREIÐSLUR til verklegra framkvæmda voru um tveir milljarðar á síðasta ári. hefur aldrei verið nefnt á nafn í stjórn ISR. Þetta gerist á sama tíma og aðrir þurfa að beijast fyrir að fá að vinna smáverk- efni fyrir borgina. Þarna hefur jafn- ræðisreglan sem við viljum halda í heiðri verið þver- brotin gagnvart fyrirtækjum og þeim stórlega mismunað.“ gatna og holræsa voru rúmar 857 milljónir og þar af fóru rúmar 48 milljónir til verka án milligöngu ISR. Loks voru heildargreiðslur veitufyrirtækja til verktaka árið 1993 rúmar 770 milljónir króna. Þar af voru greiðslur án milligöngu ISR rúmar 366 milljónir. Hugsanlegur sparnaður alltað 10% Alfreð sagði að mönnum hefði komið verulega á óvart þegar í ljós kom að einn milljaður hefði runnið til verka og innkaupa án milli- göngu ISR. „Vera má að eðlilegar skýringar sé að finna fyrir hluta upphæðarinnar en menn velta því fyrir sér hvort ekki hefði verið hægt að ná fram allt að 10% sparn- aði ef afskipti ISR hefðu komið til,“ sagði hann. „Þá vakti og at- hygli að samið er við nokkur fyrir- tæki beint um viðhaldsverkefni og að minnsta kosti eitt þeirra fyrir- tækja hefur unnið fyrir borgina fyrir um 40 til 50 milljónir króna árið 1993 án þess að stjórn ISR hafi haft þar nokkur afskipti af. Reyndar er það svo að fyrirtækið UTSALA 30-70% AFSLÁTTUR B O G N E R sérverslun v/Óðinstorg, sími 25177 + ALA AFSLÁTTUR 15% afsláttur af öllum vörum í versluninni Póstsendum Verslunin 4« Laugavegi 52 — Sími 562-4244 I Alvarlegt frávik bókun stjórnar ISR kemur fram að hún telji að innkaup og verksamningar án afskipta stofn- unarinnar sé alvarlegt frávik frá samþykktum stofnunarinnar og brýnt að brugðist verði við með þeim hætti að tryggt verði að stofnanir og fyrirtæki borgarinnar fylgi að öllu leyti samþykktum ISR. Stjórnin beinir því til borgar- ráðs að skipuð verði nefnd í fram- haldi úttektar Borgarendurskoð- unar, er leggi fram tilögur til úr- bóta. Jafnframt verði henni falið að endurskoða samþykktir fyrir ISR og taka til athugunar ábend- ingar Borgarendurskoðunar og forstöðumanna borgarstofnana, sem miði að því að efla og bæta samskipti Innkaupastofnunar við stofnanir og fyrirtæki borgarinnar. Kentmck lyftingameistarar sem létta þér störfin. HANDKNUNIR OG RAFKNÚNIR STAFLARAR. Auðvcldir og liprir í mcðföruni. NYIR OG ENDURBÆTTIR HANDLYFTIVAGNAR. Margar gerðir. Lyftigeta 2500 kg. Líttu við og taktu á þeim. ÁRVÍK ÁRMÚU 1 • REYKJAVÍK • SÍMI 687222 • MYNDRITI 687295 Nýtt útbob ríkissjóbs mibvikudaginn 18. janúar Ríkisvíxiar ríkissjóbs: 3, 6 o§ 12 mánaba 1. fl. 1995 Útgáfudagur: 20. janúar 1995 Lánstími: 3 mánuðir, 6 mánuðir og 12 mánuðir Gjalddagi: 21. apríl 1995, 7. júlí 1995, 5. janúar. 1996 Einingar bréfa: 1.000.000, 10.000.000, 50.000.000, 100.000.000 kr. Skráning: Verða skráðir á Verðbréfaþingi íslands Viðskiptavaki: Seðlabanki íslands Sölufyrirkomulag: Ríkisvíxlarnir verða seldir með tilboðsfyrirkomulagi. Aðilum að Verðbréfaþingi íslands sem eru veröbréfafyrirtæki, bankar og sparisjóbir og Þjónustumiðstöb ríkisverbbréfa gefst kostur á ab gera tilboð í ríkisvíxla samkvæmt tiltekinni ávöxtunarkröfu. Abrir sem óska eftir ab gera tilbob í ríkisvíxla eru hvattir til ab hafa samband vib framangreinda abila. Hjá þeim liggja frammi útboðsgögn, auk þess sem þeir annast tilboðsgerð og veita nánari upplýsingar. Athygli er vakin á því að 20. janúar er gjalddagi á 20. fl. ríkisvíxla sem gefinn var út 21. október 1994. ÖIl tilbob í ríkisvíxla þurfa ab hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14:00 á morgun, mibvikudaginn 18. ianúar. Tilboösgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í sirna 5624070. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 ReykjavíR, sími 562 4070. GOTT FÓLK -311

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.