Morgunblaðið - 17.01.1995, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 15
LANDIÐ ILLVSÐRS OO ÓFÆRD
Samgöngur
aö miklu leyti
úr skorðum
SAMGÖNGUR í lofti og á landi á vestan- og norðanverðu landinu
hafa farið meira og minna úr skorðum vegna illviðrisins sem ver-
ið hefur undanfarna daga, og aflýsa varð skólahaldi í gær víða á
norðanverðu landinu.
Innanlandsflug lá að miklu leyti
niðri um alla helgina og fram eft-
ir degi í gær. Þá komust Flugleið-
ir tvær ferðir til Egilsstaða og ema
i ferð til Vestmannaeyja, og í gær-
kvöldi var flogið með þotu til Akur-
eyrar. Islandsflug fór tvær ferðir
til Vestmannaeyja.
Verulegar tafir
á innanlandsflugi
Hjá Flugleiðum fengust þær
upplýsingar að veruleg röskun og
I tafir hefðu orðið á innanlandsflugi
í vegna ófærðar og illviðris alveg
frá því á föstudaginn, og var t.d.
* aðeins hægt að fljúga eina ferð
til Akureyrar á sunnudaginn.
Hjá íslandsflugi var það sama
uppi á teningnum, en þaðan var
flogið einu sinni til Vestfjarða á
laugardaginn.
Samkvæmt upplýsingum frá
vegaeftirliti Vegagerðarinnar var
meira og minna ófært um allt vest-
an- og norðanvert landið um helg-
ina vegna óveðursins, og í gær var
snjókoma og skafrenningur í þess-
um landshlutum og því vart ferða-
veður. Lítið var hægt að aðhafast
í gær og þess einungis beðið að
veðrinu slotaði, en áformað er að
moka aðalleiðir í dag.
í gær var hins vegar fært um
Suðurnes, Hellisheiði og Þrengsli,
og vegir á Suðurlandi voru færir
og einnig með suðurströndinni til
Austfjarða, en þar var ófært um
Vatnsskarð eystra.
Á Vesturlandi var ófært um
Snæfellsnes og Dali vegna veðurs,
og allir vegir á Vestfjörðum voru
ófærir. Þá var ófært um Holta-
vörðuheiði og Öxnadalsheiði, og
einnig var ófært um Mývatns- og
Möðrudalsöræfi.
Aftakaveður í Kaldrananeshreppi
’ Hús rýmd í Drangsnesi
Laugarhóli - Sex hús vestantil í
Drangsnesi hafa verið rýmd eftir
að snjór féll úr brekkunni þar
fyrir ofan og hlóðst upp í eldhús-
glugga á einu húsanna, en á
þessu svæði er einnig skólinn og
i bókasafnið.
L Sökum þess og einnig vegna
þess að þarna féll snjóflóð úr
I hlíðinni fyrir um 30 árum var
gripið til þess ráðs að rýma hús-
in svo ekki yrði slys ef meiri
snjór félli úr brúninni fyrir ofan
þorpið.
Síðan á sunnudag hefur verið
aftakaveður og algerlega ófært
um Kaldrananeshrepp á Strönd-
um, og var skólinn á Drangsnesi
lokaður í gær vegna stórhríðar.
Undir miðnætti á sunnudag fór
rafmagn af og er vart von á því
aftur í bráð, en nægilegt raf-
magn fyrir þorpið er frá vara-
aflsstöð á Drangsnesi.
Símalínan til Hólmavíkur bil-
aði í Bitrufirði í óveðrinu, og því
erfitt að ná þangað símasam-
bandi að sunnan, en eðlilegt
símasamband innan sveitar og
þorps.
15 klukkutíma á heiðinni
PÓSTBÍLL á leiðinni norður í land
fór út af veginum og valt á Holta-
vörðuheiði í fyrrinótt. Ökmaður slapp
ómeiddur.
Bað hann um aðstoð og fór lög-
reglan í Borgarnesi á staðinn. Einnig
var kallaður út dráttarbíll frá Reykja-
vík til að ná bílnum upp en hann
komst ekki vegna veðurs og ófærðar
fyrr en í gærdag.
Ökumaður póstbílsins mátti ekki
yfirgefa póstinn og varð hann að
hafast við í lögreglubílnum, sem
komst ekki til byggða vegna ófærðar
og veðurs, í um 15 tíma. Mjög slæmt
veður var á þessum slóðum.
Upp úr hádegi í gær komst veghef-
ill á staðinn og síðan dráttarbíll, sem
náði bílnum upp.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
VIÐA um land hefur verið kolófært og björgunarsveitir hafa hjálpað fólki að komast leiðar sinnar.
Hér aðstoða björgunarsveitarmenn fólk á Akureyri að komast í vinnu á Fjórðungssjúkrahúsinu.
15jepparí
hrakningfum
á hálendinu
MILLI 20 og 30 manns á 15 jepp-
um hafast nú við í Blönduvirkjun
en fólkið lenti í hrakningum í mjög
slæmu veðri á leiðinni frá Hvera-
völlum norður að Blöndu í gær og
fyrrinótt. Fólkið var í sólarhring
að bijótast frá Hveravöllum að
Blöndu.
Salberg Jóhannsson, sem var í
einum jeppanna, segir að hóparnir
hafi ákveðið að ferðast saman frá
Hveravöllum þegar ljóst var að
veðrið var að versna.
„Megnið af tímanum vorum við
í mjög vondu veðri en það keyrði
um þverbak upp úr klukkan 11 á
sunnudagskvöldið. Það var mjög
blint upp við Hveravelli en okkur
hafði þó gengið þokkalega þótt það
gengi á með hryðjum. Þegar við
áttum eftir um 14 kílómetra vega-
lengd að virkjuninni sjálfri skall á
alveg snarvitlaust veður svo við
komumst ekkert áfram. Eg fór
aðeins út úr bílnum og fauk strax
út í kant og þurfti að skríða að
næsta bíl. Þama biðum { um 12
klukkutíma eða fram undir hádegi
í gær en þá gátum við haldið áfram
og eftir það gekk ferðalagið greið-
lega,“ segir Salberg.
Þrír bílanna fóru ekki í gang {
gærmorgun svo þurfti að draga þá
niður að Blönduvirkjun. „Veðrið
var slíkt um nóttina að það voru
allar rúður farnar úr blæjujeppa í
gærmorgun og blæjan sjálf í striml-
um. Menn vom að vakna með mis-
þykka skafla ofan á sér og einn
bíllin var svo troðinn af snjó og það
þurfti stórvikar skóflur til að moka
úr honum,“ segir Salberg.
Hann sagði að þrátt fyrir þessa
hrakninga hefði ferðin gengið
stóráfallalaust fyrir sig og ekkert
amaði að fólkinu sem var í gær í
góðu yfirlæti hjá starfsmönnunum
í Blönduvirkjun. Hins vegar var
ekki útlit fyrir að það gæti haldið
ferðinni áfram fyrr en í dag en
spáð var að veðrið gengi niður með
morgninum.
Þerney fékk
á sig brot
ÞERNEY RE fékk á sig
brotsjó í Víkurál í gærmorg-
un, en togarinn var þá á leið-
inni til lands að leita vars í
aftakaveðri.
Þerney var að koma af
grálúðuveiðum þegar óhapp-
ið varð. Að sögn Sigurbjörns
Svavarssonar útgerðarstjóra
hjá Granda hf. brotnuðu
fimm gluggar á tveimur
dekkhæðum og komst sjór
m.a. í 4-5 íbúðarklefa og loft-
ræstikerfi, en mestu
skemmdirnar frystikerfi
skipsins. Engan í áhöfninni
--------» ♦ ♦---
Bíllinn fraus
í bremsunum
Raufarhöfn - Hjálparsveitin á
Þórshöfn undirbjó í fyrra-
kvöld leit að þremur mönnum
á jeppa og fólksbíl sem voru
á leið frá Raufarhöfn til Þórs-
hafnar, en höfðu þá ekki
komið fram. Mennirnir urðu
að skilja fólksbílinn eftir á
Borgnabrekku þar sem hann
fraus í bremsunum, en kom-
ust á jeppanum að Svalbarða
í Þistilfirði þar sem þeir
gistu.
• ’ --.“Vu "
-
Tæknival