Morgunblaðið - 17.01.1995, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Sendiherra
Noregs í
Iran kall-
aður heim
NORSKA stjórnin kallaði heim
sendiherra sinn i Teheran í
íran í gær vegna deilu milli
ríkisstjórna landanna um
dauðadóminn, sem Khomeini
erkikierkur í íran kvað upp
yfir rithöfundinum Salman
Rushdie. íranir hafa þegar
kallað heim sinn sendiherra í
Ósló vegna þess, að sáttatóns
gætti í bréfi, sem hann skrif-
aði norskum stjórnvöldum.
Le Pen
vill reka inn-
flytjendur
JEAN-Marie Le Pen, leiðtogi
Þjóðfylkingarinnar í Frakk-
landi, hóf baráttu sína vegna
forsetakosninganna í apríl um
helgina með því að lýsa yfir,
að hann myndi reka milljónir
innflytjenda burt úr landi yrði
hann forseti. Sagði hann, að
mikill innflytjendastraumur til
Frakklands og fækkun fæð-
inga væri að leiða miklar
hörmungar yfir land og þjóð.
Samkvæmt skoðanakönnun-
um fær Le Pen aðeins sjö eða
prósent atkvæða í fyrri umferð
forsetakosninganna 23. apríl.
Jeltsín ekki
til Davos
BORÍS Jeltsín, forseti Rúss-
lands, mun ekki taka þátt í
Alþjóðlegu efnahagsráðstefn-
unni í Davos í Sviss í þessum
mánuði. Hafði honum verið
boðið þangað en Tass-frétta-
stofan rússneska sagði, að
hann ætti ekki heimangengt
vegna ástandsins í Tsjetsjníju.
Sætir Jeltsín harðri gagnrýni
vegna þess jafnt heima sem
erlendis.
Rússum tekst ekki enn að
yfirbuga sveitir Dúdajevs
Grosní, Alma-Ata, Moskvu. Reuter. Daily Telegraph.
RÚSSAR skutu án afláts á Grosní,
höfuðstað Tsjetsjníju, í gær og
beittu meðal annars stórskota-
vopnum. Börðust þeir við tsjetsj-
enska uppreisnarmenn á götum
úti og freistuðu þess enn einu sinni
að ná borginni með áhlaupi.
Uppreisnarmenn réðu enn mið-
borg Grosní í gær og héldu for-
setahöllinni sem Rússar hafa lagt
allt kapp á að ná á sitt vald. Borg-
in er illa útleikin eftir sprengjuár-
ásir Rússa og flestar byggingar
að hruni komnar.
Dzhokhar Dúdajev leiðtogi
Tsjetsjníju sagði í viðtali, sem birt-
ist í þýsku blaði sl. laugardag, að
Rússar væru komnir út í stríð sem
yrði langvinnara en stríðið í
Afganistan. Réðust Rússar inn í
landið á jólunum árið 1979 en
komu sér þaðan áratúg síðar eftir
að hafa goldið mikið afhroð.
Sérstakar rússneskar björg-
unarsveitir voru sendar til Grosní
í gær þar sem þeim er ætlað að
ná líkum fallinna hermanna sem
legið hafa svo dögum skiptir á
götum úti.
Ná ekki líkunum
Tilraunir rússneskra hermanna
til þess að sækja lík fallinna félaga
sinna inni í borginni hafa reynst
árangurslausar þar sem þeir hafa
verið vamarlausir fyrir skothríð
úr byggingum í kring.
Talið er að 500 rússneskir her-
menn hafi fallið og um 1.000 særst
í átökum við uppreisnarmenn í
Grosní.
Að sögn fréttastofunnar Itar-
Tass sprakk sprengja í gær við
hús þar sem aldrað blint fólk hafði
leitað skjóls. Biðu nokkrir bana.
Hafði fréttastofan eftir Roza Sa-
ídova, sem þar hafðist við: „Ég
er sú eina í fjölskyldunni sem hef
sjón. Fimm bræður mínir eru nán-
ast blindir. Ef til vill hljómar það
Reuter
TSJETSJENSKIR flóttamenn stíga um borð í rússneskar herflutningabifreiðar sem fluttu þá um
helgina til bæjarins Mozdok sem er fjarri átakasvæðunum í og við höfuðstaðinn Grosní.
eins og háð, en nú finnst mér eins
og ég öfundi þá.“
Sonur Dúdajevs fellur
Rússneskar fréttastofur skýrðu
frá því um helgina, að Ovlur
Dúdajev, elsti sonur tsjetsjenska
leiðtogans Dzhokhars Dúdajevs,
hefði dáið af völdum sára sem
hann hlaut í bardögum í Grosní.
Hvorki fylgdi fréttum hvenær
hann hefði látist eða hve gamall
hann var. Ýmist var sagt að hann
hefði verið jarðsettur á föstudag
eða laugardag.
TSJETSJENSKIR FLOTTAMENN
Alþjóðlegar hjálparstofnanir óttast að hertar árásir Rússa á Grosni
leiði til aukins straums tsjetsjenskra flóttamanna.
i NORÐUR i
1 OSSETÍA 1 RÚSSLAND
5,000 5,000
HASKOLIISLANDS
ENDURMENNTUNARSTOFNUN
Kvöldnámskeið fyrir almenning — opin öllum
Evrópsk skáldsagnalist frá 16. öld til samtímans — meginverk
og sögulegur bakgrunnur
þriöjud. 7. feb.—11. aprfl (lOxj. Bókmenntaleg einkenni nokkurra
helstu verka evrópskrar skáldsagnalistar í sögulegu samhengi og
þróun evrópskrar skáldsagnaheföar. Bókmenntafræðingamir
Ástráður Eysteinsson og Halldór Guðmundsson auk fjölda annarra
fyrirlesara. 8.800 kr.
Hávamál, Völsungasaga og hetjukvœði,
miðvikud., 8. feb.—12. apríl (lOx). Hávamál skýrð. Að hve miklu
leyti samrýmast viðhorf um siðgæði og æskilega breytni
nútímahugmyndum? Völsungasaga lesin og skýrð nokkur hetju-
kvæði efnistengd sögunni. Áhrif Eddukvæða á íslendingasögur.
Nokkur söguljóð frá 19. öld og fyrstu áratugum 20. aldar lesin.
Jón Böðvarsson cand.mag. 8.800 kr.
Heimur óperunnar og söngstjörnur,
miðvikud. 8. feb.—5. aprfl (8x). Ágrip af sögu óperunnar í fyrir-
lestrúm og tóndæmum. Sýnishom úr ópemlist frá
Monteverdi/Purcell til Puccinis, í flutningi stórsnillinga, frá upphaft
hljóðritunar til dagsins í dag. Umfjöllun um helstu raddtýpur.
Ingólfur Guðbrandsson tónlistarm. 8.000 kr.
Hátíðir og merkisdagar um ársins hring, -
miðvikud. 8. feb.—12. apríl (lOx).
Uppruni og saga þeirra hátíða og merkisdaga sem íslenska þjóðin
hefur látið sig nokkru skipta í aldanna rás. Stuðst við bókina Saga
daganna eftir Áma Bjömsson sem kom út árið 1992 og er æskilegt
að fólk hafi hana undir höndum.
Árni Bjömsson þjóðháttafræðingur. 8.800 kr.
Kvikmyndahöfundar nútímans:
Hvert stefnir kvikmyndalistin? Þriðjud. 14. feb.—21. mars (8x).
Nokkrir athyglisverðustu kvikmyndahöfundar síðustu ára. Er
eitthvað sameiginlegt í efnisvali og stfl? Hvað er ólíkt? Á
hvaða braut em þeir? Krystoff Kieslovski, Jane Campion,
Woddy Allen o.fl. Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleikstj.
7.200 kr.
Handan góðs og ills — meginstef f heimspcki Nietzsches
mánud. 20. feb.—27. mars (6x) Meginstef bókar Nietzsches,
Handan góðs og ills. Innsýn í heimspeki hans, gagnrýni á
hefðbundnar kenningar um sannleika, trú og siðferði, hugmyndir
til lausnar á lífsvanda mannsins og staða hans f hugmynda-
sögunni. Vilhjálmur Ámason heimspekingur. 7.200 kr.
Listin á lýsa og listin að sannfæra:
Um norræna hefð í lýsandi raunsæi andspænis suðrænni hefð í
túlkandi frásögn með sérstökum samanburði á hollenskri og
ítalskri myndlist frá 17. öld, mánud. 13. feb.—27. mars (7x).
Gullöld hollenskrar myndlistar; um vantrúa Caravaggios; ítölsk
barokklist á 17. öld; Las meninas” og spegilmyndir vemleikans;
lykilhugmyndir í evrópskri 17. aldar myndlist í ljósi samtímans.
Ólafur Gíslason blaðamaður. 7.600 kr.
Afrfka — Land og saga. Fimmtud.,16. feb.—6. apríl (8x).
Megindrættir í sögu og þróun Afríku sunnan Sahara, með
áherslu á Suður-Afríku. Landafræði, veðurfar, gróður, þjóðir,
ríki, efnahagur, stjómmál, trúmál, menning og menntun. Mynd
Afríku í hugum Evrópumanna, áhrif og ítök sem þróaðar þjóðir
hafa í álfunni. Halldór Guðjónsson dósent við HÍ. 8.000 kr.
Skráning og nánari upplýsingar
í símum 569 4923, 569 4924.
tmt ♦♦♦♦♦♦
♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦
INGÚSHETÍA ♦♦♦♦♦♦
♦ ♦♦♦
♦ ♦♦♦
TSJETSJNÍJA
260,000
100,000
Tsjetsjenskir flóttamenn
(áœtlaðar tölur, byggöar á
upplýslngum Alþjóöarauðakrossins
og Flóttamannastofnunar Sameinuöu þjóöanna.)
REUTER
Boðar þjóðnýtingn
breskra járnbrauta
London. Reuter.
HÆGRISINNUÐ dagblöð í Bret-
landi gagnrýndu í gær yfirlýsingu
frá Verkamannaflokknum um að
hann myndi þjóðnýta á ný járn-
brautakerfið - sem íhaldsflokkur-
inn hyggst einkavæða - komist
hann til valda í næstu kosningum.
John Prescott, varaleiðtogi
Verkamannaflokksins, skýrði frá
því á sunnudag að hann gegndi
formennsku í nefnd sem kannaði
einkavæðingaráform stjórnarinn-
ar. „Markmiðið er skýrt: að
tryggja ríkisreknar járnbrautir,“
sagði hann.
Undir forystu Tony Blair hefur
Verkamannaflokkurinn verið treg-
ur til að lofa þjóðnýtingu fyrir-
tækja sem hafa verið seld á 15
ára valdatíma íhaldsflokksins.
Ágreiningur er innan flokksins um
áform Blairs um að breyta ákvæði
í stefnuskrá hans sem kveður á
um að mikilvæg fyrirtæki verði í
eigu ríkisins.
Yfirlýsing Prescotts sætti gagn-
íýni í nokkrum breskum dagblöð-
um sem hafa stutt íhaldsflokkinn
en aðallega beint spjótum sínum
að John Major forsætisráðherra
að undanförnu. The Times sakaði
Verkamannafiokkinn um „efna-
hagslega einfeldni" vegna and-
stöðunnar við einkavæðingu járn-
brautanna.