Morgunblaðið - 17.01.1995, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Bjartsýni á
meimingar-
málþingi
AUKIÐ samráð stjóm-
valda við listaménn um
stuðning við liststarf-
semi, einfaldari og
skilvirkari stjórnsýsla
menningarmála og
réttlátari úthlutun
styrkja með auglýs-
ingu alls þess sem veitt
er. Þetta voru nótur
sem margir slógu um
helgina á fundi borgar-
stjóra um menningar-
mál í Reykjavík. Ingi-
björg Sólrún Gísladótt-
ir flutti fyrsta erindi
málþingsins, sem hald-
ið var í Ráðhúsinu á
laugardag, og Guðrún
Jónsdóttir formaður menningar-
málanefndar talaði næst. Eftir há-
degishlé héldu síðan fulltrúar sjö
listgreina framsöguerindi og fleiri
töluðu í lok dagsins. Hér verður
sagt frá fyrri hluta þingsins og
haldið áfram á morgun með frásögn
af erindum listamanna.
Húsnæðisdraumar
Málþingið var vel sótt af lista-
fólki, enda hagsmunir þess og að-
staða í borginni til umræðu. Hvað
aðstöðuna varðar bárust borgaryf-
irvöldum ýmsar óskir um húsnæði;
kvikmyndagerðarfólk vill Korpúlfs-
staði undir myndver, tónlistarmenn
langar að fá Tjamarbíói til tónleika-
halds meðan beðið er eftir húsinu
mikla og dansarar vilja af hrakhól-
um inn í Borgarleikhús.
Borgarstjóri tók vel í
hugmyndina um Korp-
úlfsstaði o g svaraði
fyrirspurn um Iðnó,
annað hús sem ekki
hefur verið nýtt að
undanförnu. í svarinu
fólst í raun ósk um til-
lögur listamanna um
nýtinguna.
Ingibjörg Sólrún
spurði í opnunarræð-
unni hver stefna borg-
arinnar í menningar-
málum ætti að vera,
hvernig borgaryfirvöld
yrðu helst að gagni í
þéssum málaflokki.
„Með þvi að greiða götuna,“ sagði
hún svo, „við eigum ekki að vera
með ríkis- eðá borgarrekna menn-
ingarstefnu í stórum stíl.“ Umsvif
borgarinnar í menningarmálum
nema tæpum milljarði árlega, ríkis-
ins til samanburðar um tveimur
milljörðum, og Ingibjörg nefndi þá
tilhneigingu peninganna „að stofn-
anagerast. Starfsemi sem einu sinni
hefur verið sett á laggimar fer að
lifa sjálfstæðu lífí og kyrrsetur fjár-
magn sem ella gæti farið í ein-
hveija nýbreytni".
Gatan greidd fyrir
sjálfstæðari list
Um styrkjapólitík sagði Ingibjörg
Sólrún að borgin ætti að sínu viti
ekki að gera eitthvað fyrir alla,
heldur velja verkefni og hafna öðr-
um og afmarka styrktíma. Þátttaka
borgarinnar ætti að beinast að verk-
efnum frekar en stofnunum og vera
framlag frekar en framkvæmd. Til
dæmis fái Rúrek-hátíðin ákveðna
upphæð frá borginni og sé síðan
alfarið í höndum djassunnenda.
Ástæða er til þess, að áliti Ingi-
bjargar og í samræmi við framan-
sagt, að endurskoða Listahátíð í
Reykjavík og gefa henni aukið sjálf-
stæði. Jafnvel að skipta henni upp
eftir listgreinum, þannig að eitt
árið væri tónlistarhátíð, annað leik-
listarhátíð og svo framvegis.
Þátttaka í hátíðum og öðrum
meiriháttar listviðburðum styrki
auðvitað ímynd borgarinnar í menn-
ingarmálum. Þar séu umsvif hennar
umtalsverð en kannski ekki að sama
skapi sýnileg og markviss. Meðal
annars af því að málaflokkurinn
standi veikt í stjórnkerfínu og hafí
þar engan talsmann ennþá.
Mótun menningarstefnu
Guðrún Jónsdóttir sagði í sínu
erindi frá starfsemi menningarmála-
nefndar; stjórn listasafna, úthlutun
starfslauna og ákvörðunum um
listaverkakaup svo eitthvað sé nefnt.
Hún benti á hvernig mál skarast
milli nefnda í stjórnkerfínu og velti
upp nokkrum leiðum til að einfalda
mótun menningarstefnu:
Að allar styrkbeiðnir fari gegnum
menningarmálanefnd, en ekki ýmist
til borgarráðs eða nefndarinnar án
heildaryfirsýnar. Að nefndin ráð-
stafí, eins og þegar hefur verið
ákveðið, öllu fé borgarinnar til lista-
verkakaupa. Að stofnaður verði ráð-
gjafarhópur nefndarinnar um tónlist
og ef til vill fleiri listgreinar. Að
skoðuð verði skipan listaverkaiauna,
væntanlegar niðurstöður nefndar
um geymsluhúsnæði og vinnustofur
listamanna, og þörfín fyrir tónlistar-
safn.
Margar hugmyndir og allt öðru-
vísi komu fram hjá frummælendum
seinni hluta dagsins. Á þeim verður
stiklað í annarri grein enda óþarft
að afgreiða umræðu um menning-
armál í borginni á einu bretti. Fund-
armönnum á laugardaginn varð tíð-
rætt um þörfína á að halda henni
stöðugt áfram og koma á nánari
samstarfí stjórnvalda og listamanna.
Þeir sögðust margir bjartsýnir um
árangur af slíkri samvinnu og settu
kúrs á framhaldsfund í febrúar um
miðlun listar og menningar.
NOKKRIR fundarmanna á menningarmálþinginu.
Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir
Úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs íslands 1995 birtir niðurstöður sínar
Asdís o g Júlíus
fengu styrki
ÁSDlS Thoroddsen og Júlíus Kemp fagna styrkjum sínum.
KVIKMYNDASJÓÐUR íslands
hefur birt niðurstöður úthlutunar-
nefndar 1995. Fjárveiting til Kvik-
myndasjóðs 1995 er kr. 100 millj.
Til úthlutunar voru kr. 65.500.000.
í úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs
1995 eiga sæti: Egill Helgason,
Ingibjörg Briem og Ragnheiður
Steindórsdóttir.
Draumadísir og Blossi
Gjóla hf. fær 12 milljónir til að
gera kvikmyndina Draumadísir.
Leikstjóri og handritshöfundur er
Ásdís Thoroddsen. Áætlaður
heildarkostnaður við gerð myndar-
innar er 47 millj. kr. og nemur fram-
lag Kvikmyndasjóðs 25% af heildar-
kostnaði. Kvikmyndin er fullfjár-
mögnuð og er samframleidd af
Gjólu hf., Islensku kvikmyndasam-
steypunni hf. og sjónvarpsstöðvum
í Þýskalandi og Frakklandi. Tökur
verða í Reykjavík og fara af stað
þegar í mars og standa yfir í sex
vikur. Vinnslutími myndarinnar er
áætlaður tólf mánuðir. Um 150
manns munu vinna að gerð
Draumadísa.
Kvikmyndafélag íslands fær 10,5
miiljónir til að gera kvikmyndina
Blossa. Leikstjóri er Júlíus Kemp,
handritshöfundur Lars Emil Árna-
son. Áætlaður heildarkostnaður við
gerð myndarinnar er 35 millj. kr.
og nemur framlag Kvikmyndasjóðs
30% af heildarkostnaði. Fjármögn-
un Blossa er vel á veg komin og
verður myndin samframleidd _af
Kvikmyndafélagi íslands og ís-
lensku kvikmyndasamsteypunni.
Fyrirhugað er að forselja myndina
í sjónvarp. Tökur fara fram í
Reykjavík og vítt og breitt um land-
ið í júní. Tökur standa yfir í fímm
vikur. Vinnslutími myndarinnar er
áætlaður 18 mánuðir. Um 120
manns munu vinna við gerð Blossa.
Pegasus hf. fær 28,5 milljónir
króna fyrir Agnesi sem staðfestingu
á vilyrði frá 1994, en áður hefur
myndin fengið 1,5 milljónir.
Sagafilm fær 300.000 kr. fram-
lag tii handritsgerðar bíómyndar-
innar Gauragangs. Framlög til
framleiðslu heimildarmynda fá
Andrá hf. (2 milljónir), Ágúst Jak-
obsson (2 milljónir), Magnús Magn-
ússon (800.000) og Þorfinnur
Guðnason (2.800.000). Framlög til
framleiðslu stuttmynda fá Litla
gula hænan (4 milljónir) og Inga
Lísa Middleton (eina milljón). Fram-
lag til framleiðslu hreyfimyndar fær
Kristín María Ingimarsdóttir (eina
milljón).
Ungfrúin góða og Djöflaeyjan
Vilyrði til framleiðslu bíómynda
1996 fá Umbi hf. fyrir Ungfrúna
góðu ög húsið (20 milljónir) og
undirbúningsstyrk (300.000). ís-
lenska kvikmyndasamsteypan fær
fyrir Djöflaeyjuna (20 milljónir) og
undirbúningsstyrk (300.000).
Ungfrúin góða og húsið byggist
á samnefndri sögu Halldórs Lax-
ness. Leikstjóri og handritshöfundur
er Guðný Halldórsdóttir. Djöflaeyjan
byggir á skáldsögu Einars Kárason-
ar. Leikstjóri er Friðrik Þór Friðriks-
son og er hann einnig handritshöf-
undur ásamt Einari Kárasyni.
Umsóknir sem bárust Kvik-
myndasjóði að þessu sinni voru 88.
Nýi músíkskólinn
Kennsla
að hefjast
KENNSLA er að hefjast í
Nýja músíkskólanum á nýju
ári.
Sérstök áhersla er lögð á
að kenna rytmíska tónlist eins
og rokk, popp og blús. Kennt
er á eftirfarandi hljóðfæri:
Rafgítar, gítar, rafbassa,
trommur, saxófón, flautu og
söng. Á vorönn hefst svo nám
í hljómborðsleik.
Námstilhögun í skólanum
er í námskeiðsformi. Er hvert
námskeið 10 vikur í senn og
hljóta nemendur prófskírteini
að því loknu. Kennt er með
almennar tónlistarkennslu-
námskrár til hliðsjónar. Nýi
músíkskólinn býður einnig
upp á hóptíma og samspila-
kennslu. Innritun er hafin og
kennsla hefst mánudaginn 23.
janúar.
Kennarar eru allir tón-
listarmenn og tónlistarkenn-
arar. Má þar nefna gítarkenn-
arana Björn Thoroddsen, Jón
Elvar Hafsteinsson og Hilmar
Jensson, trommukennarann
Ásgeir Óskarsson, bassa-
kennarana Gunnar Hrafnsson
og Róbert Þórhallsson, söng-
kennarann Ingveldi Ýr, píanó-
kennarana Jónas Þóri og
Gunnar Gunnarsson, saxófón-
og tónfræðikennarann Stefán
S. Stefánsson. Nýi músíkskól-
inn er til húsa á Laugavegi
163 og innritun stendur yfir.
Doug Raney
á tónleikum
EINN af kunnustu gítarlei-
kurum djassins, Doug Raney,
leikur hér á landi í þessari
viku. 1993 lék hann á opnun-
artónleikum RúRek djasshá-
tíðarinnar í félagsskap Jazz-
kvartetts Reykjavíkur og nú
mun hann leika með Birni
Thoroddsen gítarleikara,
Tómasi R. Einarssyni bassa-
leikara og Einari Vali Sche-
ving trommara.
Doug er sonur gítarleikar-
ans fræga Jimmy Raney, sem
m.a. hljóðritaði mikið með
Stan Getz. Þeir halda tónleik-
ana klukkan 22 á miðviku-
dagskvöld á Kringlukránni og
eftirmiðdagstónleika á
fimmtudag í Menningarstofn-
un Bandaríkjanna. Heijast
þeir kl. 17.30.
*
Operusöngur
í Ráðhúsinu
TVEIR tónlistarmenn frá
rússneska sjálfstjórnarlýð-
veldinu Tatarstan koma fram
í Tjarnarsal Ráðhússins við
Vonarstræti í dag, þriðjudag,
kl. 18.
Listamennirnir eru báðir í
fremstu röð, Vladimír Efímov
óperusöngvari og Rem Uras-
in, ungur og upprennandi
píanóleikari, og eru þeir
komnir hingað til lands í til-
efni „Rússneskra daga í
Hafnarfirði“.
UTSALA 10-60% AFSLATTUR
Vetrarfatna&ur, skíbagallar, dúnúlpur,
íþróttaskór, íþróttagallar o.ffl.
Opiö
laugardaq
kl. 10-16
» hummel 'TS
SPORTBÚÐIN
Ármúla 40 • Sími 813555 og 813655