Morgunblaðið - 17.01.1995, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
PRÓFKJÖR
Verður aftur lagt af stað
„Til nýrrar aldar“?
Lagt út af áramótaávarpi Vigdísar
„MITTERRAND
Frakklandsforseti skor-
aði nú á haustdögum á
alla stjómmálaflokka
landsins að setja
menntamál í öndvegi
þegar stefnan yrði
mörkuð fyrir næstu
kosningar. Hliðstæða
áskorun ber ég nú fram
gagnvart íslenskum
stjórnmálamönnum og
bið þá að bera menntun-
ina sérstaklega fyrir
brjpsti, svo kunnátta
okkar um hag og land,
um vemd og nýtingu
sjávar, um uppgræðslu
lands og ræktun bú-
stofna, og um margbrotið völund-
arhús tækninnar megi verða kunn
um allan heim svo til verði vitnað."
Forseti íslands blandar sér
í stjómmálaumræðu
Þannig mælti forseti íslands, Vig-
dís Einnbogadóttir, á nyársdag. Það
er óvenjulegt að forseti Islands
blandi sér beint í stjórnmál landsins.
En það gerir hún vissulega með
þessari áherslu. Með henni segir hún
álit sitt á forgangsröð stjórnmál-
anna. Hún fer í fyrsta lagi fram á
það að það verði minna skorið niður
til menntamála en til annarra mála-
flokka ef um niðurskurð verður að
ræða og fall í þjóðartekjum og í
öðru lagi fer hún fram á það að
verði um að ræða aukningu á opin-
berum útgjöldum hafi menntamálin
forgang fram yfir aðra málaflokka.
Og hún skorar á stjómmálamennina
að taka á málinu. Með þessari yfir-
lýsingu breytir Vigdís Finnbogadótt-
ir um stíl forsetaembættisins. Það
er fagnaðarefni. En hitt er ekki síð-
ur mikilvægt að þetta ákall skapar
möguleika á kaflaskilum í íslenskum
skólamálum.
Umræðan hefur haldið áfram
Þessum orðum forseta íslands
fylgir mikill J>ungi. Hún vitnar í
Mittterrand. I raun mætti vitna í
fjölda marga aðra innlenda og er-
lenda menn sem hafa bent á sam-
hengið milli mennta og lífskjara.
Þegar við mótuðum stefnuna „Til
nýrrar aldar“ fyrir fimm árum eða
svo þá var einmitt lögð áhersla á
að lyfta skólanum ofar
á forgangslista þjóðfé-
Iagsins. Um þá stefnu
var samstaða. Hún var
samþykkt efnislega á
Alþingi með nýjum lög-
um um leikskóla, fram-
haldsskóla og grunn-
skóla og með þeirri
stefnu sem ríkisstjórn-
in samþykkti í vísinda-
málum. Núverandi rík-
isstjórn stakk þeirri
stefnumótun undir stól.
Hun snerist gegn öllu
frumkvæði í skólunum
sjálfum eða í kennara-
samtökunum og þar
með breyttist framför
í afturför því stöðnun í skólamálum
er afturför í skólamálum.
En þó menntamalaráðherra hafi
ákveðið að loka stefnumótun fyrri
stjórnar og kennarasamtakanna og
foreldrasamtakanna niðri í. skúffu
hefur eitt gott hafst upp úr krafs-
inu: Það hefur verið í gangi umræða
um skólamál og meira að segja nú-
verandi ríkisstjórn þykist hafa stefnu
í menntamálum. Þó sú stefna hafi
hingað til nær eingöngu birst í niður-
skurði ber að gefa ríkisstjórninni
einn fyrir viðleitni.
Það ber að vísu að viðurkenna að
það var erfitt að halda menntamál-
um í forgangsröð í síðustu ríkis-
stjóm. Þar var Alþýðuflokkurinn
beinlínis fjandsamlegur því miður -
bæði formaður Alþýðuflokksins og
varaformaður Alþýðuflokksins sem
nú er að vísu þjóðvaknaður loksins.
Ef þjóðin hefði hins vegar fyrir
næstsíðustu kosningar sameinast
um menntastefnu þá væri staða
menntamálanna allt öðru vísi innan
ríkisstjórnarinnar. Nú horfir einmitt
þannig við að nú hafi menntamálin
forgang og að framlög til þeirra
aukist. Það hjálpar líka að sveitarfé-
lögin hafa sýnt forystuvilja á þessu
sviði - ekki síst Reykjavík núna
undanfarna mánuði.
Svar Alþýðubandalagsins
En hvernig svara flokkarnir ákalli
forseta íslands? Það er spurningin.
Alþýðubandalagið hefur þegar svar-
að þessu ákalli fyrir sitt leyti. í fyrsta
lagi með stefnunni til nýrrar aldar
en í öðru lagi með samþykkt sinni
Leið okkar til nýrrar
aldar liggur, að mati
Svavars Gestssonar,
um menntun og mál
okkar sjálfra.
frá fundi miðstjórnar Alþýðubanda-
lagsins frá í haust. Hún ber yfir-
skriftina „Skólinn í fremstu röð -
ályktun um mótun menntastefnu,
grunnskólafrumvarpið og aukið fjár-
magn til menntamála". Þar segir
meðal annars:
„Miðstjórn Alþýðubandalagsins
telur brýnt að flokkurinn beiti sér
fyrir því að menntamál verði eitt
aðalmál kosningabaráttunnar sem
framundan er. í þeirri baráttu legg-
ur flokkurinn fram verk sín og bend-
ir á stefnuna „Til nýrrar aldar“ sem
mótuð var meðan Alþýðubandalagið
hafði með menntamál að gera.
Skólamál, rannsóknir og menntun
eiga að vera forgangsatriði á kom-
andi árum. Alþýðubandalagið telur
áríðandi að framlög til skólamála
hérlendis verði svipað hlutfall af
þjóðtekjum og gerist í grannlöndum
okkar. Alþýðubandalagið mun því
beita sér fyrir markvissri uppbygg-
ingu skólakerfísins í stað þess niður-
skurðar sem núverandi ríkisstjórn
hefur staðið fyrir.“
Til nýrrar aldar á nýjan leik
Hér er talað skýrt. Hvað segja
aðrir flokkar, aðrir stjórnmálamenn?
Þeir sem stóðu gegn uppbyggingu
skólamálanna á síðasta kjörtímabili
þurfa að gera grein fyrir sér áður
en þeir gefa kosningaloforðin. Og
þeir sem hafa stutt allan niðurskurð
núverandi ríkisstjórnar til skólamála
þurfa að gera grein fyrir sér hvort
sem þeir eru utan eða innan stjórnar-
innar ennþá. En verði flokkarnir all-
ir við ákalli forseta íslands frá ára-
mótunum mun margt breytast á ís-
landi. Leið okkar til nýrar aldar, til
framtíðarinnar, liggur nefnilega um
menntun og mátt okkar sjálfra.
Höfundur er þingmaður
Alþýðubandalagsins í Reykjavík
°g fyrrverandi
menntamálaráðherra.
Svavar Gestsson
Oeining- hjá
Kvennalista
ÞAÐ HEFUR verið
athyglisvert að fylgjast
með vandræðum
Kvennalistans á
Reykjanesi við að koma
saman framboðslista
fyrir alþingiskosning-
arnar í vor. Talskona
samtakanna hefur sjálf
kallað þetta „klúður“
af þeirra hálfu í Sjón-
varpsfréttum 6. janúar
og er það síst of sterkt
til orða tekið.
Forvalið ómerkt
Fyrst var haldið
forval og ekki nema
gott eitt um það að
segja. Það er hins veg-
ar ótrúleg lítilsvirðing við þá sem
muni beita sér við úr-
lausn stærri mála, svo
sem í fíkisstjórn.
„Foringjadýrkun"
Þetta er svo sem ekki
í fyrsta skipti sem óein-
ing innan Kvennalistans
birtist almenningi. Allt
ætlaði um koila að keyra
þegar ein þingkvenna
þeirra leyfði sér þá
ósvífni að taka sjálf-
stæða afstöðu á Alþingi
og háar efasemdaraddir
heyrðust vegna þátttöku
Kvennalistans í sameig-
inlegu framboði í sveit-
arstjómarkosningunum
í Reykjavík í fyrra.
Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona, lýsti
Elsa B. Valsdóttir
taka þátt í slíku forvali, bæði fram-
bjóðendur og kjósendur, að hunsa
niðurstöður þess og boða til nýs forv-
als vegna þess að einhverjir vilja
ekjci una úrsiitunum. Hinn almenni
kjósandi hlýtur að spyija sig hvernig
samtök, sem beita slíku gerræði
gagnvart sínum eigin fylgismönnum,
þeirri kosningabaráttu sem „foringja-
dýrkun" í 3. tölublaði Veru 1994.
Allur krafturinn virðist fara í að
bæla niður sterka einstaklinga innan
samtakanna, því í breiðfylkingu
kvena má að sjálfsögðu enginn einn
skara fram úr. En hveiju hefur þessi
áherlsa skilað kjósendum?
Allur kraftur Kvenna-
listans virðist fara í það,
að mati Elsu B. Vals-
dóttur, að bæla niður
sterka einstaklinga
innan samtakanna.
Hvar er árangur
Kvennalistans?
Á hverju ári verða að jafnaði á
annað hundrað frumvörp að lögum
á Alþingi íslendinga. Frá því að
fyrstu fulltrúar Kvennalistans tóku
sæti á þingi hafa alls 4 frumvarpa
þeirra orðið að lögum og 30 tillögur
orðið að þingsályktunum (ágúst
1994) (hér er ekki verið að tala um
frumvörp flutt með öðrum). Hvernig
stendur á þessu? Hvað eru Kvenna-
listakonur að gera á Alþingi? Að
sjálfsögðu er fjöldi settra laga eng-
inn algildur mælikvarði á árangur
stjórnmálahreyfíngar, lagasetning-
argleði Alþingis er nógu mikil. Hins
vegar gefa þessar tölur ástæðu til
að efast um að vinnubrögð og áhersl-
ur Kvennalistans sé það sem dugar
í jafnréttisbaráttunni.
Höfundur starfar með
Sjálfstæðum konum.
Til stuðning-s
Rannveigu
ARIÐ 1953 hófu
þýskir verkamenn og
skólakrakkar í Austur-
Berlín uppstejd gegn
yfirvöldum landsins.
Þau brugðust harka-
lega við og siguðu
rússneskum skrið-
drekum á þennan
óánægða hóp. Stjórn
landsins kvartaði síðan
hástöfum undan þessu
fólki sem ekki kunni
að meta stjórnkænsku
hennar og góðvild í
garð allrar alþýðu. Rit-
höfundurinn Bertold
Brecht sagði þá að
stjórnvöld sem væru
svo óánægð með þjóð
sína ættu að skipta um þjóð og fá
sér nýja.
Vandamál Alþýðuflokksins í fjöl-
miðlum og skoðanakönnunum und-
anfama mánuði leiddu hugann að
þessari gömlu sögu. Ævintýri flokks-
ins í Reykjaneskjördæmi hafa snúist
upp í dapurlegan Hafnarfjarðar-
brandara. Sumir forystumenn hafa
brugðist illa við fylgishruni skoðana-
kannana og ásökunum um siðleysi.
Þeir hafa kveinkað sér undan ofsókn-
um blaðamanna og kvartað yfrr dóm-
greindarleysi og vanþakklæti kjós-
enda. Sumir þeirra vildu eflaust
skipta út bæði íjölmiðlum og þjóð
sinni ef það stæði til boða.
Á hinn bóginn eru til stjórnmála-
menn innan flokksins sem vinna verk
sín af eljusemi og ná árangri annars
staðar en í siðspillingarumræðunni.
Einn þeirra er Rannveig Guðmunds-
dóttir félagsmálaráðherra. Hún nýt-
ur virðingar bæði pólitískra samherja
og andstæðinga enda er hún dugleg-
ur og kröftugur baráttumaður þeirra
velferðamála sem Alþýðuflokkurin
eitt sinn hafði í öndvegi.
Rannveig hefur um langt
skeið léð helsta áhuga-
máli mínu, áfengismál-
um, gott lið. Hún hefur
flutt þingsályktunartil-
lögur um eflingu, for-
varna í áfengis- og fíkni-
efnamálum. Á vettvangi
menningarmálanefndar
Norðurlandaráðs hefur
hún látið til sín taka
varðandi þennan mála-
flokk auk fræðslumála.
í komandi prófkjöri
styð ég Rannveigu af
heilum hug enda sómir
hún sér vel í efsta sæti
listans. Ég teysti henni
best til þess að standa
vörð um þann árangur sem náðst
hefur í áfengismeðferð og forvörnum
á tímum niðurskurðar og aðhaldsað-
Rannveig nýtur virð-
ingar andstæðinga jafnt
sem samheija, segir
Ottar Guðmundsson,
sem segir hana heiðar-
legan, duglegan og
afkastamikinn stjóm-
málamann.
gerða. Hún getur heil og óskipt unn-
ið að stefnumálum Alþýðuflokksins,
en þarf ekki að eyða dýnnætum tíma
og orku í raunalegan kattarþvott.
Höfundur er sérfræðingur í
lyflækningum.
Óttar
Guðmundsson
Petrína Baldurs-
dóttir þingmaður
sem kveður að
Á STUTTUM ferli
sínum hefur Petrína
unnið traust ekki aðeins
þingmanna Alþýðu-
flokks heldur einnig
þingmanna annarra
flokka.
Það bar brátt að þeg-
ar þessi unga kona frá
Grindavík fauk inn á
þing. Fáir áttu von á
því og allra síst hún.
Hún tók þann valkost
að segja minna en ein-
beita sér að því að læra
á þingstörfin. Hún hef-
ur iært fljótt og vel svo
athygli vekur meðal
þeirra sem þekkja til
starfa alþingis.
Það eru ekki margir sem gera sér
grein fyrir því mikla starfí sem fylg-
ir því á Alþingi að vera stjórnarþirig-
maður. Starfið hvílir á herðum þeirra
þingmanna sem ekki eru ráðherrar.
Stjórnarsetu fylgir ekki aðeins
stjórnun nefndarstarfa og daglegra
starfa þingsins heldur þarf líka að
gæta þess að stefna Alþýðuflokksins
verði ekki kafkeyrð og nái fram þar
sem hægt er í nefndarálitum, laga-
frumvörpum og umræðum. í þessum
þáttum öllum hefur hún axlað sína
ábyrgð og staðið sig vel. Hugsið
ykkur að fara beint úr leikskólanum
og vera strax sett-sem varaformaður
nefndar með Ólaf Ragnar formann
Alþýðubandalagsins undir sér. Hún
hefur komist vel frá þessu og áunnið
sér virðingu og traust annarra þing-
manna úr öllum flokkum.
Áframhaldandi þingmennska
hennar — okkar hagur
IJtum á, nokkrar staðreyndir.
Petrína hefur aflað sér álits og
virðingar með störfum
sínum á Alþingi. Hún
hefur sýnt flokksholl-
ustu á umbrotatímum
og gert sitt til að sætta
öfl innan flokksins.
Petrína er glæsilegur
fulltrúi þeirrar hugsjón-
ar bræðralags og sam-
hjálpar sem við teljum
einkenni jafnaðarstefn-
unnar. Hún er föst fyr-
ir, hefur ákveðnar skoð-
anir en getur tekið rök-
um.
Nú er komið að því
eftir erfiðan skóla að
hún geti blómstrað í
störfum á alþingi okkur
öllum til heilla. Það er
gott að leita til hennar og hún á
eftir að vinna vel fyrir okkur.
Þjóðir fá þá fulltrúa sem þær eiga
skilið. Petrína er búin þeim kostum
Kjósum Petrínu í annað
sætið, segir Jón Grön-
dal, sem segir hana
glæsilegan fulltrúa jafn-
aðarstefnunnar.
flestum sem bestir teljast í þing-
manni. Við eigum Petrínu skilið.
Kjósum hana í 2. sætið í prófkjöri
Alþýðuflokksins í Reykjaneskjör-
dæmi.
Með kærri kveðju og ósk um gleði-
legt ár.
Höfundur cr kennari í Grinda vík.
Jón Gröndal