Morgunblaðið - 17.01.1995, Síða 35

Morgunblaðið - 17.01.1995, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ IUIINNINGAR Elsku amma okkar og fjölskylda, guð gefi okkur öllum styrk og trú í okk- ar miklu sorg. Blessuð sé minning afa okkar. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Ur Davíðssálmi.) Valur Ásgeirsson og Hildur Dögg Ásgeirsdóttir. Horft er um öxl og hugurinn reik- ar aftur í tímann. Hann nemur stað- ar við hátíðarhöld sjómannadagsins í Hafnarfirði. Við setningu hátíðar- innar má heyra kunnugiega rödd, rödd manns sem hefur haft þann starfa í áraraðir að kynna dagskrá hátíðarinnar eða heiðra aldraða sjó- menn. Öllum að óvörum hefur sú rödd þagnað. Guðmundur Ólafsson hefur skilað hlutverki sínu hér á jörðu. Eins og margir hafnfirskir sjó- menn var Guðmundur fæddur og uppalinn á Vestfjörðum og átti sínar ættir þangað að rekja. Ungur að aldri hóf hann sjómannastörf þar fyrir vestan. Stundaði hann þar sjó- mennsku, uns hans leið lá suður til náms í Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Hann útskrifaðist þaðan vorið 1947. Stuttu síðar flyst hann til Hafnarfjarðar. Hann ræðst þar á togara. Hann er á togurum næstu tíu árin, m.a. Röðli og Surprise. Árið 1959 ræðst hann sem stýri- maður á ms. Guðmund Þórðarson RE, á síldveiðar. Skipstjóri þar var Haraldur Ágústsson, frægur afla- maður. Mín fyrstu kynni af Guð- mundi voru þar. Ég var beðinn að leysa af sem stýrimaður tvo túra, annan túrinn undir skipstjóm Har- aldar, en hinn túrinn undir stjórn Guðmundar. Hér var um að ræða frumraun Guðmundar sem skip- stjóra á síldveiðum. í stuttu máli má segja að allt hafði gengið vel og afli góður. Þóttu mér tök Guðmund- ar við að kasta nótinni aðdáunar- verð. Æðruleysið og öryggið eins og hér væri um þrælvanan mann að ræða. Það var því ekki að undra að hann réðist fljótlega til skipstjórn- ar á síldveiðiskip, fyrst á ms. Garðar og síðar á ms. Gróttu RE. Okkar kynni héldust upp frá því. Áttum við samskipti oft í gegnum talstöð- ina. Þegar Guðmundur var á fimm- tugsaldri gripu örlögin inn í hans starf. Veikindi ollu því, að hann varð að fara í land. Við áttum oft tal saman, eftir að hann var kominn í land. Kom þá oft fram í tali hans að hann var ósáttur við sitt hlut- skipti, var hugur hans allur við sjó- sókn og aflabrögð. Á árinu 1983 var óskað eftir því, að undirritaður byði sig fram til for- manns hjá Skipstjóra- og stýri- mannafélaginu Kára. í framhaldi af því leitaði ég eftir því við Guðmund að hann tæki að sér gjaldkerastöðu félagsins. Var það auðsótt mál. Kára hafði hlotnast þar góður starfskraftur, maður, sem vildi veg félagsins sem mestan og starfaði af öllum krafti í samræmi við það. Hann var fulltrúi félagsins í Sjó- mannadagsráði. Auk þess innti hann af hendi fjölda verka fyrir félagið. Efris og áður er getið starfaði Guðmundur ötullega að sjómanna- deginum. Árið 1991 snerist þó hlut- verk hans við, er hann tók við heið- ursmerki dgasins. Var hann vel að því kominn. Fyrir hönd félaga í Kára færi ég honum okkar bestu þakkir. Er við kveðjum góðan félaga fær- um við eiginkonu hans, börnum og barnabörnum, sem og öðrum að- standendum, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð veiti ykkur styrk. Minning um mætan mann verður lengi í minni höfð. F.h. Skipstjóra- og stýrimannafé- lagsins Kára, Hafnarfirði. Ingvi R. Einarsson. PÁLA S. ÁRNADÓTTIR + Pála Sigríður Árnadóttir kaupkona fæddist á Hofsósi 7. febrúar 1912. Hún lést á Borgarspítalanum 7. janúar siðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Ólöf Þorvaldsdóttir og Árni Halldórsson skósmiður á Hofs- ósi og var Pála yngst þriggja dætra þeirra. Hinar systurnar eru báð- ar dánar, Kristjana lést 1970, en Lára, sem var elst þeirra systra, lést 1979. Pála fór snemma að heiman til að stunda vinnu. Hún lærði hatta- saum og var í Danmörku um árs skeið rétt fyrir stríðsbyrj- un. Útför Pálu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag. Þegar heim kom frá Danmörku fór Pála að vinna við sína iðn en fór síðan í kaupmennsku sjálf þegar hún keypti hlut í versluninni Meyj- arskemmunni og þar hefur hún unn- ið alla tíð síðan um 1960. Þennan tíma hefur hana aldrei vantað einn einasta dag og þau voru ekki mörg eða löng fríin sem hún Pála tók um ævina. En tæki hún sér frí þá stóð alltaf hugurinn til Skagafjarðar, þar var hennar Draumaland, og hún reyndi ávallt að komast þangað á hveiju sumri á meðan systir hennar Lára bjó á Hofsósi. Eftir það fækkaði ferð- unum en hugurinn og það hvar heima var var alltaf óbreytt. Hún var samt sem áður mikill Reykvíkingur og fylgd- ist ákaflega vel með því sem var að gerast, bæði í stjómmálum og í framkvæmdum í borgini. Hún lét hik- laust í ljósi hvað henni fannst um hin ýmsu mál, en var tilbúin að hlusta á aðra. Hún fylgdi málum eftir efni en ekki pólitík. Systrum sínum reyndist hún báð- um vel, en þær vora ekki heilsu- hraustar eins og Pála, sem aldrei varð veik, að minnsta kosti ekki að eigin sögn, fyrr en nú á þessu ári þegar hún þurfti að takast á við þann sjúkdóm sem endanlega varð henni yfirsterkari. Pála hefur geng- ið að því öpnum augum þennan tíma að hveiju stefndi og hefur gert það æðrulaust að undirbúa hið stóra skref og taka það af fullri reisn. Hún kvartaði aldrei eða æðraðist og var alltaf þakklát fyrir hvert viðvik. Bar hún þeim sem henni hjúkruðu síðustu vikurnar góða sögu og eru þeim öllum færðar þakkir. Um nokkurra ára skeið bjó Pála með Erlendi Helgasyni arkitekt, sem á þeim árum stundaði alls kon- ar vinnu og fór vel á með þeim. Hann andaðist langt um aldur fram. SVEINBJÖRN GÍSLI SVEINBJÖRNSSON + Sveinjbörn Gísli Sveinbjörnsson var fæddur á Efstu-Grund í Vestur-Eyjafjöllum 11. september 1912. Hann lést í Reykjavík 8. jan- úar siðastliðinn. Foreldrar hans voru Sveinbjörn Guðmundsson, f. 1881, d. 1912, og Rannveig Bjarna- dóttir, f. 1878, d. 1961. Sveinbjörn átti einn albróður, Aðalstein, f. 1909, d. 1988. Þá átti hann einn hálfbróður, Bjarna Sæmundsson, sem lát- inn. Árið 1948 flyst Sveinbjörn til Reykjavíkur og kynnist þar konu sinni, Sigríði Páisdóttur frá Snotru í Austur-Landeyj- um, f. 14.9.1914, d. 11.12.1969. Þau eignuðust tvö börn, Rúnar, f. 12.12. 1950, giftur Önnu Sig- ríði Gunnlaugsdóttur og eiga þau tvær dætur, auk þess sem Rúnar á son með Guðrúnu Ögmundsdóttur, og Rannveigu, f. 20.9. 1952, gift Páli Valdimarssyni, og eiga þau eina dótt- ur. Sveinbjörn stundaði sveita- störf og sjó- inennsku frá Vest- mannaeyjum á vetrum, þar til hann fluttist til Reykjavíkur og gerðist togarasjó- maður. Þegar hann kemur í land 1950 hefur hann störf hjá Togaraaf- greiðslunni þar sem hann gegndi ýmsum trúnaðarstörf- um fyrir verkamenn og sat í sljórn Dagsbrúnar þar sem hann víir stjórnarmaður í sjö ár. Um 1965 hefur hann störf þjá Sláturfélagi Suðurlands fyrst í ullarverksmiðju og síðan í sútunarverksmiðjunni, þar til hann lætur að störfum sökum aldurs. Útför Sveinbjarnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag. SVEINBJÖRN var yngri sonur Sveinbjörns Guðmundssonar frá Efstu-Grund undir Eyjafjöllum og unnustu hans Rannveigar Bjarna- dóttur. Faðir hans lést af slysförum ásamt Gísla bróður sínum í febrúar 1912, er þeir voru á leið á vertíð, að Sveinbirni ófæddum. Þá fluttist móðir hans á heimili Björns Guð- mundssonar, bróður Sveinbjörns og Gísla, og konu hans Kristjönu Jóns- dóttur, Efstu-Grund, með Aðalstein son sinn hvar Sveinbörn fæddist. Ólust þeir bræður þar upp ásamt börnum og barnabarni (undirrit- aðri) þeirra hjóna. Ungur gekk Sveinbjörn til allra starfa til sjávar og sveita eins og títt var þá. Hann var ósérhlífinn og greiðvikinn og taldi aldrei eftir sér að rétta hjálparhönd þeim er hann unni. Gjafmildi hans var ein- stök og ég minnist ætíð gjafa hans er hann kom úr veri. Það var ætíð grunnt í grínið hjá honum, og eru margar kærar endurminningar frá þeirri tíð. Sérstaklega er þeir bræð- ur fóru að kvöldlagi upp í Holtsnúp og kveiktu eld, sem varð sveitung- unum undrunarefni og álitu margir að þar væru álfar á ferð. Áratugum síðar upplýstu þeir, hvers kyns var, og höfðu gaman af. Hann P.utti til Reykjavíkur 1948 og stundaði þar ýmis verkamanna- störf og m.a. hjá Togaraafgreiðslu Reykjavíkur og við sútunarstöð Sláturfélags Suðurlands. Sveinbjörn var maður, sem lét lítið yfir sér, rólegur í fasi, fáskipt- inn, en hlýr og einlægur ættingjum sínum og vinum. Ég minnist ætíð ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 35 Fyrstu Reykjavíkurárin bjó Pála hjá systur sinni Kristjönu í Skeija- firðinum, en um 1950 keypti hún lítið hús við Njálsgötuna nr. 33, bakhús, og þangað tók hún foreldra sína aldraða þegar þau flultu frá Hofsósi, og sá um þau til dauða- dags. Á þeim árum var oft þröngt í búi, en Pála vildi aldrei leita til annarra um hjálp heldur sparaði því meir við sig sem skórinn kreppti harðar. Pála var ekki allra en átti marga góða vini og ræktaði þá vináttu vel. Hún vildi alltaf öllum greiða gera og var gjafmild mjög. Við ætlum að hún hafí ekki haft af því minni ánægju en við foreldrarnir systurbarnabarna hennar, þegar pakkar voru opnaðir á jólum og í afmælum, og börnin litu yfirleitt til hennar sem ömmu, þar sem hinna ammanna naut ekki við. Elsta barnabam systur hennar heitir líka eftir Pálu og voru þær hvor ann- arri alltaf mikils virði. Og búðin sem Pála átti hlut í var hennar vinnu- staður síðustu 35 árin, Meyjarskem- man, er komin í hendur einnar syst- urdótturdóttur hennar sem hefur unnið með Pálu mörg undanfarin ár að fullu og oft áður í ígripum. Þegar litið er yfir farinn veg kemur Pála alltaf fram sem hin trausta og stöðuga kona, sem alltaf hafði hlutina á hreinu, vildi vera sjálfstæð og vera fremur veitandi en þiggjandi. Hafðu þökk fyrir allar samverustundirnar og mikinn manndóm, ágæta móðursystir og vinkona. Ólöf og Egill Skúli. Okkur langar að minnast Pálu frænku, hún var ömmusystir okkar. Þær voru þrjár systurnar, Lára, Kristjana, amma okkar og Pála, og með hlýju aðstoðar, sem hann veitti mér í erfíðum veikindum á heimili mínu. Hann taldi ekki eftir sér tímana, sem hann aðstoðaði, eftir erfíðan vinnudag. Hann var mér sem bróður. Hafðu þakkir fyrir allt, Svein- björn minn. Börnum þínum og fjöl- skyldum þeirra votta ég samúð mína. Megi almáttugur Guð varð- veita minningu þína. Elin Guðmundsdóttir. Elsku Sveinki minn. Það var á þeim degi 8. janúar 1995, að ég frétti að þú værir dá- inn, þú værir búinn að yfirgefa það líf sem við þekkjum og farinn yfir í annan heim. Ég ætlaði ekki að trúa því að þú hefðir-farið án þess að kveðja, enda þótt það væri ekki langt síðan við sáumst síðast. Ég frétti að þú hefðir skyndilega orðið veikur og verið lagður inn og svo dáið stuttu síðar. Þetta gerðist allt svo fljótt. Og hvað getur maður sagt? Það er ekki mikið réttlæti í þessu. En hvað ég hefði viljað geta kvatt þig betur, Sveinki minn. Nú hugsar maður til þeirra tíma, þegar ég var lítill polli og eyddi miklum tíma á Skúlagötunni hjá þér og ömmu. Þetta var sem annað heimili mitt og ég man hversu gam- an var að leika sér hjá ykkur. Ef maður var ekki að hlusta á plötur, er móðir okkar eina eftirlifandi barn þeirra. Pála hefur alla tíð verið nokkurs konar amma okkar og okkar barna, því hún átti engin börn sjálf. Hún var alla tíð mjög rausnarleg við okkur fjögur systkinin og okkar böm. Alltaf fengu allir jóla- og af- mælisgjafír frá Pálu, oft voru það hanskar og buddur sem hún hefur alveg séð okkur fyrir í gegnum tíð- ina. Pála eignaðist hlut í Meyjarskem- munni, Laugavegi 12, 1968 og var það hennar annað heimili síðan. Þegar farið var í bæinn var alveg ómissandi að koma við í „Pálubúð“ eins og bömin kalla það, heilsa upp á Pálu, hita sér og fá Ópal, en það var fastur liður hjá bömunum. Pála mætti alltaf í búðina og dró ekki af sér fyrr en fyrir tveimur ámm að hún fór að fara sér hægar, en alltaf lét hún nú sjá sig öðru hvoru og vom þetta fyrstu jólin sem hún kom ekkert í búðina. Pála hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og var ekkert að fela þær, þótt allir væru nú ekki á sama máli og hún og spunnust því oft fjörugar umræður á mannfögn- uðum. Hún fylgdist mjög vel með okkur systkinum og okkar börnum og var með allt á hreinu hvað við vorum að gera, og ef börnin voru veik hringdi hún á hveijum degi. 17. júní höfum við alltaf mætt öll heim til Pálu, fyrst á Njálsgöt- una og síðar í Ljósheimana. Tók hún þá alltaf mjög vel á móti okkur með heitu súkkulaði, snittum og tertum og naut þess að fá okkur í heimsókn, sýna okkur gamlar myndir og myndir af stjúpunum sínum sem hún plantaði á hveiju vori. Elsku Pála okkar, far þú í friði. Nana, Gerða og Inga. þá bjó maður til alls kyns hús og tæki úr kubbum og ekki má gleyma öllum sundferðunum, sem við fór- um upp í Sundhöll, þú og ég, og busluðum og syntum. Það má svo sannarlega segja að þetta hafi ver- ið góðir tímar og ég get ekki hugsa um betri stað til að alast upp á alveg frá smábarni til ungs drengs. Ég ætti að þakka þér fyrir svo margt, sérstaklega að vera mér svo góður sem þú varst. Þrátt fyrir að þú hafir ekki verið alvöru afi minn, þá leit ég alltaf á þig sem afa minn. Þú komst svo sannarlega í stað þess afa, sem ég aldrei átti. Eftir því sem ég varð eldri þá hittumst við sjaldnar og við sáumst ekki eins oft og við hefðum átt að gera. Ég vona bara í hjarta mínu að þú get- ir fyrirgefið það, því að það eru hlutir, sem maður sér eftir að hafa ekki gert nógu oft. Þess vegna vil ég bara, Sveinki minn, kveðja þig með þessum fáu orðum og vil að þú vitir að góðu minningarnar sem við áttum munu lifa með mér um ókomna tíð. Þar sem dagur er að kveldi kominn vona ég að þér líði vel hvar sem þú ferð frjálslega um. Söknuðurinn er ætíð til staðar, en ég veit að við hittumst síðar og rifjum upp alla góðu tímana. Vertu blessaður, Sveinki minn. Þinn, Jóhann Árni. Lokað Skrifstofa Haraldar Böðvarssonar hf. verður lokuð eftir hádegi í dag, þriðjudaginn 17. janúar, vegna jarðarfarar VALDIMARS INDRIÐASONAR. Haraldur Böðvarsson hf., Akranesi. t Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, BRIGITTU VILHELMSDÓTTUR, Árbraut 7, Blönduósi. Sigursteinn Guðmundsson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.