Morgunblaðið - 17.01.1995, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 43
BRÉF TIL BLAÐSINS
Þau tvö eru eitt hold
Frá Guðmundi Erni Ragnarssyni:
ÁRIÐ 1986 skipaði Alþingi nefnd
til að kanna réttaráhrif tækni-
frjóvgunar og gera tillögur um
hvernig réttarstaða aðila verði
tryggð. Nefnd þessi var fyrst nú
eftir meira en átta ára nefndar-
störf að skila niðurstöðu í formi
tveggja frumvarpa til laga um
tæknifijóvgun.
Nefnd þessa skorti hvorki lög-
fræðing né lækni, en enginn var
þar prestur eða forstöðumaður
kristins safnaðar, þó má telja víst
að hinar siðferðilegu spurningar
hafi tafið nefndina svo lengi sem
raun varð á.
Lesa má í Morgunblaðinu 11.
janúar að nefndarmenn hafi gert
það að „aðalreglu" í báðum tillög-
um sínum að aðeins verði notaðar
eigin kynfrumur „parsins". í þessu
landi allt frá árinu 1000 hefur
kristilegt siðferðismat verið lagt
til grundvallar allri lagasetningu.
Það ætti því áfram að vera eina
reglan sem tekið er mið af við laga-
setningu eins og hér um ræðir.
Hér á ekki við að tala um „aðal-
reglu“ og „aukareglu" til vara.
Tæknifijóvgun er nokkuð sem
snertir mjög viðkvæmt svið í
mannlegum samskiptum, kynlífið.
Kristilegt siðferði byggist á krist-
inni trú og hún byggist á Bibl-
íunni, Guðs orði. Samkvæmt Guðs
orði er kynlífið ætlað manninum
til blessunar, til þess að þau marg-
faldist og uppfylli jörðina. „Fyrir
því skal maður yfirgefa föður og
móður og bindast konu sinni og
þau tvö skulu verða einn maður
(eitt hold).“
Kynlífið er óumræðalega mikil-
vægt svið mannlegs lífs. „Gott,
rétt“ kynlíf færir fólki fullnægju
og hamingju í lífinu. En „slæmt,
rangt“ kynlíf er því miður útbreitt
böl meðal manna. Guð hefur sett
strangar reglur um kynlífið. Þessar
reglur einar geta tryggt mönnum
hamingju.
Ekkert kynlíf má eiga sér stað
nema og innan hjónabands. Hjóna-
bandið er órúfanlegur sáttmáli
milli karls og konu frammi fyrir
augliti Guðs. Að skilja tilganginn
með þessum ströngu reglum er
auðvelt.
Kynlíf einstaklings fyrir hjóna-
band verður til þess að trufla kyn-
líf hans þegar til hjónabands kem-
ur, vegna viðkvæmra minninga og
samanburðar. Og öllum má ljóst
vera að hórdómur annars eða
beggja aðila að hjónabandi útilokar
farsælt kynlíf milli þeirra.
Og þá komum við aftur að
tæknifijóvguninni. Kristilegt sið-
ferði leyfir aðeins notkun tækni-
fijóvgunar þegar hjón eiga í hlut,
alls ekki ógift „par“ og leyfir að-
eins notkun eigin kynfruma hjón-
anna. Því sé þegið egg eða sæðis-
fruma frá þriðja aðila hefur hór-
dómur átt sér stað. Því verður
ekki breytt með undirskriftum. í
16. kafla 1. Mósebókar segir Sara
við Abraham: „Heyrðu, Drottinn
hefir varnað mér barngetnaðar.
Gakk því inn til ambáttar minnar,
vera má að hún afli mér afkvæm-
is.“ Þannig drýgði Abraham hór-
dóm með samþykki Söru. Það átti
eftir að draga dilk á eftir sér. Þau
tvö skulu vera eitt hold.
GUÐMUNDURÖRN
RAGNARSSON,
prestur,
Brávallagötu 10, Reykjavík.
Hollráð til Hilmars Hafsteinssonar
Frá Kristjáni Péturssyni:
HILMAR Hafsteinsson skrifaði
grein í Morgunblaðinu þann 11.
janúar sl. sem bar yfirskriftina:
„Sannleiksást Kristjáns Pétursson-
ar“. Tilefni greinarinnar er að
kenna Jóhönnu Sigurðardóttur um
gjaldþrot heimilanna í landinu
v/húsbréfakerfisins, sem hann
nefnir skrímsli. Svona skrif dæma
sig sjálf og lýsa reyndar afar vel
hugarheimi greinarhöfundar, sem
er sýnilega búinn að tileinka sér
ósannindavaðal formanns Alþýðu-
flokks. Óttinn hræðir oft menn frá
því að fylgja eigin samvisku og
skajmr sjúklegar ímyndanir.
Ofarir Alþýðuflokks samkvæmt
skoðunarkönnunum virðist hafa
sturlað fylgismenn hans. Jafnvel
ágætismaður eins og Hilmar Haf-
steinsson, sem hefur margt gott
gert innan síns bæjarfélags, m.a. á
sviði íþróttamála, lætur nú reiði sína
bitna á mér. Orðrétt lýsir hann í
greininni afskiptum mínum af lög-
reglumálum þannig: „Sjaldnast
kom hann að málum nema í felum,
aðrir þurftu að taka á sig ábyrgð.“
Ég er nú ansi hræddur um Hilmar
minn að þú fengir ekki þessa starfs-
lýsingu á störfum mínum staðfesta
af samstarfs- og yfirmönnum mín-
um. Ég bar alltaf fulla ábyrgð í
starfi og þurfti aldrei að láta neinn
skýla mér né vernda. Þátttaka mín
og frumkvæði í ýmsum stórfelldum
sakamálum sanna þetta ótvírætt.
„Sannleiksást" þín er alvarlega
skert í þessum efnum og á reyndar
enga stoð í veruleikanum. Sama
gildir um skrif þín er ég tók við
starfi ráðningastjóra 1960 og deild-
arstjórastarfinu 1967. í báðum til-
vikum var til mín leitað af ýmsum
aðilum og óskað eftir að ég tæki
að mér þessi störf. Á þessum árum
fór Alþýðuflokkurinn með utanrík-
ismál og því hlutskipti þáverandi
utanríkisráðherra að skipa mig í
þessar stöður. Ég hafði alla tíð góð
samskipti við Suðurnesjamenn í
mínum störfum og ekki síst þá sem
næst þér standa.
Mildilegt svar við reiðan mann
er að hann skrifi ekki fleiri greinar
á meðan hugmyrkvi lokar honum
sýn. Menn geta flækst í net
heimskulegra umræðna ef þeir
hugsa ekki rökrænt og sjálfstætt.
Ósannindum fylgir alltaf eftirsjá og
kallar á tortryggni og jafnvel fyrir-
litningu þeirra sem vita betur. Ég
vona að þessi hollráð vísi þér veginn
til heiðarlegra umfjöllunar málefna
eftirleiðis og óska þér góðs gengis
á komandi kosningaári.
KRISTJÁN PÉTURSSON,
fyrrverandi deildarstjóri.
SUZUKI SWIFT GLSi
Aflmikill, sparneytinn, lipur.
Þab eru góð kaup í Suzuki.
Verö:
Beinskiptur kr. 939.000.
Sjálfskiptur kr. 1.029.000.
í SUZUKI
...........
SUZUKI BÍLAR HF
VERKSTJÓRN
Námskeið ætlað öllum verkstjórnendum, bæði
nýjum og þeim sem vilja bæta námi við reynslu.
Verkstjórnarfræðslan á Iðntæknistofnun býr yfir meira
en þriggja áratuga reynslu við fræðslu verkstjórnenda.
Námsþættirnir eru alls yfir 20. Meðal þeirra eru:
- Almenn samskipti, - vinnusálfræði og stjórnun, - áætlanagerð,
- hvatning og starfsánægja, - valdframsal, - stjórnun breytinga.
Námskeiðið er samtals 90 stundir og
skiptist í tvo hluta:
6.-11. febrúar og 27. febrúar - 4. mars.
Innritun stendur yfir
í síma 877000.
Iðntæknistofnun
IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS
Keldnaholt, 112 Reykjavík
Sími (91) 87 7000
Pósttax 87 74 09
Talskólinn
Framsögn, raddþjálfun, ræðumennska.
Námskeið í janúar, febrúar og mars.
Innritun daglega milli kl. 17 og 19
í síma 77505.
Talskóli Gunnars Eyjólfssonar.
OLEANNA
EGLA bréfabindi
RJÖLFESTA
ÍGÓÐU
SKIPULAGI
Við sendum þér bækling óskir þú þess
með myndum af fjölbreyttu úrvali okkar af
þessum vinsælu bréfabindum okkar. Síðan
getur þú pantað það sem hentar fyi'irtæki þínu
og færð sendinguna.
Hafðu samband við sölmnenn okkar
í síma 68 84 76 eða 68 84 59.