Morgunblaðið - 17.01.1995, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 17.01.1995, Qupperneq 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ UNGLINGAR Hvar eru þau og hvað eru þau að gera? Urðu Islandsmeistarar í sínum flokki í fyrra ÆR BERGLIND Kristjáns- dóttir og Eva Stefánsdóttir eru báðar í stúlknaflokki í körfubolta hjá UMFN. Þær ræddu við okkur um það hvernig það er að spila körfubolta og hvort það er munur á því að vera stelpa eða strákur í sportinu. Þær eru báðar 14 ára og hafa náð góðum árangri með sínu félagi. Af hverju körfubolti? Berglind: Þetta er mitt helsta áhugamál. Eva: Þetta er líka svo gaman og skemmtileg íþrótt. Það er líka míkill áhugi á körfubolta hérna í Njarðvík þannig að maður er alin upp við þetta. Spila margar stelpur körfu- bolta í Njarðvík? Eva: Ekki mjög margar, mér finnst þær eiginlega vera of fáar. Þær sem spila hafa heldur ekkert mjög mikinn áhuga, þær spila bara af því að körfubolti er í tísku núna. Berglind: Áhuginn var mjög mikill, en hann hefur minnkað. Það getur verið að stelpum fínnist þetta of dýrt. Við þurfum að kaupa okkur skó og æfingaföt. Eva: Svo eru auðvitað æfinga- gjöldin. Eruð þið búnar að æfa lengi? Berglind: Ég er búin að æfa í þiju ár, þetta er þriðja árið mitt. Eva: Ég er búin að æfa í fjögur ár, síðan ég var tíu ára gömul. Hvað gefur körfuboltinn ykk- ur? Eva: ánægju og gleði. Berglind: Það er gaman að vera í svona hóp, fara út á land og spila og svoleiðis. Við erum allar góðar vinkonur. Eva: Mórallinn er góður. Berglind: Það er aðalatriðið að við séum allar góðar vinkonur en ekki einhver ein sem er útundan eða eitthvað svoleiðis. Hvert er markmiðið með æf- ingunum hjá ykkur? Eva: Það er að komast í landsliðið. Berglind: Það og verða alltaf betri og betri, æfingin skapar meistarann. Hvernig er hægt að vekja áhuga almennings á kvennak- örfubolta? Eva: Það er of lítið ljallað um fyrstu deild kvenna í fjölmiðlum. Berglind: Allavega miðað við karladeildirnar. Ef þið mættuð ráða í körfu- boltadeild UMFN, hvernig mynduð þið þá hafa hlutina? Berglind: Það er erfitt að svara því svona í fljótu bragði. Eva: Stjórnin er ágæt, en ég myndi vilja gera meira úr kvenna- boltanum, það er meira gert fyrir strákana en okkur. Berglind: Það er þannig í öllum félögum held ég. Eva: Forráðamenn félaganna þyrftu að sýna kvennaboltanum meiri áhuga og virðingu. Þeir mættu hrósa okkur meira. Við urðum til dæmis íslandsmeistarar í fyrra. Berglind: Það bjóst enginn við því að við yrðum meistarar, flestir héldu að það hefði bara verið grís hjá okkur. Eva: En við hefðum ekki orðið íslandsmeistarar ef við hefðum ekki getað neitt... en ef strákarn- ir hefðu orðið íslandsmeistarar þá hefði sko örugglega verið haldið partí eða eitthvað fyrir þá. Berglind: Við urðum auðvitað Islandsmeistarar af því við æfðum vel og mikið en ekki vegpia þess að við grísuðum á það. Viljið þið segja eitthvað að lokum? Berglind: Æfmgin skapar meistarann. Eva: Ætli ég segi það ekki bara líka. Leikur aðalhlutverkið í Bæjarbíói LEIKLISTARÁHUGI á meðal unglinga er mikill og víða eru leikfélög komin með sérstakar unglingadeildir. Leikfélag Hafnar- fjarðar er eitt þessara leikfélaga, 27. janúar næstkomandi er frum- sýning hjá unglingadeildinni í Bæjarbíói. Við hittum að máli Þóri Sæmundsson, 14 ára, en hann er einn hinna ungu leikara hjá félaginu og hann segir okkur hér hvað er að gerast. Hvað getur þú sagt okkur um unglingadeild Leikfélags Hafnar- fjarðar? Þetta er mjög skemmtileg vinna. Þetta er náttúrulega áhuga- manna leikfélag, það fær enginn borgað. Þetta er mest sjálfboða- vinna, við þurfum að vinna í leik- myndinna sjálf og allt, þannig en þetta er mjög skemmtilegt. Hvað er skemmtilegt við þetta? Það er í rauninni allt, að vinna með öllum þessum krökkum, þetta eru allt skemmtilegir krakkar og leikstjórarnir eru mjög skemmti- legir. Þetta er nýtt fyrir manni að vera í þessu og það er skemmti- legt. Hvað gefur svona starf í leikfélagi unglingi eins og þér? Það gefur manni mikið held ég. Ég hef leikið í Borgarleikhúsinu og hérna áður og mér fnnst rosa- lega gaman að leika. Og eftir þessa vinnu í leikhúsi langar mig til að verða leikari og það er mjög gott að vera búinn að prófa. Hvaða verk eruð þið að setja upp núna? Við erum að setja upp; Leiðin til hásætis. Það fjallar um 17 ára strák sem langar að verða konung- ur í landinu Katoríu og hann fer til ráðherra og spyr þá hvað hann þurfí að gera til að vera konung- ur.. Þeir leggja fyrir hann sjö þrautir og hann þarf að leysa þær til að verða konungur, svo finnur hann náttúrulega stelpu og þið vitið hvernig það er. Ég leik Stark- að sem er strákurinn. Áttu þér einhver önnur áhugamál en leiklistina? Já, já mörg, náttúrulega stelpur og handbolti, körfubolti og ég hef tíma til að sinna þessu öllu núna, en þegar ég var að byija þá gekk mér illa í skólanum og þetta var allt rosalega erfitt. En núna er ég búin að læra að skipuleggja tíma minn og þetta gengur allt upp núna, sagði þessi ungi leikari að lokum. Stefni að því að ná árangri í því sem ég tek mér fyrir hendur Nafn: Hrafnhildur Hallgrímsdóttir Heima: Akureyri Aldur: 15 ára Skóli: Glerárskóli Getur skólinn verið betri en hann er? Kannski kennslan í sumum fögum, en ekki öllum, en ég er mjög ánægð með skólann eins og hann er. Hveiju vilt þú breyta í þjóðfélag- inu? Ég veit það ekki, fá betra og meira félags- líf fyrir unglinga. Er til unglinga- vandamál? Já, það er náttúrlega vandamál ef krakkar drekka of mikið og ef fólk fer út í vitleysu og P- Er til foreldrava mál? Já, það er öruggk til einhversstaðar, ekki hjá mér. Hvernig er fyrir myndarunglingur? Hann reykir ekki, drekkur ekki, stundar íþróttir er ekki í neinu veseni og er góður félagsskap- ur. Hvernig eru fyrirmyndarfor- eldrar? Þeir sem geta talað við mann og treyst manni, eru vinir manns og ekki ósanngjarnir. Hvað vilt þú ráðleggja þeim sem umgangast unglinga? dó- Að sýna þolinmæði. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að spila fótbolta. Hvað er það leiðin- legasta sem þú gerir. Laga til. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég hef ekkert hugsað um það, ná góðum árangri í sem ég tek mér fyrir hendur. Hver myndir þú vilja vera ef þú værir ekki þú? Bara einhver allt annar. Hver er munurinn á lækni og Legó-kubbi? Læknirinn er náttúrlega lifandi og Legó-kubburinn er bara ein- hver hlutur. Hvernig eru strákar/stelpur? Hörður, 14 ára, Þær eru fínar, skemmtilegar og fallegar. íris J., 14 ára, Þeir eru ágætir sumir, en ég hef ekkert álit á þeim. Sumir eru skemmtilegir og fyndnir, en samt geta þeir verið ógeðslega leiðinlegir... bara eins og Andri. Þeir sem eru eldri en ég eru sætir, ég hrífst meira af eldri mönnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.