Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 56
MORGUNBIADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNAIISTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Olafur Helgí Kjartansson formaður almannavarnanefndar Isafjarðar Það verður leitað þar til allir hafa fundist „ÞAÐ VERÐUR leitað þar til allir hafa fundist. Leit er hins vegar erfið, enda hefur veður ekki gengið niður og skyggni hefur mest verið 30 metrar í dag,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Isafirði og formaður almannavarnanefndar þar, í sam- tali við Morgunblaðið um miðnætti í nótt. Mikill fjöldi björgunarsveitarmanna var við leit í Súðavík í allan gærdag og fram á nótt við mjög erfið skilyrði. Aðeins hefur verið hægt að komast sjóleiðina til Súðavíkur vegna óveðurs og ófærðar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjóferðin undirbúin Margrét EA fékk á sig brotsjó út af Dýrafirði J3KUTTOGARINN Margrét EA fékk á sig brotsjó á níunda tím- anum í gærkvöldi út af Dýra- firði. Engan sakaði um borð en allir gluggar í stýrishúsi brotn- uðu. Skipið var að flytja björg- unarlið til Súðavíkur. Þorsteinn Vilhelmsson hjá Samherja, sem gerir skipið út, sagðist gera ráð fyrir að miklar skemmdir hefðu orðið á tækjum í brúnni. Ekki hafði tekist að ná sambandi við skipið sjálft en samkvæmt upplýsingum frá nærstöddum togurum voru allir heilir á húfi um borð. Margrét EA hafði sótt viðbót- ar björgunarlið til Þingeyrar og ^FIateyrar til að flytja til Súða- víkur þegar brotið kom á skipið. Voru sjö björgunarmenn um borð auk áhafnarinnar. Heimamenn hófu strax leit þegar snjóflóðið félt um klukkan hálf sjö í gærmorgun. Fyrstu björgunarsveitarmenn, læknar og hjúkrunarfólk komu frá ísafirði til Súðavíkur með Fagranes- inu kl. 10 í gærmorgun. Fagranesið flutti svo þá sem komust lífs af úr snjóflóðinu og aðra íbúa frá Súðavík til Isafjarðar eftir hádegi og tóku togarar einnig þátt í flutningi fólks. Var hinum slösuðu komið fyrir á sjúkrahúsi en aðrir fengu gistingu á vegum almannavarnanefndar eða hjá vinum og vandamönnum. Stjórnstöð hjálparstarfsins var staðsett í hraðfrystihúsinu Frosta en á níunda tímanum í gærkvöldi féll annað snjóflóð í Traðargili sem stórskemmdi nokkur hús til viðbótar og sleit sundur rafmagnslínu, og varð að mestu rafmagnslaust í Súða- vík. Var þá ákveðið að flytja stjórn- stöð hjálparstarfsins um borð í Fagranesið sem liggur í höfninni. Bessi tók niðri á Sundunum Skuttogarinn Bessi ÍS frá Súðavík tók niðri í innsiglingunni við Sunda- % höfn á ísafirði um kl. 18.30 í gær- kvöldi. Haffara tókst að draga togar- ann á flot á háflóðinu um kl. 21.30. Bessi var að koma frá Súðavík þegar óhappið varð. Þar hafði tog- aranum verið ætlað að flytja slasaða pg aðra sem á þyrftu að halda til ísafjarðar, en ekki tókst að koma skipinu að bryggju á Súðavík vegna óveðurs og sjávarfalla. Haffari frá Súðavík fór frá ísafirði kl. rúmlega 23 í gærkvöldi með fatn- að og svefnpoka. „Nú eru um 140 manns við björgunarstörf í Súðavík og hafa flestir aðstöðu um borð í Fagranesinu, sem liggur þar við bryggju. Þó eru einhveijir í barna- skólanum og komast ekki þaðan í bili og enn aðrir hafast við á neðri hæð Frosta, þar sem enn er einhver ylur. Það hefur hins vegar verið raf- magnslaust í bænum frá því að síð- ara flóðið féll í gærkvöldi, sem enn eykur erfiðleika við leitina. Það verð- ur hins vegar leitað í alla nótt og þar til allir eru fundnir," sagði Ólaf- ur Helgi. Varðskipinu miðaði hægt Varðskipið Týr lagði af stað frá Reykjavík til Súðavíkur laust fyrir kl. 15 í gær með fjóra lækna, átta hjúkrunarfræðinga og 50 manna björgunarlið auk tækja og búnaðar. Siglingin sóttist seint þar sem af- takaveður og haugasjór var á leið- inni. Varskipið kom við á Patreks- firði og sótti veikt barn sem átti að flytja til ísafjarðar og var ekki gert ráð fyrir að skipið kæmi til Súðavík- ur fyrr en undir hádegi í dag. SJÖ björgunarhundar verða við leit á snjóflóðasvæðinu í Súða- vík. Tveir fóru með varðskipinu Tý og tveir með Engey RE en þrír voru fyrir vestan. Hund- arnir tveir sem fóru með Engey í gærkvöldi <jru úr Björgunar- hundasveit Islands, sérþjálfaðir til leitar í snjóflóðum. Sjóferðin getur reynst hundunum erfið en hluti af þjálfuninni er að venja þá við sjóferðir. A mynd- inni eru eigendur hundanna, Valgeir Rúnarsson og Ásgeir Sverrisson, að búa þá undir ferðina. Alls fóru 66 björgunar- sveitarmenn með Engeynni vestur. Sextán ára stúlka gróf sig upp úr snjó í herbergi sínu og komst út úr húsinu Finnst fætumir vera að kremjast „ÞETTA er ógeðslegt. Ef eitthvað gerist finnst mér alltaf eins og ég sé að lenda í snjóflóði og fæturnir á mér að kremjast, alveg eins og þegar snjórinn fór yfir mig,“ sagði Guðrún Elvarsdóttir, 16 ára stúlka sem lenti undir snjó í herbergi sínu en slapp ómeidd ásamt allri fjöl- skyldu sinni þegar snjóflóðið reið yfir Súðavík snemma í gærmorgun. Afi hennar, Ragnar Þorbergsson sem búsettur er í Reykjavík, á fjög- ur börn búsett í Súðavík sem öll sluppu við snjóflóðið ásamt mökum sínum og börnum, alls fjórtán manns. Snjóflóðið féll á hús Elvars sonar hans og féll skammt frá húsum tveggja annarra barna hans. Elvar var ekki heima en kona hans, 13 ára sonur og vinur hans jafngamall voru heima auk Guð- rúnar. Hlustaði eftir börnunum „Ég var vakandi og heyrði eins og sprengja spryngi og síðan varð grafarþögn," segir Anna Sigurðar- dóttir, eiginkona El- vars. Herbergi hennar er í þeim hluta húss þeirra við Nesveg sem snýr frá fjallinu. Snjó- flóðið fór í gegnum húsið og inn á gólf hjá henni. Flóðið tók með sér hurð af barnaher- bergi og lokaði her- bergi hennar. Anna segir að gangurinn hafi verið fullur af snjó og hún hafi byijað á að ráðast á hurðina til að reyna að koma henni frá. „Ég fór að hlusta eftir bömunum og heyrði í þeim öllum. Þau komu skríðandi til mín. Þeim var orðið kalt og setti ég þau öll upp í rúm til mín. Við Guðrún skriðum síðan fram í stofu til að leita að kerti og reyna að finna leið út úr húsinu og kom þá í ljós að glugginn á herberginu mínu var eina útgönguleiðin. Um það leyti sem við kom- um til baka bönkuðu tveir menn á gluggann og komu síðan eftir smástund aftur og hjálpuðu okk- ur út um gluggann og fóru með okkur í næsta hús fyrir neð- an,“ segir Anna. Öskraði af hræðslu Sextán ára dóttir hennar, Guðrún, telur að hún hafi verið vöknuð og hafi verið búin að snúa sér við og hringa sig saman þegar snjórinn æddi inn í herbergi hennar, stöðvaðist við rúmið en flæddi síðan yfir hana. „Ég var nýbúin að lesa að maður ætti ekki að þjappa snjóinn ef maður lenti í flóði. Eg fór að hamast og komst upp úr snjónum og öskraði því ég var svo hrædd. Ég sá ekki neitt. Ég heyrði svo bróður minn og vin hans kalla í mig en þeir voru innar í húsinu og þegar mamma náði hurðinni frá sagði hún okkur að koma til sín,“ segir Guðrún. Bílskýli er fyrir utan húsið og skýlir horninu sem Guðrún svaf í. Þurfti flóðið því að fara í gegnum tvöfaidan vegg. En veggurinn sprakk samt. Guðrún fór í ullar- sokka og skreið með móður sinni fram í stofu til að reyna að kom- ast út um svaladyrnar en stofan og svalirnar voru troðnar af snjó og engin leið að komast þar út. Þær sneru því við og komust út um svefnherbergisgluggann. Systkinin öll heil á húfi Þegar rafmagnið fór af Súðavík í fyrrinótt var húsbóndinn á heimil- inu, Elvar Ragnarsson, kallaður út til að ræsa vararafstöð. Þar hefur hann verið bundinn síðan og hefur ekki hitt konu sína og börn en þau fóru til ísafjarðar og eru hjá vina- fólki. „Elvar sonur minn fékk þær fréttir snemma í gærmorgun að snjóflóð væri fallið í Súðavík. Hann sagði mér síðar: „Ég var að hugsa um það pabbi að ijúka frá vélunum því húsið mitt er á þessu svæði og fjölskyldan heima.“ Rétt í því hefði konan hans hringt og sagst hafa komist ómeidd með börnin í næsta hús en húsið væri hálffullt af snjó,“ segir Ragnar Þorbergsson, eftir- litsmaður hjá íslenskum sjávaraf- urðum í Reykjavík, en hann bjó lengi í Súðavík og á þar afkomend- ur, önnur skyldmenni og marga vini, eins og fyrr getur. Hann segir að Elvar hafí strax hringt í systkin sín og komist að því að þau væru öll heil og síðan látið sig vita. „Maður guðs og lifandi, auðvitað létti mér að heyra að þau væru öll heil,“ segir Ragnar. „En það var jafnframt mikið áfall að heyra um snjóflóðið. Þetta er sárt, ég á fleira skyldfólk þarna og marga góða vini.“ Ragnar Þorbergsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.