Morgunblaðið - 15.02.1995, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Söfnunin Samhugur í verki
180 milljónir
króna komnar inn
UM 180 milljónir af 240 sein loforð
fengust fyrir í söfnuninni Samhugur._
í verki hafa skilað sér inn á söfnunar-
reikning, að sögn Péturs Kr. Haf-
stein formanns stjómar söfnunarinn-
ar.
Segir Pétur að hluti framlaganna
hafí verið greiddur með krítarkort-
um, greiðslur berist væntanlega um
næstu mánaðamót og því horfí vel
með framhaldið.
Magnús Erlingsson sóknarprestur
er kominn heim frá Færeyjum þar
sem hann tók við þjóðargjöf Færey-
inga, sem verður varið til þess að
byggja við grunnskólann í Súðavík.
Fjárhæðin mun vera um 20 millj-
ónir og segir Jón Gauti Jónsson sveit-
arstjóri í Súðavík að hreppsnefndin
hafí gert tillögu að beiðni Paul Mohr,
ræðismanns Islendinga í Færeyjum,
hvemig verja mætti fénu. Hafí það
verið niðurstaða nefndarinnar að því
yrði varið til að byggja við gmnnskól-
ann í Súðavík, sem að hluta til sé
rekinn í bráðabirgðahúsnæði.
Einnig ætli Lionshreyfíngin að
styrlq'a fyrirhugaða' byggingu leik-
skóla við gmnnskólann, en ekki sé
hægt að hefjast handa við þær fram-
kvæmdir fyiT en búið sé að stækka
grunnskólann.
108. gr. hegningar-
laganna afnumin
RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt,
að tillögu Þorsteins Pálssonar dóms-
málaráðherra, að leggja fram fmm-
varp um að nema úr gildi 108. grein
hegningarlaga um æmmeiðingar í
garð öpinberra starfsmanna. Fmm-
varpið er samið að tilhlutan nefndar
sem fjallaði um lögleiðingu mann-
réttindasáttmálans.
„Að mínu áliti er það svo að þessi
sérstaka vemd á ekki lengur við. Það
em engin rök fyrir því lengur að
opinberir starfsmenn njóti hennar og
því tímabært að fella hana burt úr
hegningarlögum,“ sagði Þorsteinn.
Þessi grein hegningarlaga hefur
verið nokkuð umdeild og talsverðar
umræður um hvort rétt sé að afnema
hana. Greinin hljóðar þannig: „Hver,
sem hefur í frammi skammaryrði,
aðrar móðganir í orðum eða athöfn-
um eða æmmeiðandi aðdróttanir við
opinberan starfsmann, þegar hann
er að gegna skyldustarfí sínu, eða
við hann eða um hann út af því,
skal sæta sektum, varðhaldi eða
fangelsi allt að 3 ámm. Aðdróttun,
þótt sönnuð sé, varðar sektum, ef
hún er borin fram á ótilhlýðilegan
hátt.“
Morgunblaðið/RAX
Dagur elskendanna
DAGUR elskendanna, Valentín-
usardagurinn, var í gær, 14. febr-
úar. Þessi dagur hefur verið í
miklum metum meðal Breta og
Bandaríkjamanna, en hin síðari
ár hafa vinsældir hans breiðst út.
Á íslandi verður dagurinn sífellt
fyrirferðarmeiri í fjölmiðlum og
töluvert er um það hér að ástfang-
ið fólk gefi hvort öðru gjafir á
þessum degi, hjartalaga konfekt-
kassa og fleira í þeim dúr.
FRÉTTIR
Breiðafell
Hrossaskál
— Nýjareða^;..-;
fyrirhugaðar '
sjkiðalyfttir"
-—Gömlu skiðalyfturnar
Skíbheimar
Gullhóll
Nýjar
eða fyrir-
hugaðar
skíðalyftur
ISAFJÖRÐUR
SandfelJ
Sumar-
bústaða-
isvæðL-
Munnur
jarð- {
gangna
Nýr skíðaskálj
og bílastæði
lOOOm
Sýslumaðurinn á ísafirði efast um réttmæti
uppbyggingar á Seljalandsdal
Ekkí á að byggja
upp á hættusvæðum
ÓLAFUR Helgi Kjartansson,
sýslumaður á Isafirði, telur að
ekki eigi að byggja mannvirki á
svæðum þar sem snjóflóðahætta
er fyrir hendi. Hann telur fulla
ástæðu til að taka mark á viðvör-
unum í skýrslu snjóflóðasérfræð-
inga um snjóflóðahættu á Selja-
landsdal og segir að verði um frek-
ari uppbyggingu á skíðasvæðinu
að ræða leggi það ríkar skyldur á
bæjarsjóð Isafjarðar. Aðalatriðið
sé þó að efla þurfi eftirlit með
snjóalögum líkt og áformað sé að
gera.
Fyllsta aðgát
„í sjálfu sér eru það ekki ný
tíðindi að Seljalandsdalur sé snjó-
flóðasvæði. Það fengum við að sjá
því miður í fyrra. Aðalatriðið í
skýrslunni er að snjóflóðasérfræð-
ingamir telja að skíðalyftur fjögur
og fímm, þar á meðal önnur þeirra
sem búið er að byggja, séu á helsta
snjóflóðahættusvæðinu. Miðað við
núverandi aðstæður ráðleggja þeir
að þær verði ekki endurbyggðar.
Full ástæða til að
taka mark á við-
vörunum í skýrslu
Það er, eins og skýrslan segir,
mjög mikilvægt að þama sé höfð
fyllsta aðgát og að eftirlit með
snjóalögum og hugsanlegri snjó-
flóðahættu verði mjög eflt. Því til
viðbótar kann að vera að almanna-
vamanefnd þurfi að fylgjast sér-
staklega með svæðinu ef þannig
ber undir.“
Leggur skyldur á bæjarsjóð
Ólafur Helgi mælti gegn upp-
byggingu skíðasvæðisins á Selja-
landsdal á almannavarnanáms-
stefnu á ísafírði fyrr í október.
„Mín skoðun er sú að það eigi
ekki að reisa mannvirki á snjó-
flóðahættusvæðum ef nokkur
kostur er annar. Ég tel að það
eigi að taka fullt mark á þessari
skýrslu. í henni felst svo eindregin
viðvörun. Ef menn vilja halda
áfram með framkvæmdir á þessu
svæði þrátt fyrir skýrsluna þá
leggur það mjög ríkar skyldur og
ábyrgð á eiganda svæðisins,
þ.e.a.s. bæjarsjóð, að efla verulega
eftirlit með því. Skýrsluþpfundar
telja að búast megi við að eitt stórt
snjóflóð falli á svæðið á 40 ára
tímabili eða _ jafnvel skemmri
tíma,“ sagði Ólafur Helgi.
í reglum um snjóeftirlit á skíða-
svæðinu, sem kynntar voru í vik-
unni, er gert ráð fyrir að það verði
ekki opnað nema í samráði við
snjóathugunarmann. Ólafur Helgi
sagði þetta mikilvægt atriði og það
fæli í sér að daglega yrði fylgst
með snjóflóðahættu á svæðinu.
Skýrsla snjóflóðasérfræðing-
anna var tilbúin í lok október í
fyrra, en efni hennar hefur ekki
verið gert opinbert fyrr en nu á
síðustu dögum. Ólafur Helgi fékk
hana í hendur í fyrradag. Hann
sagðist ekki líta svo á að reynt
hefði verið að leyna efni hennar,
en sagðist hefði viljað fá að sjá
hana fyrr.
>
>
I
>
>
I
I
I
)
Frumvarp til laga um grunnskóla afgreitt úr menntamálanefnd Alþingis
Fresta gildis-
töku til áramóta
MENNTAMÁLANEFND Alþingis
hefur afgreitt frumvarp um grunn-
skóla. Meirihluti nefndarinnar
leggur til að gildistöku frumvarps-
ins verði frestað til næstu áramóta
og að ríkið greiði áfram fyrir
námsbækur.
Minnihluti nefndarinnar segir
fráleitt að afgreiða frumvarpið þar
sem ekki liggi fyrir hvaða breyt-
ingar verði á réttindum kennara
og fjárhagslegum skuldbindingum
sveitarfélganna, en samkvæmt
frumvarpinu færist rekstur grunn-
skólanna frá ríki til til sveitarfé-
laga.
Engin samstaða
Sigríður A. Þórðardóttir þing-
maður Sjálfstæðjíflokks og for-
maður menntamálanefndar sagði
að helstu breytingar sem meiri-
hluti nefndarinnar legði til, væru
að horfíð væri frá því að sveitarfé-
lögin kosti námsgögn, og því verði
það hlutverk ríkisins. Þá væri lagt
til að fresta gildistöku laganna til
næstu áramóta en þá er gert ráð
fyrir að ný lög um tekjustofna
sveitarfélaga taki gildi.
Menntamálanefnd klofnaði í
afstöðu sinni til frumvarpsins og
standa þingmenn stjórnarand-
stöðunnar ekki að tillögum
stjórnarmeirihlutans. Kristín Ast-
geirsdóttir þingmaður Kvenna-
lista sagði að lítill tími hefði gef-
ist til að ræða málið eínislega í
menntamálanefnd og stjórnar-
flokkarnir hefðu ekki reynt að
teygja sig til samkomulags. „Það
er mjög slæmt með svona stórt
mál eins og grunnskólann að ekki
skuli vera samstaða um það,“
sagði Kristín.
Kristín sagði áð frumvarpið
hefði í för með sér ýmsar breyt-
ingar á störfum og réttindum
kennara, m.a. lengingu skólaárs-
ins, sem kennarar hefðu bent á
að semja þyrfti um sérstaklega.
Þá lægi heldur ekki fyrir hvaða
byrðar væri í raun og veru verið
að færa yfir á sveitarfélögin.
Sigríður Anna sagðist ekki telja
að mikill ágreiningur væri í
menntamálanefnd um grunn-
skólafrumvarpið sjálft, enda væri
þar um geysilega mikið framfara-
mál að ræða í skólastarfi og tekið
á flestum þeim atriðum sem þar
hefðu verið gagnrýnd undanfarin
ár. Ágreiningurinn í nefndinni
sneri að öðrum hlutum: réttinda-
og lífeyrissjóðsmála kennara sem
verða ekki lengur ríkisstarfs-
menn, og fjármálalegu hliðinni
varðandi sveitarfélögin.
Fyrirvarar sveitarfélaga
Svavar Gestson þingmaður Al-
þýðubandalagsins sagði að fulltrú-
ar stjómarandstöðunnar í mennta-
málanefnd hefðu án árangurs ósk-
að eftir því að afgreiðslu frum-
varpsins yrði frestað þar til í dag
og þingflokkar fengju þá að skoða
málið, bæði með tilliti til yfírvof-
andi kennaraverkfalls en þó sér-
staklega með tilliti til afstöðu
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
sem ekki hefði fengið ráðrúm til
að fjalla endanlega um málið áður
en nefndin afgreiddi frumvarpið.
Sigríður Anna sagði að Sam-
band íslenskra sveitarfélaga hefði
skilað umsögn til nefndarinnar í
haust og fulltrúar sambandsins
hefðu komið á fund nefndarinnar.
„Þeir lögðu þar fram ákveðna fyr-
irvara og ég tel að það sé búið
að koma verulega til móts við sjón-
armið þeirra með breytingu á gild-
istöku laganna,“ sagði Sigríður.
Jónasar G.
Rafnar
minnst á
Alþingi
JÓNASAR G. Rafnar fyrrverandi
alþingisþingmanns var minnst á
Alþingi í gær, en Jónas lést á
sunnudaginn, 74 ára að aldri.
Salome Þorkelsdóttir forseti Al-
þingis rakti æviágrip Jónasar, en
hann sat meðal jmnars á Alþingi
fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum
1949 til 1971 og gegndi þar um
tíma starfi forseta efri deildar.
Salome sagði meðal annars að
Jónasi hefði verið lagið að fylgja
málum fram til sigurs, verið hóf-
stilltur og gagnorður i ræðustól
og greint vel kjarna hvers máls.
„I forsetastörfum á Alþingi var
hann röggsarriur og réttsýnn.
Hann var kjörinn í stjórnir og
nefndir og átti í þeim störfum sín-
um dijúgan þátt í lagasmíð og
umsýslu fjár,“ sagði Salome.