Morgunblaðið - 15.02.1995, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Listabókstafur
Þjóðvaka
RættumF
eða J
Á STJÓRNARFUNDI Þjóðvaka sl.
sunnudag var rætt um hvaða bók-
staf bæri að velja til að einkenna
framboðslista flokksins fyrir kom-
andi kosningar. Samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins hölluðust
fundarmenn helzt að F eða J.
Bókstafurinn F hefur verið notað-
ur áður, síðast af Fijálslyndum í síð-
ustu kosningum og áður af Samtök-
um fijálslyndra og vinstri manna.
Stafurinn J telst hins vegar vísa í
margt, sem þjóðvakamenn telja
tengjast flokki sínum, t.d. jafnaðar-
stefnu, jákvæðni eða nafn flokks-
formannsins, og munu margir þjóð-
vakamenn fremur hallast að J-inu.
----------» ♦ ♦----
Ekið á gang-
andi mann
EKIÐ var á gangandi vegfaranda,
mann á áttræðisaldri, á Hringbraut
við JL-húsið, um kl. 13 í gær. Maður-
inn missti meðvitund og var fluttur
á slysadeild með sjúkrabíl.
Á slysadeild fengust þær upplýs-
ingar að maðurinn hefði ekki slasast
illa en væri lurkum laminn.
Þrír bílar skullu saman á gatna-
mótum Hringbrautar og Njarðar-
götu skömmu eftir hádegi. Flytja
þurfti ökumenn tveggja bifreiða og
og tvo farþega á slysadeild. Meiðsl
þeirra voru ekki talin alvarleg.
DIDDÚ og Egill á æfingu með kór Menntaskólans.
Spilverkið saman á ný
Morgunblaðið/Kristinn
TÓNLEIKAR til styrktar fötluð-
um nemendum Menntaskólans
við Hamrahlíð verða haldnir í
kvöld. Þar koma fram nokkrir
gamlir nemendur Menntaskól-
ans, þar á meðal Spilverk þjóð-
anna, sem hefur ekki leikið sam-
an opinberlega í 18 ár.
Tónleikarnir eru haldnir á
vegum nemendafélags skólans
og námsráðgjafar fatlaðra og
verður ágóða af tónleikunum
varið til kaupa á tækjuni til að
létta fötluðum nemendum nám-
ið. Á tónleikunum kemur Spil-
verk þjóðanna, sem skipað var
Agli Ölafssyni, Sigrúnu Hjálm-
týsdóttur, Diddú, Valgeir Guð-
jónssyni og Sigurði Bjólu, fram
í fyrsta sinn síðan 1977, og að-
eins þetta eina sinn. Einnig
syngja Diddú og Egill með Kór
Menntaskólans við Hamrahlíð
og Diddú syngur með Önnu
Guðnýju Guðmundsdóttur, sem
er einnig fyrrum nemandi skól-
ans. Annar fyrrum nemandi,
bróðir Diddúar, Páll Óskar,
treður einnig upp með hljóm-
sveit sinni Milljónamæring-
unum. Einnig kemur fram
hljómsveitin Unun.
Boðað verkfall hjá Kf.
Fáskrúðsfirðinga
Sáttasemj-
ari fer til
Egilsstaða
SÁTTAFUNDUR í kjaradeilu
Verkalýðs- og sjómannafélags Fá-
skrúðsfjarðar og Kaupfélags Fá-
skrúðsfirðinga verður haldinn á Eg-
ilsstöðum á morgun, fimmtudag, kl.
10.
Ríkissáttasemjari féllst á ósk
verkalýðsfélagsins um að halda
samningafund fyrir austan og er lík-
legt að Geir Gunnarsson, vararíkis-
sáttasemjari, komi til fundarins, að
sögn Eiríks Stefánssonar, formanns
Verkalýðs- og sjómannafélags Fá-
skrúðsfjarðar.
Vinnustöðvun næði til á annað
hundrað starfsmanna
Verkalýðs- og sjómannafélag Fá-
skrúðsfjarðar hefur boðað vinnu-
stöðvun hjá kaupfélaginu í tvær vik-
ur og hefst það á miðnætti næstkom-
andi föstudagskvöld hafi samningar
ekki náðst fyrir þann tíma. Verkfall-
ið nær til á annað hundrað starfs-
manna hjá kaupfélaginu, og starfa
flestir þeirra í hraðfrystihúsi
Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga.
Að sögn Eiríks hefur enginn
samningafundur verið haldinn frá
því að ákvörðun var tekin um boðun
verkfalls og sagði hann líklegt að
fulltrúar Vinnumálasambandsins
kæmu austur til að taka þátt í samn-
ingaviðræðunum fyrir hönd kaupfé-
lagsins.
Nefndarálit minnihluta allsheijarnefndar Alþingis
Ráðherra hafi
hótað starfsfólki
Norska snjóflóðaskýrslan kynnt ríkisstjórn
Rannsóknarstöð
á snjóflóðasvæði
í SKÝRSLU norsku jarðtæknistofnunarinnar um snjóflóðaskilyrði á íslandi
til Össurar Skarphéðinssonar umhverfisráðherra er lagt til að komið verði á
fót sérstakri rannsóknarstöð snjóflóða og að hún verði staðsett á snjóflóða-
svæði. Hugmynd stofnunarinnar er að stöðin verði jafnframt veðurathugunar-
stöð og sinni undirstöðurannsóknum á snjóflóðum og snjóflóðaspám fyrir
sérstök svæði eða vegi þar sem snjófióða gætir.
UMHVERFISRÁÐHERRA er í
nefndaráliti minnihluta allsheijar-
nefndar Alþingis sakaður um að hafa
reynt með hótunum, m.a. um brott-
rekstur, að hefta málfrelsi starfs-
manna veiðistjóraembættisins vetur-
inn 1993. Þá er gefið í skyn að
ákvörðun um að flytja embættið til
Akureyrar eigi sér rætur í ágreiningi
ráðherrans og starfsmannanna.
Minnihluti allsheijamefndar hefur
skilað áliti um tillögu Hjörleifs Gutt-
ormssonar þingmanns Álþýðubanda-
lagsins um að Alþingi skipi rann-
sóknamefnd til að kanna embættis-
færslu Össurar Skarphéðinssonar
umhverfisráðherra gagnvart starfs-
mönnum veiðistjóraembættisins.
Meirihlutinn hafði áður lagt til að
tillagan verði felld þar sem engin rök
væru fyrir rannsókn.
í nefndaráliti minnihlutans segir
ÖSSUR Skarphéðinsson umhverfís-
ráðherra segist engan þátt hafa átt
í því að Þóroddur Þóroddsson hvarf
úr starfi framkvæmdastjóra Nátt-
úruvemdarráðs, og minnist þess ekki
að hafa minnst á hann í samtali við
veiðistjóra á Þorláksmessu árið 1993.
„Ég óskaði ekki eftir því við for-
mann Náttúruvemdarráðs eða nokk-
urn annan að hann hyrfi úr starfi.
Þessi maður, sem að því ég best
veit fór úr starfi af fúsum og fijáls-
um vilja, sótti um starf hjá Skipulagi
ríkisins sem ég hef ráðningarvald
yfir og þar var hann valinn úr hópi
að vegna málsmeðferðar á Alþingi
sé nauðsynlegt að draga fram upp-
lýsingar sem rökstyðji að óeðlilega
hafi verið að málum staðið og kalli
á frekari athugun á embættisfærslu
ráðherrans. Er síðan rakið að Össur
Skarphéðinsson hafi lent í harkaleg-
um árekstrum við starfsmenn stofn-
ana umhverfisráðuneytisins eftir að
hann tók við embætti um mitt ár
1993. Sé að sjá að hann hafi viljað
hefta frelsi þeirra til að tjá sig.
Yfir grensuna
<9
Það sé á margra vitorði að ráð-
herra hafi tekið Þórodd Þóroddsson
þáverandi framkvæmdastjóra Nátt-
úruvemdarráðs til bæna út af viðtali
í Morgunblaðinu. Hafi íhlutun ráð-
herrans leitt til þess að Þóroddur
sagði nokkru síðar starfi sínu lausu.
Hliðstætt atvik hafi gerst þegar
60 umsækjenda," sagði Össur.
Hann staðfesti að hafa talað við
Amór Þ. Sigfússon og Pál Hersteins-
son vegna umrædds máls, og hefði
m.a. gert grein fyrir þeim samtölum
í Morgunblaðinu í febrúar 1994.
Össur sagði aðspurður að mjög
óvenjulegt væri að í nefndarálitum
þingnefnda væri vitnað innan gæsa-
lappa í orð þriðja aðila. „En ég er
hættur að undra mig á því hvað
Hjörleifur Guttormsson tekur sér
fyrir hendur. Hann hefur persónu
umhverfisráðherra bersýnilega á
heilanum."
Amór Þ. Sigfússon starfsmaður
veiðistjóra tjáði sig í blaðaviðtali um
íjúpnaveiðibann sem umhverfisráð-
herra setti haustið 1993- í álitinu
segir síðan: „Hringdi ráðherra þenn-
an dag í Arnór, minnti á að hann
væri starfsmaður ráðuneytisins.-og
sagði hann hafa farið „yfir grens-
una“ í blaðaviðtalinu. Jafnframt tók
ráðherra fram að þessu máli væri
ekki lokið af sinni hálfu. Þetta upp-
lýsti Amór á fundi umhverfisnefndar
Alþingis 15. apríl 1994.
' Fyrr þennan sama dag, f. . . ]
hringdi umhverfisráðherra í Pál Her-
steinsson veiðistjóra og hafði uppi
aðfinnslur út af viðtalinu við Arnór.
Veiðistjóri bar það fyrir umhverfis-
nefnd Alþingis 15. apríl 1994 að
hann hefði svarað ráðherra á þá leið
að hann teldi þessar deilur vissulega
óheppilegar. Rjúpur og ijúpnaveiði
heyrðu hins vegar ekki undir veiði-
stjóraembættið og ekki væri eðlilegt
að hann legði hömlur á málfrelsi
starfsmanns síns um slíkt efni þar
sem hann tjáði sig sem meðlimur í
Skotveiðifélagi íslands á vettvangi
félagsins. Þá á ráðherra að hafa sagt:
„Þú stjórnar Amóri. Ég stjórna þér.
Þessi ráðherra er ekki hræddur við
að beijast. Ég minni þig í þessu sam-
bandi á framkvæmdastjóra Náttúru-
verndarráðs sem nú er fyrrverandi
framkvæmdastjóri. Gleðileg jól.““
Fljótræði
í nefndarálitinu segir að ráðherra
hefði ekki ' minnst orði á flutning
veiðistjóraembættisins í þessum sím-
tölum en hálfum mánuði síðar hefði
veiðistjóri verið boðaður á fund ráð-
herra og tilkynnt þar að ákveðið
væri að flytja embættið til Akureyrar
og færa það undir setur Náttúru-
fræðistofnunar íslands. Hvorki veiði-
stjóri né forstöðumaður setursins
hafi þá heyrt ávæning um að flutn-
ingur stæði fyrir dyrum.
Umhverfisráðherra óskaði eftir
skýrslu norsku jarðtæknistofnunar-.
innar um snjóflóðavamir á íslandi í
framhaldi af snjóflóðunum sem féllu
á Súðavík 16. janúar. Skýrslan var
lögð fram á ríkisstjómarfundi í gær.
Fjórir til fimm starfsmenn
Norðmennirnir leggja til að snjó-
flóðarannsóknir og ráðgjafastörf
verði falin Veðurstofu íslands. Starf
stofnunarinnar byggist á snjóflóða-
spám, mati og kortlagningu hættu-
svæða vegna snjóflóða, þróun skrið-
líkana og hönnun varnarmannvirkja
gegn snjóflóðum. Talið er nauðsyn-
legt að fjórir til fimm vísindamenn
eða verkfræðingar starfi á snjóflóða-
deild Veðurstofunnar, en þar starfa
í dag tveir menn. Jafnframt verði
skipulagðar u.þ.b. tíu athugunar-
stöðvar til að styrkja flóðaspár og
MEIRIHLUTI bæjarráðs Hafnar-
fjarðar hefur samþykkt að segja
Sverri Ólafssyni umsjónarmanni með
Listamiðstöðinni í Straumi upp störf-
um með þriggja mánaða fyrirvara.
Að sögn Magnúsar Jóns Árnason-
ar bæjarstjóra, er það gert til að
skapa svigrúm til breytinga í rekstr-
inum. Ekki standi til að leggja
Straum niður en tæplega 4 millj. kr.
séu áætlaðar til reksturs á árinu.
„Sverrir Ólafsson hefur unnið
kraftaverk við uppbyggingu í
Straumi,“ sagði Magnús Jón. Sagði
hann að uppbyggingin hefði byijað
árið 1987 og kaus bæjarstjórn þá
sérstaka stjórn fyrir listamiðstöðina
og réði Sverri tímabundið sem for-
ein þeirra verði rannsóknarmiðstöð.
Lögð er áhersla á að gerðar verði
meiri háttar tilraunir til að stuðla
að þróun reikningsaðferða vegna
skriðlengdar snjóflóða og kortlagn-
ingu hættusvæða allstaðar þar sem
hætta er á snjóflóðum. Þá sé nauð-
synlegt að endurskoða bygginga-
reglugerðir varðandi snjóflóðahættu
en núverandi hættumörk í séu of há.
Gagnabanki mikilvægur
í skýrslunni er bent á ýmsar leiðir
til að bæta snjóflóðaspár hérlendis.
Lögð er áhersla á að bæta kerfi veð-
urathugunarstöðva. Slíkar stöðvar
þurfí að vera í sérhveiju byggðarlagi
þar sem meiri háttar snjóflóðahætta
sé fyrir hendi. Tii að meta stað-
bundna snjóflóðahættu sé nauðsyn-
legt að hafa nákvæmar upplýsingar
um öll söguleg snjóflóð.
stöðumann. Sú stjóm var lögð af og
sett á starfsstjórn skipuð embættis-
mönnum bæjarins. Þeim var falið að
gera tillögur að framtíðarskipulagi
stjórnar listamiðstöðvarinnar. Niður-
staða þeirra er að um fjóra mögu-
leika sé að ræða; bæjarstjóm kjósi
áfram í stjórn Straums; Straumur
falli undir stjóm Hafnarborgar, að
reksturinn verði falinn einkaaðiium
og loks að menningarmálanefnd taki
við rekstrinum.
„Uppbyggingu er lokið en með
uppsögninni skapast svigrúm til
breytinga," sagði Magnús Jón. „Síð-
an verður að ráða úr því hvernig
framtíðin verður."
• •
Ossur Skarphéðinsson
Atti engan þátt í
uppsögn Þórodds
Umsjónarmanni Straums
sagt upp störfum
i
i
i
i
i
[
1
I
[
í
■
I
I
I
í
I