Morgunblaðið - 15.02.1995, Síða 8

Morgunblaðið - 15.02.1995, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995 FRÉTTIR Dómsmálaráðherra leggur fram lagafrumvarp á Alþingi Ríkið ábyrgist bætur árásarþola Ofbeldismálum hjá RLR fjölgaði á síðasta ári DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur Fannst fót- brotinn á húsþaki LÖGREGLAN aðstoðaði í fyrri- nótt 18 ára gamlan pilt við að komast niður af þaki bakhúss við Bankastræti. Þangað hafði hann hoppað af öðru þaki og meitt sig á fæti. Hann var flutt- ur með sjúkrabíl á slysadeild. Maðurinn hafði brotið rúðu á annarri hæð húss íslandsbanka og farið inn. Viðvörunarkerfí fór í gang og maðurinn braut sér leið út um annan glugga og út á þak sem er á lægri byggingu við bankann. Síðan reyndi hann að stökkva á milli þaka en tókst ekki betur til en svo að hann meiddist á fæti og gat sig hvergi hreyft. Lögreglunni barst tilkynning um manninn um klukkan hálftvö, „emjandi á þaki húss á bak við verslunina Stellu í Bankastræti". Hann var fluttur á slysadeild, fótbrotinn að því að talið er. Braut rúðu í glerskála Skömmu áður hafði verið brotin rúða í glerskála húss við Þingholtsstræti en rúðubijótur- inn, sem hafði komist inn, náð að forða sér áður en íbúar húss- ins náðu til hans. Þeir gátu engu að síður gefíð greinargóða lýs- ingu á honum og sennilegt er talið að þar hafí pilturinn emj- andi verið á ferð. Framkvæmdastj óri hljóðvarpsdeildar Ríkisútvarpsins Atta um- sóknir hafa borist ÁTTA umsóknir hafa borist menntamálaráðuneyti vegna stöðu framkvæmdastjóra hljóð- varpsdeildar Ríkisútvarpsins. Staðan var auglýst til um- sóknar 19. janúar síðastliðinn og rennur fresturinn út í dag, 15. febrúar. lagt fram lagafrumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir því að ríkissjóð- ur greiði bætur vegna tjóns sem leiðir af broti á almennum hegning- arlögum. í greinargerð með frum- varpinu kemur fram að 199 ofbeld- ismál komu til rannsóknar hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins í fyrra og fjölgaði um 34 frá árinu á undan. Samkvæmt frumvarpinu greiðir ríkissjóður bætur vegna líkams- tjóns, miskabætur og bætur vegna tjóns á fatnaði og öðrum persónu- legum munum sem verða vegna lík- amsárásar. Leiði árás til dauða greiðir ríkissjóður bætur vegna út- fararkostnaður og bætur vegna missis framfæranda. Ríkissjóður getur á móti gert kröfu á hendur tjónvaldi sem nemur fjárhæð bót- anna, en bætur verða greiddar þótt ekki sé vitað hver tjónvaldurinn er, hann fínnist ekki eða sé ósakhæfur. Hámarksbætur 5 milljónir Lágmarksupphæð tjóns sem bætt er verður 10 þúsund krónur samkvæmt frumvarpinu. Hámarks- RAGNAR Baldursson, veitingamað- ur, hefur verið ráðinn sendiráðsritari í sendiráði íslands í Peking í Kína. Ragnar hefur störf á aðalskrifstofu utanríkisráðuneytisins í Reykjavík um næstu mánaðamót, að sögn Benedikts Jónssonar, skrifstofu- stjóra. Ragnar Baldursson fæddist 29. nóvember árið 1955. Hann lauk stúd- entsprófí frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1975 og stundaði nám við tungumálastofnun Peking- háskóla frá 1975-1976 og nám í heimspeki við sama háskóla frá bætur fyrir muni verða 500 þúsund krónur, hámarksbætur fyrir lík- amstjón verða 5 milljónir króna og hámarksmiskabætur verða 1 millj- ón króna. Fyrir missi framfæranda verða hámarksbætur 3 milljónir króna. Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á síðasta ári í 30 opinberum málum þar sem krafa var gerð um bætur vegna líkams- tjóns og miska, og námu bóta- greiðslumar samtals 5,2 milljónum króna. Árið áður dæmdi Héraðs- dómur Reykjavíkur í 48 slíkum málum, alls tæpar 6,2 milljónir í bætur. Einnig kemur fram að ofbeldis- málum hjá RLR fjölgaði á síðasta ári frá árinu áður, eða úr 165 í 199. Þar af fjölgaði ránum úr 19 í 29 og líkamsárásum fjölgaði úr 46 í 65. Nauðgunartilraunum fjölg- aði úr 2 í 10. Eitt manndráp var framið af gáleysi, líkamsmeiðingar- mál voru 25 og brot sem flokkast undir kynferðislegt ofbeldi voru alls 80. 1975-1979, þegar hann lauk BA- prófí. Ragnar lærði japönsku frá 1979-1981 og 1986-1988 í Tókýó í Japan. Hann rekur nú veitingastað- inn Samurai í Ingólfsstræti. Ragnar er kvæntur kínverskri konu, Ming. Benedikt Jónsson sagði í samtali við Morgunblaðið, að gengið yrði formlega frá ráðningu Ragnars á næstu dögum. Hann hæfi störf í ut- anríkisráðuneytinu um næstu ára- mót, þar sem hann fengi grunnþjálf- un í störfum sendiráðsfólks. Ekki væri ákveðið hvenær hann héldi til starfa í Peking. Ragnar Baldursson sendiráðsritari í Kína f MORGUNBLAÐIÐ Anne Clyde dósent í bókasafnsfræði Internet er komið í tísku FÁA HEFÐI líklega órað fyrir því á upp- vaxtarárum Anne Clyde í sveitum Nýja Suður Wales að hún ætti eftir að setjast að hinum megin á hnettinum og eiga sam- skipti við landa sína í gegn- um alþjóðlegt tölvunet. En ungu stúlkunni varð ekki aftur snúið eftir að hún hafði tekið doktorspróf í bókasafnsfræði og sett saman fyrstu tölvuna sína. Hún lagði land undir fót og sneri sér að því að fræða almenning um hvernig hægt væri að nýta tölvur í bókasöfnum og við kennslu. Anne hefur meðal ann- ars veitt íslendingum leið- sögn í notkun á alþjóðlega tölvukerfmu Intemet. Hún segir að Intemet sé eftir 25 ára þróunartímabil að komast í tísku. „Ein af ástæðunum fyrir því hvað Intemetið er allt í einu orðið vin- sælt er að nýr hugbúnaður hefur gert hinum almenna notanda auð- veldara fyrir. Þegar ég var að nota Internetið fyrir 12 til 15 árum var hugbúnaðurinn svo flókinn að ég hefði ekki getað ímyndað mér að notendur yrðu jafnmargir á jafnskömmum tíma og raun varð á. Hugbúnaðurinn var flókinn af þeirri einföldu ástæðu að upphafs- mennimir, háménntaðir verkfræð- ingar og tölvufræðingar sem unnu að verkefnum á sviði bandarískra varnarmála, höfðu mikla tölvu- kunnáttu. En smám saman jókst áhugi fleiri hópa, t.d. vísinda- manna með minni tölvuþekkingu, með þeim afleiðingum að þrýsting- ur myndaðist um einföldun kerfís- ins.“ - Hvernig getur Internet orðið okkur að gagni? „Intemet er að því leyti sér- stætt að notendur hafa af því ólík not. Ef þú t.d. bærir spurninguna fram í hópi ungra nemenda minna á Akureyri myndi svar margra eflaust vera að Internetið væri frá- bær leið til að leika tölvuleiki. En margir nemenda minna við HÍ myndu segja að Internetið hjálpaði þeim að eiga samskipti við nem- endur crlendis. Sjálf nota ég Inter- netið til að vinna að rannsóknar- verkefni í samvinnu við hóp fræði- manna í Ástralíu. Við notum Inter- netið til að afla upplýsinga, flytja skilaboð og semja greinargerðir. Hér á landi nota einstaklingar í viðskiptalífínu Intemetið töluvert til að afla upplýsinga og einkum í sér í lagi í tengslum við útflutn- ing á hugbúnaði. Af öðm má nefna að á Intemet- inu er töluvert um um- ræðuhópa, t.d. um nýj- ungar á sviði læknavís- inda o.s.frv., og á því er töluvert af dagblöðum. Þau em ýmist aðeins gefín út í rafrænu formi eða hvort tveggja, eins og t.d. Morgunblaðið. Síðast en ekki síst er Internetið notað, bæði af einstaklingum og hópum, til að koma á framfæri ýmsum varningi og/eða hugmynd- um og get nefnt sem dæmi að Greenpeace notar Internetið til að koma boðskap sínum á framfæri. Bill Clinton gefur upplýsingar um aðskilin efni, t.d. menntunarmál, utanríkisstefnu sína og heilbrigðis- mál, á netinu.“ - Internet hlýtur að vera í sí- felldri þróun. En hveijar eru helstu nýjungarnar núna? „Nemendur mínir hafa sagt mér að „endur fyrir löngu“ hafi liðið tíu ár frá því að ný þekking úr náminu hafi orðið að vemleika. Nú sé kennslustundin varla liðin Anne Clyde ► Anne Clyde, dósent í bóka- safns- og upplýsingafræðum við Háskóla íslands, fæddist í smábæ í Ástralíu árið 1946. Anne er alin upp á svokölluðu Riverina-svæði í vesturhluta Nýja Suður-Wales. Hún stund- aði nám í sagnfræði, kennslu- fræði og bókasafnsfræði og lauk doktorsprófi í siðastnefndu greininni. Hún hefur kennt tölvunotkun í bókasöfnum og við kennslu í Ástraliu, Kanada, og Englandi í 18 ár. Þekking úrelt í lok kennslu- stundar þegar þekkingin sé orðin úrelt. Jú, tvennu hef ég sérstaklega tekið eftir síðustu vikurnar. Annars veg- ar að listasöfn bjóða sífellt meira úrval af ókeypis myndum og hljóði og hins vegar að bókasöfn eru í meira mæli farin að bjóða upp á heilu ritverkin, blaðsíðu eftir blaðs- íðu. Sumt er í raun orðið mun aðgengilegra en á sjálfum söfnun- um. Ég nefni í því sambandi göm- ul handrit." - Hafa íslendingar áhuga á Int- ernet? „Já, íslendingar hafa mikinn áhuga á Intemet. Reyndar hef ég fengið upplýsingar um að á íslandi og í Ástralíu séu hlutfallslega flest- ir Intemet-notendur. Mér skilst að 35.000 - 50.000 notendur séu á ís- landi og ef að líkum lætur em þeir nærri hærri tölunni en þeirri lægri enda er töluvert um að notendur séu ekki með eigið póstfang. Ég nefni sem dæmi grunnskólanemend- ur. Auðvitað er dæmi um notendur með mörg póstföng, ég er t.d. vegna vinnu minnar með þijú, en þeir em líklega mun færri en hinir." - Einhver vandamál hljóta að koma upp í tengslum við Internet-notkun? „Vissulega. Eitt er að þótt Internetið hafí að geyma ógrynni upp- “ lýsinga er ekki endilega víst að þær upplýsingar sem vant- ar séu til staðar. Nemendur mínir eru alltaf að kvarta yfir því að á sama tíma og staðhæft sé að allt sé hægt að finna á netinu vanti þar mjög mikilvægar upplýsingar. Einn nemanda minna ætlaði t.d. að kalla upp tölvugrein úr Wall Street Journal á Internetinu um daginn. En Wall Street Journal er ekki á Internetinu. Annað stórt vandamál felst í því að erfitt getur reynst að nálgast upplýsingar og hið þriðja er óvissa um gæði upp- lýsinganna. Síðarnefnda vanda- málið er auðvitað ekkert öðruvísi þegar um prentmiðil er að ræða. Ekki er allt sem maður lest satt, áreiðanlegt eða skynsamlegt og það þarf alls ekki að vera það sem það virðist vera.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.