Morgunblaðið - 15.02.1995, Qupperneq 9
\
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995 9
FRÉTTIR
Atvinnulausum fækkaði um 9,3% í janúar frá sama tíma í fyrra
Efnalitlir
fá opinbera
réttaraðstoð
ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráð-
herra hefur lagt fram í ríkisstjórn-
inni frumvarp um opinbera réttarað-
stoð. Þorsteinn segir að í frumvarp-
inu séu aðstoðinni sniðin ákveðin
takinörk sem koma eigi í veg fyrir
að kostnaður við hana fari úr bönd-
unum. Gert er ráð fyrir að aðstoðin
kosti ríkissjóð 30-50 milljónir króna
á ári.
„Frumvarpið felur í sér mikið
nýmæli. Lagt er til að tekin verði
upp opinber réttaraðstoð þannig að
fólk með lítil efni eigi þess kost í
ríkari mæli en nú er að fá lögfræði-
aðstoð þar sem ríkið greiðir megin-
hluta kostnaðarins. Þessu eru sniðin
ákveðin takmörk þannig að það er
ekki gert ráð fyrir því að hlutir fari
úr böndunum eins og sumstaðar
hefur átt sér stað þar sem slíku fyrir-
komulagi hefur verið komið á,“ sagði
Þorsteinn.
Frumvarpið er samið af nefnd,
sem var undir forystu Daggar Páls-
dóttur skrifstofustjóra í heilbrigðis-
ráðuneytinu, en í henni áttu einnig
sæti fulltrúar frá Lögmannafélaginu
og fjármálaráðuneytinu.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að
sýslumenn hver á sínu sviði fari með
þessi mál. Aðstoðinni er skipt í
tvennt, almenn aðstoð og sérstök
aðstoð. Almenna aðstoðin er tak-
mörkuð við ákveðinn tímafjölda.
Tekjur og eignir viðkomandi ráða
því alfarið hvort menn geta fallið
undir ákvæði laganna.
6,8% atvinnuleysi
í síðasta mánuði
ALLS voru 8.829 manns á at-
vinnuleysisskrá á landinu í lok
seinasta mánaðar, þar af voru
4.542 karlar og 4.287 konur. At-
vinnuleysisdagar í janúar jafngilda
því að 8.630 manns hafi að meðal-
tali verið á atvinnuleysisskrá í
mánuðinum öllum, eða 6,8% af
áætluðum mannafla á vinnumark-
aði samkvæmt spá Þjóðhagsstofn-
unar, eða 5,9% karla og 7,9%
kvenna.
Að meðaltali voru 1.464 fleiri
atvinnulausir í janúar en í mánuð-
inum þar á undan, en hins vegar
hefur atvinnuleysi minnkað sam-
anborið við janúar árið 1994, eða
um 9,3%, en 885 færri voru á at-
vinnuleysisskrá í seinasta mánuði
en í sama mánuði í fyrra.
Atvinnulausum fjölgaði á
höfuðborgarsvæðinu
Þessar upplýsingar koma fram
í yfirliti vinnumálaskrifstofu fé-
lagsmálaráðuneytisins um at-
Best ástand á
Vestfjörðum en
þó 35% verra
en í fyrra
vinnuástandið. Þar kemur einnig
fram að þrátt fyrir minna atvinnu-
leysi í janúar en á sama tíma í
fyrra á landinu öllu jókst atvinnu-
leysi bæði á höfuðborgarsvæðinu
og á Vestfjörðum miðað við janúar
1994.
Atvinnulausum á höfuðborgar-
svæðinu fjölgaði um 639 að meðal-
tali frá desembermánuði og hefur
atvinnuleysi á svæðinu aukist um
1,3% frá janúar 1994. Atvinnu-
leysi á Vestfjörðum hefur aukist
um 35% miðað við janúar í fyrra
en þrátt fyrir það er atvinnuleysi
hvergi minna á landinu en á Vest-
fjörðum, þar sem meðalfjöldi at-
vinnulausra er 214, eða um 4,2%
af áætluðum mannafla á svæðinu.
Atvinnuleysi jókst nokkuð alls
staðar á landinu á milli desember
og janúar, hlutfallslega langmest
á Austurlandi og Norðurlandi
vestra, en mest er fjölgun atvinnu-
lausra frá desember til janúar á
höfuðborgarsvæðinu og á Austur-
landi, en þar eru atvinnulausir
12,2% af áætluðum mannafla.
Venjulegar árstíðasveiflur og
gæftaleysi í sjávarútvegi
Félagsmálaráðuneytið telur að
ástæður aukins atvinnuleysis í jan-
úar frá mánuðinum á undan stafi
fyrst og fremst af venjulegum
árstíðasveiflum í mörgum atvinnu-
greinum, gæftaleysi í sjávarútvegi
og lokun fiskvinnslustöðva. Ráðu-
neytið býst hins vegar við að at-
vinnuleysi minnki talsvert í febrú-
armánuði, einkum á landsbyggð-
inni og geti orðið á bilinu 5-5,4%.
Hótel Island kynnir skemmtidagskrána
ÞÓ LÍÐI ÁR OG ÖLD
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - 25 ÁRA AFMÆIJSTÓNLEIKAR
BJÖRGVIN UALLUÓRSSON lítur yllr dagsvcrkið setn dægurlagnsöngvari á
hyómplötum i aldarljórdung, og vió heyrum ita-r 60 lög fró
glæstuin l'erli - frá 1969 til okkur daga
Næstu sýningar: 18. febM
4., 11., 18. og 25.mars.
Matseöill
Koníakstóneruð humarsúpa með rjómatopp
Lamba-piparsteik meö gljáöu grænmeti,
kryddsteiktum jaröepluin og rjómapiparsósu.
Grand Marnier ístoppur meö hnetum og
súkkulaöi karamellusósu og ávöxtum.
Verd kr. 4-600 - Sýningamerd kr. 2.000
Dansleikur kr.800
Sértilboð á gistingu,
sími 688999.
Bordapantanir
i sima 687111
Gestasöngvari:
SIGRÍm R RKINTKINSDÓ'
Lcikmynd og leikstjórn:
BJÖRN (i. BJÖRNSSON
Illjómsveitarsljórn:
GI NNAR hÓRDARSON
ásamt 10 manna hUómsveit
Kynnir: ,
JON AXKL OLAFSSON
Islaiuls- og Noröiirlamlanicistarar i
sainktaiuisdöiisuiu Irá Dansskola
Vuöar llaralds s\na dans.
Til eigenda spariskírteina
1. fl. D 1990-5 ár
Eftirfarandi skiptikjör eru í boði:
1. Verðtryggð spariskírteini til 4 og 5 ára, ávöxtun er 5,30%.
2. Gengistryggð ECU spariskírteini til 5 ára með
rúmlega 8% ávöxtun.
3. Ríkisvíxlar til þriggja mánaða, 6,6% ávöxtun.
4. Eldri flokkar spariskírteina þar sem 1 ár, 2 ár og 3 ár
eru eftir til gjalddaga.
Innlausn fer fram á tímabilinu
10. - 20. febrúar 1995.
Innlausnarverð pr. 100.000 kr.
er 164.805 kr.
Hafðu samband við Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og pantaðu tíma hjá ráðgjafa. Þarfærð þú faglega ráðgjöf
við val á ríkisverðbréfum sem henta í þínu tilviki. Síminn er 562 6040.
ÞJONUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið viðvHverfisgötu)
síini 562 6040, fax 562 6068.
Hvaö sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum