Morgunblaðið - 15.02.1995, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Myrkir músíkdagar
Nýttís-
lenskt
verk flutt
NÝTT íslenskt tónverk eftir
Hróðmar I. Sigurbjömsson tón-
skáld við ljóðið Næturregn eftir
Davíð Stefánsson verður frum-
flutt á tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar Norðurlands í Ak-
ureyrarkirkju næstkomandi
laugardag, kl. 20.30.
Eingöngu íslensk verk
Tónleikamir eru hluti af
Myrkum músíkdögum. í tilefni
af 50 ára afmæli Tónskáldafé-
lags íslands eru einungis verk
eftir íslensk tónskáld á efnis-
skránni. Verkið eftir Hróðmar
I. Sigurbjömsson við ljóð Dav-
íðs Stefánssonar er samið í til-
efni af 100 ára afmæli skálds-
ins í janúar sl.
Auk verks Hróðmars flytur
hljómsveitin Hátíðarmars eftir
Pál Isólfsson, Foma dansa eftir
Jón Ásgeirsson, Of Love and
Death eftir Jón Þórarinsson og
Hljómsveitartröll eftir Þorkel
Sigurbjömsson. Hátíðarmars
Páls tengist-einnig Davíð Stef-
ánssyni þar sem verkið er byggt
á lagi Páls við ljóðið „Úr útsæ
rísa íslandsfjöll".
Einsöngvari á tónleikunum
er Michael Jón Clark, en hann
hefur starfað á Akureyri um
24 ára skeið sem kennari, kór-
og hljómsveitarstjóri og hefur
komið fram sem einsöngvari við
fjölmörg tækifæri hér og er-
lendis, síðast með Sinfóníu-
hljómsveit íslands í haust.
Stjómandi á tónleikunum er
Guðmundur Óli Guðmundsson,
aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníu-
hljómsveitar Norðurlands.
Hljómsveitin heldur einnig
tónleika í íslensku óperunni á
sunnudag, 19. febrúar, kl.
16.00.
Samvera
eldri borgara
SAMVERA eldri borgara verð-
ur í Glerárkirkju á morgun,
fimmtudaginn 16. febrúar frá
kl. 15.00 til 17.00. Hún hefst
með stuttri helgistund í kirkj-
unni en síðan er gengið í safn-
aðarsalinn þar sem tækifæri
gefst á að hlýða á söng og
spjalla saman og þá er fólk
hvatt til að taka með sér spil.
Boðið er upp á veitingar gegn
vægu verði.
Fjögur ungmenni handtekin vegna fjölda innbrota á Akureyri
HÉÐINN Beck á Fiðlaranum skoðar skemmdir
sem unnar voru í innbroti.
Krafist allt að
fjórtán daga
gæsluvarðhalds
FJÖGUR ungmenni,.tveir piltar og tvær stúlkur, voru handtekin á
Akureyri í gærmorgun grunuð um aðild að fjölmörgum innbrotum í
bænum og nágrenni hans síðustu daga. Krafa var lögð fram í Héraðs-
dómi Norðurlands eystra í gær um að þrjú þeirra yrðu úrskurðuð í
gæsluvarðhald.
í gærmorgun var tilkynnt um
fjölda innbrota, m.a. á veitingastað-
inn Fiðlarann, þá var reynt að bijót-
ast inn á skrifstofu Félags verslun-
ar- og skrifstofufólks sem er í sama
húsi, brotist var inn á veitingastað-
inn Bing Dao við Strandgötu,
Tryggingamiðstöðina og veitinga-
staðinn Við Pollinn en þrír síðast-
töldu staðirnir eru í sama húsi.
Með fíkniefni á sér
Loks var tilkynnt um innbrot í
KEA Nettó við Óseyri og í sjoppu
á Árskógsströnd.
Rannsóknarlögregla handtók
fjögur ungmenni í gærmorgun, sem
grunuð eru um aðild að þessum
innbrotum. Þá leikur grunur á að
ungmennin tengist einnig innbrot-
um í sjö verslanir í verslunarmið-
stöðinni Krónunni sem uppgötvuð-
ust á mánudagsmorgun. í fórum
ungmennanna fundust fíkniefni og
tæki til fíkniefnaneyslu.
Ungmennin voru yfírheyrð hjá
rannsóknarlögreglunni á Akureyri
í gærdag. Krafist var hálfsmánaðar
gæsluvarðhalds yfir piltunum en
skemmra varðhalds annarrar stúlk-
unnar. Ekki hafði verið tekin af-
staða til þess í gærkvöld.
Á þriðja hundrað þúsund
Talið er að hátt á þriðja hundrað
þúsund króna hafi horfið í umrædd-
um innbrotum og þá voru töluverð-
ar skemmdir unnar við innbrotin.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
í GÆRMORGUN skoðuðu rannsóknarlögreglumenn aðstæður á innbrotsstað við KEA Nettó.
Miðstöð fólks
í atviimuleit
Bæjarstjóri
ræðir at-
vinnumál
JAKOB Bjömsson, bæjarstjóri á
Akureyri, verður gestur í opnu húsi
Miðstöðvar fólks í atvinnuleit í dag,
miðvikudaginn 15. ..febrúar, frá kl.
15 til 18 í Safnaðarheimili Akur-
eyrarkirkju.
Jakob mun ræða um bæjarmálin
og sérstaklega fjallar hann um at-
vinnumál og atburði sfðustu vikna í
þeim efnum.
Kaffi og brauð verður á borðum
að vanda þátttakendum að kostnað-
arlausu og dagblöðin liggja frammi.
Nánari upplýsingar um starfsemi
miðstöðvarinnar gefur umsjónar-
maður safnaðarheimilis á þriðjudög-
um og föstudögum frá kl. 15 til 17
en hann tekur einnig á móti pöntun-
um fyrir Lögmannavaktina sem er í
safnaðarheimilinu á miðvikudögum
frá 16.30 til 18.30.
Langflestir þeirra sem fá fjárhagsaðstoð frá Félagsmálastofnun eru atvinnulausir
• •
Or fjölgun þeirra
sem eru atvinmi-
lausir lengi
UM 60% þeirra sem leituðu eftir
fjárhagsaðstoð Félagsmála-
stofnunar Akureyrarbæjar eru ekki
í vinnu. Meginskýringin á sívaxandi
fjárhagsaðstoð stofnunarinnar er
aukið atvinnuleysi í bænum sem
hefur þrefaldast á tímabilinu 1989-
1993. Aðrar skýringar á aukinni
fjárhagsaðstoð eru kaupmáttarr-
ýmun og reglur um fjárhagsaðstoð
Félagsmálastofnunar Akureyrar-
bæjar sem tóku gildi árið 1992.
Þetta kemur fram í úttekt á fjár-
hagsaðstoð Akureyrarbæjar sem
Arnar Árnason endurskoðandi og
Bragi Guðbrandsson félagsfræðing-
ur unnu fyrir bæjarráð Akureyrar
og kynnt var í gær. Til samanburð-
ar var þróunin einnig könnuð í
Kópavogi, Hafnarfirði og Reykja-
vík.
Heildarútgjöld vegna fjárhagsað-
stoðar á landinu öllu uxu á tímabil-
inu 1989-1993 úr 445,7 milljónum
króna í 632,8 milljónir, sem jafn-
gildir 39% aukningu útgjalda frá
upphafi til loka tímabilsins. Fjár-
hagsaðstoð Akureyrarbæjar jókst
um 74% á sama tímabili, í Kópa-
vogi um 1%, útgjöld Reykjavíkur-
borgar jukust um 27% en langmest
varð aukningin í Hafnarfirði eða
yfir 300%.
Djúpstætt og alvarlegt
vandamál
Fullyrt er í skýrslunni að atvinnu-
leysi á Akureyri sé mun djúpstæð-
ara og alvarlegra vandamál en í
samanburðarsveitarfélögunum. Á
Akureyri fjölgaði þeim sem voru
atvinnulausir sex. mánuði eða leng-
ur úr 50 árið 1990 í um 160 í lok
árs 1994. Til samanburðar voru 50
atvinnulausir á sama tíma í Kópa-
vogi, og rúmlega 100 í Hafnarfirði.
í ágúst á síðasta ári höfðu rúmlega
45% atvinnulausra á Akureyri verið
atvinnulausir í meira en sex mán-
uði, 33% í Hafnarfirði, 22% í Kópa-
vogi og 14% í Reykjavík. í nóvem-
ber á síðasta ári voru 160 manns
á Akureyri sem verið höfðu atvinnu-
lausir í 12 mánuði eða lengur en
sambærileg tala í Hafnarfirði var
60 manns og 30 í Kópavogi.
Fram kemur í úttektinni að regl-
ur Akureyrarbæjar varðandi fjár-
hagsaðstoð séu skjólstæðingum í
flestum tilfellum hagstæðari en
tíðkast annars staðar. Við gerð
hennar var óskað eftir við félags-
málastofnanirnar í sveitarfélögun-
um fjórum að reikna út tilbúið
dæmi um einstæða móður þriggja
barna sem býr í leiguhúsnæði og
hefur lágmarkslaun.
Misjafnt eftir sveitarfélögum
Niðurstöðurnar leiddu í ljós mikinn
mun sem getur verið á rétti til að-
stoðar í sveitarfélögunum. Sam-
kvæmt útreikningnum fengi móðir-
in 26.428 krónur á Akureyri,
16.548 krónur í Hafnarfirði, 3.132
krónur í Kópavogi og 1.764 krónur
í Reykjavík.
Um 40% þeirra sem fá fjárhags-
aðstoð á Akureyri eru einstæðar
mæður, þá einhleypir karlar, síðan
hjón eða sambýlisfólk með börn og
loks einhleypar konur en þeim hefur
fækkað mest á tímabilinu.
Þeir sem búa í leiguhúsnæði á
fijálsum markaði eru tæplega helm-
ingur þeirra sem fá íjárhagsaðstoð
á Akureyri og hefur fjölgað mest í
þeim hópi á síðustu árum.
Öryrlqar og sjúklingar víkja
fyrir atvinnulausum
Algengustu ástæður þess að fólk
leitar eftir fjárhagsaðstoð er at-
vinnuleysi og/eða stopul vinna, en
í upphafi tímabilsins voru örorka,
áfengisvandi ásamt ónógum launa-
tekjum helsta ástæða þess að fólk
leitaði aðstoðar.
Á síðustu tveimur árum hefur
þeim sem hafa launaða vinnu og
eru í fullu starfi fækkað í hópi þeirra
sem leita eftir aðstoð.