Morgunblaðið - 15.02.1995, Side 13

Morgunblaðið - 15.02.1995, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995 13 íþróttafé- lögin bjóða börnum frá Súðavík til Akraness Akranesi - íþróttabandalag Akraness og aðildarfélög þess hafa boðið hreppsnefnd Súða- víkur og Ungmennafélaginu Geisla á Súðavík að senda börn og unglinga frá Súðavík til Akranes í sumar og dvelja þar endurgjaldslaust nokkra daga við iðkun íþrótta og þátttöku í lífi og starfi jafnaldra sinna á staðnum. Að sögn Jóns Runólfssonar, formanns íþróttabandalags Akraness, vill íþróttaforystan á Akranesi með þessu boði sýna börnum á Súðavík vináttuvott og bjóða þeim að kynnast því sem íþróttabandalagið hefur að bjóða börnunum. „Við búum við góðar og fjöl- breyttar aðstæður til íþrótta- starfs og vitum að börnin í Súðavík eiga á næstu mánuð- um eftir að ganga í gegnum erfiðleika sem okkar félagar hafa aldrei reynt og eiga von- andi aldrei eftir að reyna.“ Jón segir að reynt verði að bjóða börnunum að kynnast fjölbreytilegu íþróttastarfi. Ætlunin er að börnin njóti sam- vista við jafnaldra sína á Akra- nesi og fái að stunda íþróttir með þeim og kynnast daglegu lífi þeirra. Þá fá börnin að fylgj- ast með knattspyrnulífinu á Akranesi sem á þessum árstíma er í fulium gangi. Á Akranesi er mjög fjöl- breytt íþróttastarfsemi og að- ildarfélög ÍA, sem eru tólf tals- ins, hafa öll mjög góða að- stöðu. Nýtt gistiheimili er í íþróttamiðstöðinni auk setu- stofu og þar er líka fullkomin sundlaug, líkamsræktarsalur, íþróttasalur og íþróttavellir. Áuk þess er aðstaða til golfs ög hestaíþrótta mjög góð. Jón Runólfsson segir að enn hafi ekki verið endanlega geng- ið frá því hvernig dagskráin verði skipulögð enda liggi ekki enn fyrir formlegt svar Súðvík- inga en vonast er til að boðið verði þegið og að allir hafi af þessu bæði gagn og gaman. Lausar ibuðir: 2ja herb. ibuð að Fannborg 8 (Yfirbyggt bílastæði) 3ja herb. íbúð við Kópavogsbraut I I Upplýsingar eru veittar í síma 560 4100 virka daga kl. 8.00 - 16.00. Eyðublöð fást á skrifstofunni að Kópavogsbraut 1 I I I Viðtöl og upplýsingar um valkosti eldri borgara J í húsnæðismálum mánudaga og miðvikudaga. Húsavík - Að tilhlutan Safnahússins á Húsavík hélt Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur, fyrirlestur sem hann nefndi: Um fálka og ijúpur í Þingeyj- arsýslum. Olafur íjallaði um helstu niðurstöð- ur rannsókna hans á fálkum og rjúp- um, en þessar rannsóknir hóf hann 1981 og hefur stundað þær síðan. Rannsóknarsvæði hans hefur verið í Þingeyjarsýslum, samtals um 5.200 ferkílómetra svæði. Hafa rannsókn- imar meðal annars gengið út á að kanna hvaða áhrif stofnsveiflur ijúp- unnar hafa á líf og afkomu fálkans. Margt fróðlegt og eftirtektarvert kom fram í máli fuglafræðingsins. Alls eru 80 fálkasetur á svæðinu og kemur Ólafur minnst tvisvar á ári að hveiju setri, til að kanna hve mörg þeirra eru setin ár hvert, en þau eru aldrei öll setin. Hann kannar eggjafjölda í hreiðrum, síðan unga og svo hve margir komast lifandi úr hveiju hreiðri. Hann kannar hvað fálkinn étur um varptímann, en það fínnur hann meðal annars með því að safna saman beinum þeirra fugla sem karlfuglinn hefur aflað sér og maka sínum til fæðu, en þá kvenfugl- inn er í varpi fer hann ekki frá hreiðri sínu til öflunar fæðu. Hann telur að um 10 ára sveifla sé í fálkastofninum eins og ijúpunnar, en það fer ekki saman, fækkun ijúpu og fálka; segja má að ijúpunni fækki fyrr og síðan fálkunum. Fæða fálkans er 74% ijúpa, 13% endur, en um varptímann er fæða fálkans eingöngu ijúpa, og það er eins á þeim tímabilum sem ijúpan er í lágmarki. Ólafur telur árangur fálkavarps byggjast á ijúpnastofnin- um. Hann sagði ekki þekkt af hveiju þessar sveiflur ættu sér stað í fálka- og ijúpnastofnum eða mörgum öðr- um dýrastofnum. Aðspurður um framtíð ijúpna- stofnsins sagði hann að stofninn hefði verið mjög svipaður tvö síðast- liðin ár en um framtíðina vildi hann ekki beint spá, en hann ætti von á því „að heldur líflegra yrði í heiðinni næsta vor“. Salur Safnahússins var fullsetinn og þar mátti sjá marga þingeyska ijúpnaskyttu og svaraði fyrirlesarinn fjölda spuminga þeirra. Grettistaki lyft á Akranesi Akranesi - Listaverkinu Grettis- tak eftir Magnús Tómasson mynd- listarmann hefur verið komið fyr- ir fyrir utan dvalarheimilið Höfða á Akranesi og sómir sér þar vel. Verkið fékk fyrstu verðlaun í samkeppni Sambands íslenskra myndlistarmanna og dvalarhcim- ilinu Höfða en fjórir listamenn voru valdir til að taka þátt í sam- keppninni. Verkið samanstendur af þrem þrístrendingum, gerðum úr ryð- fríu stáli sem halda upp 25 tonna þungu bjargi. Stálfæturnir standa i vatnstjörn á upphækkuðum stalli. Verkið sem er um 8 metrar á hæð hefur mikla reisn þar sem það gnæfir yfir lágreistar húsa- raðirnar handan götunnar. Listskreytingasjóður ríkisins greiðir hluta af kostnaði við gerð verksins. Listamaðurinn hefur sagt að í þessu verki sé skírskotað til þeirrar kynslóðar sem nú hefur tekið sér hvíld og hefur eiginlega skapað mest allt af mannvirkjum sem til eru á Islandi. Öryggisvakt allan sóíahringinn Heitur matur alta daga Þjónustukjarni með fjölbreytta þjónustu Viðhaíd húsnœðis annast Sunnuhlíðarsamtökin Sunnuhlíðarsamtökin annast rekstur hjúkrunar- heimilis, dagvistar og íbúða fjyrir eldri borgara Rjúpnastofn kom- inn í lágmark? FRÁ fyrirlestrinum í Safnahúsinu á Húsavík. „Nú blika við sólarlag“ MYNDIN er tekin á hlaðinu á Hrafnseyri í Arnarfirði síðasta dag ársins 1994. Horft er í átt til Bíldudals. Talið er að Þorsteinn Erlingsson hafi ort kvæðið „Nú blika við sólarlag sædjúpin köld“ staddur á Haganesi innan við Bíldudal um síðustu aldamót. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson GRETTISTAK sómir sér vel við dvalarheimilið Höfða á Akra- nesi. Verkið er óður til kynslóðar sem nú hefur tekið sér hvíld. Morgunblaðið/Hallgrímur Sveinsson Þorra- dægur þykja löng Borg í Eyja- og Miklaholts- hreppi - Senn fer að líða á þorr- ann sem hefur verið mjög misvinda og stormasamur. Samgöngur hafa truflast vegna snjóþyngsla og storms. Undarfarandi daga hefur verið stíf norðanátt, frost hefur komist í 10-12 stig. Skafrenningur oft mikill og snjór hefur því safnast í stórar fannir. Margir hafa átt í erfíðleikum vegna fannkyngis við gripahús sem sums staðar eru að sökkva í snjó. Dæmi eru til að bændur hafí þurft að fá jarðýtur til þess að moka snjóflóð frá gripahúsum sín- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.