Morgunblaðið - 15.02.1995, Síða 16

Morgunblaðið - 15.02.1995, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Margfalt minni Mannréttindasamtökin Human Rights Watch Stjóm PLO sökuð um mannréttíndabrot JAPANSKA tölvufyrirtækið NEC hefur framleitt kísilflögu sem varð veitt getur milljarð bita af upplýsingum, eða sem samsvarar 10 heildarútgáfum af ritverkum Shakespeare eða 4.000 eintökum af dagblaði. Minniskubburinn er tæpir níu fersentimetrar, eða 2,5 senti- metrar á tvo vegu og 3,5 á tvo. Hér er um nýja útgáfu af algengum flögum sem notaðar eru í einkatölvum og rúma fjórar milljónir bita. Nýja flag- an er nauðsynleg í „margmiðl- un“ framtíðarinnar til þess að geyma kvikmyndir og hljóð. STJÓRN Palestínumanna á sjálf- stjórnarsvæðunum á Gaza og í Je- ríkó hefur gerst sek um mannrétt- indabrot, að mati mannréttinda- samtakanna Human Rights Watch. í nýlegri skýrslu samtakanna sem AP fréttastofan birti, segir að yfir- völd á svæðunum láti oft stjómast af geðþóttaákvörðunum og að þau hafi leyft handtökur vegna stjóm- málaskoðana, ritskoðun og ofbeldi gangvart föngum. Me_ð ferðabanni og handtökum hafa ísraelar mikil áhrif á líf 1.500 þúsund Palestínumanna. Telja mannréttindasamtökin að þeir deili ábyrgðinni á slæmu ástandi í mann- réttindamálum með Frelsissamtök- um Palestínumanna. Skýrsla samtakanna er sú fýrsta sem gerð er um ástand mennrétt- indamála á sjálfstjómarsvæðunum. Þar er m.a. gagnrýnt að Palestínu- menn skuli hafa tekið hundruð manna höndum, fýrir þær sakir ein- ar að vera grunaðir um aðild að ákveðnum hryðjuverkasamtökum. í fæstum tilfellum hafði lögregla handtökuskipun auk þess sem mönnunum var haldið dögum sam- an í fangelsi án þess að þeir kæmu fyrir dómara. Khaled al-Khidra, dómsmálaráð- herra PLO, neitar þessum ásökun- um. Hann segir palestínsk yfirvöld ekki handtaka fólk vegna stjórn- málaskoðana þess. Eitt af for- gangsverkefnum sjálfstjórnarinnar hljóti að vera að halda uppi lögum og reglu. Al-Kidra sagði að 150 Palestínumenn væru nú í haldi á sjálfstjórnarsvæðunum og að allir hefðu þeir aðgang að lögmönnum. Án vitundar yfirmanna? Hassan Abu Libdeh hershöfð- ingi, ráðuneytisstjóri í dómsmála- ráðuneyti Palestínu, sagði að lágt settir foringjar kynnu að hafa beitt fanga ofbeldi án þess að yfirmenn þeirra hefðu haft vitneskju um það. Of snemmt væri hins vegar að fella dóm um sjálfsstjórnina. Mannréttindasamtökin lýstu einnig yfir áhyggjum sínum vegna þeirra Palestínumanna sem sakað- ir eru um samstarf við ísraela. Tveir Palestínumenn hafa látið líf- ið í varðhaldi og í öðru tilvikinu voru lögreglumenn sakaðir um misferli. Hanan Ashrawi, formaður Mann- réttindanefndar Palestínu, hefur kannað hvort ásakanir um pynting- ar eigi sér einhverja stoð og telur hún svo vera. Stjómvöld hafi hins vegar bætt sig. Segir hún nauðsyn- legt að komið verði lögum yfir allar öryggis- og leyniþjónustumar, sem eru alls átta talsins. Reuter CIA-störf á Intemeti BANDARÍSKA leyniþjónustan, CIA, hyggst færa sér alþjóðlega samskiptanetið, Internet, í nyt við ráðningu starfsmanna. Að sögn Davids Christian, tals- manns CIA, hefur verið ákveðið að auglýsa laus störf á veraldar- vefnum svonefnda en þar er fyrir að finna heimasíðu stofnunarinn- ar. CIA hóf að nýta sér Intemetið í fyrra og geta áhugamenn nálg- ast ýmsar upplýsingar þar. Er þar m.a. að finna ársskýrslur stofnunarínnar um ríki jarðar og sérstakt upplýsingarit um njósn- ir. Ætlunin mun vera sú að dreifa fleiri ritum sem unnin eru á veg- um stofnunarinnar með þessum hætti. Talsmaðurinn kvað stofnunina einkum leita eftir tölvusérfræð- ingum, hagfræðingum, tækni- fræðingum og fólki með sérþekk- ingu á tungumálasviðinu. Með því að auglýsa störf þessi á ver- aldarvefnum vonaðist CIA eftir að vekja athygli hæfíleikafólks á þeirri staðreynd að möguleikar á starfí væm enn fýrir hendi hjá stofnunini þrátt fyrir niðurskurð undangenginna ára. Aðspurður sagði Christian að engin hætta væri á að tölvuþrjót- ar kæmust með þessum hætti yfir leynilegar upplýsingar í gagnabönkum stofnunarinnar. Annar tölvubúnaður sæi um að halda þeim upplýsingum til haga. London. Daily Telegraph. Bildt vill norræna friðargæslusveit Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. CARL Bildt, formaður sænska Hægri flokksins og fyrrum forsæt- isráðherra, hefur sett fram hug- mynd um norræna friðargæslusveit, sem hægt væri að senda út að sam- eiginlegri ákvörðun landanna. Slík sveit myndi að sögn hans bæði hleypa lífí í norrænt samstarf og auk þess vera einfaldari og ódýrari en þær alþjóðasveitir, sem nú er rætt um, til dæmis á vegum Samein- uðu þjóðanna. í viðtali við „Svenska Dagbladet“ bendir Bildt á að sveitir einstakra þjóða séu of dýrar, en norræna sveit væri hægt að þjálfa saman og senda þangað, sem þörf væri á. Hann seg- ist gera sér grein fyrir að innan Norðurlandanna séu ólík lög um þátttöku í friðargæslusveitum, en sameiginleg sveit myndi veita ör- yggissamstarfí landanna aukið vægi og um leið norrænni samvinnu. Hugmyndin felur í sér að hvert land geti ráðstafað sínum hluta sveitarinnar innan þeirra skuldbind- inga, sem þau hafa tekið á sig í hemaðarbandalögum. Einnig væri hægt að senda sveitimar til starfa á vettvangi Friðarsamstarfs Atl- antshafsbandalagsins og innan Vestur-Evrópusambandsins. LISTIN að biðjast afsökunar styðst við ströng óskrifuð lög og fari menn ekki eftir þeim getur það leitt til viðvarandi haturs, að sögn Dr. Aarons Lazare, eins fremsta geðlæknis Bandaríkjanna. „Tímasetning afsökunarbeiðninnar skiptir öllu og ákvarðast af tegund skaðans,“ segir Lazare, deildarforseti við læknadeild Massac- husetts-háskóla. „Hellir þú úr kaffibolla yfir annað fólk ber þér að biðjast forláts strax. Hreytir þú ónot- um í fólk í reiðiskasti eða af ruddaskap er betra að bíða í klukkustund. Hafir þú hins vegar ráðist inn í annað ríki og pyntað þar fólk eða framið þar fjölda- morð er skynsamlegra að bíða með afsökun- arbeiðnina í áratugi, eins og Borís Jeltsín Rússlandsforseti er hann baðst afsökunar á fjöldamorðum, sem framin voru að undirlagi Jósefs Stalíns í Katyn-skógi í PóIIandi," seg- ir hann í grein í nýjasta hefti sálfræðiritsins Psychology Today. Dr. Lazare segir að það geti beinlinis ver- ið hættulegt að biðjast afsökunar of snemma, því sá sem særður var kunni enn að vera í uppnámi og sé því vís til að hafna beiðn- inni. „Hinn særði verður að fá tíma til að róa sig niður,“ skrifar hann. Onnur alvarleg mistök væri klúðurs- eða gerviafsökun þar sem sá sem iðrast viður- kennir í reynd ekki ávirðingar sínar, heldur gerir lítið annað en að reyna mála yfir mis- tök sín. Gott dæmi þar að lútandi er afsagnar- ræða Richards Nixons Bandaríkjaforseta í kjölfar Watergate-hneykslisins. Með ræðunni kallaði forsetinn fremur yílr sig frekari and- úð en samúð. Aldrei of seint að biðj- ast afsökunar Hins vegar .má segja að F.W. de Klerk forseti Suður-Afríku hafi sýnt ósvikna iðrun, iðrun sem endurspeglar hugrekki og veitir hugarró, er hann bað suður-afrísku þjóðina afsökunar á aðskilnaðarstefnunni á blaða- mannafundi árið 1993. „Það var ekki ætlunin að svipta fólk rétt- indum og valda eymd og vanlíðan . . .við iðrumst þess sárlega að sú hafi orðið raunin. Djúp iðrun er meira en að segjast vera leið- ur yfir einhveiju. í því felst, að gæti ég fært okkur aftur á bak í tíma, og fengi ég ein- hveiju um það ráðið, þá vildi ég að mál hefðu þróast öðru vísi,“sagði de Klerk. Mikilvægt er, að móðgi maður einhvern á almannafæri dugar ekki að biðjast afsökunar annars staðar. „Gerum ráð fyrir þvi að yfir- maður þinn veitist að þér að ósekju í viður- vist annars starfsfólks. Þá þýðir ekki fyrir hann að biðjast afsökunar með því að senda þér minnisblað þar að lútandi. Hann verður að biðjast afsökunar svo annað starfsfólk heyri,“ segir dr. Lazare. Hann segir, að misheppnuð afsökunar- beiðni eða jafnvel engin geti valdið óbætan- legum brestum í sambúð manna, skapað var- anlega óvild og alið á hefnigirni. „Það sem helst kemur í veg fyrir að menn biðjist afsökunar er sú skoðun að afsökunar- beiðni sé til marks um veikleika og jafngildi jafnvel sektarviðurkenningu. í því sambandi er ekkert hægt að gefa fyrir speki George Custers herforingja, sem frægur varð fyrir sigur í orrustunni við Litlu Stórhyrnu, um að biðjast aldrei afsökunar og útskýra heldur ekki gjörðir sínar. Forsjálni Guðs? í öllum trúarbrögðum lieims er hvatt til iðrunar. í lögbók gyðinga, Talmúð, segir að Guð hafi skapað iðrunina á undan al- heiminum. Hann hafi gert sér grein fyrir að maðurinn myndi gera fullt af mistökum og þyrfti því oft að biðjast afsökunar á gjörðum sínum. Gaddafi í fótspor Rousseaus MUAMMAR Gaddafí, leiðtogi Líbýu og höfundur Grænu bók- arinnar svokölluðu, hefur nú gefíð út smásagna- og ritgerða- sáfn, sem hann kallar „Þorpið, þorpið, jörðin og sjálfsmorð geimfarans". Þar ræðst hann á borgarlífíð og boðar afturhvarf til náttúrunnar í anda Rousse- aus. Landar Gaddafís hafa beð- ið bókarinnar í tvö ár en sagt er, að hann hafi hafnað 10 út- gáfum af bókarkápunni áður en hann varð sáttur við hana. Stórt gat á ósonlaginu STÆRRA gat er á ósonlaginu yfir Síberíu en áður hefur mælst og ósonlagið er óvenju þunnt yfir öllu norðurhveli jarðar. Ekkert gat er þó yfir norður- skautinu sjálfu en þynningin nær allt suður til Spánar og stóra hluta Asíu. Ósoneyðingin veldur því, að útfjólublátt Ijós nær betur til jarðar og veldur þar auknu húðkrabbameini í mönnum og skaðar einnig gróð- ur og sjávarlíf. Ekkja West fyrir rétt ROSEMARY West, ekkja fjöldamorðingjans Fredericks Wests í Gloucester í Englandi, verður dregin fyrir rétt og ákærð fyrir kynferðislega mist- notkun og morð á 10 unglings- stúlkum. Var það niðurstaða sérstakra vitnaleiðsla sem lauk í gær. Flugslys í Tyrklandi TVÆR tyrkneskar herflugvélar fórust í gær og er bilunum kennt um hvorttveggja slysið. Þrír flugmenn týndu lífí þegar Dornier 28-D2- flugvél hrapaði nálægt Istanbul en báðir flug- menn F-4 Phantom-orrustuvél- ar komust af þegar hún hrap- aði í héraðinu Erzurum á aust- urhluta landsins. Ryzhkov í pólitíkina NÍKOLAJ Ryzhkov, fyrrver- andi forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, hefur sagt af sér sem formaður stjórnar Tveruniver- salbank og ætlar út í stjómmál- in á nýjan leik. Tass-fréttastof- an hafði það eftir honum, að hann óttaðist að stjórnmála- störf hans gætu haft áhrif á hagsmuni bankans auk þess sem hann vildi ekki láta banka- störfm hafa áhrif á sínar pólit- ísku áætlanir. Walesa deilir og drottnar LECH Walesa, forseti Póllands, krafðist þess í gær, að Jozef Oleksy, væntanlegur forsætis- ráðherra, féllist á, að Walesa tilnefndi sjálfur menn í embætti vamar-, utanríkis- og innanrík- isráðherra. Sagði talsmaður for- setans, að hann myndi ekki fall- ast á aðra menn en þá, sem honum líkaði. Walesa steypti fyrri stjórn Bændaflokksins og Lýðræðisbandalags vinstri- manna og margir telja, að hann ætli að fara eins að með væntan- lega stjóm Oleksys, sem sömu flokkar standa að.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.