Morgunblaðið - 15.02.1995, Side 21

Morgunblaðið - 15.02.1995, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995 21 Samvinna sýningarstaða 4 norrænir listamenn Sólgin „Addicted" er yfirskriftin á samsýningu fjögurra norrænna myndlistarmanna, sem opnuð verður í Nýlistasafninu laugardag- inn 18. febrúar kl. 16. Anders Boqvist, Maria Lindberg og Peter Hagdahl eru fulltrúar Svíþjóðar, en Ann Kristin Lislegaard kemur frá Danmörku. Sýningin er liður í norrænu menningarhátíðinni Sól- stöfum og er hún samvinna þriggja sýningarhúsa, þ.e. Nýlista- saftisins í Reykjavík, Slunkaríkis á ísafirði og Listasafnsins á Akur- eyri. Myndlistarmennirnir fjórir sýna í Nýlistasafninu, Peter Hagdahl opnar aðra sýnignu í Slunkaríki miðvikudaginn 22. febrúar og Ann Kristín Lislegaard opnar þriðju sýningu í Listasafn- inu á Akureyri laugardaginn 25. febrúar. Allir þátttakendurnir í „Sólgin“ vinna að verkum sem sýna óvænt og skilyrðislausa afstöðu til mis- munandi greina, tækni og efnis. Einfaldar blýantsteikningar eru jafn sjálfsagður hlutur og límmið- ar, myndbandsverk allt eins mögu- leg og kúluspil. Þeir eiga það sam- eiginlegt að þeir athuga ómeðvit- aða þætti, bæði hjá einstaklingum og menningunni í heild. Sýningin í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b í Reykjayík, verður opin daglega frá kl. 14-18 frá 18. febrúar til 5. mars. í Slunkaríki á ísafírði verður opið fimmtudaga til sunnudag, frá kl. 16-18 milli 22. febrúar og 12. mars. Sýningin í Listasafni Akureyrar verður opin alla daga nema mánu- daga frá kl. 14-18 frá 25. febrúar til 29. mars. -----» -♦—«--- Listasafn Islands gefur gamlar sýningarskrár LISTASAFN íslands hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum að eignast, án endurgjalds, gamlar sýningarskrár, smáprent og bækl- inga safnsins, meðan birgðir end- ast. A sama tíma verða nokkur nýrri rit safnsins, aðallega frá árun- um 1982-92, seld með afslætti sem nemur 40-75%. Nýjustu sýningar- skrár og bækur safnsins verða hins vegar seldar með 10% afslætti. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18 og er kaffistofan opin á sama tíma. Til- boðið stendur til 11. mars. -----» » ♦---- Kristín sýnir í Borgar- kringlunni NÚ STENDUR yfir sýning Kristínar Andrésdóttur á eldri og nýjum verkum í Borgarkringlunni, bak við stigann. Þetta eru akrýl- málverk, teikning- ar og krítarmynd- ir. Kristín útskrif- aðist frá Mynd- lista- og handíða- skóla íslands 1987. Sýningin stendur um óá- Andrésdóttir kveðinn tíma. Lánlaus þríhyrningur KVIKMYNPIR Norræn kvikmynda- hátíö Iláskólabíó PARÍSARHJÓLIÐ Leikstjóri og handritshöfundur Clas Lindberg. Tónlist Thomas Lindahl. Aðalleikendur Helena Bergström, Claes Malmberg, Jakob Eklund. Sandrews 1993. Svíþjóð. SÖGUHETJURNAR í Parísarhjólinu eru tveir lánlausir, ungir menn sem kynnast í fangelsi. Eiga fátt annað sameiginlegt því Morten (Jakob Ek- lund) er klókur og slægvitur, hinn forherti og kotroskni leiðtogi þeirra, en Risto treggáfaður og luralegur sakleysingi sem verður ofbeldisfullur með víni og á sér þann draum heitast- an að eignast parísarhjól er hann sleppur út. Morten losnar fyrr úr prísundinni, heldur rakleiðis tit Kick- an (Helena Bergströnm), kærustu Ristos, sem útvegar honum vinnu og húsaskjól, auk þess sem hún deil- ir með honum sænginni. Morten held- ur uppteknum hætti smákrimmans og leggur það sem honum áskotnast til hliðar með kaupin á skemmtitæk- inu í huga. Risto sleppur út, draum- urinn um parísarhjólið gerir þá að kaupsýslumönnum um hríð þar sem þeir höndla með jólatré, sem þeir taka reyndar ófijálsri hendi einsog flest annað. Þau viðskipti enda með skelfingu og ekki bætir úr skák að Kickan er ófrísk, og það án þess að vita hvor þeirra er faðirinn. Kemur til kasta Mortens að leysa málin eins vel og kostir er. Parísarhjólið er í eðli sínu nánast harínsaga um gjörsamlega heillum horfna einstaklinga, sem þó, á sinn ógæfulega hátt, reyna að sporna við og leita að skárra hlutskipti. Þeir eru fyrst og fremst smáglæpamenn og eru rammnegldir niður í sínu fari, samfélagið vill ekkert með slíkt fólk hafa, það er gagnkvæmt. Eftir að þeim fæðist sonur hyggja þeir á betra líf og það er þá einhversstaðar á jaðrinum: Hætta að stela en komast áfram á næsta þrepi fyrir ofan, í karneval- eða klámbransanum. Höf- undarnir segja þó ekki þessa dapur- legu sögu gamanlaust, fjarri því, gráglettnin er jafnan skammt undan þó hún kafni að lokum í ósennilegum og órökréttum endi á annars trúverð- ugri. framvindu. Ungu leikararnir þrír eru hver öðrum betri og fara óaðfinnanlega með hlutverk sín. Yfir höfuð er Parísarhjólið athyglisverð og að mörgu leyti vel gerð mynd um drauma sem gjarnan snúast upp í martraðir. Sæbjörn Valdimarsson Taktu markvissa stefnu í spamábi 1995 Sýndu fyrirhyggju og sparaðu reglubundiö Fjölbreyttir möguleikar í sparnaöi á Sparileiöum Islandsbanka Megineinkenni Sparileiöa Islandsbanka er aö ávöxtun eykst eftir því sem sparifé stendur lengur óhreyft. Sparifjáreigendum bjóöast fjölbreyttir val- kostir. Verbtryggbar Sparileibir Hœgt er aö velja um Sparileiöir fyrir sparnaö sem geturstaöiö óhreyföurí 12, 24 eöa 48 mánuöi, allt eftir því hvaö hentar hverjum og einum. Langtíma- sparnaöur nýtur þess öryggis sem verötrygging veitir. s Obundnar Sparileibir Fyrir þá sem kjósa aö hafa greiöan aögang aö sparifé sínu bjóöast einnig óbundnar Sparileiöir. Þœr henta vel fyrir sparnaö sem standa á skemur en eitt ár. Reglubundinn sparnabur kemur sér vel Til þess aö láta drauma sína rœtast eöa til aö eiga fyrir óvæntum útgjöldum er nauösynlegt aö sýna fyrirhyggju og spara reglubundiö. Ef þú gerir samning um reglubundinn sparnaö á SparileiÖum 12, 24 eöa 48, þá er öll sparnaöarupp- hæöin laus aö loknum binditíma reikningsins. Öll upphœöin nýtur verötryggingar óháö því hvaö hvert innlegg hefur staöiö lengi á reikningnum. Ánœgjuleg „útgjöld" Þaö ánægjulega viö reglubundinn sparnaö er aö jafnvel smáar upphœöir eru fljótar aö vaxa ef þœr eru lagöar reglulega til hliöar. Þaö hefur því reynst fólki vel aö gera sparnaöinn aö föstum, ófrávíkjan- legum hluta af „útgjöldum" hvers mánaöar. Þaö er auöveldara en margur heldur. Nú er rétti tíminn til ab taka markvissa stefnu í sparnabi. ÍSLANDSBANKI - í takt viö nýja tíma!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.