Morgunblaðið - 15.02.1995, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 15.02.1995, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Leikrit umástir og afbrýði Það stóð yfir æfing á Heimi svörtu fiðrild- anna þegar Guðrún Guðlaugsdóttir brá sér yfir götuna, úr húsi Morgunblaðsins yfir í Borgarleikhúsið, til þess að forvitnast um þetta nýja finnska leikrit og leikstjóra þess, Eiju Elinu Bergholm, sem einnig kemur frá Finnlandi. Eija Elina Bergholm „MAÐUR má ekki vera of strangur við lífíð, það rennur frá manni í smá skömmtum, dagur og dagur í senn,“ segir Sigurður Karlsson leikari þreytulegri röddu. Hann stendur á upplýstu leiksviðinu, í baksýn er klettótt landslag, lítið sólhýsi en fremst til hægri er framhlið á brúnu húsi. Leikstjórinn, Eija Elina, situr með hönd undir kinn við borð neðst í áhorfendasalnum og horfir á leik- arana fara með atriði úr leikritinu. Öðru hvoru grípur hún inn í og gerir athugasemdir. Leiðbeiningar sínar gefur hún á ensku. Verkið er enn í mótun og allir taka lifandi þátt í sköpunarstarfinu undir athug- ulli leiðsögn Eiju. Ég kem þarna inn í miðja æfingu á lokaatriði leikrits- ins. Þegar því atriði er lokið tekur við atriði með nokkrum ungum mönnum. Þeir raða sér á sviðið, tónlist heyrist, gamalt Presley-lag, þeir rokka með Presley-stælum að bandarískri fyrirmynd. Eija fer upp á sviðið og klifrar upp í stiga til að sýna hvernig henni fínnst þeir eigi að haga sér. Þegar hún kemur niður á sviðið aftur tvistar hún nokkur spor, vill heldur slík spor, hefur greinilega ákveðnar skoðanir á því sem gera skal. Sigrún Edda Bjöms- dóttir kemur inn á sviðið í svörtum sokkabuxum, köflóttum skokk með sígarettu í munnvikinu og tekur nokkur dansspor í æfíngaskyni, með kæruleysislegu látbragi, annars hugar. „Tilbúin," segir sýningar- stjórinn og tangótónlist heyrist. Sig- rún dansar af innlifun, ein - og æfíngu lýkur. „Þetta er leikrit um ástir, fram- hjáhald, afbrýði, morð, drykkjuskap og fleira, það er byggt á bók eftir Leena Lander, sem verið er að þýða á íslensku og kemur senn út hér. Verkið fjallar um ungan fjármála- mann sem rekur byggingafyrirtæki. Foreldrar hans voru ekki fær um að ala hann upp vegna fíkniefna- vanda. Hann hugsar til æsku- áranna. Þetta er spennuleikrit og hann kemst að æ meiru um fortíð föður síns, sem var efnavísindamað- ur. Aðgerðir hans ollu undarlegum atburðum t.d. vegna mengunar. Þetta er leikrit um leyndarmál liðins tíma. Meginstef leikritsins er: Þurf- um við að gjalda fyrir syndir feðr- anna?“ - í óeiginlegri merkingu auðvitað,“ segir Eija Elina þegar við tökum tal saman upp í fundar- herbergi á þriðju hæð Borgarleik- hússins. Hún er með kaffibolla fyrir framan sig, kvik kona í hreyfingum og lífleg í andliti. „Ég vinn við sjón- varpið í Rampere en ég bý í Hels- inki, svo á ég annað heimili í Ruo- vesi, það er frægur staður, gömul listamannanýlenda frá því um alda- mót og fyrstu áratugum þessarar aldar, nær allir sem þar bjuggu þá voru málarar,“ segir hún þegar ég sgyr hana um starf og heimilisfang. „Ég vil helst vera í Ruovesi, þar er yndislega þögult, ég vinn það til að aka 80 kílómetra leið til vinnu frek- ar en búa nálægt vinnustaðnum eins og ég gerði áður. Það gerir mér ekkert til að aka á milli, leiðin er falleg," segir hún létt í máli. „í nágrenni Ruovesi er mikið af villtum dýrum, úlfar drápu þar t.d. 20 lömb í haust." Eija Elina hlaut menntun í leik- listarskóla og háskóla og var um tíma aðstoðarleikstjóri í sænsku leikhúsi í Helsingi. „Síðan fór ég að vinna við sjónvarp sem leiklistar- stjóri. Ég vinn mikið fyrir ríkið líka, ég hef því mikið að gera. Ég stjórn- aði m.a. nýlega verki sem nefnist Söngur Sólveigar. Ég hef stjórnað mörgum uppfærslum, t.d. á þekktu fínnsku verki eftir Marie Jotuni, hún er mjög fræg og hefur unnið til margra verðlauna fyrir þetta verk sitt. Einnig stjórnaði ég uppfærslu á Mahogany eftir Kurt Weill og Bertolt Brecht í Kanada á síðasta ári svo dæmi séu nefnd,“ segir Eija Elina. „Mér líkar vel á íslandi,“ bætir hún við. „Margt hér kemur kunnug- lega fyrir sjónir, t.d. fólkið og lífs- máti þess, eitthvað í þessu fólki er svipað og ég finn í mínu heima- fólki. Mér finnst íslendingar vera einlægir, traustvekjandi og mjög hjálpsamir, kannski eru þessi ein- kenni svona sterk af því þið eruð svo fá. Allir verða að hjálpast að.“ Eija Elina segist vera gift kona í Finnlandi. „Til allrar hamingju er ég það, og á tvo syni,“ bætir hún við. Maður Eiju starfar líka á leik- listarsviðinu við sjónvarp. Spuming- unni um hvað við taki þegar hún lýkur störfum á íslandi svarar hún á þessa leið: „Ég ætla næst að vinna við uppsetningu á óperunni Miðlin- um eftir Menotti fyrir sjónvarpið. „Þú hefðir átt að sjá meira af leikrit- inu, ekki bara bút úr æfingu," seg- ir hún svo. „Þótt þetta sé alvarlegt leikrit er það markað mikilli gaman- semi, í því er margt ungt fólk, það setur svip lífsgleði á sýninguna. Lífshungur þess er mikið. Bókin sem þetta verk er byggt á var mikið les- in í Finnlandi og höfundurinn fékk bókmenntaverðlaun fyrir hana á síð- asta ári. Þú ættir að lesa bókina þegar hún kemur út og auðvitað sjá leikritið fullæft," endurtekur hún. Að lokum segir hún mér að umrætt leikrit hafí fyrst verið sett upp í Turku í Finnlandi og standi til að sýna það á fleiri stöðum í Finn- landi. „Uppfærsla þess hér 4. mars nk. verður önnur í röðinni. Ég vona að það verði eins vinsælt hér og það var f Finnlandi,“ segir hún að síð- ustu. Játningar fyrrverandi ritstjóra og sendiherra ANDERS Huldén, fyrrverandi sendi- herra Finnlands á íslandi, hefur skrif- að endurminningar frá ritstjóraárum sínum í Jakobstad (En smástadsred- aktörs bekánnelser, útg. Söderströms, Helsingfors). Að- eins 29 ára að aldri varð hann ritstjóri Jakobstads Tidn- ing. Það var árið 1954 og þrátt fyrir mótbyr á stundum gegndi hann starf- inu til ársins 1962. Þá var hann kallaður til blaðafull- trúastarfs við finnska sendiráðið í Stokkhólmi. í utanríkisþjónustunni starfaði hann í 27 ár og lauk ferli sínum sem sendiherra á íslandi. Hér á landi var Anders Huldén vinsæll, ekki síst meðal listamanna og rithöfunda. í samskiptum við þá var hann í senn gestgjafi og félagi. Huldén hefur skrifað tölu- vert um sagnfræðileg efni. Hann skrifar ljósan og læsi- legan stíl, er rökvís og forðast hvers kyns til- finningasemi. Blaðamennska Játningar smábæjar- ritstjórans hafa ýmsu gagnlegu að miðla þeim sem fást við blaða- mennsku og staðfesta að vandamálin eru alls staðar lík eða hin sömu. Huldén bjó yfír reynslu blaðamanns í Ábo og Stokkhólmi áður en hann tók til starfa í Jakobstad og hafði einnig verið lausamaður í blaðamennsku með Mið-Evrópu sem sérgrein. Minningamar spegla þróun mála í Finnlandi, meðal annars viðhorfin til Kekkonens forseta sem í fyrstu voru efablandin hjá Huldén en síðar gekk hann til liðs við forsetann sem launaði honum, að því talið er, með embættinu í Stokkhómi. Sviptingar Anders Huldén kryddar frá- sögnina með persónulegum minn- um og myndum án þess að setja sjálfan sig í öndvegi. Stjórnmála- lega mun hann hafa staðið nærri fijálslyndri jafnaðarstefnu og hristi duglega upp í íhaldsmönnum í Jakobstad. Með því að blanda sér í trúmáladeilur fékk hann heiftar- leg viðbrögð sem endaði með því að hann sagði skilið við kirkjuna. Sviptingar samfélags og blaða- heims eru meginviðfangsefni hans. Sérstaka ánægju hafði ég af lestri langs kafla sem hann kallar Leo Ágren og aðrir rithöfundar frá Austurbotni. Bræðurnir Ágren Leo Ágren var bróðir skáldsins Gösta Ágren. Hann vakti athygli fyrir skáldsögur sínar, fluttist til Stokkhólms þar sem hann hugðist halda áfram ritstörfum, en minna varð úr en hann ætlaði. Þeir Huld- én og Ágren voru samstarfsmenn á Jakobstads Tidning þar sem sá síðarnefndi vann lengst sem se- tjari, en skrifaði líka greinar í blað- ið. Örlagasaga Leos Ágren er næmlega rakin af Anders Huldén. Hún greinir frá miklum hæfileika- manni og vonbrigðum hans, en skipar honum líka í eðlilegt sam- hengi finnskra bókmennta. Bróðir- inn Gösta er nú meðal viðurkennd- ustu skálda Finnlands og er talinn hafa náð einna lengst með flokki þriggja ljóðabóka sem sækja yrkis- efni til bernsku og uppruna. Fyrsti hlutinn hlaut Finlandia-verðlaunin. Ljóð eftir Gösta Ágren eru til í íslenskri þýðingu Lárusar Más Björnssonar. Margir rithöfundar hafa komið frá Austurbotni. Meðal hinna kunnustu er Lars Huldén, „síðasta þjóðskáld Finna“, náfrændi And- ers. í Austurbotni hafa menn þörf fyrir að skrifa eins og dæmin hafa sannað. Þar hafa mörg skáld látið að sér kveða og þar var norræna bókmenntatímaritið Horisont stofnað, en frá tildrögum þess og mörgu öðru forvitnilegu segir And- ers Huldén. Jóhann Hjálmarsson Anders Huldén Sögur úr Los Angeles KVIKMYNPIR Háskólabíó Klippt og skorið „Short Cuts“ ★ ★ ★ Vi Leikstjóri: Robert Altman. Aðalhlut- verk: Tim Robbins, Lily Tomlin, Tom Waits, Madeleine Stowe, Peter Gal- lagher, Frances McDormand, Robert Downey, Huey Lewis, Andie MacDowell. Spelling Pictures. 1994. NÝJASTA mynd Roberts Alt- mans, sem hér er sýnd, er meira en þriggja klukkutíma kvik- myndaveisla þar sem hópur stór- leikara fer á kostum í mörgum og ólíkum sögum af almúgafólki í Los Angeles. Myndin byggist á verkum Raymond Carvers og Alt- man stýrir af slíkum myndarskap og innsæi í hinn fjölbreytilega heim myndarinnar að fáu er til jafnað. Klippt og skorið undir- strikar tröllatök hans á kvikmynd- inni og hvílíkur afburðamaður hann er sem leikstjóri. Myndin er byggð upp á svip- myndum af lífinu í Los Angeles samtímans, sem raðast saman í ómótstæðilega heild fulla af átök- um í samskiptum kynjanna, kyn- lífi, tilfinningaleysi og tilfinninga- semi, óbærilegum missi og taum- lausri gleði, hatri og ást og hvað eina annað sem fylgir manninum í sínu daglega argaþrasi. Stundum er hún fyndin, stundum sorgleg en alltaf skemmtileg. Smábútarmr raðast smátt og smátt saman þar til myndin að lokum er orðin að risastóru og mikilfenglegu mál- verki sem opnast áhorfandanum í allri sinni dýrð. Leikarahópurinn er ekki síður kræsilegur en í myndinni sem Altman gerði á undan þessari og hét Leikmaðurinn. Aðalviðfangs- efnið er hjónalífið og leikararnir virðast sannarlega á heimavelli. Tim Robbins og Madeleine Stowe leika hjón í ónýtu hjónabandi því að hann heldur framhjá og hún nýtur þess að heyra hann pijóna saman enn eina fáránlega lygina. Lily Tomlin og Tom Waits eru önnur hjón þar sem allt er líka í molum því Waits er meiri fylli- bytta en ástmaður og þolir ekki hvernig karlarnir á matsölustaðn- um, þar sem konan hans vinnur, mæna á dömuna hans. Jennifer Jason Leigh og Chris Penn lifa við annars konar vandamál; hún stundar símavændi heima hjá sér en hann fær hana aldrei til að tala við sig eins og hún talar í símann. Bruce Davidson og Andie MacDowell leika hjón sem þurfa að fást við sjokkið sem fylgir því að sonur þeirra lendir á gjörgæslu- deild. Fleiri hjón koma við sögu og aðrar persónur og allar spretta þær ljóslifandi fram á sjónarsvið- ið, brakandi ekta og raunsæjar eins og sögurnar af þeim. Per- sónusköpunin er ein af styrkustu stoðum myndarinnar og Altman fær frábæran leik úr öllum leik- hópnum. Það tekur tímann sinn að segja allar þessar sögur. Altman klippir þær saman svo þær virðast eiga sér stað samtímis og þetta reynist þriggja tíma mynd sem er síst of löng. Klippt og skorið ljómar af meistaralegri kvikmyndagerð frá einum af sönnum meisturum kvik- myndanna. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.