Morgunblaðið - 15.02.1995, Síða 24

Morgunblaðið - 15.02.1995, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LAUNAMUNUR KYNJANNA KÖNNUN, sem Félagsvísindastofnun Háskólans hefur gert fyrir félagsmálaráðuneytið og sagt er frá í Morgunblaðinu í gær, leiðir í ljós að munur á launum kvenna og karla í átta fyrirtækjum, sem skoðuð voru, er talsverður. Sérstaka athygli vekur, að launamunurinn eykst með menntun, sem er vissulega þversögn. Margir hafa vafa- laust staðið í þeirri trú, að stóraukin menntun kvenna væri einmitt lykill að jafnri stöðu þeirra á við karla. Því miður kemur í ljós að svo er ekki. Lítill munur er á laun- um karla og kvenna, sem lítið nám hafa stundað að lokn- um grunnskóla, en konur með framhaldsskólamenntun hafa aðeins 78% af tímakaupi karla með sambærilega menntun og háskólamenntaðar konur ekki nema 64% af tímakaupi karlmanna með háskólamenntun. Jafnframt kemur fram að stöðuhækkun leiðir til meiri hækkunar á Iaunum karla en kvenna og algengara er að karlar fái yfirgreiðslur umfram launataxta. Fyrirtækin í könnuninni eru ekki valin af handahófi, og úrtak fyrirtækja er ekki stórt. Þess vegna ber að varast að alhæfa út frá þessum niðurstöðum. Engu að síður stað- festa þær niðurstöður ýmissa fyrri kannana. Ein þeirra sýndi til dæmis að konur bættu 34% við laun sín með því að fara í framhaldsnám, en karlar 104%. Hér verður ekki fullyrt um skýringar á þessum launa- mun. Oft hefur komið fram að meginorsökin fyrir mun á launum kynjanna sé úrelt viðhorf stjórnenda í fyrirtækjum. í niðurstöðum könnunar Félagsvísindastofnunar kemur fram að algengt viðkvæði sé að karlar sjá fyrir fjölskyld- unni, og þurfi því hærri laun, en það sé hlutverk kvenna að sjá um börn og heimili. Þessi úrelti hugsunarháttur er án efa hluti vandans. Hins vegar er brýnt að halda áfram að leita skýringa á því að karlar og konur fá mismunandi laun fyrir sams konar störf og leiða til þess að ráða bót á honum. ísland hefur raunar skuldbundið sig til þessa, með samþykkt ýmiss konar alþjóðlegra samþykkta um sömu laun fyrir sömu vinnu, til dæmis á vegum Alþjóðavinnumálastofnun- arinnar og Sameinuðu þjóðanna. Aðalatriðið er þó, að þessi launamunur er fáránlegur og samfélaginu til skammar. Ein af kröfum Alþýðusambandsins í viðræðum við at- vinnurekendur er að unnið verði markvisst að því að jafna launamun kvenna og karla. Gjarnan mætti að þessu sinni gefa þessu viðfangsefni meiri gaum en gert hefur verið. SÓLSTAFIR NORRÆN menningarhátíð hófst með viðhöfn í Norræna húsinu sl. laugardag, en hún hefur hlotið heitið „Sól- stafir“. Menningarhátíðin stendur yfir í sex vikur og er haldin í tengslum við þing Norðurlandaráðs, sem hefst í Reykjavík 27. febrúar. Fyrsta menningarhátíðin í tengslum við þingið var í Stokkhólmi í marsbyrjun á síðasta vetri og þótti hún heppnast mjög vel. Hún var þó ekki nærri eins umfangsmikil og menningarhátíðin, sem verður á ís- landi að þessu sinni. Tvennt er athyglisvert við skipulag norrænu menningar- hátíðarinnar hér á landi, hún verður ekki aðeins í höfuð- borginni heldur einnig á Akureyri og ísafirði. Þá eru ýmis dagskráratriði sniðin fyrir börn og unglinga. Það verður að telja lofsvert framtak, enda mikilvægt að unga fólkið komist í snertingu við sameiginlegan menningararf nor- rænna þjóða. Dagskrá „Sólstafa“ er mjög fjölbreytt og boðið er upp á bókmenntaviðburði, myndlist, tónlist, leiklist, dans, óperuflutning, brúðuleikhús, málþing og fyrirlestra, svo það helzta sé nefnt. Þá verður norræn kvikmyndahátíð í Háskólabíói, þar sem kynntar verða úrvalsmyndir. íslenzk- ir listamenn taka mikinn þátt í menningarhátíðinni, m.a. flytur Sinfóníuhljómsveit Islands Sögusinfóníu Jóns Leifs og einnig má nefna, að Norska óperan flytur óperu eftir Per Nörgard í Borgarleikhúsinu. Norrænu menningarhátíðirnar má rekja til endurmats forsætisráðherranna á árunum 1991-1992 á norrænni sam- vinnu í ljósi þróunarinnar í Evrópusamstarfinu. Til mótvæg- is var ákveðið að leggja aukna áherzlu á samvinnu Norður- landanna á sviði menningar, menntunar og vísinda. Nú fá Islendingar að njóta ávaxtanna af þessari ákvörðun og er það fagnaðarefni. FULLTRÚAR flokkanna á fundinum í MS voru þau Ágúst Einarsson, Þjóðvaka, Finnur Ingólfsson, Fram- sóknarflokki, Friðrik Sophusson, Sjálfstæðisflokki, Jón Baldvin Hannibalsson, Alþýðuflokki, Kristín Ástgeirsdóttir, Kvennalista og Svavar Gestsson, Alþýðubandalagi. Jón Bald- vin reið á vaðið með framsögu sína og lagði áherslu á að ungu fólki bæri skylda til að kynna sér um hvað kosn- ingabaráttan snýst, því kosið yrði um framtíðina. Því bæri að ákveða hvort það væri sammála því að Island skip- aði sér í sveit með öðrum lýðræðisríkj- um í Evrópu. Þá myndu kosningar snúast um íslenska velferðarkerfið, þ.á m. skólakerfið, Alþýðuflokkurinn vildi virkt lýðræði, þar sem einn mað- ur hefði eitt atkvæði og leggja bæri áherslu á að skapa hér fjölbreytt þjóð- félag og nýta erlent fjármagn í því skyni. Jón Baldvin lagði áherslu á ESB-aðild íslendinga og benti á sér- stöðu Alþýðuflokksins í því málii Finnur Ingólfsson sté næstur í pontu. Hann sagði að atvinnumálum þyrfti að taka á því annars gæti orðið til heil kynslóð sem ekki þekkti vinnu af eigin raun. Erfiðleika heimilanna mætti rekja til húsbréfakerfísins, sem hefði aukið greiðslubyrði vegna hús- næðiskaupa og stefnunnar í atvinnu- málum, auk hærri skatta og niður- skurðar á bótum. Menntamál hefðu forgagn hjá Framsóknarflokknum. Endurskoða þyrfti lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna og óréttlátar reglur um þann árangur sem náms- menn þyrftu að sýna fram á til að fá lán greidd út. Friðrik Sophusson varaði nemendur við mönnum, sem segðu að hægt væri að auka útgjöld. Væri slíkt gert myndi hallinn aukast og það þrengdi svigrúm þeirra sem væri að vaxa úr grasi. Ríkisstjórnin hefði náð árangri, nú ríkti stöðugleiki, verðbólga væri horfin, viðskiptahalli við útlönd sömu- leiðis og vextir hefðu lækkað. Þessum stöðugleika ætti að byggja á. Verkefn- um þyrfti að raða í forgang, svo þeir fengju aðstoð sem hennar þyrftu með og auka ætti rannsóknir og þróunar- starf í stað þess að kasta milljörðum í vonlaus atvinnufyrirtæki, eins og gert hefði verið áður fyrr. I framsöguræðu sinni gerði Svavar Gestsson að umtalsefni þá dásamlegu framtíðarsýn sem blasti við Alþýðu- flokknum og Sjálfstæðis- flokknum. Fjögur þúsund íslendingar væru án at- vinnu. Væri ekki botnlaus, óendanleg hamingja að fá að borga nýja skatta og gjöld á heilsugæslustöðvum Kynt upp fyrir kosningar Kosningabaráttan fyrir komandi þingkosning- ar þann 8. apríl er hafín. Menntaskólinn við Sund fékk talsmenn allra flokka á þingi til að skýra stefnumál sín á fundi í skólanum í gær. Fundurinn gaf forsmekkinn að því sem koma skal, þótt hann hafí snúist meira um menntamál en ætla má að almennir fundir fyrír kosningamar geri. Sammála um að efla þurfi menntakerfið og sjúkrahúsum og fá fréttir af spill- ingu og misnotkun á fé og valdi? AII- ir kratar sem fyndust væru komnir í æðstu embætti, en ef þeir fengju þau ekki hlypu þeir í Þjóðvaka. Alþýðu- bandalagið legði áherslu á þrennt: Atvinnu á grundvelli útflutningsleið- arinnar, jöfnuð í velferðarkerfmu og siðbót í stjórnmálum. Flokkurinn vildi taka þátt í alþjóðlegu samstarfi, en ekki lokast inni á Evrópublokk. Loks furðaði hann sig á að Jón Baldvin teldi menntakerfíð hluta af velferðar- kerfinu, þegar það væri undirstaða þjóðfélagsins. Kristínu Ástgeirdóttur varð tíðrætt um stöðu kvenna í íslensku þjóð- félagi. Hún rifjaði upp nýlegan dóm Hæstaréttar, þar sem stúlka fékk Iægri bætur en drengur hefði fengið við sömu aðstæður. Þá minnti hún á könnun, sem sýndi að konur hefðu að jafnaði 65% af launum karla og launamunurinn væri meiri með auk- inni menntun. Leggja þyrfti áherslu á að konur gætu lifað af launum sínum og karlar og konur yrðu að sitja við sama borð. Taka þyrfti á atvinnu- og menntamálum og aukin áhersla á menntamál væri lykillinn að því að íslendingar gætu unnið sig út úr erfið- leikum, en ríkisstjórnin hefði skorið niður fé til menntamála. Ágúst Einarsson sagði Þjóðvaka vilja breyta flokkakerfinu og færa vald og ábyrgð í pólitísku starfi nær fólki. Hann sagði að ekkert myndi breytast eftir næstu kosningar þótt Jón til fyrirtækja um að breyta þessu. Að loknum framsöguerindum voru spumingar úr sal og fyrstur spurði Guðmundur Ágústsson Friðrik Soph- usson hvers vegna útgjöld til mennta- mála væru lægst hér miðað við önnur Evrópulönd og vitnaði til skýrslu OECD. Þá krafðist hann þess að Frið- rik svaraði því játandi eða neitandi hvort hann teldi kjör kennara mann- sæmandi. Friðrik kannaðist ekki við þessa OECD-skýrslu. Hann sagði mennta- mál ekki snúast eingöngu um pen- inga, heldur gæði og skilning á nauð- syn þess að búa fólk undir lífíð. Ekki væri hægt að breyta menntakerfínu á augabragði og yfírlýsing um 10 milljarða framlag segði ekkert, ef ekki væri útskýrt hvernig fénu yrði varið. Ekki væri hægt að svara spurningunni um kjör kennara með jái eða neii. lýjör þeirra væru mjög mis- munandi, en ekki væri hægt að semja við þá án tillits til vinnumarkaðarins í Atvim helsta ingar Baldvin og Finnur skiptu um sæti eða Svavar og Friðrik. 45 milljarðar hefðu tapast, án þess að nokkur hefði verið gerður ábyrgur og það ættu þeir að hafa hugfast sem vildu breytingar f íslenskum stjórnmálum. Ágúst sagði Þjóðvaka vilja veija 10 milljörðum til menntamála á næstu átta árum, sem væri nær tvöföldun frá núverandi íjár- framlögum. Hvað atvinnumál varðaði sagði Ágúst að framleiðni í íslenskum fyrirtækjum væri með því lægsta sem þekktist í Evrópu og gera yrði kröfu heild. Ríkisstjórnin hefði eitt sinn far- ið þá leið að semja við opinbera starfs- menn, en eftir næstu kosningar sett lög, sem ógiltu samninginn, sem væru vond vinnubrögð. Aðrir framsögumenn tjáðu sig um málið. Svavar benti á að fyrir þinginu lægju frumvörp um grunnskóla og framhaldsskóla, sem breyttu starfs- grundvelli kennara. Til þess þyrfti að taka tillit. Hlálegt væri að heyra fjár- málaráðherra tala um áhuga á að efla menntakerfíð, þegar ríkisstjórnin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.