Morgunblaðið - 15.02.1995, Síða 29

Morgunblaðið - 15.02.1995, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR1995 29 I I I I I I I I I i I I I J I •1 I I I 6 I AÐSENDAR GREINAR Starfsemi Stofnunar Signrðar Nordals UMSÖGN Jóhanns Hjálmars- sonar í Morgunblaðinu 31. janúar sl. um bókina ímynd íslands sem Stofnun Sigurðar Nordals gaf ný- lega út lýkur með spurningum um starfsemi stofnunarinnar. Þykir rétt að biðja blaðið fýrir svör við þessum spurningum þar sem ein- hveijir lesenda blaðsins velkjast ef til vill í sama vafa um starfsvið stofnunarinnar og gagnrýnandi þess þrátt fyrir að blaðið hafí oft birt fréttir og greinar um starfsemi hennar á undanfömum ámm. Hlutverk stofnunarinnar Stofnun Sigurðar Nordals var komið á fót með reglugerð 14. september 1986 til að minnast þess að þá voru liðin eitt hundrað ár frá fæðingu dr. Sigurðar Nor- dals prófessors. Starfsemi stofn- unarinnar hófst í ársbyijun 1988 og starfar hún á vegum Háskóla íslands en lítur sérstakri stjóm og hefur sjálfstæðan íjárhag. Hlutverk Stofnunar Sigurðar Nordals er samkvæmt skipulags- skrá að efla hvarvetna í heiminum rannsóknir og kynningu á ís- lenskri menningu að fornu og nýju og tengsl íslenskra og erlendra fræðimanna á því sviði. I samræmi við þetta hlutverk sitt er stofnun- inni ætlað að miðla upplýsingum um íslensk fræði og íslenska menningu, efla og kynna rann- sóknir í íslenskum fræðum með ráðstefnum og bókaútgáfu, kynna íslenska menningu og skapa um- ræður um stöðu hennar, annast kennslu í íslensku fýrir útlendinga með því að gangast fyrir nám- skeiðum og hafa umsjón með sendikennslu og styrkja samskipti íslenskra og erlendra fræðimanna, þýðenda og rithöfunda. Stofnunin er ekki rannsókna- stöð nema að því marki sem starfsmenn hennar sinna rann- sóknum í hjáverkum heldur er hún þjón- ustustofnun á sviðum íslenskra fræða og ís- lenskrar menningar. Verksvið hennar tak- markast því ekki við íslenskt mál og fom- bókmenntir eins og Jóhann Hjálmarsson virðist halda enda hef- ur hún gengist fyrir ráðstefnun bæði um Snorra og Laxness og staðið með öðram að þingum um þýðingar á íslenskum nútímabókmenntum og um samband Wagnersópera og íslenskra bókmennta, svo að dæmi séu tekin. Fjárveitingar til verkefna Þótt skipulagsskrá Stofnunar Sigurðar Nordals afmarki starf- svið hennar nokkuð er það miklu frekar fjárveitingarvaldið sem set- ur starfsemi hennar skorður. Verkefnum hennar hefur fjölgað stöðugt á undanfömum áram eins og eðlilegt má telja þegar um nýja stofnun er að ræða. Hins vegar hafa fjárveitingar til hennar ekki vaxið að sama skapi. í fjárlögum fyrir 1991 hafði stofnunin 6.270 þús. kr. til að launa starfsmenn og til annarra gjalda. Sambærileg tala í fjárlögum fyrir 1995 er 5.400 þús. kr. Heildarfjárveiting til stofnunarinnar í ár er hins vegar 8.800 þús. kr. Auknar fjárveiting- ar til stofnunarinnar á undanförn- um áram stafa af því að verkefni hafa verið flutt til hennar úr menntamálaráðuneytinu, þ.e.a.s. umsjón með íslenskukennslu er- lendis og umsýsla Snorrastyrkja. Um leið hefur verið klipið af því fé sem stofnun- in hefur í önnur verk- efni. Þótt starfsemi stofnunarinnar hafí vaxið hefur hún ekki fengið leyfí til að bæta við starfsmönnum. Stöðugildi era nú eitt og hálft eins og 1991 og upphæðin til launa- gjalda er sú sama eða 2.900 þús. kr. Stofnunin hefur 2.500 þús. kr. til ann- ars rekstrarkostnaðar en launa á þessu ári. Af því fé þarf að borga fasteigna- gjöld af húsinu Þingholtsstræti 29, ljós og hita, tölvu- og símkostnað, póstburðargjöld og annan skrif- stofukostnað. Stofnunin hefur því mjög takmarkað íjárhagslegt svig- rúm til annars en fastra verkefna sem tiltekin eru í fjárlögum, þ.e.a.s. stuðnings við íslensku- kennslu erlendis og Snorrastyrkja. Til að auka athafnarými sitt hefur stofnunin í auknum mæli leitað samstarfsaðila um þau verkefni sem hún hefur viljað vinna að eða gengið til liðs um verkefni sem aðrir hafa átt frumkvæði að. Starf- semi hennar er því nú að miklu leyti undir samstarfsvilja annarra komin. Á árinu 1993 gekkst stofnunin t.d. fyrir Hrafnkötluþingi á Egils- stöðum með heimamönnum þar og málþinginu ímynd íslands ásamt Norræna húsinu og á síð- asta ári vann hún að kynningu á Wagner og verkum hans með Listahátíð. Um árabil hefur stofn- unin séð um Alþjóðlegt sumarná- mskeið í íslensku við Háskóla ís- Úlfar Bragason lands en kennaralaunin era greidd af heimspekideild. íslenskukennsla erlendis Til íslenskukennslu erlendis er varið á þessu ári 2.400 þús.kr. Þeirri fjárhæð er skipt milli 14 sendikennarastóla við jafnmarga háskóla á Norðurlöndunum, í Þýskalandi, Austurríki, Frakk- landi og Bretlandi. Sá bókastyrkur sem ritdómari Morgunblaðsins gerir að umræðuefni er aðeins 20 þús. kr. árlega til hvers kennara- stóls og hefur ekkert hækkað lengi. Stofnunin telur alls kostar óeðlilegt að ákveða hvaða bækur lektorarnir kaupa fyrir þessa upp- hæð enda mismunandi hversu mik- ið fé skólamir sjálfir hafa til kaupa á íslenskum bókum, kennslan ólík á þessum stöðum og þarfír nem- enda mismunandi. Á undanförnum áram hafa komið út hér á landi margar orðabækur, íslensk bókmennta- saga, saga íslands, stílfræði og fleiri stórvirki í bókaútgáfu sem lektorunum era nauðsynleg hjálpargögn í kennslu. Þótt stofn- Efling kynningar og rannsókna á íslenzkri menningu, segir Úlfar Bragson, er mikilvæg fyrir sjálfstæði Islendinga. unin hafí ekki stýrt bókakaupum lektoranna hafa þeir einkum notað bókastyrkinn til að kaupa þessi rit. Frá því að stofnunin tók við umsjón íslenskukennslu erlendis hafa ijárveitingar til hennar hækkað um 400 þús. kr. enda hefur verið hafinn stuðningur við kennslu í Múnchen og Vínarborg. Hins vegar hefur ekki fengist fé hér á landi vegna íslenskunám- skeiðs við Vilníusháskóla þrátt fyrir fyrirheit íslenskra stjómvalda um stuðning við Eystrasaltsríkin þijú. Hefur því verið leitað í nor- ræna sjóði um fyrirgreiðslu í þess- um efnum. Með þeirra tilstyrk stendur stofnunin fyrir íslenskun- ámskeiði í Vilníus í annað sinn nú í vor. Menningarkynning Efling kynningar og rannsókna 1 á íslenskri menningu er mikilvæg fyrir sjálfstæði íslendinga og allt samstarf við aðrar þjóðir. Því mið- ur hefur gætt nokkurs stefnuleys- is í menningarkynningu erlendis en einnig skilningsleysis á gildi hennar. Hins vegar má fullyrða að það litla ijármagn sem notað hefur verið til að styðja við íslensku- kennslu erlendis hafí nýst vel. Kennslan í íslensku máli, bók- menntum og sögu við erlenda há- skóla hefur um árabil veitt fjölda stúdenta þá undirstöðu sem þeir hafa síðan notað i störfum sínum til að fræða aðra um land og þjóð. íslenskukennarar við háskóla ann- ars staðar á Norðurlöndum hafa átt sinn þátt í þeim góðu viðtökum sem íslenskar bókmenntir fá nú í Skandínavíu. Þá unnu norrænir sendikennarar að undirbúningi bókmenntakynninga í Múnchen og á Bretagneskaganum sem stóðu í lok síðasta árs og fengu mikinn hljómgrunn hjá almenningi. Það , er þvi allsendis óréttmætt að gera ' störf þeirra tortryggileg eins og gagnrýnandi Morgunblaðsins reynir. Þótt Stofnun Sigurðar Nordals hafí ekki verið fengið það hlutverk að stuðla að þýðingum á íslenskum bókmenntum erlendis, enda sér- stakur sjóður til í því skyni, hefur stjórn stofnunarinnar verið það áhugamál að styðja viðleitni í þá vera eftir megni. Er það raunar mun vænlegri kostur til að auka. kynningu á íslenskum bókmennt- um erlendis að efla Bókmennta- kynningarsjóð og Stofnun Sigurð- ar Nordals til góðra verka en veita fé í enn eina stofnun eíns og hug- myndir um Bókmenntakynningar- stofu gera ráð fyrir og Jóhann Hjálmarsson viðrar í grein sinni. Höfundur er forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals. Útigangnr er óheimill ÚTIGANGUR búijár í þeirri mynd, sem enn þekkist því miður á íslandi, mun vera séríslenskt fyrirbrigði. Víst er að hann sam- rýmist ekki vilja löggjafáns og er tvímælalaust brot bæði á lögum um búfjárhald og dýravemd. Fregnir hafa borist af því, að a.m.k. tólf hross hafí nýlega farist af völdum óveðurs og fennt í kaf víða um land. Einnig munu um tuttugu hross ganga umhirðulaus í Langey á Hvammsfirði. Mál þess- ara hrossa er búið að vera til sér- stakrar meðferðar hjá opinberam aðilum sl. þijú ár. Samkvæmt skoðun dýralækna, sem fóru út í Langey í fyrra, var holdafar hross- anna mjög slæmt og voru þau ber- skjölduð gegn kulda og hrakvið- ram. Hvernig skyldi ástand hross- anna vera nú og hver ber ábyrgð- ina? Landbúnaðarráðherra hefir, samkvæmt lögum um búfjárhald, á hendi yfirstjórn þeirra mála er lúta að meðferð búfjár og eftirlit með búfjárhaldi. Sveitarstjórnir í hveiju sveitarfélagi skulu ráða búfjáreftirlitsmann einn eða fleiri, sem skal hafa eftirlit með ásetn- ingi búfjár, fóðrun og hirðingu. Ráðunautar búfjársambandanna hafa umsjón með búfjáreftirlitinu, hver á sínu svæði. Búfjáreftirlits- maðurinn heldur skýrslur yfir fjölda búfjár og fóðurþörf og send- ir þær Búnaðarsambandi Islands,. sem hefir yfirstjóm með fram- kvæmd forðagæslu. Komi í ljós að búfjáreiganda skorti hús, fóður eða beit fyr- ir fénað, vanfóðri hann eða vanhirði skal búfj áreftirlitsmaður tilkynna það sveitar- stjóm þegar í stað. Er þá sveitarstjórn skylt að vara þann, er hlut á að máli, þegar við og gefa honum einnar viku frest til úrbóta. Hafi hlutaðeiganda á þeim tíma ekki tekist að gera þær ráðstafan- ir, sem sveitarstjóm og eftirlitsmaður bún- aðarsambands telja fullnægjandi, ber sveit- arstjóm að útvega fóður og hlut- ast til um fóðrun og umhirðu eða ráðstafa fénaðinum til fóðranar. Telji sveitarstjóm eða búíjáreft- irlitsmaður í umboði hennar með- ferð á búfénaði bijóta í bága við gildandi lög eða reglur skulu þeir leita til héraðsdýralæknis. Héraðs- dýralæknirinn skal í samráði við yfírdýralækni og innan tveggja sólarhringa fara á staðinn og meta ástand búfénaðarins, með eða í samráði við trúnaðarmann búnað- arsambandsins og gefa búfjáreig- anda mest einnar viku frest til við- bótar tij að gera nauðsynlegar ráð- stafanir. Ef búfjáreigandi hlítir ekki fyrirmælum búfjáreftirlits- manns, sveitarstjórnar, trúnaðar- manns eða héraðsdýralæknis og fénaður haos líður sakir fóður- skorts, hirðuleysis eða harðýðgi, að áliti tveggja eða fleiri þessara aðila, er þeim skylt að tilkynna það lögreglustjóra innan tveggja daga. Skal lögreglustjóri innan viku sjá um úrbætur fáist í samræmi við dýravemdarlög en búfénu lógað í sam- ráði við yfírdýra- lækni, ef ekki er ann- arra kosta völ. í dýraverndarlög- Sigríður um segir að eigendum Ásgeirsdóttir eða umráðamönnum dýra beri að sjá þeim fyrir viðunandi vistarverum og full- nægjandi fóðri, drykk og umhirðu. Að vetri til þegar búfé er haldið til beitar eða látið liggja við opið, skal sjá til þess að á staðnum sé húsaslqól eða annað öraggt og hentugt skjól í öllum veðrum. Einn- ig skal vera þar nægilegt fóður og vatn og litið skal eftir búfénu reglulega en daglega eða oftar ef nauðsyn krefur. Lögreglu ber að hafa eftirlit með aðstæðum og aðbúnaði dýra en allir, sem hafa grun um illa meðferð á þeim, eiga að tilkynna það til lögreglunnar eða til héraðsdýralæknis eða dýra- vendarráðs umhverfisráðuneytis- ins. Sé um minniháttar brot að ræða skal lögreglustjóri, að eigin frumkvæði, leggja fyrir eiganda eða umsjónarmann dýranna, að Útigangur búfjár er séríslenskt fyrirbrigði. Sigríður Ásgeirsdóttir segir hann brot á lögum um búfjárhald og dýravemd. bæta úr innan tiltekins tíma. Leiki grunur á að um sé að ræða alvar- legt brot á dýravemdarlögum get- ur lögreglan fyrirvaralaust tekið dýr úr vörslu eiganda eða umsjón- armanns. Skal lögreglustjóri þá þegar í stað, að fenginni tillögu dýraverndarráðs eða umsögn hé'r- aðsdýralæknis, ákveða hvort dýrin skulu vera áfram í vörslu lögreglu eða þar til úrbætur hafa verið gerð- ar. Á meðan dýrin era í vörslu lög- reglunnar skal sveitarstjóm útvega geymslustað, fóður og umhirðu á kostnað eigandans. Sé sveitarstjóm það af einhveij- um ástæðum ókleift og telji nauðsynlegt að láta bjóða dýrin upp, selja þau til lífs eða slátranar eða láta aflífa þau að öoram kosti, skal áður gefa eiganda tækifæri til að setja tryggingu fyrir kostn- aði við geymslu, fóðrun og umhirðu fyrir dýrin. Eins og að framan greinir era lög um búfjárhald og dýravemd skýr og afdráttarlaus að því er varðar eftirlit og úrræði varðandi meðferð á öllum dýram. Settir era frestir um vandamál eins og ofan- greind mál hrossanna í Langey, sem þurfa ekki að taka nema mánaðartíma. Hvemig má það vera að mál þetta hafí verið þijú ár að velkjast í meðförum hinna ábyrgu, opinberu aðila? Það vaknar spurning um það, hvort ekki þurfi að láta fara fram opinbera rann- sókn á allri meðferð Langeyjar- málsins. Höfundur er héraðsdómslögmaður. FOAM EUROBATEX* PÍPU- EINANGRUN KK í sjáiflímandi rúilum, Pq plötum og hólkum. Þ. Þ0RGRÍMSS0N & CO ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI 38640

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.