Morgunblaðið - 15.02.1995, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
t
Eiginmaður minn,
ÁRNI HALLGRÍMSSON,
Suðurengi 11,
Selfossi,
andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands 13. febrúar.
Guðbjörg Finnbogadóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÁSGRÍMUR STEFÁN BJÖRNSSON
stýrimaður,
Langagerði 116,
Reykjavík,
andaðist mánudaginn 13. febrúar.
Camilla Pétursdóttir,
Þorbjörg Ásgrfmsdóttir, Helgi Gunnarsson,
Agnar Ásgrímsson, Edda Marfa Guðbjörnsdóttir,
Ásgri'mur Lárus Ásgrímsson, Sigurveig Hjaltested,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Móðursystir mín,
GUÐRÚN MARIA GUÐMUNDSDÓTTIR,
vistheimilinu Seljahlíð,
áðurtil heimilis
á Lindargötu 21,
lést í Borgarspítalanum að morgni 14. febrúar.
Fyrir hönd systur og annarra ættingja,
Erla Gústafsdóttir.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
BIRNA BJÖRNSDÓTTIR,
■* lést á sjúkradeild Hornbrekku í Ólafs-
firði sunnudaginn 12. febrúar.
Borghildur Kristbjörnsdóttir, Magnús Ólason,
Gígja Kristbjörnsdóttir, Arngrímur Jónsson,
Rakel Kristbjörnsdóttir, Hreinn Bernharðsson
og ömmubörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdasonur og bróðir,
HÁLFDÁN BJARNASON,
Flúðaseli 69,
Reykjavík,
lést í Landspífalanum 13. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Vigdfs Hulda Ólafsdóttir,
Sigríður Laufey Hálfdánardóttir,
Bjarni Hálfdánarson,
Ólafur Hálfdánarson,
Hörður Kristján Hálfdánarson,
Ólafur Pálsson, Sigri'ður Vilhjálmsdóttir
og systkini hins látna.
t
Elskuleg systir mín og fóstra okkar,
SVEINÍNA JÓRUNN LOFTSDÓTTIR,
Seljahli'ð,
áður Kaplaskjólsvegi 31,
sem lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 10. febrúar, verður jarð-
sungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 17. febrúar kl. 13.30.
Anna Loftsdóttir,
Sjöfn og Dri'fa Helgadætur
og aðrir aðstandendur.
t
Systir okkar,
SOFFÍA PÁLMADÓTTIR
frá Hofi,
Þórunnarstræti 86,
sem andaðist þann 5. febrúár, verður jarðsungin frá Akureyrar-
kírkju föstudaginn 17. febrúar kl. 13.30.
Systkini hinnar látnu
og aðrir aðstandendur.
+ Kristín Einars-
dóttir fæddist að
Steinavöllum í
Flókadal, Fljótum,
29. apríl 1914. Hún
lést í Landspítalan-
um hinn 7. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar Kristínar
voru Einar Bald-
vinsson frá Bjarn-
argili og Anna Jóns-
dóttir frá Steinavöll-
um. Systkini Kristín-
ar voru Sigmundur
(f. 1894), Björg (f.
1895), Ástvaldur (f.
1896), Guðbjörg (f.
1898), Siguijóna (f. 1900), Stef-
anía (f. 1904), Sigurður (f. 1906),
Þorleifur (f. 1909) og Lúther (f.
1910). Eftirlifandi eiginmaður
Kristínar er Bjarni Bjarnason
hárskeri frá Hoffelli i Vest-
mannaeyjum (f. 12.5.1916). Börn
Kristínar og Bjarna eru, Jónína
(f. 1942), Annar Erna (f. 1943),
eiginmaður Onnu Ernu er Magn-
ús Þ. Karlsson, Bjarni (f. 1946,
d. 1966), Guðbjörg Helga (f.
1948), eiginmaður Guðbjargar
Helgu er Hjalti Jóhannsson, Ein-
ar (f. 1956), eiginkona Einars er
Ester Ólafsdóttir. Barnabörnin
eru átta og barnabarnabörnin
eru tvö. Kristín verður jarðsung-
in frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 15. febrúar og hefst at-
höfnin kl. 13.30.
ELSKU amma mín er dáin.
Nú er hún búin að fínna friðinn
sem hún þráði og allar hennar þján-
ingar á enda. Mig langar að minnast
hennar með nokkrum orðum.
Amma vissi hvað lífíð var, enda
þurfti hún að ganga í gegnum marg-
ar sárar raunir á lífsleiðinni, svo sár-
ar að margir hefðu bug-
ast. Einhvem veginn
tókst henni þó alltaf að
horfa fram á veginn og
eflaust hefur hennar
sterka trú átt stóran
þátt í því.
Hún sagði oft við mig
að hún óttaðist ekki
dauðann, því hún væri
sannfærð um að annað
og betra líf tæki við.
Áhugi hennar á andleg-
um málefnum var mikill
og sátum við nöfnur oft
lengi og spjölluðum
enda var hún víðlesin
og fróð. Ég á eftir að
sakna þess að geta ekki sest niður
með ömmu og skipst á skoðunum
við hana, því það var alltaf notalegt
og gott.
Það verður mér alltaf minnisstætt
þegar ég sem lítil stelpa fékk að
dvelja hjá ömu og afa í Eyjum. Til-
hlökkunin var gífurleg að fá að fara,
því það var svo gaman og gott að
vera hjá þeim.
Ég man að ég sat á hnjám ömmu
og hún kenndi mér að syngja barna-
vísur. Amma með sitt rólega fas og
kímnigáfu hafði alltaf tíma til að
setjast niður og tala um atburði dags-
ins. Þegar kvölda tók var afi alltaf
reiðubúinn að lesa bók og oftast fleiri
en eina.
Amma var mjög myndarleg kona
á allan hátt. Heimilið hennar var
fallegt og á meðan heilsan leyfði
hafði hún mikla ánægju af handa-
vinnu og lestri góðra bóka. Hún
saumaði með miklum glæsibrag fötin
á börnin sín á handsnúnu saumavél-
ina sína og margt annað afrekaði
hún í þeim efnum.
Allir meðlimir ijölskyldunnar
muna eftir ómótstæðilegu pönnu-
kökunum hennar ömmu Stínu og
myndarskap hennar í eldhúsinu.
Það sem einkenndi ömmu einna
helst var rólegt og traust fas henn-
ar. Einnig hafði hún næmt auga fyr-
ir öllu því fyndna og skemmtilega
sem lífið býður uppá. Þess vegna kom
hún oft á óvart með hnyttnum og
skemmtilegum athugasemdum þegar
síst varði. Amma var með hjarta úr
gulli og vildi helst tryggja öllum af-
komendum sínum örugga og góða
framtíð.
Elsku amma, þakka þér allar ynd-
islegu stundirnar sem þú gafst mér
og mínum.
Það var ómetaniegt að eiga þig að.
Guð blessi minningu þína.
Kristín Björk.
Nú er hún amma Stína farin. Hún
hefur fengið ósk sína uppfyllta og
fengið hvíldina eftir langa og erfiða
baráttu við hin ýmsu veikindi.
Amma og afí hafa búið í Reykja-
vík allt mitt líf og því hef ég ekki
kynnst þeim sem skyldi. Við hitt-
umst kannski tvisvar á ári, en nú
hef ég verið í námi hér á höfuðborg-
arsvæðinu í eitt og hálft ár og því
getað heimsótt þau oftar. Oft var
mjög gaman að sitja og spjalla, þau
höfðu frá svo mörgu að segja.
Amma Stína var gáfuð kona, vissi
heilmikið og oft gat ég hlegið í
nokkra daga að hnyttnum tilsvörum
hennar. Hún var mjög hreykin af
okkur, bamabörnunum, og fylgdist
vel með því sem við vorum að gera.
Elsku amma, ég, Elva, Bjami og
Sara þökkum þér fyrir samveruna
og vitum að þér líður betur núna.
Góði Guð, viltu geyma ömmu mína
og veita okkur öllum sem eftir lifum
styrk og huggun í sorg okkar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Kristborg.
KRISTIN
EINARSDÓTTIR
HENRÝ KRISTINN
MATTHÍASSON
+ Henrý Kristinn
Matthíasson
fæddist 21.6. 1961 í
Reykjavík. Hann
lést á heimili sínu
. 6. febrúar 1995.
Foreldrar hans
voru Matthías
Helgason, sjómað-
ur, frá Grímsey, f.
31.12. 1910, d.
28.11. 1983, og Cec-
ilia Heinesen frá
Klaksvík í Færeyj-
um, f. 15.5. 1921.
Systkin Henrýs eru
fimm: Jakob, f.
16.1. 1942; Henný,
1948; Þórir, f. 25.11.
f. 10.10.
1949; Guð-
fram frá
febrúar.
rún, f. 25.4. 1954;
og Helgi, f. 25.12.
1957, sem búsettur
er í Klaksvík, Fær-
eyjum. 14. maí 1994
kvæntist Henrý
Samaporn Prada-
blert, f. 28.3. 1961
í Thailandi. Þau
eiga son, Andra, f.
14. maí 1992.
Næstum alla
starfsævi sína vann
hann sem símsmið-
ur hjá Pósti og
sínia.
Útför Henrýs fór
Fossvogskirlqu 13.
t
KONRÁÐ JÚLÍUSSON
frá Patreksfirði,
áðurtil heimilis
á Öldugötu 27, Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá kapellunni við kirkjugarðinn í Hafnarfirði
fimmtudaginn 16. febrúar kl. 13.30.
Aðstandendur.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Pétursborg,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn
18. febrúar kl. 14.00.
Guðbjörg Hallvarðsdóttir,
Ingibjörg Halivarðsdóttir,
Sigurður Hallvarðsson,
Ásta Hallvarðsdóttir,
Hrefna Hallvarðsdóttir,
Halldór Valur Þorsteinsson,
Málhildur Þóra Angantýsdóttir,
Jón Stefánsson,
Tryggvi Geir Haraldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
MIG LANGAR í fáum orðum að
minnast frænda míns, Henrýs Kr.
Matthíassonar.
Nú er komið að kveðjustund og
upp í hugann koma óteljandi minn-
ingarbrot, allt frá þvi að ég man
fyrst eftir mér og þar til nú.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
. Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ég kveð þig elsku Henrý og
þakka þér fyrir allar okkar sam-
verustundir sem eru mér dýrmæt
eign.
Kæru Sam og Andri, innilegar
samúðarkveðjur til ykkar. Ykkar
sorg er mikil, megi algóður Guð
styrkja ykkur og leiða á þessum
erfiðu tímamótum.
Einnig sendi ég öðrum aðstand-
endum innilegar samúðarkveðjur.
Guð veri með ykkur öllum.
Hafdís C. Jakobsdóttir
og fjölskylda.
Sérfræðingar
í l)lóinaski‘(‘y(iiii>iiiii
vii> i»ll Grlvilarí'i
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími19090