Morgunblaðið - 15.02.1995, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995 31
MINNINGAR
JÓNAS GUÐMUNDUR
HALLDÓRSSON
+ Jónas Guðmundur Hall-
dórsson var fæddur í Bol-
ungarvik 28. júlí 1912. Hann
lést á sjúkrahúsinu á ísafirði
1. febrúar síðastliðinn og fór
útför hans fram frá Hólskirkju
11. febrúar.
JÓNAS var elstur bama hjónanna
Agnesar Veróniku Guðmundsdótt-
ur, sem uppalin var í Hörgshlíð í
Mjóafirði, og Halldórs Þorgeirs Jón-
assonar úr Svansvík í ísafírði. Jón-
as ólst upp í Bolungarvík og stund-
aði öll venjuleg störf til sjós og
lands. Hann reri um tíma á eigin
bát er Nói hét og um nokkurra ára
skeið var hann formaður á happa-
fleyinu Ölveri.
Jónas giftist 25. desember 1937
Sigríði Magnúsdóttur, mikilli dugn-
aðarkonu, sem látin er fyrir fáum
árum. Þeim varð þriggja bama auð-
ið. Þau em Þorbjörg Maggý, Hall-
dór Agnar og Gylfí.
Vorið 1942 keyptu þau Sigríður
jörðina Minni-Bakka í Skálavík og
hófu þar búskap. Þar byggðu þau
upp flest hús og ræktuðu túnin og
varð Minni-Bakki í þeirra höndum
hið snotrasta býli. Þau Jónas og
Sigríður gengu saman til allra úti-
verka. Þau reru á árabát og öfluðu
þannig alls físks, sem heimilið
þurfti. Ekku þurfti að kaupa annað
til heimilis af matvöm en mjöl og
kom. Fyrstu árin í Skálavík hafa
verið erfíð, engar vélar en hestar
og hendur það, sem treysta varð á
og svo var allt til ársins 1951, en
þá keypti Jónas Land-Rover jeppa,
sem brátt varð ómissandi til allra
verka. Jónas var mjög verkséður
og var fljótur að sjá út hvernig
hægt var að létta sér starfíð. Jónas
keypti og kom upp rafstöð og
byggði stóra fyrstigeymslu til að
geta verið sjálfum sér nógur um
sem flest. Jónas vann alla tíð að
því að bæta jörðina og búa í haginn
þar til hann flutti til Bolungarvíkur
haustið 1963.
Þegar til Bolungarvíkur kom
starfaði Jónas í mörg ár í sfldar-
mjölsverksmiðju Einars Guðfínns-
sonar og síðan í Verslun Jóns Fr.
Einarssonar. Eftir að Jónas hætti
þar fýrir aldurs sakir, reri hann í
nokkur sumur á trillu með Halldóri
syni sínum.
Jónas hafði frábært minni og
einstaka frásagnargáfu. Hann bjó
sögur sínar í þann búning að áheyr-
endiim fannst sem þeir sjálfír hefðu
lifað atburðina. Það var unun að
hlusta á hann. Ég man þegar hann
sagði okkur frá því þegar hann fór
til Svíþjóðar með fískiskipinu Guð-
mundi Péturs frá Bolungarvík. Þótt
ég hafí aldrei til Svíþjóðar komið
var frásögn hans af Gautaborg og
siglingunni upp Gautelfi svo lifandi
að hún verður mér alveg ógleyman-
leg.
Eftir að Jónas hætti búskap gaf
hann sér tíma til að ferðast og fræð-
ast um siði annarra þjóða, og fór
t.d. í skógræktarferð til Noregs, en
hvar sem hann fór, hvort sem það
var innanlands eða utan, skoðaði
hann landið sem bóndi. Þegar hann
ferðaðist um ísland, dáðist hann
að stórum túnum og velgrónum
hlíðum. Hann hætti í raun aldrei
að vera bóndi. Jónas átti fallegt fé
og duglegt og hafði gaman af að
lýsa hvemig hann beitti fé að vetri
í fjöru og fram til fjalla ef veður
var gott.
Jónas fór að taka og safna
skuggamyndum eftir að hann hætti
búskap og ófá kvöld sat ég hjá
honum og hann sýndi mér og fleir-
um þessar myndir. Hann átti til
sögu við hveija mynd, jafnvel vísu.
Hann sá margt út úr myndunum,
lítið blóm eða fugl, sem ekki sást
í fljótheitum.
Jónas var einu sinni spurður að
því hvort ekki hefði verið afskekkt
í Skálavík. Hann svaraði spuming-
unni svona: „Ég var fýrir stuttu
staddur suður í Hafnarfirði og bjó
í blokk. Þar heilsaðist fólk ekki þó
það mættist á stigagöngum. Þar
þótti mér afskekkt. Ég fann aldrei
til þess að það væri afskekkt í
Skálavík.“
Jónas átti gott með að sætta sig
við nýjar aðstæður og una við þær.
Þegar hann fór að vinna í Sfldar-
mjölsverksmiðjunni þótti honum
það starf gott og sagði um það:
„Ja, þar er nú alitaf hlýtt og maður
þarf ekki að vera að beijast úti í
hvaða veðri sem er.“ Þegar hann
fór að vinna í Verlsun Jóns Fr.,
sagði hann: „Ja, það er ómetanlegt
að vera laus úr pestinni í verksmiðj-
unni.“ Og þegar hann fór að róa á
trillunni, sagði hann: „Það er gott
að geta ráðið sínum tíma sjálfur.
Jónas hafði yndi af ljóðum og las
þau oft fyrir gesti, tók kannski
Davíð eða Einar Ben., las tvö, þijú
ljóð, leit upp, brosti og átti til að
segja: „Óskaplega er þetta nú vel
sagt.“ Jónas samdi sögur og ljóð
sjálfur og velti þar fyrir sér eilífð-
inni og náttúmnni. Má segja að ljóð
hans hafí verið óður til lífsins. Jón-
as naut ekki langrar skólagöngu
en hafði góða rithönd og skrifaði
ágætan texta.
Minni-Bakki í Skálavík var Jón-
asi kær en þó seldi hann Hóls-
hreppi jörðina til þess að þar ættu
Bolvíkingar griðland og gætu notað
sér til útivistar. Þau Jónas og Sig-
ríður .byggðu sér lítið hús í Skála-
vík o g áttu þar margar góðar stund-
ir í ellinni.
Mér er minnisstæð ferð, sem ég
fór með foreldrum mínum út í
Skálavík að úthallandi vetri í kring-
um 1960. Við komum í lambhús,
sem byggt var úr torfí og grjóti.
Ég heyrði að Jónas sagði, um leið
og hann horfði inn eftir húsinu:
„Ertu kominn, litli vinur?“ Ég heyri
þetta oft hljóma gegnum hug mér,
en í holu í vegg sat lítill fugl, far-
fugl, kominn sem vorboði í víkina
við ysta haf. Þegar rökkvaði um
kvöldið, var slökkt á ljósavélinni og
kveikt á stóra tíulínu steinolíulamp-
anum í stofunni og Jónas las ljóð,
sem hann hafði verið að semja þá
um veturinn. Sigríður húsfreyja bar
fram kaffí og heimabakað rúgbrauð
með nýstrokkuðu smjöri. Þessa
minningu geymi ég um Minni-
Bakka, um íslenskan sveitabæ, fólk
og land í sátt og friði.
Föðurbróðir minn Jónas Hall-
dórsson á Minni-Bakka er kvaddur.
Ég á um hann góða minningu.
Agnar H. Gunnarsson,
Miklabæ.
t
Elsku eiginmaður minn, elskulegur faðir
okkar, tengdafaðir og afi,
CARL ÞÓRÓLFUR BERNDSEN,
Strandgötu 10,
Skagaströnd,
lést aðfaranótt sunnudagsins
12. febrúar.
Útförin fer fram frá Hólaneskirkju,
Skagaströnd, laugardaginn 18. febrúar
kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeir, sem vilja minn-
ast hans, vinsamlegast láti Golfklúbb Skagastrandar njóta þess.
Fríða Hafsteinsdóttir,
Karl Berndsen,
Laufey Bei ndsen, Ágúst Jónsson,
Ernst Berndsen, Þórunn Óladóttir,
Friðvin Ingi, EyþórÖrn,
Mikael Karl, Jón Ernst og Fríða Mónika.
t
Ástkær móðir mín og amma okkar,
GUÐRÚN KRISTJANA
GUÐMUNDSDÓTTIR,
kennari,
Ásvallagötu 17,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
á morgun, fimmtudaginn 16. febrúar,
kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er
vinsamlegast bent á Krabbameinsfélag
fslands.
Erfídrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð, fallegir
salir og
góð þjónusta.
Uppiýsitigar
í síma 22322
María Bjarnadóttir,
Gunnar Þór og Guðrún Kristjana.
t
Útför ástkærs eiginmanns míns, föður
míns og sonar okkar,
JÓNS STEINSEN,
Furugrund 76,
Kópavogi,
fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudag-
inn 16. febrúar kl. 10.30.
FLUGLEIDIR
lléTKI, MII'TI.KIIIIK
Brynja Sigurðardóttir,
Rakel Steinsen,
Steinunn Jónsdóttir Steinsen, Eggert Steinsen.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og iangalangamma,
ÁSLAUG LIUA ÁRNADÓTTIR
frá Krossi,
Lundarreykjadal,
lést á Sólvangi, Hafnarfirði, 13. febrúar.
Jarðsett verður að Lundi, Lundareykja-
dal föstudaginn 17. febrúar kl. 14.00.
Rútuferð með Sæmundi fer frá Umferð-
armiðstöðinni kl. 10.00 fyrir þá sem
þess óska.
Sigrún Halldórsdóttir, Kári Friðriksson,
Guðný Halldórsdóttir, Finnbogi Kr. Arndal,
Arndis Halldórsdóttir, Reynir Björnsson,
Guðrún Halldórsdóttir, Guðmundur Karlsson,
Hulda Halldórsdóttir, Bjarni Þorláksson,
Benóný Halldórsson,
Óskar Halldórsson,
Sigurður Halldórsson,
Jón Halldórsson,
Elisabet Benediktsdóttir,
Sigrún Sigurðardóttir,
Karí Berg,
Jófríður Leifsdóttir,
ömmubörn, langömmubörn
og langalangömmubarn.
t
Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
ANNA SIGFÚSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Reykjavík,
verður jarösungin frá Áskirkju fimmtudaginn 16. febrúar kl. 13.30.
Margrét Kristjánsdóttir Arnar, Örn Arnar,
Anna Sigriður, Bernhard, Rannveig,
Kristján Örn og Sólveig Anna.
t
Innilegar þakkirfyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför
JÓNASAR HALLDÓRSSONAR
frá Minni-Bakka.
Halldór Jónasson,
Þorbjörg Maggý Jónasdóttir, Bragi Helgason,
Gylfi Jónasson, Margrét Finnbogadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
í
+
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug
vegna fráfalls
JÚLÍÖNNU
BERGSTEINSDÓTTUR.
Guð blessi ykkur öll.
Vera og Bergsteinn Sörensen,
Maríanna Bergsteinsdóttir.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við
andiát og útför föður okkar, tengdaföð-
ur, afa og langafa,
HÉÐINS VILHJÁLMSSONAR
loftskeytamanns.
Birna Héðinsdóttir Carvalho, Alfred Carvalho,
Rósa Héðinsdóttir, Gils Stefánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkirtil allra þeirra, er sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför elskulegrar móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR ARNBJARGAR
HJALTADÓTTUR,
dvalarheimilinu Hlff,
fsafirði.
Hjalti Ragnarsson, Sigríður Konráðsdóttir,
Jóhann P. Ragnarsson,
Ragna G. Ragnarsdóttir,
Jóhannes Ragnarsson, Steinunn Guðmundsdóttir,
Þórunn M. Guðmundsdóttir,
Stefán Ævar Ragnarsson, Agnes Óskarsdóttir,
Karen Ragnarsdóttir, Kristinn Haraldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
—